leita að power adapter fyrir tæki


Höfundur
Hormóður
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 23. Jún 2017 02:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf Hormóður » Fim 05. Júl 2018 00:08

Er í smá vandræðum, er með logitech driving force gt stýri + pedalar sem mig langar að prufa nema power adapterinn er týndur. Veit að það væri skothelt að panta bara snúruna sem á að fylgja þessu að utan en er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki hægt að finna eitthvað sem myndi virka í þetta hérna heima.

hérna er mynd af upplýsingunum á adapternum sem ég fann á netinu
Mynd

og upplýsingar frá framleiðanda: http://support.logitech.com/en_hk/artic ... 0069v2KAAQ

er búinn að leita á netinu hjá íslenskum fyrirtækum en finn hvergi adapter sem er með nákvæmlega þessar tölur, spurning hvort að það sé til eitthvað hér á landi sem myndi passa í þetta stýri



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf Squinchy » Fim 05. Júl 2018 00:20

Svo lengi sem þú finnur spennir sem er 24V og 1A eða meira þá ertu í góðum málum

http://mbr.is/ac-dc/18792-12-24vdc-spen ... 36742.html


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
Hormóður
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 23. Jún 2017 02:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf Hormóður » Fim 05. Júl 2018 00:42

Squinchy skrifaði:Svo lengi sem þú finnur spennir sem er 24V og 1A eða meira þá ertu í góðum málum

http://mbr.is/ac-dc/18792-12-24vdc-spen ... 36742.html


stendur á logitech síðunni að tækið þurfi ac adapter en þarna stendur 24VDC spennubreytir, passar það nokkuð saman eða er ég að ruglast eitthvað




Höfundur
Hormóður
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 23. Jún 2017 02:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf Hormóður » Fim 05. Júl 2018 14:22

https://en.wikipedia.org/wiki/AC_adapter

ah ókei þetta virðist vera það sama og ég þarf samkvæmt þessu, bara kallað mismunandi nöfnum (An AC adapter, AC/DC adapter, or AC/DC converter)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf russi » Fim 05. Júl 2018 14:32

Þetta er AC inn, eins og 220v er hér og DC út í 24V og sem 1A eða meira




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf frr » Fim 05. Júl 2018 16:21

Spennubreytir fyrir útiljósaséríu ætti að duga.
Yfirleitt 24 volt og meira en nægur amperfjöldi.
Til í flestum geymslum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: leita að power adapter fyrir tæki

Pósturaf jonsig » Fim 05. Júl 2018 18:30

Ég er farinn að venja mig á að kaupa ac adaptera sem hafa UL vottun eins og þessi á myndinni. Það er sama og margir væntast af CE merkingunni nema þetta er alvöru. Mikið af þessu kínadóti er hættulegt dótarí, og fyrir utan skemmdir á tækinu hugsanlega.