Hörmulegt farsímanet hjá Símanum


Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf littli-Jake » Lau 23. Des 2017 19:58

Síminn bauð mér 3 fría mánuði fyrir að koma yfir fyrir nokkrum vikum síðan og ég get ekki sagt annað en að netið hjá þeim sé með því slakasta. Er reglulega að fá H+ signal sem skilar nánast engu. Var að gera speed test á 4g+ sem ég er reyndar ekki viss hvort síminn minn styðji en fékk 32-4 úr testinu.
Er einhver annar en ég að lenda í þessu?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 961
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf peer2peer » Lau 23. Des 2017 20:15

Nýtti sama tilboð. Var hjá Nova, er að upplifa það nákvæmlega sama og þú. Mér fannst Nova farsímanetið mun betra og stöðugra.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf DJOli » Lau 23. Des 2017 20:26

Ég var rétt í þessu að taka speedtest á 4g hjá Símanum, og fékk 64/20


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf fallen » Lau 23. Des 2017 21:00

Ég fór frá Símanum útaf þessu. Skipti yfir í Nova og sé ekki eftir neinu.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf depill » Lau 23. Des 2017 22:01

wat hvar eruð þið.

Ég hef verið hjá Símanum og verið með 4G, bæði er netið mikið meira snappy og hraðvirkara heldur en bæði hjá Vodafone og Nova ( reynt bæði ). Ég nota mitt mest á höfuðborgarsvæðinu. Eina svæðið sem ég man eftir betur hjá Nova heldur en Símanum var IKEA.

Er núna hjá Vodafone út af vinnu enn ef ég væri að borga sjálfur væri ég pottþétt á netkerfi Símans. Hraðvirkara, meira snappy og fannst dreifikerfið alltaf betra heldur en bæði Vodafone og Nova. Finnst Voda og Nova svipað fyrir utan að símtölin mín slitna ekki hjá Vodafone sem þau gera grimmt hjá Nova á ferð ( fyrir utan á Hellisheiðinni gerist hjá báðum ). Hef samt heyrt að það sé aðeins skárra á VoLTE.



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf Snorrlax » Lau 23. Des 2017 23:28

Eftir að hafa verið með 2 síma(Nova og Síminn), annan fyrir vinnu og hinn sem persónulegan síma þá fannst mér Síminn vera yfirleitt vera með betra samband, allavegana í lang flestum tilfellum sem ég prufaði speedtest var það hraðara hjá Símanum (hef séð mest hjá símanum 212-46, var reyndar upp við sendin á 4g+).

Síminn er byrjaður að henda út 4g+ út á mörgum stöðum líka, fannst það ekki bæta neitt í hraða hjá Nova að vera á 4g+. Var iðulega að fá 20-30mbit niður hjá Nova.


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hörmulegt farsímanet hjá Símanum

Pósturaf Viktor » Sun 24. Des 2017 15:40

Ég fór einmitt úr Nova yfir í Símann út af hræðilegu neti hjá Nova á Háskólasvæðinu. Líklega er Nova mjög lélegt þar þar sem margir eru í Nova og mikið álag á kerfinu því WIFI í HÍ er hörmung.

Samt ágætt að hafa í huga að gott 3G er betra en slæmt 4G.

Þessi tests eru tekin á sama stað í HÍ á svipuðum tíma, en nokkrir dagar á milli.
Viðhengi
siminn.jpg
siminn.jpg (105.48 KiB) Skoðað 1692 sinnum
nova.jpg
nova.jpg (102.13 KiB) Skoðað 1692 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB