everdark skrifaði:Sallarólegur skrifaði:everdark skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Veistu hvað blockchain er og út á hvað cryptocurrencies ganga út á?
Þú ert basically að kalla öll hlutabréf pyramid eða ponzi scheme.
Rafmyntir eiga ekkert skylt við hlutabréf - þetta lýsir eintómri vanþekkingu.
Flott hjá þér að taka svarið mitt úr samhengi og koma með eitthvað svar sem tengist því sem ég sagði ekki neitt
Þessi lýsing á mjög vel við hlutabréf:KristinnK skrifaði:,,Ávöxtun" fyrri ,,fjárfesta" felst í því að nýjir ,,fjárfestar" eru tilbúnir til að borga hærra verð en hinir fyrru vegna þess að þeir halda að verðið muni halda áfram að hækka. Ef fólk hættir að vilja borga ennþá hærra verð, það er hætta að trúa að næsti maður á eftir þeim muni borga ennþá hærra verð, mun verðið hætta að hækka. Og ef það hættir að hækka munu flestir selja (vegna þess eins og annar hér að ofan réttilega bennti á þá er Bitcoin ekki verðbréf, það gefur ekki af sér hagnað vegna einhvers reksturs). Og ef einhverjir byrja að selja fer verðið að lækka, og ef verðið lækkar vilja allir selja
Verð hlutabréfa getur vissulega stjórnast af óraunhæfum væntingum. Það er hinsvegar reginmunur á þessu hvað rafmyntir og hlutabréf varðar, þ.s. fyrirtæki skapa verðmæti fyrir eigendur sína, þ.e. væntingar á hlutabréfamarkaði stjórnast af arðgreiðslugetu fyrirtækja til frambúðar - hvort sem væntingarnar eru óraunhæfar eða ekki, þá byggja þær í það minnsta á væntingum um sköpun verðmæta. Rafmyntir skapa ekki verðmæti, önnur en ábatann af því að geta flutt verðmæti á milli aðila! Af því leiðir að spákaupmennska með rafmyntir byggist einungis á því hvað þú heldur að næsti maður sé til í að greiða fyrir þessi verðmæti - hefur virði ábata þess að geta flutt verðmæti á milli aðila með BTC 2300-faldast frá 2012? (5$ -> 11,500$) Ég bara spyr.
Það er gott og vel, en þú ert að gefa í skyn að ég sé að halda einhverju fram sem ég gerði ekki. Ég var ekki að segja að rafmyntir séu nákvæmlega það sama og hlutabréf, heldur að þessi lýsing eigi vel við um þau.
Ef rafmyntir geta í framtíðinni veitt fyrirtækjum eins og Visa og Mastercard samkeppni og aðhald þá erum við að tala um gríðarlega öfluga tækni. Það er ekki tilviljun að Visa International séu að auglýsa eftir fólki með þekkingu á blockchain oþh.
Það er ágætt að bera Bitcoin saman við verðið á gulli frekar en hlutabréf. Það að verðið á gulli sé hátt er bara vegna menningarsögunnar og takmarkaðs framboðs á jörðunni, ekki vegna þess að gull sé svo frábært og ómissandi.