bjornvil skrifaði:zaiLex skrifaði:Eitt í vinnuna og eitt heima
Þetta er gríðarlega smart! Hvaða borð eru þetta? Ég var að pre-ordera Kira frá Input Club, hef alltaf langað í svona 96-Key en hef ekki þorað í þessi group buy og að setja saman sjálfur. Ég geri ráð fyrir að þú fílir þetta layout fyrst þú ert með tvö. Ég hef smá áhyggjur af því að það sé skrítið að vera ekki með neitt bil á milli t.d. F-röðin og arrow/numpad. Er það ekkert mál að venjast þessu?
Þetta eru RS96 eða Red scarf III. Ég var einmitt líka með áhyggjur af numpadinu en ekki út af bil leysinu heldur út af því að 0 takkinn er í raun á öðrum stað, hann er ekki lagður fyrir þumalputtann eins og venjulega, þú þarft í raun að ýta á hann með löngutöng, ég vandist því hins vegar á innan viku og er núna jafnvígur á svona numpad og venjulegt. Get sagt af reynslu að sumum hlutum venst maður öðrum ekki, eins og lyklaborðið mitt með numpadinu vinstra megin vandist ég aldrei vegna ástæðna sem ég get útskýrt í öðrum pósti. En með bilið á milli takkana, því venstu bara, og það er enginn ókostur við það að taka út bilið. Þú sparar pláss á skrifborðinu og þú þarft að ferðast styttra á milli takkana. Þú ert aldrei að ýta óvart á neina takka sem þú ætlar ekki að ýta á. Eftir að maður hefur byrjað að nota svona lyklaborð sér maður hvað það er í raun fáránlegt þetta bil milli flokka af tökkum á venjulegum lyklaborðum. Á laptop tölvum er ekki neitt bil til F takkana þannig að þú veist alveg að þetta er ekkert vandamál, bara kostur, mjög stór kostur.