Ég var að flytja netið til Vodafone (útaf vinnuveitanda) og mér var sagt að ég ætti að geta verið með sjónvarp Símans ef ég væri á ljósneti Mílu eða ljósleiðara Mílu. Ljósleiðari er ekki í boði hérna þannig að í bili er ég á ljósnetinu.
Tæknilega séð á þetta heldur ekki að vera neitt vandamál, það er ekkert því til fyrirstöðu að vera með sjónvarp símans á ljósneti Mílu.
En Vodafone segir nei - þetta er ekki hægt!
Er þetta ekki bara stillingaratriði á routernum? Er einhver sem þekkir þetta? Eða þarf ég að fá Vodafone til að opna fyrir IPTV miðlægt?
Er einhver sem þekkir?
//DAO
Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Það er allt hægt, ef þú kannt það. Efast um að símafyrirtækin sjái sér hag í því að vera aðstoða þig með þetta, enda ekki þeirra vandamál og gríðarlega tímafrekt að kenna fólki networking í gegnum síma.
Fáðu þér bara IPTV þar sem netið er ef þú vilt vera með IPTV.
Ef þú vilt vera hjá Símanum, færðu þig þá yfir til Símans.
Fáðu þér bara IPTV þar sem netið er ef þú vilt vera með IPTV.
Ef þú vilt vera hjá Símanum, færðu þig þá yfir til Símans.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Það er hægt að vera með Sjónvarp Símans á VDSL kerfi Mílu þó að Vodafone sé ISP.
Vodafone vill auðvitað ekki að þú sért að nota Sjónvarp Símans, þeir vilja að þú borgir til þeirra. Þeir segja því nei sem default svar sé þess kostur.
Veit um nokkra með Sjónvarp Símans með Ljósnet hjá Vodafone, það var alltaf stapp en gekk á endanum.
Vodafone vill auðvitað ekki að þú sért að nota Sjónvarp Símans, þeir vilja að þú borgir til þeirra. Þeir segja því nei sem default svar sé þess kostur.
Veit um nokkra með Sjónvarp Símans með Ljósnet hjá Vodafone, það var alltaf stapp en gekk á endanum.
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Já einmitt, þetta er það sem ég hef heyrt. Ætla að standa í stappinu og fá þetta í gegn en vantar pointera ...
Ég samt skil ekki þessa þrjósku, það er ekki eins og ég muni kaupa sjónvarpsþjónustuna af þeim af því að þeir eru með leiðindi. Maður fær sér frekar bara apple tv og notar oz appið, eða hreinlega flytur netið aftur til Símans. Hefði haldið að þeir vildu frekar að maður væri með netið hjá þeim heldur en ekki.
Ég samt skil ekki þessa þrjósku, það er ekki eins og ég muni kaupa sjónvarpsþjónustuna af þeim af því að þeir eru með leiðindi. Maður fær sér frekar bara apple tv og notar oz appið, eða hreinlega flytur netið aftur til Símans. Hefði haldið að þeir vildu frekar að maður væri með netið hjá þeim heldur en ekki.
-
- FanBoy
- Póstar: 757
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Þegar þú ert á Mílu-kerfinu þá er þetta spurning um VLANs, netið er á VLAN 4 og IPTV Símans er VLAN 3. Ef þú getur stillt routerinn þin samkvæmt þessu þá er þetta ekki mikið mál.
Míla selur línuna áfram í heildsölu.
Hér er skýringarskjal frá Mílu: Míla-Vlan
Hér er samskonar skjal frá Símanum: Síminn-Vlan
Míla selur línuna áfram í heildsölu.
Hér er skýringarskjal frá Mílu: Míla-Vlan
Hér er samskonar skjal frá Símanum: Síminn-Vlan
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Þarft ekkert að stilla. Þetta fer yfir sama vlan Síminn og Vodafone IPTV. Þeir skipta bara sín megin.
Farðu bara uppí Símann, pantaðu Sjónvarp Símans og gefðu upp línunúmerið þitt hjá Vodafone og þú ert kominn með Sjónvarp Símans.
Farðu bara uppí Símann, pantaðu Sjónvarp Símans og gefðu upp línunúmerið þitt hjá Vodafone og þú ert kominn með Sjónvarp Símans.
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
russi skrifaði:Þegar þú ert á Mílu-kerfinu þá er þetta spurning um VLANs, netið er á VLAN 4 og IPTV Símans er VLAN 3. Ef þú getur stillt routerinn þin samkvæmt þessu þá er þetta ekki mikið mál.
Míla selur línuna áfram í heildsölu.
Hér er skýringarskjal frá Mílu: Míla-Vlan
Hér er samskonar skjal frá Símanum: Síminn-Vlan
Takk fyrir þetta. Það lítur út fyrir að þeir læsi routernum. Það er hægt að skoða þessar stillingar, en ekki breyta. Þá er næst skref sennilega að fá sér eigin router
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
depill skrifaði:Þarft ekkert að stilla. Þetta fer yfir sama vlan Síminn og Vodafone IPTV. Þeir skipta bara sín megin.
Farðu bara uppí Símann, pantaðu Sjónvarp Símans og gefðu upp línunúmerið þitt hjá Vodafone og þú ert kominn með Sjónvarp Símans.
Það er ekki svo einfalt. Ég er með sjónvarp símans og er búin að gefa upp línunúmerið. Það hefði nú verið næs ef það hefði dugað.
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Vodafone þarf að breyta stillingum á línunni til að leyfa sjónvarp símans, ef þeir vilja ekki gera það þá geturu alltaf prufað að tala beint við mílu
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Dao skrifaði:Já einmitt, þetta er það sem ég hef heyrt. Ætla að standa í stappinu og fá þetta í gegn en vantar pointera ...
Ég samt skil ekki þessa þrjósku, það er ekki eins og ég muni kaupa sjónvarpsþjónustuna af þeim af því að þeir eru með leiðindi. Maður fær sér frekar bara apple tv og notar oz appið, eða hreinlega flytur netið aftur til Símans. Hefði haldið að þeir vildu frekar að maður væri með netið hjá þeim heldur en ekki.
Þeir hafa ekki tíma í það að taka klukkutíma símtal til þess að kenna einum sérvitringi að stilla router.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Sallarólegur skrifaði:Dao skrifaði:Já einmitt, þetta er það sem ég hef heyrt. Ætla að standa í stappinu og fá þetta í gegn en vantar pointera ...
Ég samt skil ekki þessa þrjósku, það er ekki eins og ég muni kaupa sjónvarpsþjónustuna af þeim af því að þeir eru með leiðindi. Maður fær sér frekar bara apple tv og notar oz appið, eða hreinlega flytur netið aftur til Símans. Hefði haldið að þeir vildu frekar að maður væri með netið hjá þeim heldur en ekki.
Þeir hafa ekki tíma í það að taka klukkutíma símtal til þess að kenna einum sérvitringi að stilla router.
Þeir þurfa þess ekkert heldur. Ég er fullfær um að stilla router, hins vegar eru þeir með lokað á það sem ég þar þarf að breyta.
Þeir eru búnir að viðurkenna það. Á það skriflegt.
Svo snýst þetta ekki um sérvisku heldur frjálsa samkeppni. Ég vil geta valið hvar ég kaupi sjónvarpsþjónustu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans á ljósnet Mílu - Vodafone
Ef þú kynnir þetta þá væri þessi þráður ekki til.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB