Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf ColdIce » Þri 16. Jan 2018 22:58

Sælir Vaktarar.
Mig vantar stól sem ræður við það að halda mér uppi í langan tíma í einu án þess að botninn verði flatur strax. Botninn þarf að vera þykkur og góður stuðningur við mjóbak. Vil hátt bak.
Budget er ca 25k
Það er haugur til af þessum stólum sem ég er að skoða, eins og þessir akracing, dxracing og adx. Hefur einhver reynslu af stólum í þessum verðramma? Þekki ekki þessi merki og veit ekki hver er betri en annar.

Takk!


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf Danni V8 » Þri 16. Jan 2018 23:56

ég er allavega með DX racer og búinn að vera með hann í næstum 2 ár. Það er mjög góð sessan, verður ekki flöt strax en hins vegar er hún frekar hörð. Það fylgir með púði fyrir mjóbakið sem er hægt að sleppa ef maður vill hann ekki og fylgir líka púði við hnakkann. Ég er allavega mjög sáttur með stólinn, hann kostaði að vísu 50k þegar ég keypti hann, hef ekki skoðað verðin á þeim í dag.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf Squinchy » Mið 17. Jan 2018 02:14

Er að nota þennan og er mjög sáttur
https://www.ikea.is/products/38869


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Tengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf nidur » Mið 17. Jan 2018 17:20

Noble chairs Icon Series,. kostar meira en 25k en hann er sterkbyggður og allt efni í honum gefur ekki mikið eftir.




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf ColdIce » Fim 18. Jan 2018 21:09

Þakka ráðleggingarnar. Hefur einhver prófað þennan? https://www.heimkaup.is/high-performanc ... ?vid=82076

Ég finn hvergi akracing á lægra verði en 60k :( eru þeir bara hjá Elko?


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


KristinnK
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf KristinnK » Fim 18. Jan 2018 23:21

Ég mæli með svo alveg sama hvernig stól þú kaupir að fá þér gúmmíhjól með legum undir stólinn, svona hérna. Þetta á að passa á langflesta stóla sem eru ekki frá IKEA. Ég man ekki hvor var með hvort, en flestir stólaframleiðendur nota pinna með 10 eða 11 mm þvermáli og IKEA svo öfugt.

Þetta er líka til fyrir IKEA stóla en það er miklu erfiðar að finna sem senda til Íslands. Þessi eru þau einu sem ég hef fundið og kosta bæði meir og hafa nokkuð háann sendingarkostnað. Ég keypti svona fyrir IKEA stólinn minn af Amazon og sendi á heimilisfang í útlöndum og tók með heim úr utanlandsferð.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf ColdIce » Fös 19. Jan 2018 13:09

Finnst þessi bestur, eftir að hafa farið um og sest í haug af stólum
https://elko.is/ak-racing-premium-v2-le ... on-svartur
En þeir eru allir uppseldir :( er ekki hægt að fá þessa stóla annarsstaðar?


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf Haukursv » Fös 19. Jan 2018 18:52

Squinchy skrifaði:Er að nota þennan og er mjög sáttur
https://www.ikea.is/products/38869


Með þetta budget mæli ég líka með þessum, ég er allavega sáttur


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf ColdIce » Fös 19. Jan 2018 19:29

Ég hef ákveðið að hækka budget í 55k

Settist í Corsair T1 RACE í dag og hann er frábær, kannski skelli mér bara á hann


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Vantar skrifborðsstól - vantar ráðleggingar

Pósturaf appel » Fös 19. Jan 2018 22:57

Ég var búinn að skrifa langan póst, en þar sem budgetið þitt var svo lágt þá ákvað ég að hætta við.

Búinn að vera með sama skrifborðsstól í 13 ár. Hann er einsog nýr í dag. Setan greinilega úr ótortímanlegu efni.

Mæli með að heimsækja Á. Guðmundson í Bæjarlind í Kópavogi. Þar keypti ég stól á 70 þús fyrir 13 árum.
Íslensk hönnun btw.

Þetta er enginn unglingastóll, einsog ég hélt þú værir að leita að "racer stóll", heldur bara fínn skrifborðsstóll. Átti áður svona unglingastól, "racer", og þeir voru ekki málið.

Þú getur líka leitað víða. IKEA er með ágætis góða stóla. En ef þú vilt eitthvað sem endist forever, þá myndi ég þora að eyða smá pening í það. Penninn er með fína stóla.


*-*