Kiddi
Siggi og Mörður voru ekki að byrja í rekstri í gær.
Hvað feilaði? Það hafa engin ítarleg svör verið gefin. Ef ég horfi til baka á t.d. þegar að Gitlab straujaði "production" gagnagrunninn sinn þá lá það allt í mjög opnu ferli í Google Docs skjali og svo birtu þeir mjög ítarlegt "post mortem" sjá hérna: (
https://about.gitlab.com/2017/02/10/pos ... anuary-31/). Það sem var í Google Docs skjalinu var mjög ítarlegt og gaf til kynna hvað þeir voru að eiga við. Gegnsæið á þessari viku síðan að 1984 fór á hliðina hefur verið ekkert. Tilkynningar hafa verið stopular og ekkert að marka þær.
Tilvitnanir frá viðskiptavinum:
" For example, right now emails are not working. You MUST IMMEDIATELY tell us this might happen, WHY it might happen (or why it is happening) and what are you doing. Seven days into this colossal fuckup at least some of us we're now unable to update the partners and clients. So from bad to worse."
"Well keep working on the problem instead of writing statements. Just I need to renew in 45 days and I will need a long statement as to what happened and why it is taking so long to restore backups.
As well as assurances that you will have better offsite backups that are easier and faster to deploy in the future.
Really if your entire server hall burned to the ground it still shouldnt take this long to get a seconday system running for all sites...."
"And how, pray, you'll do that? By saying you will do better and yet provide NOT A SINGLE BIT OF NEW INFO??? Get freaking serious, you're killing people's livelihoods:
a) where is the COUNTER -- how many sites are being restored. This would give some assurance to those whose sites are not working
b) why is the Control Panel DOWN? Why are we unable to access it (for the purpose of changing DNS so a placeholder sites would be up) and what you are going to DO about it
c) where is the outline of the actions? Storage went down, backups are there and there. Team "A" is doing this, team "B" is doing that.
d) etc.
Damn, people, your behavior is as bad as your failure."
Vefir hafa komið og farið. Vefir sem ég sá í loftinu í gær frá þeim er horfnir í dag s.s. koma upp með villumeldingum.
Ég set spurningarmerki við þessa hjálp sem þeir fengu um liðna helgi frá vinum sínum Helga Hrafni (Helgi er víst verktaki samkvæmt heimildum hér neðar í þræðinum hjá 1984) og Smára. Eitt er að vinir manns hjálpi manni en undir eðlilegum kringumstæðum þyrftirðu að hafa NDA við starfsmann eða verktaka spurning hvernig þetta lítur út frá persónuverndarsjónarmiðum. Í það minnsta væri ég ekki ánægður með að þriðji aðili fengi að komast í gögnin mín án þess að réttir samningar liggi fyrir. Í það minnsta myndi ég ekki auglýsa svona vinnubrögð á samfélagsmiðlum.
Það hefði verið sterkur leikur hjá þeim að útbúa "exit" leið fyrir viðskiptavini og gefa þeim tök á því að sækja afritin sín og koma þeim upp hjá þriðja aðila án þess að þurfa að bíða í viku. Ef ég væri með rekstur væri ég langt í frá að vera kátur.
En ef við skoðum markaðinn hér á landi þá eru þeir einn af fáum aðilum sem hefur boðið upp á þjónustu sem hefur gegnsæi í verði. Veit ekki hvað það eru margir aðilar að bjóða hýsingu sem hægt er að skrá sig fyrir eingöngu í gegnum vefinn hér á landi og það er ótrúlega jákvætt. Ef þú þorir ekki að auglýsa verðin þín á netinu þá ertu of dýr það er klárt mál.
En vika án þess að vera 100% með allt í loftinu aftur er of langur tími. Ég held að þú gætir sagt að 4-6 tímar séu allt að því ásættanlegir. 1-2 dagar og þú horfir upp á eitthvað brottfall viðskiptavina. Allt umfram það og þú ættir að setja upp "Lokað" skilti og/eða að reyna að selja einhverjum stærri aðila reksturinn og bjarga andlitinu meðan þú getur.
kiddi skrifaði:Hizzman skrifaði:Hvað sem öllu öðru líður, á að vera til off-site, off-line afrit til að gera disaster recovery!
Mig grunar að það sé það kerfi sem er verið að notast við núna, margar af þessum síðum sem eru að poppa upp í gagnið núna eru að koma frá Þýskalandi hef ég heyrt - vefurinn er bara svo flókinn að það er ekki hægt að koma backup í loftið á núlleinni, það þarf að uppfæra allsskonar færslur hér og þar, sem er flókið þegar vefirnir eru þúsundir talsins.
Væntanlega hefur "local backuppið" verið of nátengt aðal kerfinu hjá þeim og því hrundi öll keðjan sem var hugsuð fyrir instant recovery, en cold-storage backup hefur komið til bjargar, sem hefur væntanlega verið hýst erlendis. Persónulega er ég með þónokkra vefi í hýsingu hjá 1984.is og afritin sem eru komin í gagnið eru mjög nýleg, ég hef engu glatað.
Fyrir mitt leiti hefur traust mitt og trú á 1984.is aldrei verið meira - þeir eru búnir að sanna sig í worst-case scenario og verða reynslunni ríkari. Ég veit ekki til þess að nokkur annar íslenskur hýsingaraðili hafi þurft að kljást við annað eins vesen?