Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf DoofuZ » Fös 11. Maí 2018 19:40

Ég keypti mér fyrir stuttu nýjan bíl og varð Suzuki Grand Vitara árgerð 2014 fyrir valinu. Þegar ég var að skoða bíla fyrir kaupin þá tók ég sérstaklega eftir því að í hvert sinn sem maður setur Grand Vitara eins og minn með Garmin útvarps- og leiðsögukerfistölvu í gang þá kemur alltaf viðvörun á skjáinn sem varar mann við því að vera ekki að nota tölvuna mikið í akstri þar sem það geti truflað mann svo maður lendi í einhverju óhappi og til að fá þessa viðvörun í burtu svo maður geti notað útvarpið eða leiðsögukerfið þá þarf maður alltaf að ýta á Agree takka :roll: Og nei, áður en einhver spyr þá hverfur þessi viðvörun ekki eftir einhvern x tíma og það er engin stilling til að taka hana í burtu.

Áður en ég festi kaup á bíl með akkúrat svona tölvu þá athugaði ég aðeins á netinu hvort það væri hægt að taka þessa viðvörun í burtu og ég fann þráð á erlendu spjallborði um það með leiðbeiningum svo ég sá ekki betur en að ég gæti losnað við þetta en svo eftir að ég keypti bílinn þá áttaði ég mig á því að leiðbeiningarnar voru ekki bara gamlar heldur voru þær líka meira fyrir stakt leiðsögutæki frá Garmin en ekki eitthvað slíkt sem væri búið að sérsníða sérstaklega fyrir notkun í bíl ásamt útvarpi svo það voru nokkur smáatriði í leiðbeiningunum sem pössuðu ekki alveg við :|

Er einhver hér sem hefur moddað svona tölvu og jafnvel tekið þessa viðvörun í burtu? Ég er aðallega að fikta mig áfram með uppfærsluskrá fyrir kerfið sem heitir GUPDATE.GCD og mér tókst nýlega að setja inn auka tákn fyrir bílinn á kortinu, setti inn Homer Simpson að labba og svo módel af sjálfum bílnum þar sem það var ekki til staðar í tölvunni fyrir (það var bara hægt að velja um rauða ör og einhverja tvo bíla sem voru hvorugir líkir mínum).

Hér er mynd af því sem kemur sem ég er að reyna að losna við:
DSC00350.jpg
DSC00350.jpg (104.36 KiB) Skoðað 2091 sinnum

Svo var ég líka að reyna að setja inn kort frá GPSmap.is en leiðbeiningarnar hjá þeim eiga ekki heldur nógu vel við tölvuna í bílnum, er búinn að prófa að setja kortaskrá frá þeim í rótina á uppfærslupakkanum, í möppu þar sem heitir Map (sem var ekki til fyrir) og hef líka prófað að hafa skrána á minniskorti sem ég set í tækið en ekkert af því virkar. Einhver sem veit hvernig ég fæ það til að virka?

Er svo nokkuð hægt að setja eitthvað annað stýrikerfi inn í staðinn fyrir þetta frá Garmin? Hef ekki fundið neinar upplýsingar um það á netinu en einhver hér sem veit betur? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf loner » Lau 12. Maí 2018 01:15

Ég hef ekki svarið við þessu.

En er ekki bara málið að setja upp CarPi, Byggt á raspberry, hugbúnaði og aukahlutum. ?
Getur með því fengið jafnvel bilunarkóða af vélartölvu, auk annara upplýsinga. !


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf DoofuZ » Lau 12. Maí 2018 17:48

loner skrifaði:Ég hef ekki svarið við þessu.

En er ekki bara málið að setja upp CarPi, Byggt á raspberry, hugbúnaði og aukahlutum. ?
Getur með því fengið jafnvel bilunarkóða af vélartölvu, auk annara upplýsinga. !

Væri alveg til í eitthvað svoleiðis en þarf ég þá ekki að skipta út tölvunni fyrir Raspberry tölvu eða get ég einhvernverginn sett slíkt stýrikerfi inn í staðinn fyrir Garmin Infotainment kerfið? Ég vil ekki fara þá leið að skipta tölvunni út fyrir aðra, vil bara gera hugbúnaðarbreytingar á núverandi tölvu.

Er annars núna að skoða það að búa til mitt eigið bílamódel fyrir kortið útfrá módeli af geimskipinu úr Rick and Morty og öðru af Pickle Rick sem ég fann í 3D Warehouse :japsmile

En veit einhver hvernig ég set inn kort frá GPSMap.is?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf DoofuZ » Sun 20. Maí 2018 22:58

Jæja, enginn hérna sem hefur eitthvað fiktað í útvarpstölvunni í bílnum sínum? Eða sett kort frá GPSMap.is inná svona tæki? Þarf ég kannski bara að halda áfram að fikta og finna lausn á þessu sjálfur? 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 20. Maí 2018 23:55

DoofuZ skrifaði:Jæja, enginn hérna sem hefur eitthvað fiktað í útvarpstölvunni í bílnum sínum? Eða sett kort frá GPSMap.is inná svona tæki? Þarf ég kannski bara að halda áfram að fikta og finna lausn á þessu sjálfur? 8-[


Smá pæling, eru bílaframleiðendur virkilega ennþá að setja GPS tölvur í mælaborðin á nýjum bílum? Finnst þá frekar glatað að velja þá að setja upp lokað OS/software eins og Garmin.Sjálfur nota ég bara græju með sogskál til að halda uppi snjallsímanum mínum í glugganum og stilli á Google maps.


Just do IT
  √

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf Viktor » Mán 21. Maí 2018 10:23

Ég hefði mikinn áhuga á því að kunna svona mod, sérstaklega breyta tölvum á BMW og svoleiðis. Veit ekki hversu intergrated þetta Garmin kerfi er í bílnum sjálfum, eða hvort þetta sé bara sér skjár fyrir Garmin.

Ég vildi þó benda þér á að ef þú ert mikið að krukka í tölvukerfinu í bílnum sjálfum þá geturðu endað með ónýtan bíl sem er ekki hægt að ræsa, svo það er líklega best að spyrja eitthvert Suzuki verkstæði út í þetta og greiða þeim fyrir þessa þjónustu.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf Pandemic » Mán 21. Maí 2018 12:08

Sýnist þetta vera hið fullkomna unit til þess að skipta út fyrir spjaldtölvu og android auto. 3d prenta ramma utan um þetta



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf DoofuZ » Mán 21. Maí 2018 13:41

Hjaltiatla skrifaði:Smá pæling, eru bílaframleiðendur virkilega ennþá að setja GPS tölvur í mælaborðin á nýjum bílum? Finnst þá frekar glatað að velja þá að setja upp lokað OS/software eins og Garmin.Sjálfur nota ég bara græju með sogskál til að halda uppi snjallsímanum mínum í glugganum og stilli á Google maps.

Já, bílaframleiðendur velja víst í dag að nota svona lokað OS eins og Garmin. Mér finnst þessi tölva alveg ágæt og alveg óþarfi að nota símann eitthvað í staðinn, kortakerfið er að vísu ekki alveg eins þægilegt og ekki alveg jafn fljótlegt að finna áfangastað á því eins og í Google maps í símanum en það er alveg hægt að nota þetta.

Sallarólegur skrifaði:Ég hefði mikinn áhuga á því að kunna svona mod, sérstaklega breyta tölvum á BMW og svoleiðis. Veit ekki hversu intergrated þetta Garmin kerfi er í bílnum sjálfum, eða hvort þetta sé bara sér skjár fyrir Garmin.

Ég vildi þó benda þér á að ef þú ert mikið að krukka í tölvukerfinu í bílnum sjálfum þá geturðu endað með ónýtan bíl sem er ekki hægt að ræsa, svo það er líklega best að spyrja eitthvert Suzuki verkstæði út í þetta og greiða þeim fyrir þessa þjónustu.

Þetta er bara sér skjár fyrir Garmin, alveg ótengt bílnum, svo ef það bilar þá hefur það engin áhrif á restina af bílnum. Lenti einmitt í því um daginn þegar ég reyndi að breyta einhverju en gerði eitthvað vitlaust og eftir að ég setti uppfærsluna inn þá bilaði tölvan, það kom bara hvítur skjár þegar hún ræsti sig, svo heyrðist bara suð í útvarpinu þar sem allar stöðvarnar voru dottnar út og svo endurræsti hún sig alltaf aftur og aftur endalaust en ég lagaði það með því að setja inn síðustu útgáfu af uppfærslupakkanum sem var í lagi svo ég veit að ég get fiktað svotil endalaust í þessu því ef eitthvað klikkar þá bara set ég síðustu útgáfu sem virkaði inn :)

Pandemic skrifaði:Sýnist þetta vera hið fullkomna unit til þess að skipta út fyrir spjaldtölvu og android auto. 3d prenta ramma utan um þetta

Ég hef bara engan áhuga á að fara svo langt í breytingum á þessu, þó það væri eflaust miklu betra og skemmtilegra, pæli kannski í því seinna en núna vil ég bara halda áfram að fikta í þessu kerfi og breyta öllu því sem er hægt að breyta í þessu.

En eruð þið að segja mér það að það sé enginn hérna sem hefur farið í eitthvað fikt í svona tölvu, þarf ég að finna út úr þessu öllu saman bara sjálfur? 8-[ Það er að vísu ágætis áskorun en það tekur bara lengri tíma þegar maður hefur engan almennilegan leiðarvísi.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Reputation: -1
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar (moddun) á stýrikerfi í Garmin útvarpstölvu í Suzuki Grand Vitara 2014

Pósturaf loner » Þri 22. Maí 2018 01:52

Varðandi CarPi væri ég til í að hér væri áhugasamsamfélag um þetta.
https://www.youtube.com/watch?v=uRb0gY0AAH0
https://www.youtube.com/watch?v=FoWQycTXXOs

Möguleikinn sem er fyrir hendi er ótakmarkaður.


Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !