Líklegastur

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
stebbijonas
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 05. Jún 2018 15:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Líklegastur

Pósturaf stebbijonas » Þri 05. Jún 2018 15:30

Góðan dag

Vantar ráðlagningu um hvaða búð væri líklegust til þess að henda í góðan pakka fyrir mig sem innihéldi:
- Góða tölvu sem er mest notuð í mynd/video vinnslu og hin ýmis forrit, allt opið í einu og allt í gangi án þess að lagga
- Skjá sem nær að vinna með tölvunni
- Lyklaborð og mús
- Mögulega stól líka

S.s. bara all-in one pakka ready to go. Ég hef ekki hugmynd hvort góð leikjatölva=góð vinnslutölva?? Er sniðugara að panta þetta kannski bara að utan ? Og er enþá hagkvæmasta leiðin að smíða þetta bara sjálfur?? :-k :-k :-k




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Líklegastur

Pósturaf pepsico » Þri 05. Jún 2018 18:06

Það er mjög hagkvæmt að kaupa án stýrikerfis til að geta keypt stýrikerfislykilinn að utan og spara um 17 þúsund krónur. Það rukka held ég flest allar verslanir fyrir það að setja turna saman svo það sparar þér líka pening. Það er líka oftar en ekki hagkvæmara að plokka íhluti úr búðum héðan og þaðan til að fá bestu verðin en það getur verið ákveðinn höfuðverkur upp á ábyrgðarmál þegar eitthvað bilar. Ég geri allt þrennt en það er þitt að vega og meta þetta.

Annars vantar alveg verðhugmynd inn í þetta. Stórfínn vinnsluturn með i7-8700k örgjörva, mjög góðri kælingu, 32GB vinnsluminni, 1050 Ti skjákorti, 500GB M.2 SSD, og öllu tilheyrandi myndi kosta um 210-225 þúsund ef þú kaupir stýrikerfið að utan og púslar honum saman sjálfur. Við þetta bætist síðan verðið á 2K (2560x1440) IPS (betri litir) skjá, sem ég myndi segja að séu tveir lágmarkseiginleikar skjás fyrir myndvinnslu, um 50 þúsund, lyklaborð og mús eitthvað um tíu þúsund og svo er verðið á stólum frá tíu þúsund til miljón svo hver veit.

Ef þú vilt ganga ennþá lengra eru auðvitað til örgjörvar sem eru fljótari að encodea vídeóin og þú getur eytt frá um 20 þúsund meira til 200 þúsund krónum meira í betri örgjörva ef þú vilt það. Í hina áttina geturðu líka farið í ódýrari íhluti.




steini_magg
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Líklegastur

Pósturaf steini_magg » Þri 05. Jún 2018 18:52

pepsico skrifaði:Það er mjög hagkvæmt að kaupa án stýrikerfis til að geta keypt stýrikerfislykilinn að utan og spara um 17 þúsund krónur. Það rukka held ég flest allar verslanir fyrir það að setja turna saman svo það sparar þér líka pening. Það er líka oftar en ekki hagkvæmara að plokka íhluti úr búðum héðan og þaðan til að fá bestu verðin en það getur verið ákveðinn höfuðverkur upp á ábyrgðarmál þegar eitthvað bilar. Ég geri allt þrennt en það er þitt að vega og meta þetta.

Annars vantar alveg verðhugmynd inn í þetta. Stórfínn vinnsluturn með i7-8700k örgjörva, mjög góðri kælingu, 32GB vinnsluminni, 1050 Ti skjákorti, 500GB M.2 SSD, og öllu tilheyrandi myndi kosta um 210-225 þúsund ef þú kaupir stýrikerfið að utan og púslar honum saman sjálfur. Við þetta bætist síðan verðið á 2K (2560x1440) IPS (betri litir) skjá, sem ég myndi segja að séu tveir lágmarkseiginleikar skjás fyrir myndvinnslu, um 50 þúsund, lyklaborð og mús eitthvað um tíu þúsund og svo er verðið á stólum frá tíu þúsund til miljón svo hver veit.

Ef þú vilt ganga ennþá lengra eru auðvitað til örgjörvar sem eru fljótari að encodea vídeóin og þú getur eytt frá um 20 þúsund meira til 200 þúsund krónum meira í betri örgjörva ef þú vilt það. Í hina áttina geturðu líka farið í ódýrari íhluti.


Er ekki hagstæðara að kaupa Ryzen 2800x þar sem það fylgir með vifta (með LEDaranum einnig) ?




stebbijon
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 21:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Líklegastur

Pósturaf stebbijon » Þri 05. Jún 2018 20:50

Já gleymdi verð hugmyndunum. Turnin 200-250.þ, skjár 50-100.þ, lyklaborð,mús og stóll mæta svo afgangi. En pælingin með góða vinnsluvél var bara að geta unnið vel í hinu og þessu, flest persónuleg vinnsla á video-um og myndum, ekkert production.
Að panta þetta á netinu er það þá bara Amazon eða bara reyna finna ódýrast hverju sinni?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Líklegastur

Pósturaf pepsico » Þri 05. Jún 2018 21:33

Ég hef ekki neina reynslu af því að versla íhluti á netinu svo ég get hvorki mælt með eða á móti því. Finnst sjálfum ansi þægilegt að versla við verslanirnar hérna því það munar svo litlu á verðinu og auk þess fær maður tveggja ára ábyrgð. Mæli samt sterklega gegn því að versla við Tölvutek/Ódýrið.
Fyrst þetta er bara svona heima vinnsla með vídeó og myndir myndi ég fara ódýrari leið með bara 16GB af vinnsluminni, og gætir já tekið Ryzen 2700x ef þér er sama þó örgjörvaviftan sé í gangi með smá hávaða þegar vinnsla er í gangi, og þá erum við að tala um svona 180-185 þúsund fyrir turninn. Getur keypt ansi flotta skjái fyrir 100 þúsund en ég er enginn til að mæla með eða á móti tilteknum skjám svo þú verður að bíða eftir betri mönnum til að hjálpa þér með það.




claMito
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 20:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Líklegastur

Pósturaf claMito » Mið 06. Jún 2018 09:25

pepsico skrifaði:Ég hef ekki neina reynslu af því að versla íhluti á netinu svo ég get hvorki mælt með eða á móti því. Finnst sjálfum ansi þægilegt að versla við verslanirnar hérna því það munar svo litlu á verðinu og auk þess fær maður tveggja ára ábyrgð. Mæli samt sterklega gegn því að versla við Tölvutek/Ódýrið.
Fyrst þetta er bara svona heima vinnsla með vídeó og myndir myndi ég fara ódýrari leið með bara 16GB af vinnsluminni, og gætir já tekið Ryzen 2700x ef þér er sama þó örgjörvaviftan sé í gangi með smá hávaða þegar vinnsla er í gangi, og þá erum við að tala um svona 180-185 þúsund fyrir turninn. Getur keypt ansi flotta skjái fyrir 100 þúsund en ég er enginn til að mæla með eða á móti tilteknum skjám svo þú verður að bíða eftir betri mönnum til að hjálpa þér með það.


Væri gjarnan til í að vita af hverju þú mælir sterklega gegn því að versla við Tölvutek/Ódýrið, viltu deila?