Vildi bara hrósa þeim í Kísildal fyrir góða þjónustu. Var að velta fyrir mér að kaupa fartölvu og sendi þeim póst um fartölvu hjá þeim vs hjá OKBeint. Þeir svöruðu fljótt með góðar útskýringar og ég ákvað að taka fartölvuna sem var hjá þeim.
Ég senti til baka um 14:00 að ég ætlaði að koma milli 17:00 - 18:00 og taka tölvuna. Þegar ég kom til þeirra voru þeir að setja upp vélina fyrir mig þrátt fyrir að hafa enga tryggingu á því að ég myndi koma nema þessi eini tölvupóstur. Á meðan þeir kláruðu gat ég labbað um bakvið að spjalla við starfsmenn.
Gaman að sjá fyrirtæki sem treysta kúnanum og leyfa manni að vera frjáls að spjalla við þá svo lengi sem maður truflar ekki (auðvitað).
Legg til að allir prófi allavega einu sinni að versla við þá, líka ef þig langar í nördaráð um eitthvað þá er þetta rétti staðurinn.
Kísildalur á skilið hrós
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Kísildalur á skilið hrós
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1524
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Reputation: 132
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
Kísildalur er yfirleitt 1.stopp hjá mér í leit að einhverjum íhlutum og lausnum á vandamálum.
Bara fengið góða þjónustu og endurgreitt án vandkvæða, ekki þetta inneignarnótu drasl sem ísl-verslanir eru svo ástfangnir af.
Getur líka treyst því að þegar þú sendir einhvern þangað sem hefur ekki svo mikið vit á tölvum, að þá er ekki verið að reyna troða á viðkomandi einhverju drasli.
Bara fengið góða þjónustu og endurgreitt án vandkvæða, ekki þetta inneignarnótu drasl sem ísl-verslanir eru svo ástfangnir af.
Getur líka treyst því að þegar þú sendir einhvern þangað sem hefur ekki svo mikið vit á tölvum, að þá er ekki verið að reyna troða á viðkomandi einhverju drasli.
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
Re: Kísildalur á skilið hrós
Eina slæma sem ég get sagt um Kísil er að það er ekkert kaffi í boði þar Annars bara góðir hlutir og ekkert rugl
-Need more computer stuff-
Re: Kísildalur á skilið hrós
Hef verslað einu sinni þar og lenti í smá galla með hlutinn sem ég keypti og eigandinn höndlaði það ekki betur en ég mun aldrei versla þarna aftur.. hef aldrei séð jafn mikin hroka frá starfsmanni tölvuverslunar áður, annars veit ég alveg að það er topp þjónusta og rosalega fínir starfsmenn á verkstæðinu hjá þeim en eigandinn á þessari verslun á 0 heima í svona starfi
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
Sæll Matrox, ég er annar eigendanna/yfirmannana hjá Kísildal og vil byrja á að koma því að að mér þykir mjög leitt að þú hafir fengið slæma þjónustu og það af hendi okkar yfirmannana . Ég er mjög forvitinn með þetta mál, ef þú værir til í að senda mér PM með lýsingu á atvikinu þá væri ég þér inniega þakklátur. Maður á erfitt með að bæta sig þegar maður fær bara hrós svo að input-ið þitt væri ómetanlegt.
Kv.
Guðbjartur Nilsson
Framkvæmdastjóri Kísildals ehf.
Kv.
Guðbjartur Nilsson
Framkvæmdastjóri Kísildals ehf.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
-
- Nörd
- Póstar: 138
- Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
- Reputation: 1
- Staðsetning: Reyðarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
Get ekki sagt að það séu rosalega góð fyrstu kynni af þessari verslun hjá mér. Kanski munur ef maður mætir í verslunina.
Pantaði minni hjá þeim á aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og voru veikindi og fór pöntunin framhjá þeim sem er svosem skiljanlegt að geti komið upp. Ég fæ síðan hringingu núna á þriðjudaginn og var útskýrt seinkunina og beðist afsökunar og ég fékk sent email með upplýsingum til að millifæra og stóð þar að þetta færi í póst leið og væri búið að staðfesta þetta. Ég kláraði millifærsluna samstundis og lét þar með lyggja.
Í gær fór ég að gramslast fyrir því ekkert sendingarnúmer var komið og ekkert á leiðinni í póstinum og hafði þetta þá gleymst þannig ég hringdi í verslunina (rétt fyrir hádegi) og sagðist hann ætla senda þetta fljótlega þannig þetta kæmi í dag. Fékk sendingarnúmer hjá þeim í dag og athugaði uppá pósthús og þar sögðu þeir að það hefði verið farið svo seint með þetta að þetta kæmi ekki fyrr en eftir helgi.
Það leiðinlegasta við þetta er að það hafi ekki bara gleymst að senda þetta aftur þannig ég hefði getað fengið þetta endurgreitt og rúntað uppá Egilsstaði og keypt minni þar svo tölvan væri nothæf um helgina.
Pantaði minni hjá þeim á aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og voru veikindi og fór pöntunin framhjá þeim sem er svosem skiljanlegt að geti komið upp. Ég fæ síðan hringingu núna á þriðjudaginn og var útskýrt seinkunina og beðist afsökunar og ég fékk sent email með upplýsingum til að millifæra og stóð þar að þetta færi í póst leið og væri búið að staðfesta þetta. Ég kláraði millifærsluna samstundis og lét þar með lyggja.
Í gær fór ég að gramslast fyrir því ekkert sendingarnúmer var komið og ekkert á leiðinni í póstinum og hafði þetta þá gleymst þannig ég hringdi í verslunina (rétt fyrir hádegi) og sagðist hann ætla senda þetta fljótlega þannig þetta kæmi í dag. Fékk sendingarnúmer hjá þeim í dag og athugaði uppá pósthús og þar sögðu þeir að það hefði verið farið svo seint með þetta að þetta kæmi ekki fyrr en eftir helgi.
Það leiðinlegasta við þetta er að það hafi ekki bara gleymst að senda þetta aftur þannig ég hefði getað fengið þetta endurgreitt og rúntað uppá Egilsstaði og keypt minni þar svo tölvan væri nothæf um helgina.
Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
Er sammála með netverslun Kísildals, þetta kerfi gengur brösulega.
Eingöngu hægt að greiða með kreditkorti. Flest kerfi bjóða uppá debetkort. Og tíminn þangað til maður fær eh svör er mjög langur.
En að mæta í verslunina er allt annað, hef upplifað það líka.
Eingöngu hægt að greiða með kreditkorti. Flest kerfi bjóða uppá debetkort. Og tíminn þangað til maður fær eh svör er mjög langur.
En að mæta í verslunina er allt annað, hef upplifað það líka.
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Nethimnaríki
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
fáar verslanir sem komast með tærnar þar sem þeir hafa hælana í úrvinnslu vandamála
vinnufartölvan hjá konunni hrundi, þeir voru búnir að bilanagreina hana eftir tvo tíma og græjuðu nýja vél til að koma henni af stað aftur eftir lokun á föstudegi ásamt því að færa öll gögn o.s.f. yfir
vinnufartölvan hjá konunni hrundi, þeir voru búnir að bilanagreina hana eftir tvo tíma og græjuðu nýja vél til að koma henni af stað aftur eftir lokun á föstudegi ásamt því að færa öll gögn o.s.f. yfir
This monkey's gone to heaven
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 312
- Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
- Reputation: 9
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Kísildalur á skilið hrós
Ég mæli fyrst með Kísildal þegar fólk spyr mig hvar eigi að versla tölvudót...
Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio