Seinustu viku hef ég verið meira á 4g heldur en Wifi hérna heima. Búinn að restarta routernum og alles en samt kemur styrkur en mjööööög dautt.
T.d. gæti ég skoðað 9gag en ekki séð myndirnar. Svo fer ég af wifi og allar myndir og allt poppar inn. Finnst þetta frekar skrýtið hvað gæti verið vesenið ?
Netið leiðinlegt heima
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1177
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Netið leiðinlegt heima
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netið leiðinlegt heima
Kauptu þér Unifi, slökktu á WIFI í routernum þínum og lifðu hamingjusöm til æviloka:
https://www.netverslun.is/Midlaegur-bun ... 816.action
https://www.netverslun.is/Midlaegur-bun ... 816.action
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Netið leiðinlegt heima
Náðu þér í app á símann þinn sem heitir Wifi Analyzer frá Farproc.
Allar líkur á að nágranni þinn sé að trufla þinn Wifi punkt.
Best færi ef þú gætir komið öllum þínum tækjum yfir á 5Ghz bandið, þar eru fleiri tíðnir.
Ef ekki , þá getur þú séð á hvaða tíðni minnstar truflanir/styrkur er og breytt þínum Wifi punkti til að nota þá tíðni.
Allar líkur á að nágranni þinn sé að trufla þinn Wifi punkt.
Best færi ef þú gætir komið öllum þínum tækjum yfir á 5Ghz bandið, þar eru fleiri tíðnir.
Ef ekki , þá getur þú séð á hvaða tíðni minnstar truflanir/styrkur er og breytt þínum Wifi punkti til að nota þá tíðni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
- Reputation: 147
- Staða: Ótengdur
Re: Netið leiðinlegt heima
g0tlife skrifaði:Seinustu viku hef ég verið meira á 4g heldur en Wifi hérna heima. Búinn að restarta routernum og alles en samt kemur styrkur en mjööööög dautt.
T.d. gæti ég skoðað 9gag en ekki séð myndirnar. Svo fer ég af wifi og allar myndir og allt poppar inn. Finnst þetta frekar skrýtið hvað gæti verið vesenið ?
Ég les það út úr textanum þínum að þráðlausa netið hafi verið í lagi áður en sé það ekki lengur.
1. Hefurðu gert einhverjar breytingar á heimilinu? Fært routerinn á annan stað eða fært til húsgögn/raftæki sem eru mögulega núna að trufla sambandið?
2. Hvernig er routerinn staðsettur? Það er best að hafa hann í sjónlínu við flest herbergi, í 1-2 metra hæð. Ekki hafa hann hjá raftækjum sem gætu truflað (hátalarar, örbylgjuofn, þráðlaus sími), málmum eða speglum. Ekki setja hann í horn eða upp við burðarvegg. Eða inn í skáp!
3. Er wifi samband lélegt á öllum tækjum eða kannski bara einu? Ertu búinn að kanna hvort þetta sé wifi vandamál eða bara almennt vandamál með netið? Prófaðu að snúrutengja þig til að sjá hvort netið sé betra.
4. Hefurðu factory resettað routerinn? Þá er ég ekki að meina endurræsingu heldur grunnstilla búnaðinn -- yfirleitt lítið gat aftan á routernum sem stendur reset hjá. Þarft þá að stinga pinna inn í gatið og halda í 10 sek.
Svo er bara spurning hvort þetta sé gamall router. Þeir hafa ákveðinn endingartíma eins og öll raftæki. Ef þú ert að leigja þennan myndi ég fara og skipta honum út. Ef þú átt hann og hann er 4 ára eða eldri er hann hugsanlega orðinn lúinn.