Maður dæmdur vegna upphals á þætti
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Hættum þessari meðvirkni með torrentsíðum, það er frábært að það sé eitthvað gert í þessum ólöglegu dreifingum á hugverkum annarra.
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
Hizzman skrifaði:Afhverju birtist nafn hans?
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Besti routerinn í dag
appel skrifaði:hfwf skrifaði:Off-topic, Apple þú vinnur fyrir eitthvað að þessum fjölmiðlum er það ekki?
Ertu að tala um mig?
Eitt mesta off topic sem ég hef séð hér
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
jahá...rafræn spor á tölvunni hjálpuðu til við að leysa málið.
Hann er pottþétt að brjóta hugverkarétt með að dreifa þessu efni en spurning hversu langt sýslumaður má ganga til að afla sönnunargagna, reikna með að það megi ekki skoða efni sem tengist ekki meintu broti.
Við húsleitina var haldlögð fartölva, turntölva, flakkari og farsími. Spurt um það hvers vegna ekki hefði verið haldlagður bilaður flakkari sem samkvæmt upplýsingum frá ákærða hafi verið á vettvangi, kvaðst vitnið ekki kannast við það. Hvað varðar rannsóknir á haldlögðum tölvubúnaði sagði vitnið að ýmis rafræn spor hefðu fundist í tölvubúnaði ákærða, torrent-skrár og spilanlegar mp4-skrár. Vafrasagan hefði verið skoðuð. Fundist hefðu rafræn spor um að leitarstrengur Wikipedia hefði verið sleginn inn í google.is. Við skoðun á notendareikningi Wikipedia á deildu.net þá sést risastór mynd af Wikipedia. Vafrinn vistar það sem slegið er inn í hann og vistaði hann notendanafnið Wikipedia á nákvæmlega sama tíma og ákærði gerðist notandi á deildu.net. Heiti skránna á deildu.net eru vistuð á nákvæmlega sama tíma á vafra. Þá hefði lögregla séð að farið hefði verið inn á einkasíðu Wikipedia á deildu.net sem sé síða sem aðeins notandinn Wikipedia kemst inn á. Þá kom í ljós að þegar þættirnir voru settir inn þá fari í gang viss atburðarás sem sést í vafrasögunni. Farið er inn á slóðir á deildu.net um það leyti sem þættirnir koma inn. Í lýsigögnum af mp4-skránum má sjá að þessar skrár hafa verið búnar til með vissri útgáfu að Camtacia og hefði þessi útgáfa verið í fartölvu ákærða. Til þess að þessi atburðarás hefði getað átt sér stað, það er að skránum hefði verið hlaðið niður á deildu.net þá þurfti þetta að eiga sér stað í tölvu ákærða undir notendaheitinu Wikipedia. Spurt sagði vitnið að upplýsingar um notandann Wikipedia og hvaðan þær skrár sem komu inn á deiltu.net lægju hjá vefnum. Það er notandinn sem deilir þessum skrám, þar með taldar IP tölum. Reynt hafi verið að fá þær upplýsingar en það hafi ekki tekist. Vitnið staðfesti fyrir dómi skýrslur sem það vann við rannsókn málsins.
Hann er pottþétt að brjóta hugverkarétt með að dreifa þessu efni en spurning hversu langt sýslumaður má ganga til að afla sönnunargagna, reikna með að það megi ekki skoða efni sem tengist ekki meintu broti.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 21. Apr 2018 13:28, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
appel skrifaði:kizi86 skrifaði:appel skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Eitt sem ég skil samt ekki. Hvernig er hægt að dæma hann fyrir hypothetical fjárhagslegt tap (aldrei hægt að sanna það að einhverjir af þessum 8000 manns hefðu keypt áskrift af Skjá Einum ef hann hafi ekki deilt þessu) en svo er stundum ekki hægt að dæma nauðgara útaf það vantar sannanir...
*blablabla*
Ég get ekki séð að hann hafi hlotið neina refsingu umfram það að borga lögmanni sínum, 1,2 milljónir og áfrýjunarkostnað, 945 þús, eða nærri 2,2 milljónum. Sennilega ekki borgunarmaður hvortsem er, þannig að tapið er lögmannsins og ríkisins.
Hann missti einn laptop að virði líklega 50 þús í dag, veit ekki hver borgaði fyrir hann.
*blablabla*
finnst þetta vera andskoti hrokalegt svar hjá þér, gefur þér bara að þessi aðili geti ekki borgað skuldir sínar.. hvað ertu að reyna að gefa í skyn hér með þessu innleggi? get sagt þér það að þessi maður er alveg borgunarmaður fyrir sínum skuldum, og mun eflaust borga þetta...
Miðað við það sem ég hef lesið í fjölmiðlum um þennan einstakling þá lofar það ekkert góðu varðandi lánstraustið. Við höfum lent í mönnum hérna á vaktinni sem voru dæmdir til að greiða, en greiddu ekki. Menn sem eru ekki greiðsluhæfir.
Þegar þessi aðili er búinn að bæta þann skaða sem hann olli þá skal ég hætta að vera "hrokafullur". Þá er ég ekki að meina að borga eigin lögfræðikostnað, heldur aðrar kröfur um skaðabætur sem mun koma í kjölfarið.
Þegar einhverjir kalla mig "hrokafullan" fyrir að kalla þjófa þjófa, þá eru þeir einstaklingar á villigötum. Viltu að ég hvetji áfram einstaklinga sem brjótast inn á þitt eigið heimili, og ég kalli þig "hrokafullan" fyrir að gagnrýna það?
Algjör hugarþvæla. Þetta er dæmdur maður, bæði af héraðsdómi, og landsrétti. Sekur. Pottþétt poppkorn. Hann framdi hér glæp, og eina sem ég segi eru efasemdir um hvort hann geti bætt skaðann sinn. Menn sem þurfa á mömmu sinni á halda í vörn eru ekki borgunarmenn fyrir dominos pizzu í mínum huga.
Þú ákveður að stíga fram og kalla mig hvað? Hrokagjarnan? Ef þú ert svona sjálfsöruggur um greiðsluhæfi þessa einstaklings, þá væri ánægjulegt ef þú myndir gangast í ábyrgð fyrir hann, og ábyrgjast að greiða allar kröfur á hendur honum.
Hvað hefur þú lesið í fjölmiðlum? Og hvar í skrifum mínum lastu það að ég hafi gagnrýnt það að hann hafi verið dæmdur? Var bara að gagnrýna þetta sem ég feitletraði og umdirstrikaði hér að ofan (gleymdi að gera það í gær, var þreyttur þegar gerði fyrra innlegg). Og hvað ertu að reyna að gefa í skyn með þessu sem ég undirstrikaði?
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Sallarólegur skrifaði:Hættum þessari meðvirkni með torrentsíðum, það er frábært að það sé eitthvað gert í þessum ólöglegu dreifingum á hugverkum annarra.Hizzman skrifaði:Afhverju birtist nafn hans?
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
ruv frétt: 'Í blálok annars myndbandsins mátti sjá nafn mannsins efst í hægra horni upptökunnar.'
WHY?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Hizzman skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Hættum þessari meðvirkni með torrentsíðum, það er frábært að það sé eitthvað gert í þessum ólöglegu dreifingum á hugverkum annarra.Hizzman skrifaði:Afhverju birtist nafn hans?
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
ruv frétt: 'Í blálok annars myndbandsins mátti sjá nafn mannsins efst í hægra horni upptökunnar.'
WHY?
Afritunarvörn í myndlyklinum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Gassi skrifaði:https://m.youtube.com/watch?v=jA7FVHkS4to
Eruði búnir að gleyma þessu??
http://www.abc.net.au/science/articles/ ... 678851.htm
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- spjallið.is
- Póstar: 499
- Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
- Reputation: 24
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
DJOli skrifaði:Gassi skrifaði:https://m.youtube.com/watch?v=jA7FVHkS4to
Eruði búnir að gleyma þessu??
http://www.abc.net.au/science/articles/ ... 678851.htm
Ég var obviously að grínast.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Sallarólegur skrifaði:Hizzman skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Hættum þessari meðvirkni með torrentsíðum, það er frábært að það sé eitthvað gert í þessum ólöglegu dreifingum á hugverkum annarra.Hizzman skrifaði:Afhverju birtist nafn hans?
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
ruv frétt: 'Í blálok annars myndbandsins mátti sjá nafn mannsins efst í hægra horni upptökunnar.'
WHY?
Afritunarvörn í myndlyklinum
Shit mig langar svo að þetta sé málið. Aðilinn var með aðgang sem áskrifandi að netfrelsi SkjásEins. Hann notaði einfaldan screen recorder hugbúnað þar sem netfrelsið var ekki DRMað heldur bara tokenized öryggi. Hann hafði þáttinn í full-screen þegar hann kláraði þáttinn þá fór hann úr full-screen.
Í netfrelsi SkjásEins stóð nafn áskrifanda alltaf efst uppí horninu ( á vefsíðunni ). Og þegar hann fer úr full-screen kemur nafnið hans fram.
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
depill skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Hizzman skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Hættum þessari meðvirkni með torrentsíðum, það er frábært að það sé eitthvað gert í þessum ólöglegu dreifingum á hugverkum annarra.Hizzman skrifaði:Afhverju birtist nafn hans?
Dómhald er opið nema þegar ástæður þykja til að vernda þolendur, til dæmis til að vernda börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi o.þ.h.
ruv frétt: 'Í blálok annars myndbandsins mátti sjá nafn mannsins efst í hægra horni upptökunnar.'
WHY?
Afritunarvörn í myndlyklinum
Shit mig langar svo að þetta sé málið. Aðilinn var með aðgang sem áskrifandi að netfrelsi SkjásEins. Hann notaði einfaldan screen recorder hugbúnað þar sem netfrelsið var ekki DRMað heldur bara tokenized öryggi. Hann hafði þáttinn í full-screen þegar hann kláraði þáttinn þá fór hann úr full-screen.
Í netfrelsi SkjásEins stóð nafn áskrifanda alltaf efst uppí horninu ( á vefsíðunni ). Og þegar hann fer úr full-screen kemur nafnið hans fram.
haha! semsagt, hér er komin ný leið til að koma höggi á óvini...
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Hizzman skrifaði:haha! semsagt, hér er komin ný leið til að koma höggi á óvini...
Reikna með að það sé hægt að cracka þessi tokenized kerfi með álíka tóli og ffmpeg. Smá auka hausverkur en pottþétt hægt.
Annars er bara einfaldast að horfa á RÚV
Just do IT
√
√
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
tekur bara upp þátt, fótósjoppar nafn 'vinarinns' inn á og setur í dreifingu - so simple
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Það er maðurinn gerði augljóslega rangt, sem og að dowlóda og horfa. Það má samt ekki gleyma því að eina ástæðan fyrir því að efni fer í ólöglega dreifingu er verðlagningin. Fólk er að vesenast við að fara fram hjá kerfinu til að horfa á efni oft í ekkert spes gæðum af því að það er of dýrt að horfa (=> ekki líklegir áskrifendur). Við höfum auðvitað horft á hvernig hófleg áskriftargjöld að tónlist hefur þurrkað út ólöglega dreifingu. Það sama má segja um Netflix eða hvernig Adobe breytti sölumódelinu sínu úr dýrum pökkum í hóflega áskrift. Þessi dómur mun ekki breyta neinu og það mun ekkert breytast fyrr en að dreifingaraðilar á sjónvarpsefni átta sig á þessu. Þetta gerir framleiðslu á íslensku efni erfiða en svona er bara lífið, heimurinn breytist og þá er betra að aðlagast en að reyna að aðlaga alla hina að sér.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Bara svona til að segja mín tvö cent þá finnst mér hreint út sagt asnalegt þegar að menn bera hugverkabrot við þjófnað úr verslunum. Í einu tilfellinu hefur upprunalegur eigandi ekki lengur aðgang að eintaki sínu eftir verknaðinn = raunverulegt tjón, en í hinu hefur hann ekki verið sviptur neinu.
Ef menn skilja ekki munin þarna á milli er hreinlega erfitt að útskýra neitt vitrænt fyrir viðkomandi. Gefum okkur nú að hægt væri að fjölfalda tölvubúnað eða aðra efnislega vöru með lítilli fyrirhöfn, væri ríkinu þá stætt á að banna slíka fjölföldun og dreyfingu? Eða þyrftu menn að aðlaga sig að breyttum veruleika og finna nýjar leiðir til að afla sér tekna?
Það að ný þróun valdi breyttum tekjumöguleikum er eitthvað sem mannkyn hefur búið við lengi. Þegar ný lína af skjákortum kemur út skerðir það tekjumögleika þess sem á lager af gömlum kortum, eins fóru örugglega þónokkur hestakerru-fyrirtæki á hausinn við að bíllinn kom fram á sjónarsviðið en við sjáum enga ástæðu til að setja lög til að vernda viðkomandi fyrir þessari skerðingu. Það er hvers og eins að laga sig að breyttum tímum og í tilfelli útgáfu myndefnis hafa orðið gríðarlegar breytingar á miðlun og framleiðslu og er sú þróun í stöðugum gangi.
Það að ríkið valdi raunverulegum og sannanlegum kostnaði á samfélagið til að refsa fólki sem erfitt eða nær ómögulegt er að sanna að hafi valdið tjóni þar sem það hefur í versta falli takmarkað tekjumöguleika eins aðila svipað og samkeppnisaðili í hvaða rekstri sem er gerir en á sama tíma veitt aukinn aðgang að tilteknum verðmætum og þannig aukið allrahag með sannanlegum hætti er óafsakanlegt. Þeir einu sem hægt er að segja að valdi höfundarrétthafa skaða er einstaklingurinn sem ætlaði að kaupa efnið en hætti við af því að hann gat fengið efnið frítt.
En hvað með framleiðanda efnisins? Hvernig eigum við að fá nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir ef enginn borgar fyrir framleiðslu þeirra? Og þar liggur sölupunkturinn fyrir lögin sem valda raunverulegum skaða til að vernda tekjumöguleika útvaldra aðilla frá mætti prentvélarinnar/ljósritunarvélarinnar/segulbandstækisins/vídeóupptökutækisins/geislaskrifarans/DVD-skrifarans/internetsins/þrívíddarprentarans og þess furðulega vilja fólks að neita að borga meira en þeim finnst réttlátt.
Höfundarréttur í sinni núverandi mynd er forneskja á sama plani og einokunarverslun fyrri alda. Það ætti öllum að vera ljóst að á tíma þar sem aldrei hefur verið auðveldara aðgengi að ókeypis útgáfum af höfundarréttarvörðu efni hefur aldrei verið framleitt meira af því. Það er því algjörlega óþarft að ýta undir framleiðslu þess með hótunum um ofbeldi ef menn framkvæma verknað sem snýst einfaldlega um það tjáningarfrelsi að meiga herma eftir öðrum og nota til þess sín eigin tæki og tól.
Ef menn skilja ekki munin þarna á milli er hreinlega erfitt að útskýra neitt vitrænt fyrir viðkomandi. Gefum okkur nú að hægt væri að fjölfalda tölvubúnað eða aðra efnislega vöru með lítilli fyrirhöfn, væri ríkinu þá stætt á að banna slíka fjölföldun og dreyfingu? Eða þyrftu menn að aðlaga sig að breyttum veruleika og finna nýjar leiðir til að afla sér tekna?
Það að ný þróun valdi breyttum tekjumöguleikum er eitthvað sem mannkyn hefur búið við lengi. Þegar ný lína af skjákortum kemur út skerðir það tekjumögleika þess sem á lager af gömlum kortum, eins fóru örugglega þónokkur hestakerru-fyrirtæki á hausinn við að bíllinn kom fram á sjónarsviðið en við sjáum enga ástæðu til að setja lög til að vernda viðkomandi fyrir þessari skerðingu. Það er hvers og eins að laga sig að breyttum tímum og í tilfelli útgáfu myndefnis hafa orðið gríðarlegar breytingar á miðlun og framleiðslu og er sú þróun í stöðugum gangi.
Það að ríkið valdi raunverulegum og sannanlegum kostnaði á samfélagið til að refsa fólki sem erfitt eða nær ómögulegt er að sanna að hafi valdið tjóni þar sem það hefur í versta falli takmarkað tekjumöguleika eins aðila svipað og samkeppnisaðili í hvaða rekstri sem er gerir en á sama tíma veitt aukinn aðgang að tilteknum verðmætum og þannig aukið allrahag með sannanlegum hætti er óafsakanlegt. Þeir einu sem hægt er að segja að valdi höfundarrétthafa skaða er einstaklingurinn sem ætlaði að kaupa efnið en hætti við af því að hann gat fengið efnið frítt.
En hvað með framleiðanda efnisins? Hvernig eigum við að fá nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir ef enginn borgar fyrir framleiðslu þeirra? Og þar liggur sölupunkturinn fyrir lögin sem valda raunverulegum skaða til að vernda tekjumöguleika útvaldra aðilla frá mætti prentvélarinnar/ljósritunarvélarinnar/segulbandstækisins/vídeóupptökutækisins/geislaskrifarans/DVD-skrifarans/internetsins/þrívíddarprentarans og þess furðulega vilja fólks að neita að borga meira en þeim finnst réttlátt.
Höfundarréttur í sinni núverandi mynd er forneskja á sama plani og einokunarverslun fyrri alda. Það ætti öllum að vera ljóst að á tíma þar sem aldrei hefur verið auðveldara aðgengi að ókeypis útgáfum af höfundarréttarvörðu efni hefur aldrei verið framleitt meira af því. Það er því algjörlega óþarft að ýta undir framleiðslu þess með hótunum um ofbeldi ef menn framkvæma verknað sem snýst einfaldlega um það tjáningarfrelsi að meiga herma eftir öðrum og nota til þess sín eigin tæki og tól.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Gassi skrifaði:https://m.youtube.com/watch?v=jA7FVHkS4to
Eruði búnir að gleyma þessu??
Það er búið að gera uppfærða útgáfu: https://www.youtube.com/watch?v=ALZZx1xmAzg
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
-
- Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
wICE_man skrifaði:Bara svona til að segja mín tvö cent þá finnst mér hreint út sagt asnalegt þegar að menn bera hugverkabrot við þjófnað úr verslunum. Í einu tilfellinu hefur upprunalegur eigandi ekki lengur aðgang að eintaki sínu eftir verknaðinn = raunverulegt tjón, en í hinu hefur hann ekki verið sviptur neinu.
Ef menn skilja ekki munin þarna á milli er hreinlega erfitt að útskýra neitt vitrænt fyrir viðkomandi. Gefum okkur nú að hægt væri að fjölfalda tölvubúnað eða aðra efnislega vöru með lítilli fyrirhöfn, væri ríkinu þá stætt á að banna slíka fjölföldun og dreyfingu? Eða þyrftu menn að aðlaga sig að breyttum veruleika og finna nýjar leiðir til að afla sér tekna?
Já þetta er gott dæmi. Gefum okkur að það verði hægt að fjölfalda tölvubúnað með lítilli fyrirhöfn. Geforce GTX 1080Ti, 16GB DDR4 og Intel i7 8700k og allt annað sem er selt hjá Kísildal er komið piratebay.se og á deildu.net. Það eru 25.000 íslendingar búnir að sækja búnaðinn. Snillingarnir eru mættir á spjallborðin. Þeir segja að þetta fólk hefði hvort sem er aldrei keypt þennan búnað út í búð. Hann er of dýr. Svo eru búðirnar ekki einusinni með opið á sunnudögum. Tæknibylting, prentsmiðjur og hestvagnar. Ég spyr: Hefur Kísildalur orðið fyrir tjóni? Eða er "hreint út sagt asnalegt" að bera þetta saman við þjófnað úr verslunum? Og svo máttu koma með dæmi um leiðir sem Kísildalur ætti að fara til að "aðlaga sig breyttum veruleika og finna nýjar leiðir til að afla sér tekna." Mér dettur allavega ekkert í hug.
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
wICE_man skrifaði:Bara svona til að segja mín tvö cent þá finnst mér hreint út sagt asnalegt þegar að menn bera hugverkabrot við þjófnað úr verslunum. Í einu tilfellinu hefur upprunalegur eigandi ekki lengur aðgang að eintaki sínu eftir verknaðinn = raunverulegt tjón, en í hinu hefur hann ekki verið sviptur neinu.
Ef menn skilja ekki munin þarna á milli er hreinlega erfitt að útskýra neitt vitrænt fyrir viðkomandi.
Finnst svona hugsun frekar bera vott um fáfræði frekar en hitt. Þú skilur ekki viðskiptamódelin sem liggja á baki, og þú skilur heldur ekki hugtakið "eignarréttur", og telur aðeins að áþreifanlegir hlutir falli undir það.
Þó það komi ný tækni þá þýðir það ekkert að það megi bara arðræna aðra með henni, og kalla það réttlætanlegt bara útaf því veist.. "tækni". Það eru engin rök.
Það að segja að það sé ekki hægt að stela neinu nema áþreifanlegu sem er þá tekið af viðkomandi, það er svona einsog að segja að það sé alltílagi að setja bíl í pressu og segja að það sé sami bíllinn, allt sé enn þarna til staðar en bara í öðru formi! Eða skvetta málningu á monu lisu, málverkið sé enn þarna undið, ekki búið að taka neitt, bara bæta á!!
Þinn skilningur á "eignaréttur" virðist takmarkast við "hluturinn er þarna, hluturinn er ekki þarna lengur". 1 og 0, en skilur ekki að það eru til allskonar eigindi tengd eignarrétti og allskonar eignir sem þurfa ekki að vera áþreifanlegar.
Sem betur fer eru klárari einstaklingar að semja lög um þessa hluti, og dæma eftir þeim. Það eru greinilega alltaf til misþroska einstaklingar sem þráast við að skilja einföldustu hluti, barnalegir í trú sinni að telja sig vera í rétti en nást svo og eru dæmdir í dómsstóli, og skilja ekki hvað gerðist.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2554
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Sama gæti ég sagt um þig Appel.
Þröngt sjónarhorn sem skilgreinir þína hagsmuni.
Það er vel hægt að koma með rök fyrir því að þetta er ekki töpuð sala, og þú veist það.
Þá er kominn tími á að endurskoða "viðskiptamódelið", ef tæknin er að fara fram úr. Nákvæmlega það sem wICE_man er að tala um.
Þröngt sjónarhorn sem skilgreinir þína hagsmuni.
Það er vel hægt að koma með rök fyrir því að þetta er ekki töpuð sala, og þú veist það.
Þá er kominn tími á að endurskoða "viðskiptamódelið", ef tæknin er að fara fram úr. Nákvæmlega það sem wICE_man er að tala um.
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Moldvarpan skrifaði:Sama gæti ég sagt um þig Appel.
Þröngt sjónarhorn sem skilgreinir þína hagsmuni.
Það er vel hægt að koma með rök fyrir því að þetta er ekki töpuð sala, og þú veist það.
Þá er kominn tími á að endurskoða "viðskiptamódelið", ef tæknin er að fara fram úr. Nákvæmlega það sem wICE_man er að tala um.
Það er ekki á forræði einstaklinga út í bæ að skilgreina hvað er "töpuð sala" og þar með réttlæta sjálftöku af eignum annarra.
Hvað viðskiptamódelin varðar þá hafa þau breyst gríðarlega mikið ásamt dreifitækni. Það er búið að vera nota þetta sem réttlætingu lengi, en þú veist að þetta heldur ekki vatni lengur í dag.
Menn eru að reyna gera sitt besta á þessum litla markaði hér, að framleiða séríslenskt efni sem höfðar eingöngu til íslendinga, t.d. biggest loser ísland. En því er samt stolið! frekar fyndið.
*-*
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Það er svo fyndið að snúa þessu öllu á hvolf og tala um þetta eins og hann hafi bara verið í fullum rétti því það er ekki hægt að sanna að hvert eintak sé töpuð sala. Þar sem þetta er ekki hlutur heldur gögn þá skipti þetta bara engu máli, því það er ekki verið að brjótast inn í Kísildal og stela tölvubúnaði, heldur er verið að afrita gögn.
Hvurslags barnaskapur er þetta að fullorðið fólk tali svona. Það er búið að setja margar milljónir í að framleiða eitthvað efni og komið að því að selja það til að fjárfestingin skili einhverju til baka. Þá kemur einhver gaur úti í bæ og dreifir efninu frítt. Ætlast fólk í alvörunni til þess að það sé ekkert gert í þessu?
Það er ekki verið að dæma hann fyrir að hafa tapað X mörgum sölum fyrir rétthafann. Það stendur skýrt í dómnum að brotið varðaði talverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa. Ef fólk skilur ekki að þetta eru hagsmunir rétthafa að það sé ekki verið að dreifa, frítt, efni sem kostaði margra mánaða vinnu og milljónir í fjárfestingum - þá er því ekki við bjargandi.
https://www.landsrettur.is/domar-og-urs ... 50984579bb
Hvurslags barnaskapur er þetta að fullorðið fólk tali svona. Það er búið að setja margar milljónir í að framleiða eitthvað efni og komið að því að selja það til að fjárfestingin skili einhverju til baka. Þá kemur einhver gaur úti í bæ og dreifir efninu frítt. Ætlast fólk í alvörunni til þess að það sé ekkert gert í þessu?
Það er ekki verið að dæma hann fyrir að hafa tapað X mörgum sölum fyrir rétthafann. Það stendur skýrt í dómnum að brotið varðaði talverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa. Ef fólk skilur ekki að þetta eru hagsmunir rétthafa að það sé ekki verið að dreifa, frítt, efni sem kostaði margra mánaða vinnu og milljónir í fjárfestingum - þá er því ekki við bjargandi.
G var sakfelldur fyrir brot gegn höfundalögum nr. 73/1972 með því að hafa gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvernduðu efni og birt hópi fólks á veraldarvefnum án heimildar frá rétthöfum. Um var að ræða tvo þætti úr íslenskri þáttaröð. Í dómi Landsréttar kom fram að brotið hafi varðað talsverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa. Þá var G gert að sæta upptöku tölvubúnaðar sem sannað þótti að hann hefði notað við framningu brotsins.
Ákærði er sakfelldur fyrir þá háttsemi að hafa í byrjun árs 2014 útbúið ólögleg eintök af höfundarréttarvörðu efni sem hann vistaði og birti síðan hópi fólks á veraldarvefnum án heimildar frá rétthöfum.
https://www.landsrettur.is/domar-og-urs ... 50984579bb
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Ef ég skil lögin rétt þá má fjölfalda birt efni til einkanota ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.
Í eignaréttinum felst að höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.Óheimilt er að fjölfalda verk höfundar án hans leyfis. Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu og ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.
Just do IT
√
√
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Hjaltiatla skrifaði:Ef ég skil lögin rétt þá má fjölfalda birt efni til einkanota ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.Í eignaréttinum felst að höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.Óheimilt er að fjölfalda verk höfundar án hans leyfis. Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu og ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.
Hélt nú að flestir vissu það. Það að deila efni á torrent er fellur alveg klárlega ekki undir skilgreininguna "til einkanota".
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti
Sallarólegur skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Ef ég skil lögin rétt þá má fjölfalda birt efni til einkanota ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.Í eignaréttinum felst að höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.Óheimilt er að fjölfalda verk höfundar án hans leyfis. Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu og ef það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.
Hélt nú að flestir vissu það. Það að deila efni á torrent er fellur alveg klárlega ekki undir skilgreininguna "til einkanota".
Finnst þetta svolítið ruglandi sem kemur fram í dóminum "hafa gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvernduðu efni".
Reikna með að hann sé sekur um ólöglega dreifinguna á efninu en ekki ólöglega afritun.
Just do IT
√
√