Þrýstinemar í dekkjum.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 836
- Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
- Reputation: 149
- Staða: Ótengdur
Þrýstinemar í dekkjum.
Nýir bílar eru með loftþrýstinema í dekkjum, sem gefa aðvörun til ökumanns ef þrýstingur verður of lágur. Hvað gera menn sm vilja hafa 2 ganga á felgum? Er mögulegt að kaupa aukasett af þessum nemum? Er það dýrt?
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Já það er mögulegt að vera með 2 sett af þessu ef þú ert með góða nema (original t.d) ætti að vera nóg að skrúfa hinn ganginn af dekkjum undir og bíllinn programmerar skynjara á sjálfur ( fer eftir bíltegund)
Ef þú ætlar ekki í original skynjara vertu viss um skynjararnir séu prógrammeraðir fyrir akkúrat þína bíltegund og árgerð því þó þeir séu allir á 433mhz bandinu eru þeir á ólíkum rásum og er jafnvel wakeupið misjafnt á þeim.
Ef þú ætlar ekki í original skynjara vertu viss um skynjararnir séu prógrammeraðir fyrir akkúrat þína bíltegund og árgerð því þó þeir séu allir á 433mhz bandinu eru þeir á ólíkum rásum og er jafnvel wakeupið misjafnt á þeim.
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Þessir nemar eru yfirleitt mjög dýrir, tugir ef ekki hundruð þúsunda per stykki
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Frussi skrifaði:Þessir nemar eru yfirleitt mjög dýrir, tugir ef ekki hundruð þúsunda per stykki
Say what? Hvaðan hefuru þessar upplýsingar eiginlega?
T.d. í 2010-2013 BMW 5seríu myndi kosta 12.084kr stk orginal að utan komið heim. Og ekki er BMW frægt fyrir ódýra varahluti.
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Tiger skrifaði:Frussi skrifaði:Þessir nemar eru yfirleitt mjög dýrir, tugir ef ekki hundruð þúsunda per stykki
Say what? Hvaðan hefuru þessar upplýsingar eiginlega?
T.d. í 2010-2013 BMW 5seríu myndi kosta 12.084kr stk orginal að utan komið heim. Og ekki er BMW frægt fyrir ódýra varahluti.
Var að vinna á dekkjaverkstæði, skemmdi einn eða tvo skynjara á þeim tíma og fékk þá þessar upplýsingar. Eflaust mjög mismunandi eftir framleiðendum
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Stundum er þetta mælt með ABS og stundum er sendir byggður inn í ventilinn.
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Alls ekki í öllum bílum sem eru skynjarar, yfirleitt er hægt að sjá hvort maður er með skynjara eða ekki á því að skynjarar sýna þrýstingin í dekkjunum í sumum bílum en kerfi sem notar ABS skynjara til að sjá hvort það sé lekið úr dekki sýna ekki þrýstingin , allir nýir bílar í dag koma með þeim möguleika að sjá hvort dekk sé loftlítið þar sem það er skylda að hafa þennan búnað í nýjum bílum, Skodinn minn nemur þetta í gegnum ABS þannig það eru engir skynjarar í dekkjunum
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
BMW er með þetta í MENU þar sem þú getur látið bílinn finna skynjara.
Þá hefurðu 2 ganga af skynjurum, kosta 5000kr stykkið.
https://www.ebay.co.uk/itm/4-TPMS-RDKS- ... 2865566160
Þá hefurðu 2 ganga af skynjurum, kosta 5000kr stykkið.
https://www.ebay.co.uk/itm/4-TPMS-RDKS- ... 2865566160
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Sallarólegur skrifaði:BMW er með þetta í MENU þar sem þú getur látið bílinn finna skynjara.
Þá hefurðu 2 ganga af skynjurum, kosta 5000kr stykkið.
https://www.ebay.co.uk/itm/4-TPMS-RDKS- ... 2865566160
Ekki að það skipti mjög miklu en ef þú tekur sendingargjald, innflutningsgjald og tollmeðferðargjöld þá er verðið á hverju stykki rúmlega 10 þúsund kall.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Þrýstinemar í dekkjum.
Þetta er búið að vera í skodanum hjá mér í meira en ár ...Truflar mig lítið