Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf Dúlli » Fim 07. Des 2017 20:33

Sælir drengir og stelpur.

Var núna í því að spjalla við tæknimann hjá vodafone og fékk fréttir sem ég hef aldrei heyrt af áður og væri til ef einhver gæti staðfest eða kallað þetta bullshit.

Þannig að, starfsmaðurinn var að fullyrði að myndlyklar frá þeim á kerfi gagnaveitunar verða að vera tengdir við ljósleiðaraboxið og meiga ekki vera tengdir við routerinn því þeir virka ekki þannig.

So í call bullshit þar sem ma og pa eru með gagnaveituna ljósleiðarann og eru með myndlykill í gegnum router og hann virkar.

hvað segir fólk um þetta ? Ég á erfitt með að trúa þessu þá er fyrir marga orðið algjör óþarfi að leigja router.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf einarhr » Fim 07. Des 2017 20:39

Já myndlykill er tengdur í ljósleiðarabox gagnaveitunar, þú þarf hinsvegar ekki að vera með router ef þú ert bara með sjónvarp Vodafone. Það eru ekki allir sem þurfa internet en sjónvarp dugir, td. sumir háttvirtir eldriborgarar


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf Viktor » Fim 07. Des 2017 20:39

Èg hef heyet þetta margoft, ekkert bullshit í gangi.

Tengt við router ef þú er með VDSL eða ADSL, eða einhverjar furðulegar ljósleiðaratengingar úti á landi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf audiophile » Fim 07. Des 2017 20:44

Vodafone myndlykill tengist beint í ljósleiðaraboxið. Getur alveg notað hann án router.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf depill » Fim 07. Des 2017 20:47

Þetta er bara alveg rétt og ég hef ekki séð GR uppsetningu þar sem uppsetningin er þannig að sjónvarp netið myndi ná að fara í gegnum routerinn.

Ljósleiðari GR => Myndlykill í boxið og svo router annarsstaðra
Ljósleiðari Mílu ( plús mörg önnur kerfi ) => Gegnum router
ADSL/VDSL => Gegnum router

Enginn sem neyðir þig til að leigja þessa routera, þeir þurfa bara að hafa ákveðinn stuðning.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf Dúlli » Fim 07. Des 2017 21:15

Það er samt svo stórfurðulegt.

Finnst eins og ég hafi séð á mörgum stöðum myndlykilinn í gegnum router á ljósleiðaranum.

En gagnaveitan getur en breytt portum í ljósleiðaraboxinu ? sem sagt breytt port 1-2 úr net í sjónvarp.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf einarhr » Fim 07. Des 2017 21:20

Dúlli skrifaði:Það er samt svo stórfurðulegt.

Finnst eins og ég hafi séð á mörgum stöðum myndlykilinn í gegnum router á ljósleiðaranum.

En gagnaveitan getur en breytt portum í ljósleiðaraboxinu ? sem sagt breytt port 1-2 úr net í sjónvarp.



Ertu ekki bara að rugla þessu saman við Ljósnetið?


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf wicket » Fim 07. Des 2017 21:52

Ég er með ljósleiðara Mílu í gegnum Símann.

Netið, LAN og WIFi kemur úr router. Sjónvarp úr ljósleiðaraboxi sem og VOIP heimasími. Skilaði routernum frá Símanum og setti upp Google Wifi.

Svínvirkar og ekkert maus.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf Dúlli » Fim 07. Des 2017 22:13

einarhr skrifaði:
Dúlli skrifaði:Það er samt svo stórfurðulegt.

Finnst eins og ég hafi séð á mörgum stöðum myndlykilinn í gegnum router á ljósleiðaranum.

En gagnaveitan getur en breytt portum í ljósleiðaraboxinu ? sem sagt breytt port 1-2 úr net í sjónvarp.



Ertu ekki bara að rugla þessu saman við Ljósnetið?


Núna er ég komin alveg í ruglið. Var svo handviss að þetta væri með router.

En hvað er þetta sem er að hamla þessu ? hví er ekki hægt að þróa að routerinn tæki bæði fyrst að ljósbreytuboxið getur það.



Skjámynd

aether
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 28. Nóv 2007 19:00
Reputation: 5
Staðsetning: Þarna
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf aether » Fös 08. Des 2017 00:06

Basically, netlega séð þá er netið þitt og sjónvarpið á mismunandi vlani...

Mér skilst að sjónvarpið fari til þín með tækni sem heitir IP multicast.

Multicast fer ekki gegnum routera ef ég man rétt, eða t.d. það að joina multicast group.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf depill » Fös 08. Des 2017 10:44

IP Multicast getur alveg farið í gegnum standard routera. Og GR gæti alveg sett ( eins og ég hef séð Mílu gera ) sjónvarp tagged að router og þá yrði routerinn með Sjónvarpið.

Hins vegar held ég að bara premisið af GR ljósleiðaranum er að hver þjónusta er sjálfstæði frá hvorri annari. Þú átt að geta vera með Síma frá Hringdu, Net frá Nova og Sjónvarp frá Vodafone og það á að vera auðvelt. Og fyrir GR að setja bara untagged port á ONTuna og hafa Voice port á ONTunni gerir það að verkum að það er auðvelt fyrir þá að stjórna þessu og gera notendaupplifunina auðveldari.

Annars myndi ISPinn eða notandinn að þurfa setja routerana sína upp með vlan á WAN portinu og untagged á LAN portunum sem setur hærri kröfur á routerana ( ekki allir styðja þetta ) og setur hærri tæknilega þekkingu á notendur líka. Mér finnst þetta fín strategy hjá GR og einmitt lætur það vera auðveldara að vera með eigin endabúnað.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhugaverð samræða við tæknimann Vodafone

Pósturaf Viktor » Fös 08. Des 2017 11:58

depill skrifaði:IP Multicast getur alveg farið í gegnum standard routera. Og GR gæti alveg sett ( eins og ég hef séð Mílu gera ) sjónvarp tagged að router og þá yrði routerinn með Sjónvarpið.

Hins vegar held ég að bara premisið af GR ljósleiðaranum er að hver þjónusta er sjálfstæði frá hvorri annari. Þú átt að geta vera með Síma frá Hringdu, Net frá Nova og Sjónvarp frá Vodafone og það á að vera auðvelt. Og fyrir GR að setja bara untagged port á ONTuna og hafa Voice port á ONTunni gerir það að verkum að það er auðvelt fyrir þá að stjórna þessu og gera notendaupplifunina auðveldari.

Annars myndi ISPinn eða notandinn að þurfa setja routerana sína upp með vlan á WAN portinu og untagged á LAN portunum sem setur hærri kröfur á routerana ( ekki allir styðja þetta ) og setur hærri tæknilega þekkingu á notendur líka. Mér finnst þetta fín strategy hjá GR og einmitt lætur það vera auðveldara að vera með eigin endabúnað.


[-o<


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB