Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Já það er Wifi chip í honum en það er víst ekkert notað enn sem komið er.
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
hagur skrifaði:blammo skrifaði:Veit einhver hvað boxið heitir? Er S/PDIF tengi? Amino virkar fáránlega illa með logitech harmony, vonandi er þetta skárra.
Það er spdif tengi já. Er að fara að tengja minn og er með Logitech Harmony fjarstýringu - skal reporta hvernig það gengur á eftir.
Boxið heitir Samsung GX-VF670EM/VFI þar sem VFI gæti táknað Vodafone Ísland.
EDIT:
Jæja, búinn að tengja. Þetta er allt annað. Hann er miklu sneggri að öllu og ég er ekki frá því að myndin sé skýrari úr honum, eins og litirnir t.d séu meira "vivid".
Hann er ekki til í database-num hjá Logitech, en ég bætti honum við hjá mér og þurfti bara að gefa upp eina skipun af original fjarstýringunni og þá virðist Logitech hafa fundið matching tæki hjá sér. So far so good.
Sé enga ástæðu fyrir því að einhver ætti ekki að vilja skipta Amino A140 út fyrir þennan, jafnvel þó maður sé ekki kominn í 4K setup ennþá.
Gætir lent í vandræðum með Tímavélina og Stop/Pause skipunina.
Fór í gegnum sama ferli og þú nefndir og sendi eina skipum (power) á fjarstýringuna og þá var allt klárt. Átti hins vegar erfitt að koma mér úr Tímavélinni þar sem Stop takkinn sendi Pause skipun.
Fór í gegnum allan listann af skipunum frá Logitech með Samsung fjarstýringunni og nú svínvirkar allt saman!
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Er einhver ástæða fyrir þvi að HDMI-CEC er ekki virkt á þessum afruglara , ég gat stjórnað Amino-140 með Lg sjónvarpsfjarstýringuni sem var mjög handhægt.
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Reputation: 17
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Farcry skrifaði:Er einhver ástæða fyrir þvi að HDMI-CEC er ekki virkt á þessum afruglara , ég gat stjórnað Amino-140 með Lg sjónvarpsfjarstýringuni sem var mjög handhægt.
Ekki stuðningur við það í hugbúnaðinum frá Vodafone. Mér finnst mjög líklegt að því verði bætt við seinna, án þess að vita nokkuð um það.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Er ekki wifi eins og var búið að segja? Var að vonast til að geta losnað við net yfir rafmang tenginguna sem ég þarf að nota núna....
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Hauxon skrifaði:Er ekki wifi eins og var búið að segja? Var að vonast til að geta losnað við net yfir rafmang tenginguna sem ég þarf að nota núna....
Nope, verður að tengja hann með kapli, amk eins og er.
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Einhver lent í því að tímavélin sé ekki að virka sem skyldi?
Var að horfa í gær eftir að hafa tengt nýja Samsunginn og þegar skiptist yfir í næsta dagskrárlið verður allt svart og ekkert gerist.
Verður líka unresponsive og ég þurfti að taka afruglarann úr sambandi til að fá hann til að virka eðlilega aftur.
Var að horfa í gær eftir að hafa tengt nýja Samsunginn og þegar skiptist yfir í næsta dagskrárlið verður allt svart og ekkert gerist.
Verður líka unresponsive og ég þurfti að taka afruglarann úr sambandi til að fá hann til að virka eðlilega aftur.
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Hauxon skrifaði:Er ekki wifi eins og var búið að segja? Var að vonast til að geta losnað við net yfir rafmang tenginguna sem ég þarf að nota núna....
Er ekki kominn tími fyrir svona high tech gaur eins og þig að þræða CAT.
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
olihar skrifaði:Hauxon skrifaði:Er ekki wifi eins og var búið að segja? Var að vonast til að geta losnað við net yfir rafmang tenginguna sem ég þarf að nota núna....
Er ekki kominn tími fyrir svona high tech gaur eins og þig að þræða CAT.
Það er aðeins eitt (240V) rör þar sem sjónvarpið er og ég er ekki að fara að draga cat streng í rafmagnsrörið.
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Hauxon skrifaði:Það er aðeins eitt (240V) rör þar sem sjónvarpið er og ég er ekki að fara að draga cat streng í rafmagnsrörið.
Augljóslega gallað hús, rífa það!
BTW þá máttu draga fíber með lágspennu (100-400v)
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Hauxon skrifaði:olihar skrifaði:Hauxon skrifaði:Er ekki wifi eins og var búið að segja? Var að vonast til að geta losnað við net yfir rafmang tenginguna sem ég þarf að nota núna....
Er ekki kominn tími fyrir svona high tech gaur eins og þig að þræða CAT.
Það er aðeins eitt (240V) rör þar sem sjónvarpið er og ég er ekki að fara að draga cat streng í rafmagnsrörið.
Er ekkert annað, ekki einu sinni rör fyrir sjónvarpskapal? Ætlaðir þú bara að hafa rafmagn í sjónvarpið þitt þegar þú gerðir húsið
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
russi skrifaði:Hauxon skrifaði:Það er aðeins eitt (240V) rör þar sem sjónvarpið er og ég er ekki að fara að draga cat streng í rafmagnsrörið.
Augljóslega gallað hús, rífa það!
BTW þá máttu draga fíber með lágspennu (100-400v)
Já er ekki lítið mál að fá optical/fiber yfir í CAT converter box svo hægt sé að draga fiberinn í rafmagsrörið?
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
olihar skrifaði:russi skrifaði:Hauxon skrifaði:Það er aðeins eitt (240V) rör þar sem sjónvarpið er og ég er ekki að fara að draga cat streng í rafmagnsrörið.
Augljóslega gallað hús, rífa það!
BTW þá máttu draga fíber með lágspennu (100-400v)
Já er ekki lítið mál að fá optical/fiber yfir í CAT converter box svo hægt sé að draga fiberinn í rafmagsrörið?
Ég hef alveg hugsað um að leigja gröfu or rífa það en út af öðru...
Annars er ég kominn í svipað skítamix með converter-fiber-converter og net rafmagn.
Gallinn við Amino boxið er að ef það datt úr sync þá tók það 10-30 sekúndur fyrir strauminn að fara aftur í gang. Einfaldasta lausnin á því var að skipta um stöð og svo til baka og þá kom straumurinn strax. Ég fór og náði í nýja Samsung boxið í gær og hef ekki fengið hiksta enn. Ég lendi vonandi ekki í því að ég missi af því þegar Messi skorar í eigið mark 16. júní. Mesti munurinn er samt að viðmótið er ekki eins og í sýrópi. Allt mikið meira smooth. Eini gallinn er að tækið er óvenjulega stórt m.v. nútíma box. Amk feginn að vera laus við þetta 150 ára gamla Amino box sem ég fór með á byggðasafnið.
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Ahhh multicast timeout. Þetta hefur semsagt lítið sem ekkert við boxið að sakast.
Og það er lítið mál að setja breytu á fiber
Og það er lítið mál að setja breytu á fiber
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
russi skrifaði:Ahhh multicast timeout. Þetta hefur semsagt lítið sem ekkert við boxið að sakast.
Og það er lítið mál að setja breytu á fiber
Jahh, ég myndi halda að ef ég get fengið strauminn aftur í gang á 2 sekúndum með að skipta um stöð þá hlýtur eitthvað að vera að boxinu. ...gæti auðvitað verið Vodafone hugbúnaðurinn. Kemur í ljós.
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Einfalda útskýringa á Multicast er að það er timeout á því, ef router/switch/afruglari/Net yfir rafmagn sé ekki rétt stillt á móti þá tímar það einfaldlega út. Efast um Net yfir rafmagn sé tilþess fallið til að halda þessu við. Ef þú setur switch á milli þá þarf að stilla ICMP Snooping og timeout á því.
Ég geri ráð fyrir því að afruglarinn sé réttur varðandi þetta, það er meira að segja veikur séns að switch í símstöð sé vitlaust stillur með þetta í huga.
Segjum svo að Samsung afruglarinn sendir beiðni oftar um halda straumnum vakandi þá ætti málið vera úr sögunni
Ég geri ráð fyrir því að afruglarinn sé réttur varðandi þetta, það er meira að segja veikur séns að switch í símstöð sé vitlaust stillur með þetta í huga.
Segjum svo að Samsung afruglarinn sendir beiðni oftar um halda straumnum vakandi þá ætti málið vera úr sögunni
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Ég dreg fiber í þetta ef ég eignast 4k sjónvarp á þessu árþúsundi.
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Er hægt að forrita TV power takkann á fjarstýringunni fyrir önnur sjónvörp en Samsung
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Ég er að lenda í pínu skrítnu böggi með þennan nýja. Af einhverjum ástæðum þá verður myndin ofsalega gráleit ef ég nota 4k stillinguna en virkar fínt í 1080p. Græjan er tengt í gegnum Denon heimabíómagnara sem gæti verið að valda þessu en svolítið sérstakt dæmi. Tek fram að Denon-inn er ekki að eiga neitt við merkið þar sem slökkt er á öllum slíkum stillingum.
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Lenti í því áðan að við vorum að horfa á barnaefnið hérna úr afspilun frá því í morgun og viti menn græjan endurræsti sig upp úr þurru. Sýnist þetta hafa farið hálf klárað út úr húsi þrátt fyrir að vera ansi langt á eftir áætlun.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
Televisionary skrifaði:Lenti í því áðan að við vorum að horfa á barnaefnið hérna úr afspilun frá því í morgun og viti menn græjan endurræsti sig upp úr þurru. Sýnist þetta hafa farið hálf klárað út úr húsi þrátt fyrir að vera ansi langt á eftir áætlun.
Þetta er Samsung græja, ekki reikna með einhverjum töfrum.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr myndlykill kominn hjá Vodafone
raggos skrifaði:Ég er að lenda í pínu skrítnu böggi með þennan nýja. Af einhverjum ástæðum þá verður myndin ofsalega gráleit ef ég nota 4k stillinguna en virkar fínt í 1080p. Græjan er tengt í gegnum Denon heimabíómagnara sem gæti verið að valda þessu en svolítið sérstakt dæmi. Tek fram að Denon-inn er ekki að eiga neitt við merkið þar sem slökkt er á öllum slíkum stillingum.
Ég var að lenda í sama. Svarti liturinn var grárri og litir meira dempaðir. Ég er með Sony sjónvarp og komst að því að HDMI 2 og 3 eru full range HDMI 2.0 og eftir að ég færði afruglarann úr því tengi í HDMI 1 þá varð allt eðlilegt aftur.
Fann aldrei neina stillingu í afruglara eða sjónvarpi sem breytti þessu.
Have spacesuit. Will travel.