Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
breynir74
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Þri 11. Jún 2013 20:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf breynir74 » Fös 29. Jún 2018 18:25

Sælir,
Verð á skjákortum út í heimi virðist vera að lækka en það er engin lækkun hérna á klakanum, hvað er málið ?

Til dæmis:
https://www.amazon.com/MSI-RX-Vega-Air- ... on+vega+64
Radeon RX Vega 56 á 520 USD = 52.000 iskr, Reyndar er 180 USD sendingarkostnaður í þessu dæmi.

https://tolvutek.is/vara/gigabyte-radeo ... t-8gb-hbm2
Radeon RX Vega í Tölvutek á 114.000 iskr

Hvernig er hægt að útskýra þetta ?????
Síðast breytt af breynir74 á Fös 29. Jún 2018 18:37, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Aron Flavio
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Fös 01. Júl 2016 23:55
Reputation: 15
Staðsetning: 107 Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf Aron Flavio » Fös 29. Jún 2018 18:32

breynir74 skrifaði: Hvernig er hægt að útskýra þetta ?????


Ekki gleyma því að við búum á eyju með gráðuga ríkisstjórn og enn gráðugri kaupmenn :fly




Höfundur
breynir74
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Þri 11. Jún 2013 20:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf breynir74 » Fös 29. Jún 2018 18:39

Þetta er reyndar ýktasta dæmið sem ég fann, en samt er gríðarlegur munur á verðum úti og hér.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf Njall_L » Fös 29. Jún 2018 19:09

Ætli verslanir hérna heima séu ekki að losa út eldri lager sem var keyptur inn á hærri verðum, það er ekki það langt síðan skjákort fóru að lækka í verði og það er ekki alltaf sem birgjar eru til í aðstoða smásöluaðila ef verð á vörunni lækkar meðan hún situr á lager hjá þeim. Það er því vel hægt að spá að við förum að sjá frekari lækkanir á skjákortum á næstu vikum.

Getur þú samt að lágmarki borið saman eins kort í þessum samanburði hjá þér og reiknað dæmið til enda svo að hann sé nálægt því að vera sanngjarn?

Þetta MSI kort sem þú linkar á hjá Amazon kostar 700,59$ með sendingu og öllum gjöldum til Íslands. Á Visa gengi (sem er notað þegar borgað er með korti eða Paypal) væri það 76.735kr komið heim.

Hinsvegar, ef þú skoðar nákvæmlega sama kort og þú ert að vísa í hjá Tölvutek á Amazon þá kostar það 850,81$ með sendingarkostnaði og öllum gjöldum svo það myndi kosta 93.189kr komið heim.

Verðmunurinn er vissulega ennþá til staðar, en ekki jafn gríðarlega mikill eins og þú varst að benda á.

Getur séð hérna á myndunum hvernig lokakostnaðurinn verður á þessum kortum í körfunni hjá Amazon
MSI.png
MSI.png (96.55 KiB) Skoðað 4437 sinnum

Gigabyte.png
Gigabyte.png (95.13 KiB) Skoðað 4437 sinnum


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
breynir74
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Þri 11. Jún 2013 20:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf breynir74 » Fös 29. Jún 2018 20:40

Já allt góðir punktar hjá þér Njall_L.
En ég keypti PNY GTX 1060 3gb á 27.900 í Tölvutækni í desember 2017.
Í dag er PNY 1050 TI 4gb hjá þeim á 27.900 og Gigaabyte GTX 1060 3gb á 39.900.

Ekki kannski bestu verðin hjá þeim en þarna sést hvað er mikil verðhækkun sem er ennþá.


Þetta verð á Amazon er RETAIL verð, efast um að búðirnar hérna þurfi að borga það verð.
Síðast breytt af breynir74 á Fös 29. Jún 2018 20:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf DJOli » Fös 29. Jún 2018 20:41

Tók saman nokkur 1060-6gb kort og bræður þeirra hérlendis. Verðmunurinn er ekkert alvarlegur að mínu mati.
Upp úr standa þó Tölvulistinn með ~44,000kr.- kort á tæplega 55,000kr.-, Tölvutækni, með 41,500kr.- kort á tæpar 50,000kr.-. og Ódýrið, með 45,000kr.- kort á tæpar 55,000kr.-.

Amazon: 43,936kr.- ($415 með öllu)
https://www.amazon.com/MSI-GeForce-GTX- ... 0+6gb+ocv1

Att: 49,900kr.-
https://www.att.is/product/msi-gtx1060-skjakort

Tölvulistinn: 54,995kr.-
https://www.tl.is/product/geforce-gtx-1060-t-oc-v1-6gb
-------------
Amazon: 41,500kr.- ($392 með öllu)
https://www.amazon.com/PNY-GeForce-1060 ... 60+6gb+pny

Tölvutækni: 49.900kr.-
https://tolvutaekni.is/products/pny-gtx ... isplayport
-------------
Amazon: 45,629kr.- ($431 með öllu)
https://www.amazon.com/Gigabyte-GeForce ... igabyte+oc

Computer.is: 49,900kr.-
https://www.computer.is/is/product/skja ... n1060wf2oc

Ódýrið: 54,990kr.-
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-106 ... -6gb-gddr5


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
breynir74
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Þri 11. Jún 2013 20:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf breynir74 » Fös 29. Jún 2018 21:06

Það er ekki hægt að bera sama þegar einstaklingur kaupir á Amazon á retail verði með tilheyrandi sendingakostnaði + tolla og þegar búð(ok þær eru reyndar ekki stórar)kaupir í magni af birgja.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf Njall_L » Fös 29. Jún 2018 21:30

breynir74 skrifaði:Það er ekki hægt að bera sama þegar einstaklingur kaupir á Amazon á retail verði með tilheyrandi sendingakostnaði + tolla og þegar búð(ok þær eru reyndar ekki stórar)kaupir í magni af birgja.

Enda er ekki verið að bera það saman. Það er verið að bera saman hvað kortin kosta komin til þín í hendurnar með mismunandi leiðum. Við höfum ekki hugmynd um hver heildsöluverð á þessum kortum til Amazon eða til búðanna hérna á Íslandi er.


Löglegt WinRAR leyfi


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf Klemmi » Lau 30. Jún 2018 13:47

DJOli skrifaði:Upp úr standa þó Tölvulistinn með ~44,000kr.- kort á tæplega 55,000kr.-, Tölvutækni, með 41,500kr.- kort á tæpar 50,000kr.-. og Ódýrið, með 45,000kr.- kort á tæpar 55,000kr.-.


Þegar þú segir "Upp úr standa", ertu þá að meina að þér finnist 20% álagningin þarna há eða lág?




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf mainman » Lau 30. Jún 2018 14:27

Ég verslaði slatta af kortum frá seinasta nóvember og út þetta ár og ég verð að hrósa íslensku búðunum.
Þegar verðið úti fór upp úr öllu valdi þá leið langur tími áður en kortin hækkuðu hérna og þegar þau hækkuðu loks þá hækkuðu þau aldrei upp í sömu verð eins og voru úti.
T.d. 1070 kortin sem voru að skríða upp í 90 þús hérna fengust á sama tíma ódýrust á tæplega 1400$ á newegg á sama tíma.
Þegar verð á kortum lækkaði síðan loksins erlendis þá lækkuðu þau nánast samstundis hérna heima.
Frá mínum bæjardyrum séð þá finnst mér þessar Íslensku verslanir hafa staðið sig rosalega vel og ég er mjög sáttur.
kv.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Verðlækkun á skjákortum í útlöndum en ekki á klakanum

Pósturaf DJOli » Lau 30. Jún 2018 14:35

Klemmi skrifaði:
DJOli skrifaði:Upp úr standa þó Tölvulistinn með ~44,000kr.- kort á tæplega 55,000kr.-, Tölvutækni, með 41,500kr.- kort á tæpar 50,000kr.-. og Ódýrið, með 45,000kr.- kort á tæpar 55,000kr.-.


Þegar þú segir "Upp úr standa", ertu þá að meina að þér finnist 20% álagningin þarna há eða lág?

Meina bara bókstaflega það að þeir séu með hæstu álagninguna. Það er ekkert agalega slæmt við það, enda skilur maður vel að halda þurfi fyrirtækjunum á floti með einhversskonar plúsrekstri.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|