Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf jonfr1900 » Mán 21. Maí 2018 01:32

Hvað er góð tölva sem ræður almennilega vinnslu? Tölvan sem ég er með núna höktir ef ég er með myndband í gangi. Það gæti verið vegna þess að ég er ódýrt skjákort (nvidia) sem ræður líklega ekki almennilega við vinnsluna. Örgjörvinn er 3,5Ghz dual core og ódýrt nvidia skjákort frá 2016, auk þess sem ég er með 16GB af vinnsluminni og keyra Windows 10 (þetta var einnig vandamál þegar ég keyrði Gentoo Linux á tölvunni).

Það sem ég er að spá í að kaupa á næstu mánuðum er MSI X399 Gaming Pro móðurborð (vegna þess að ég get komið minninu upp í 128GB). Þá með AMD Ryzen TR 1920X 12 kjarna örgjörva og þá með að lágmarki 32GB vinnsluminni (ég mun fara í 64GB ef ég hef efni á því). Kannski Asus GTX1060 Strix skjákort ef ég hef efni á því en annars vel ég eitthvað ódýrara.

Þetta er tölvan sem ég mun nota til þess að keyra Gentoo Linux (ekki leikjatölva, nema með Linux samhæfa leiki).




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf pepsico » Mán 21. Maí 2018 02:00

Þetta hljómar eitthvað undarlega fyrir mínum eyrum. Ég skil það að vera þreyttur á því að einfaldir hlutir séu hægir eða hökti jafnvel, en hundrað þúsund króna örgjörvi með sjötíu þúsund króna móðurborði er fáránlega mikið dýrara en þú þarft fyrir almenna heimilisnotkun, leikjaspilun og skrifstofuvinnslu.

36 þúsund króna Intel i7-8700 örgjörvi á hvaða 20 þúsund króna ATX Z370 móðurborði sem er með 23 þúsund króna 16GB (2x8GB) 2400MHz vinnsluminni (ef þitt er ekki DDR4) og þess vegna sama skjákorti myndi líklega leysa öll þín hökt vandamál.

Hvaða vinnslu er tölvan ætluð fyrir? Mjög fátt sem krefst svona mikils vinnsluminnis.



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf Nitruz » Mán 21. Maí 2018 02:01

jonfr1900 skrifaði:Hvað er góð tölva sem ræður almennilega vinnslu? Tölvan sem ég er með núna höktir ef ég er með myndband í gangi. Það gæti verið vegna þess að ég er ódýrt skjákort (nvidia) sem ræður líklega ekki almennilega við vinnsluna. Örgjörvinn er 3,5Ghz dual core og ódýrt nvidia skjákort frá 2016, auk þess sem ég er með 16GB af vinnsluminni og keyra Windows 10 (þetta var einnig vandamál þegar ég keyrði Gentoo Linux á tölvunni).

Það sem ég er að spá í að kaupa á næstu mánuðum er MSI X399 Gaming Pro móðurborð (vegna þess að ég get komið minninu upp í 128GB). Þá með AMD Ryzen TR 1920X 12 kjarna örgjörva og þá með að lágmarki 32GB vinnsluminni (ég mun fara í 64GB ef ég hef efni á því). Kannski Asus GTX1060 Strix skjákort ef ég hef efni á því en annars vel ég eitthvað ódýrara.

Þetta er tölvan sem ég mun nota til þess að keyra Gentoo Linux (ekki leikjatölva, nema með Linux samhæfa leiki).

Gæti vandamálið verið að þú ert ódýrt skjákort? Annars skil ég ekki spurninguna, hvaða vinnslu? Myndband í gangi... hvað er það, youtube eða? Eða vantar þér tölvu til að edita á?



Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf ElGorilla » Mán 21. Maí 2018 02:06

Mig grunar að örgjörvinn og skjákortið séu flöskuhálsinn í vélinni sem þú ert að nota núna.
Ég er með gamlann 8 þráða i7 + GTX950 og 8GB RAM fyrir Linux vél og hún þjónar mér vel.
Hvaða Nvidia drivera varstu að nota á Gentoo?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6426
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 477
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf worghal » Mán 21. Maí 2018 02:40

og í hvað ertu að fara að nota 128gb af minni?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf pepsico » Mán 21. Maí 2018 02:54

Ég gleymdi að minnast á það að það að hafa stýrikerfið og forritin á SSD en ekki hörðum disk, ef staðan er slík í augnablikinu, er svakalega jákvæð breyting sem gerir tölvur mun liprari - en myndi þó ekki hjálpa neitt með hökt á myndböndum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf jonfr1900 » Mán 21. Maí 2018 11:46

Örgjörvinn sem ég er með núna er AMD A6-7400K R5, 6 Compute Cores 2C+4G 3.50Ghz. Þetta er örugglega 1600Mhz DDR3 minni sem ég er að nota. Skjákortið sem ég er að nota er Nvidia GeForce GT 720. Ég ætla að uppfæra skjákortið á næstunni. Væntanlega upp í Asus GTX1050 Ti skjákort.

Hvað nýju tölvuna varðar (sem ég stefni á). Þá er ætla ég einnig að nota Gentoo Linux í ýmisskonar myndbandavinnslu og fleira (vísindavinnslu) ef ég kemst í það. Síðan er ekki verra að hafa öflugatölvu þar sem Gentoo Linux er source distro og það minnkar verulega tímann sem tölvan er að vistþýða þegar aðeins er lagt í vélbúnaðinn. Ég er samt á því að 128GB sé helst til of lítið vinnsluminni en það verður að duga.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6800
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 941
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf Viktor » Mán 21. Maí 2018 12:12

Hvurslags rugl póstur er þetta eiginlega?

Þú getur keyrt Gentoo Linux á 20 ára gamalli tölvu með 64MB minni.

Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu? Heldurðu að þetta hafi einhverja meiningu? #-o

Ef tölvan þín höktir þegar það er myndband í gangi þá er hún eitthvað verulega gölluð, og það að bæta við 128GB minni er ekki að fara að leysa neitt.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf jonfr1900 » Mán 21. Maí 2018 12:22

Ætlarðu þá að vistþýða Gentoo Linux á tölvuna á einu ári?

Það er vissulega eitthvað í gangi í tölvunni sem veldur þessu hiksti en ég mun einnig þurfa betri tölvu í framtíðinni fyrir vinnslu sem ég ætla að standa í (hugsanlega fleiri en eina en það er seinni tíma athugun). Ég hef ekki fylgst nógu vel með þróun vélbúnaðar undanfarin ár þannig að ég veit ekki hvað telst vera góður vélbúnaður í dag og hvað ekki. Verðið segir oft ekki nema hálfa söguna.

Tölvan höktir þegar ég er að gera eitthvað annað og er að spila myndband á sama tíma. Þá fer allt í klessu og vesen. Ég hef ekki fundið neitt sérstakt útúr því ennþá.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6800
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 941
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf Viktor » Mán 21. Maí 2018 12:43

jonfr1900 skrifaði:Ætlarðu þá að vistþýða Gentoo Linux á tölvuna á einu ári?


Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dragonis
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Mán 25. Maí 2009 15:46
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf dragonis » Mán 21. Maí 2018 12:47

jonfr1900 skrifaði:Tölvan höktir þegar ég er að gera eitthvað annað og er að spila myndband á sama tíma. Þá fer allt í klessu og vesen. Ég hef ekki fundið neitt sérstakt útúr því ennþá.


Líklegast er þetta er örgjafinn sem veldur, ef ég væri að uppfæra núna tæki ég Ryzen 7 1700x=8-kjarnar/16-þræðir kostar litlar 27þús krónur mundi bæta við 16Gb í minni og einhvað Skjákort sem hentar og væri þá fær í flestan sjó. Ein spurning í hvað þarftu svona mikið Ram? ég er enn á 8Gb Ram með 15-20 tabs opna í chrome youtube nokkur standby forrit og dett stundum í smá gaming með allt opið.



Skjámynd

joekimboe
Ofur-Nörd
Póstar: 202
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf joekimboe » Mán 21. Maí 2018 12:51

Lol! Áttu win98 se á diskettu ? Enga stund að vistþýða það á 128gb..


En svona að gríni slepptu þá held ég að best væri fyrir mann með svona mikla reynslu að kaupa bara notaða og heila tölvu hérna á vaktinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3189
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 555
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 21. Maí 2018 12:57

joekimboe skrifaði:Lol! Áttu win98 se á diskettu ? Enga stund að vistþýða það á 128gb..


En svona að gríni slepptu þá held ég að best væri fyrir mann með svona mikla reynslu að kaupa bara notaða og heila tölvu hérna á vaktinni.


Þú Vistþýðir/Compile-ar aldrei Windows, það er eingöngu gert í Linux/Bsd heiminum vinur :Þ


Just do IT
  √

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf vesi » Mán 21. Maí 2018 13:12

ok,, þetta er soldið áhugavert. Byrjaðu á að ná í speccy https://www.ccleaner.com/speccy (free version) eða sambærilegt og postaðu því hérna svo við sjáum hvaða búnað þú ert með.

Hvaða forrit ertu að nota og í hverju tekuru mest eftir þessu hökti.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf upg8 » Mán 21. Maí 2018 16:42

Prófaðu að taka skjákortið úr. Þú ert með APU á sem á að ráða við flest myndbönd í 1080p þó þú værir ekki með nema brot af þessu vinnsluminni. Getur líka prófað að skipta um browser ef þetta er t.d. bara youtube sem er með vesen


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf pepsico » Mán 21. Maí 2018 19:15

Það er mjög verðugt að skoða það að kaupa Intel 7820x (64 þúsund) með Gigabyte X299 AORUS Gaming 3 (40 þúsund) sem styður 128GB minni.
7820x er einhverju verri en 1920x í þungri vinnslu en þegar verðmunurinn á þessum örgjörva/móðurborðs pörum er 65 þúsund finnst mér það ákjósanlegt val.

https://www.techspot.com/review/1465-am ... page4.html




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf jonfr1900 » Mán 21. Maí 2018 22:01

joekimboe skrifaði:Lol! Áttu win98 se á diskettu ? Enga stund að vistþýða það á 128gb..


En svona að gríni slepptu þá held ég að best væri fyrir mann með svona mikla reynslu að kaupa bara notaða og heila tölvu hérna á vaktinni.


Ég á DOS 6.22 á diskhettu einhverstaðar og Windows eitthvað á diskhettu (kannski Windows 95 eða Windows 3.11, ég bara man það ekki). Ætla að skella því upp í VM einhverntímann til keyrslu upp á forvitnina að gera. Ætla samt ekki að nota það sem er á þessum diskhettum, hef ekkert til að lesa þær lengur (floppy drifin sem ég á eru ónýt og í dag eru engin móðurborð með tengjum fyrir floppy drif).



Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkstölva fyrir góða vinnslu

Pósturaf loner » Þri 22. Maí 2018 02:15

Samkvæmt https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cpu=AMD+A6-7400K+APU&id=2392 er örrinn þinn góður fyrir að vafra á neti.

Einkunn samtals: 2790 Fyrir 2 kjarna =2 Þræðir

Single Thread Rating: 1578

Þessi væri eflaust betri https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cpu=AMD+Ryzen+5+2400G&id=3183

Einkunn samtals: 9386 fyrir 4+4 kjarna =8 Þræðir

Single Thread Rating: 1925


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !