BO55 skrifaði:snaeji skrifaði:Nú langar mig að deila smá sögu með ykkur um Símann.
Í útskriftarferð á Bali í sumar keypti ég mér nýtt sim-kort til þess að geta notað símann úti, og henti gamla sim-kortinu í ruslið á hótelinu.
Löng saga stutt þá kem ég heim og á móti mér tekur 200 þúsund króna símreikningur.
Þetta kort sem ég fékk semsagt afhent pin-laust frá Símanum hafði verið tekið úr kortinu og notað í um 30 símtöl.
Nú neitar Síminn að gera neitt fyrir mig. Buðu mér afslátt í fyrstu en ég sagðist þurfa leita réttar míns. Eftir að komast að því hversu kostnaðarsamt það yrði þá dró Síminn hitt boð sig til baka og vill að ég borgi alla upphæð reikningsins.
Spurningin er, hver er að ræna mig hérna? Er það einhver á Bali sem fann í ruslinu ólæst simkort eða er það Síminn?
Edit:
Þess má geta að ég var í hinni æðislega ódýru Þrennu leið hjá þeim þar sem ég þurfti aðeins að borga 3k á mánuði (og upp í svona 200 þúsund).
Þetta er ekki flókið. Farðu beint til lögreglunnar og kærðu.
hvað er mögulegt að koma útúr þeirri kæru ?
Hann skilur við SIMkortið sitt úti á bali og það tekur það einhver og notar það.
reikningurinn er 200þús+
Semsagt, hvern á að kæra og hvað á að hafast útúr því ?
Eina leiðin sem að ég sé fram á að sé að op borgi þetta ekki er að tryggingarnar hans taki eitthvað af þessu á sig, þetta er samt alfarið hans klúður að eyðileggja ekki kortið áður.