13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?


Höfundur
SiggiPalli
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fim 20. Okt 2016 14:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf SiggiPalli » Þri 24. Júl 2018 03:43

hæhæ,

Er að pæla að kaupa mér Macbook Pro fyrir menntaskóla en er með valkvíða varðandi það hvort að ég ætti að fá mér 13'' eða 15'' gerðina.
Mig langar í 15'' en hef áhyggjur af því að það taki of mikið pláss á borðinu og annarstaðar en þegar ég kíkti í Elko þá fannst mér 13'' vera svo lítil miðað við 15'' en samt sættanleg stærð. Þær eru báðar mjög léttar þannig að þyngdin ætti ekki að skipta máli og ég mun kaupa tölvuna að utan þannig ég gæti fengið 2018 gerðina miklu ódýrara en 2017 árgerðin er að seljast hér. Þið sem notið/notuðu fartölvu í menntaskóla hvaða stærð finnst ykkur vera passlegt?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf Njall_L » Þri 24. Júl 2018 07:46

Ef þú ert ekki að fara í einhverja þunga vinnslu sem krefst skjákorts eins og er í 15" vélunum þá myndi ég persónulega taka 13". Skjárinn er minni en lyklaborðið í sömu stærð og töluvert þæginlegra að ferðast með 13" vél heldur en 15".


Löglegt WinRAR leyfi


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf Tesli » Þri 24. Júl 2018 07:55

Ef að peningar eru ekki vandamál þá myndi ég klárlega taka 15". Hún er hvortsem er alveg næginlega nett fyrir og engin sérstök ástæða til þess að fara í 13" bara til þess að fá aðeins léttari vél. Ég var með 15" Mac í gegnum masterinn, það er alveg geggjað að vinna á þessar vélar.



Skjámynd

reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Reputation: 17
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf reyniraron » Þri 24. Júl 2018 19:24

Ég keypti 15" MacBook Pro (aðallega út af skjákorti og quad-core örgjörva) og ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með að nota hana í skólanum. 13" væri vissulega aðeins meðfærilegri en það er samt alls ekkert vandamál.


Reynir Aron
Svona tölvukall

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf peer2peer » Þri 24. Júl 2018 20:28

Farðu í Macbook Pro 2018 13" 2018 línuna. Hún er loks komin með quad core örgjörva (I5 8259u). Þræl öflug og meðfærileg.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Höfundur
SiggiPalli
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fim 20. Okt 2016 14:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf SiggiPalli » Þri 24. Júl 2018 20:35

peturthorra skrifaði:Farðu í Macbook Pro 2018 13" 2018 línuna. Hún er loks komin með quad core örgjörva (I5 8259u). Þræl öflug og meðfærileg.

Einmit ástæðan hví ég er að íhuga að fá mér 13”, en ef það kemur í ljós að það sé ekkert mál að vera með 15” í tímum eða annarsstaðar þá myndi ég helst vilja hana.


Sent from my iPhone using Tapatalk



Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: 13'' eða 15'' fartölva fyrir menntaskóla?

Pósturaf loner » Þri 24. Júl 2018 21:48

Skjámunur á 13" og 15" er það mikill, að 15" er vænlegri kostur fyrir skóla og létta vinnslu.

Sé miðað við verðsamanburð og nuddsár á nefbrodd. :)


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !