Litur á bremsuvökva
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Litur á bremsuvökva
Er þetta eðlilegur litur á bremsuvökva? Búinn að vera á bílnum í 5 ár og 110k km.
Ég var að googla og samkvæmt því er litur á nýjum vökva "clear with yellow tint".
Þessi er hinsvegar neon/mosa grænn.
Þurfti að opna ventil á öðru afturhjólinu svo ég gæti pressað bremsudæluna inn vegna bremsuklossa skipta.
Tók ~80 ml. af bremsuvökva og svona lítur hann út.
p.s. veit einhver hversu mikið magn af bremsuvökva er á Skoda Octavia 2013?
Ég var að googla og samkvæmt því er litur á nýjum vökva "clear with yellow tint".
Þessi er hinsvegar neon/mosa grænn.
Þurfti að opna ventil á öðru afturhjólinu svo ég gæti pressað bremsudæluna inn vegna bremsuklossa skipta.
Tók ~80 ml. af bremsuvökva og svona lítur hann út.
p.s. veit einhver hversu mikið magn af bremsuvökva er á Skoda Octavia 2013?
- Viðhengi
-
- vökvi1.JPG (426.26 KiB) Skoðað 6092 sinnum
-
- vökvi2.JPG (473.23 KiB) Skoðað 6092 sinnum
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Nethimnaríki
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
ætti að vera einsog hungang á litinn, miðað við þessar myndir myndi ég skola þessu út og setja nýjan vökva. er fáranlega létt og einföld aðgerð þegar upp er staðið og gæti bjargað lífi þínu eða einhvers annars þegar upp er staðið
This monkey's gone to heaven
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Þú sérð að það er kominn dökkur tónn saman við litinn. Alveg kominn tími á þennan. Sérð muninn ef þú kaupir nýjan og skoðar hann. Það er gott practice að tappa af út við hvert hjól á 2-3 ára fresti. S.s. ekki flusha öllu af forðabúrinu heldur bara tappa út 50-100ml við hvert hjól (það ætti að nægja til að fá ónotaðan vökva af forðabúrinu inní "leiðslurnar" og dæluna). Nóg að vera með 1 brúsa í svoleiðis.
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Re: Litur á bremsuvökva
Það er góð regla að skipta út bremsuvökva á 2 ára fresti. Flestir ef ekki allir bílaframleiðendur eru með það þannig.
Re: Litur á bremsuvökva
Er bremsuvökvi aldrei skoðaður þegar maður fer með bíl í smurningu á smurstöð?
Re: Litur á bremsuvökva
Manager1 skrifaði:Er bremsuvökvi aldrei skoðaður þegar maður fer með bíl í smurningu á smurstöð?
Nei ekki nema kannski hvort það sé of lítið. En flestar smurstöðvar ættu að eiga útbúnað til að skipta um bremsuvökva ef um það er óskað.
Í þýskalandi t.d er tekið tékk á ástandi bremsuvökva við vegaeftirlit. Getur fengið aksturbann á staðnum ef rakainnihald vökvans er yfir leyfilegum mörkum.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Farðu á smurstöð! Þar sem þessu er fargað á réttan hátt.
Þú hellir ekki vélaolíum í klósettið hjá þér.
Þú hellir ekki vélaolíum í klósettið hjá þér.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Ég vildi að ég hefði vitað þetta þegar ég var að skipta um bremsurnar, þá hefði ég opnað alla ventlana og tekið ~80ml allsstaðar.
Það er kannski dropi í hafið? Er þá einhver "master" ventill sem er opnaður til að flusha?
Betra að láta gera það væntanlega en að brasa í því sjálfur, ekkert grín að fá loft inn á kerfið eða sulla bremsuvökva á bílinn.
Það er kannski dropi í hafið? Er þá einhver "master" ventill sem er opnaður til að flusha?
Betra að láta gera það væntanlega en að brasa í því sjálfur, ekkert grín að fá loft inn á kerfið eða sulla bremsuvökva á bílinn.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
GuðjónR skrifaði:Ég vilid að ég hefði vitað þetta þegar ég var að skipta um bremsurnar, þá hefði ég opnað alla ventlana og tekið ~80ml allsstaðar.
Það er kannski dropi í hafið? Er þá einhver "master" ventill sem er opnaður til að flusha?
Betra að láta gera það væntanlega en að brasa í því sjálfur, ekkert grín að fá loft inn á kerfið eða sulla bremsuvökva á bílinn.
Þetta þarf alls ekki að vera gert í leiðinni þótt maður kannski geri það oftast þannig, allavega hjá mér þá kemst ég að þessum ventli án þess að fjarlægja dekkið, gæti verið betra að tjakka hann aðeins upp til að komast undir og sjá á meðan þú kemur slöngunni fyrir á nippinu.
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
k0fuz skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég vilid að ég hefði vitað þetta þegar ég var að skipta um bremsurnar, þá hefði ég opnað alla ventlana og tekið ~80ml allsstaðar.
Það er kannski dropi í hafið? Er þá einhver "master" ventill sem er opnaður til að flusha?
Betra að láta gera það væntanlega en að brasa í því sjálfur, ekkert grín að fá loft inn á kerfið eða sulla bremsuvökva á bílinn.
Þetta þarf alls ekki að vera gert í leiðinni þótt maður kannski geri það oftast þannig, allavega hjá mér þá kemst ég að þessum ventli án þess að fjarlægja dekkið, gæti verið betra að tjakka hann aðeins upp til að komast undir og sjá á meðan þú kemur slöngunni fyrir á nippinu.
Þarf ekki eitthvað stykki með slöngunni til að setja yfir nippilinn til að opna hann?
Ég skrúfaði hann bara úr hjá mér og lét dropa í krukkuna.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Hjá mér er nippið skrúfað laust með c.a. 8mm föstum lykli og þá kemur vökvinn útum endann á nippinu s.s. set slöngu uppá og skrúfa svo laust. Tek hann ekki úr. Þá er þetta bara að losa og herða þegar einhver stígur á bremsuna til að pumpa út vökvanum. Stíga fast í bremsupedalinn, losa nippið, herða nippið og sleppa svo bremsu pedalnum. Til að loft fari ekki inná kerfið. Svo bara endurtaka nokkrum sinnum per hjól.
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
-
- FanBoy
- Póstar: 778
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Ég myndi skipta um vökva, ég nota fiskabúr slöngu og gosflösku til að flusha svo þú endir ekki með loft í kerfinu.
Til tonn af leiðbeiningum á netinu/youtube
Fargar olíunni svo í sorpu, kostar ekkert þar sem förgunarglajd er greitt þegar ný olía er versluð
Til tonn af leiðbeiningum á netinu/youtube
Fargar olíunni svo í sorpu, kostar ekkert þar sem förgunarglajd er greitt þegar ný olía er versluð
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Takk fyrir þetta, góð tipps!
Ég tók eftir því þegar ég losaði nippilinn þá kom vökvi, sá samt ekki hvort það var úr endanum á honum eða meðfram.
Örugglega úr endanum því annars væri engin tilgangur með honum.
Ætla að fá mér fiskabúrsslöngu og gera gat á tappann á gosflösku.
Fínt trix þetta með "loftið", að fá einhvern til að standa á bremsunni meðan þú opnar nippilinn og þangað til þú lokar, og til að vera extra öruggur að vera með slönguna ofan í botninn á gosflöskunni því þá dregur hún vökva í stað lofst ef bremsumaðurinn klikkar á sínu.
Mesta gruggið hlýtir að vera í og við dæluna þannig að þetta ætti að duga, kaupa 500ml brúsa og reyna að taka 100ml af hverju hjóli.
Ég tók eftir því þegar ég losaði nippilinn þá kom vökvi, sá samt ekki hvort það var úr endanum á honum eða meðfram.
Örugglega úr endanum því annars væri engin tilgangur með honum.
Ætla að fá mér fiskabúrsslöngu og gera gat á tappann á gosflösku.
Fínt trix þetta með "loftið", að fá einhvern til að standa á bremsunni meðan þú opnar nippilinn og þangað til þú lokar, og til að vera extra öruggur að vera með slönguna ofan í botninn á gosflöskunni því þá dregur hún vökva í stað lofst ef bremsumaðurinn klikkar á sínu.
Mesta gruggið hlýtir að vera í og við dæluna þannig að þetta ætti að duga, kaupa 500ml brúsa og reyna að taka 100ml af hverju hjóli.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Ég gerði þetta einu sinni sjálfur. Keypti slöngu í Landvélum á 200kr, notaði kókflösku og pressaði inn bremsupedalinn með skóflu. Virkaði fínt
Annars mæli ég með að hafa einhvern með sér sem getur staðið vaktina á bremsupedalanum. Það er mikilvægt að gera þetta rétt og ná öllu lofti úr því þetta er svo mikið öryggi.
Annars mæli ég með að hafa einhvern með sér sem getur staðið vaktina á bremsupedalanum. Það er mikilvægt að gera þetta rétt og ná öllu lofti úr því þetta er svo mikið öryggi.
Have spacesuit. Will travel.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Ein lokaspurning, þegar þið gerið þetta, hjól fyrir hjól, bætiði á safnkassann eftir hvert hjól eða í restina þegar búið er að tappa af öllum fjórum hjólunum?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Fylgjast með og passa að það sé alltaf nóg í forðabúrinu meðan verið er að þessu. Svo í restina að fylla upp að Max.
Have spacesuit. Will travel.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
audiophile skrifaði:Fylgjast með og passa að það sé alltaf nóg í forðabúrinu meðan verið er að þessu. Svo í restina að fylla upp að Max.
Það sem hann sagði, forðabúr taka 300-500ml.. er ekki viss. En það er alveg jafn slæmt að fá loft inná kerfið frá forðabúrinu eins og útvið hjól þannig já
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Re: Litur á bremsuvökva
Og byrja á hjólinu sem er fjærst höfuðdælunni, oftast hægra afturhjól, svo vinstra afturhjól, svo hægra framdekk og ...you go it. Ég er með vacuum pumpu sem ég nota í þetta, þá þarf engin að standa á bremsu ofl, one man job
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Til að bæta smá við, ekki djöflast á bremsupedalanum þegar þú ert að pumpa, bara rólegt og þétt, menn hafa verið að drífa sig og þá fyllist allt af littlum loftbólum og þær eru marga klukkutíma að sameinast.
En vökvinn hjá þér er mjög dökkur, https://www.racingjunk.com/news/wp-cont ... sh-big.jpg hér er þessi fína mynd af ca. hvernig hann á að líta út. Passaðu þig svo að nota réttan bremsuvökva fyrir þína tegund af bíl (stendur á forðabúri eða í handbók).
En vökvinn hjá þér er mjög dökkur, https://www.racingjunk.com/news/wp-cont ... sh-big.jpg hér er þessi fína mynd af ca. hvernig hann á að líta út. Passaðu þig svo að nota réttan bremsuvökva fyrir þína tegund af bíl (stendur á forðabúri eða í handbók).
Hlynur
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Takk fyrir allar upplýsingarnar, gott að vita þetta með forgangsröðun hjólanna og að bæta reglulega á forðabúrið til að fá ekki loft þeim megin frá. Samkvæmt manual þá er DOT4 vökvi, mun kaupa þannig.
Tiger, hvar fékkstu svona vacuum pumpu og hvað kostaði hún?
Tiger, hvar fékkstu svona vacuum pumpu og hvað kostaði hún?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Vil bæta aðeins við varðandi þessar pumpur. Ég keypti pumpu frá bretlandi sem var algjört crapp og endaði á að nota gömlu aðferðina aftur með aðstoðarmanni. Þarft ábyggilega að vanda valið þegar kemur að þessum pumpum.
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Litur á bremsuvökva
Ætlar enginn að spá í að það þurfi að opna
Vökva kerfið til að setja stimpilinn inn? Það er ekki normalt
Vökva kerfið til að setja stimpilinn inn? Það er ekki normalt
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Litur á bremsuvökva
littli-Jake skrifaði:Ætlar enginn að spá í að það þurfi að opna
Vökva kerfið til að setja stimpilinn inn? Það er ekki normalt
Það þarf ekkert að opna nippilinn til að ýta inn stimplinum