ColdIce skrifaði:Virkilega vel gert og eiginlega seldir mér þetta haha. Endilega haltu áfram!
Fyndið, ég hafði 0 áhuga á þeim þegar ég keypti þau, en ég átti "aur" hjá Aur (Síminn) og fékk þau á 15.000 kr. Ég hafði það lítinn áhuga á þeim að ég opnaði þau ekki fyrr en viku eftir að ég fékk þau. Í dag er ég á þeirri skoðun að þetta sé besta vara sem Apple hefur gefið síðan þeir gáfu út iPhone-inn.
Bara sá fídus að þau stöðvi spilun þegar ég tek þau úr eyrunum og byrja aftur þegar ég set þau í eyrun er algjör bylting, og í skólanum þar sem maður er stanslaust að taka af sér heyrnatólin er þetta orðinn fídus sem ég gæti ekki verið án. Það að rafhlaðan dugar léttilega út vikuna og að þau eru svona rosalega lítil og meðferðanleg skemmir ekki fyrir.
Nova eru reglulega með þau á afslætti svo ef þú ert virkilega að pæla í þeim þá myndi ég fylgjast með Nova, keypti 2 stykki í desember á 30% afslætti.
