Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf agnarkb » Fim 16. Nóv 2017 23:50

Nú er farin að vera þörf fyrir að bæta við bíl, dugar bara ekki að vera með einn gamlan bíl í fjölskyldu þar sem einn er að vinna á daginn og þrjú heima sem þurfa líka bíl til umráða. Hef verið að skoða langtímaleigu á nýjum eða nýlegum bíl þar sem að fyrir fast mánaðargjald (um kringum 70 000 kall) fær maður miðlungs stóran bíl (Opel Astra, Ford Focus oþh.) ásamt allri þjónustu (dekkjaskipti, viðgerðir) og lýst bara nokkuð vel á. En borgar svona leiga sig umfram að kaupa gamlan notaðan bíl?
2004 Subaru-inn sem við erum með er flottur en töluverður peningur hefur farið í viðgerðir vegna tildæmis tjóns vegna holóttra vega og fleira, peningur sem sparast með langtímaleigu.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Sidious » Fös 17. Nóv 2017 00:42

Ég var að versla bíl nú fyrir stuttu og get sagt þér að markaðurinn fyrir notaða bíla er að springa nú um stundir. Þú getur fengið fínan 2006-2009 bíl á góðu verði. Allir bílar sem mér leist ágætlega á gat ég fengið töluvert undir verðinu sem var sett á þá, það voru allir til í lækka sig um einhverja hundrað þúsund kalla.

Ég myndi allavega ekki tíma 70.000 á mánuði í leigu á bíl.




Höfundur
agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf agnarkb » Fös 17. Nóv 2017 01:19

Sidious skrifaði:Ég var að versla bíl nú fyrir stuttu og get sagt þér að markaðurinn fyrir notaða bíla er að springa nú um stundir. Þú getur fengið fínan 2006-2009 bíl á góðu verði. Allir bílar sem mér leist ágætlega á gat ég fengið töluvert undir verðinu sem var sett á þá, það voru allir til í lækka sig um einhverja hundrað þúsund kalla.

Ég myndi allavega ekki tíma 70.000 á mánuði í leigu á bíl.


Hef soldið skoðað notaða bíla yfir vikuna og ég er ekki að sjá eitthvað mikið úrval af svona 2006-2010 módelum undir milljón.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Sidious » Fös 17. Nóv 2017 01:29

Ég var svo sem að skoða minni bíla enn þú (Corsa, Fiesta, Yaris, Polo). Flestir bílar sem ég sá voru samt í kringum 500-600 þúsund. Þetta var fyrir sirka mánuði síðan, kannski hafa verðin farið upp síðan þá...




davidsb
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf davidsb » Fös 17. Nóv 2017 09:04

Ef bíll nr 2 ætti að vera innanbæjarsnattari fyrir þessi 3 og þú hefur aðstöðu til að hlaða þá myndi ég alltaf splæsa í rafmagnsbíl.
Töluvert lægri afborgun og minni viðhaldskostnaður sem fylgir plús engin bensínkostnaður.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 09:52

2,5 milljónir á þremur árum?

Þá myndi ég frekar fara í eitthvað svona: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Mv. þrjú ár:

Bíll: 1350 þ.
Tryggingar: 350 þ.
Viðhald: 300 þ.
Bifreiðagjöld: 100 þ.
Söluverð: ~750þ.

Samtals: 1350þ.

Getur gert ráð fyrir því að eyða allavega 1 mills aukalega í þessa leigu á þremur árum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf agnarkb » Fös 17. Nóv 2017 10:18

Sallarólegur skrifaði:2,5 milljónir á þremur árum?

Þá myndi ég frekar fara í eitthvað svona: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Mv. þrjú ár:

Bíll: 1350 þ.
Tryggingar: 350 þ.
Viðhald: 300 þ.
Bifreiðagjöld: 100 þ.
Söluverð: ~750þ.

Samtals: 1350þ.

Getur gert ráð fyrir því að eyða allavega 1 mills aukalega í þessa leigu á þremur árum.


Reyndar já en í leigunni fær maður samt nýrri bíl 15/16 módel versus 08/09/10 fyrir svipað verð á notaða markaðnum. Spurning hvort hægt sé að semja um kaup á bílnum eftir x mikin tíma?
Spurning samt hvort að lítið lán og nýlegur bíll myndi ekki borga sig líka.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 11:00

Ég myndi persónulega aldrei kaupa mér glænýjan bíl ef ég þyrfti að taka lán fyrir honum, bara staðgreitt. Frekar að taka lítið ekinn nýlegan bíl.

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=2


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf dori » Fös 17. Nóv 2017 11:01

300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl. Bara skoðanir og smurning mun líklegast kosta í kringum 100 þúsund. Líklegast þyrfti að fá nýjan dekkjagang einu sinni sem telur eitthvað og svo er alveg líklegt að það komi tími á eitthvað stærra viðhald (þessi sem er linkað í er reyndar keyrður ótrúlega lítið þannig að kannski er hann í frábæru standi).

Punkturinn stendur alveg en ef ég væri að gera viðskiptaáætlun myndi ég allavega bæta smá það.

En ég myndi líka skoða þægindin. Ef svona leigður bíll bilar þá ferðu bara og færð nýjan á meðan eitthvað er græjað er það ekki rétt hjá mér? Fer auðvitað eftir því hversu sveigjanlegri vinnu þú ert í en það að snattast alls konar til að láta laga hitt og þetta í bílnum getur kostað beinharða peninga í vinnutapi.

Svo hafa í huga að ef þú ferð sjálfur í nýlegan bíl og tekur lán þá þarftu að hafa hann í kaskó og þá er tryggingin dýrari yfir þennan 3ja ára tíma auk þess sem verðrýrnun er meiri.

Bara eitthvað til að hafa í huga. Þetta er svona dæmi þar sem þú þarft að vega og meta hvað er mikilvægt fyrir þig. Það kostar yfirleitt meira að fá svona þjónustu frekar en að eiga sjálfur en það getur alveg verið þess virði *fyrir þig*.




Tosmeister
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 22. Ágú 2016 07:28
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Tosmeister » Fös 17. Nóv 2017 11:01

Ég er með 5 manna fjölskyldu. Við erum með 1 fjölskyldubíl sem við eigum og svo erum við með einn lítinn "vinnubíl" sem aðilinn sem þarf að vera lengur í vinnunni er með. Litli bíllinn er í langtímaleigu. Við deilum honum 50/50 með annari fjölskyldu þannig við erum bara að borga 20 þús á mánuði fyrir hann og erum með hann alla daga sem er mikið álag.
Það er æði að losna við auka vinnuna sem fylgir því að finna og kaupa dekk, fara með drusluna á verkstæði og borga fyrir þetta allt saman.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 11:02

dori skrifaði:300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl.


Þú hefur greinilega aldrei átt Hondu.

dori skrifaði:Bara skoðanir og smurning mun líklegast kosta í kringum 100 þúsund.


Skoðanir kosta 10þ. og smurning 15þ.
Síðast breytt af Viktor á Fös 17. Nóv 2017 11:04, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf dori » Fös 17. Nóv 2017 11:03

Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl.


Þú hefur greinilega aldrei átt Hondu.
Ég hef vissulega aldrei átt Hondu. En þetta er samt hrikalega bjartsýnt.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Klemmi » Fös 17. Nóv 2017 11:04

Myndi alveg íhuga vetrarleigu, þ.e. leiga sem gildir fram til 1. júní.
Getur fengið nýlegar dollur (T.d. Chevrolet Spark) á 45þús kall á mánuði, auðvitað ekkert mjög spennandi bílar en duga alveg í innanbæjar snatt, og eyða litlu.

Þetta er auðvitað bara reikningsdæmi líkt og Sallarólegur setur upp, þó að þar vanti inn t.d. fjármögnunarkostnað (segjum hóflega áætlað 6% á ári, það er 60þús kall/ár/milljón), auk þess sem viðhald getur verið hærra og lægra en þessi 300þús yfir þetta tímabil. Fljótt að telja ef það þarf t.d. að skipta um hjólalegur, dempara, fara yfir bremsur o.s.frv. en þetta er alveg líklegt að muni þurfa á bílum frá 2008-2010 næstu 3 árin.
Bara reglubundið viðhald er smurning ca. 2x á ári (ca. 20-25þús), skoðun 1x á ári (10þús), dekk og þrif.

Það eru allar líkur á því að það yrði ódýrara fyrir þig að kaupa notaðan bíl og reka hann, en það er þó meiri áhætta fólgin í því. Þú ert að borga smá fyrir áhyggjuleysið, ef bíllinn bilar þá bara færðu annan. Ef þú lendir í tjóni þá jú borgarðu sjálfsábyrgðina, en þarft ekki að standa í tryggingunum sjálfur, fara með hann á verkstæði, vera bíllaus o.s.frv.

Ég myndi ekki ráðleggja fólki að hafa alla bíla heimilisins í rekstrarleigu, en sem auka bíll fyrir fjölskylduna, þá er það alveg álitlegur kostur.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 11:04

dori skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl.


Þú hefur greinilega aldrei átt Hondu.
Ég hef vissulega aldrei átt Hondu. En þetta er samt hrikalega bjartsýnt.


Nei.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Klemmi » Fös 17. Nóv 2017 11:12

Sallarólegur skrifaði:Nei.


Er tímareim eða tímakeðja í þessum Accord sem þú bentir á? :)




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Vaktari » Fös 17. Nóv 2017 11:13

Ég var að versla mér bíl núna í haust og var akkúrat búinn að vera að skoða eldri og notaða bíla.
Mikið keyrða og kannski sumir 5 ára gamlir á 2 millur hið minnsta.

Endaði á því að finna 2016 árgerð af kia ceed sw ssk dísel keyrðan 16 þús á 2.690

Þannig þetta fer eflaust bara allt eftir því hvað maður leitar af og hvað maður finnur á markaðnum.

En þetta er klárlega hausverkur að skoða bíla til kaups eða leigu mögulega.

Gangi þér vel :)


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 11:38

Klemmi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Nei.


Er tímareim eða tímakeðja í þessum Accord sem þú bentir á? :)


Tímakeðja á öllum 4 strokka svo best sem ég veit.

http://autoreplacementcosts.com/honda-a ... hain-list/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf hagur » Fös 17. Nóv 2017 12:41

Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl.


Þú hefur greinilega aldrei átt Hondu.

dori skrifaði:Bara skoðanir og smurning mun líklegast kosta í kringum 100 þúsund.


Skoðanir kosta 10þ. og smurning 15þ.


Ertu að tala um lögbundna ökutækjaskoðun? Ætlarðu með hann einu sinn í slíka skoðun á 3 árum? Þú þarft að fara með 10 ára gamlan bíl í skoðun á hverju ári. Það er c.a 30 þús kall. Smurning kostar 15-25þús kall í hvert skipti og þú ferð klárlega með bílinn oftar en einu sinni í smurningu á 3 ára tímabili.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Nóv 2017 12:50

hagur skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:300 þúsund kall í allt viðhald yfir 3 ár er frekar bjartsýnt með hátt í 10 ára gamlan bíl.


Þú hefur greinilega aldrei átt Hondu.

dori skrifaði:Bara skoðanir og smurning mun líklegast kosta í kringum 100 þúsund.


Skoðanir kosta 10þ. og smurning 15þ.


Ertu að tala um lögbundna ökutækjaskoðun? Ætlarðu með hann einu sinn í slíka skoðun á 3 árum? Þú þarft að fara með 10 ára gamlan bíl í skoðun á hverju ári. Það er c.a 30 þús kall. Smurning kostar 15-25þús kall í hvert skipti og þú ferð klárlega með bílinn oftar en einu sinni í smurningu á 3 ára tímabili.


Ég fer í smurningu einu sinni á ári og skoðun einu sinni á ári. Ef þú kaupir bílinn nýlega skoðaðann og nýlega smurðan og selur bílinn eftir um þrjú ár geturðu látið nýjan eiganda sjá um skoðun og smurningu í þriðja skiptið.

20þ. + 30þ. ≠ 100 þ.

Voðalega er fólk smámunasamt. Þetta var alls ekki aðalatriðið í þessum útreikningum mínum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf GuðjónR » Fös 17. Nóv 2017 13:18

Sallarólegur skrifaði:Ég fer í smurningu einu sinni á ári og skoðun einu sinni á ári.

Keyrirðu svona lítið?
Ég skipti um olíu 2x á ári.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf dori » Fös 17. Nóv 2017 13:57

Sallarólegur skrifaði:Ég fer í smurningu einu sinni á ári og skoðun einu sinni á ári. Ef þú kaupir bílinn nýlega skoðaðann og nýlega smurðan og selur bílinn eftir um þrjú ár geturðu látið nýjan eiganda sjá um skoðun og smurningu í þriðja skiptið.

20þ. + 30þ. ≠ 100 þ.

Voðalega er fólk smámunasamt. Þetta var alls ekki aðalatriðið í þessum útreikningum mínum.

Ég var bara að benda á að þetta er full bjartsýn áætlun þó svo að punkturinn með dæminu þínu væri vel gildur.

Mín viðmiðun er að þú smyrjir bílinn 2x á ári. Þú getur alveg vonað að þú fáir hann nýsmurðann og getir selt hann ósmurðan (dick move btw.) en þetta var einfaldlega ~12 þúsund * 6 + ~10 þúsund * 3 ~= 100 þúsund(auðvitað gætirðu líka fengið bílinn nýskoðaðan og selt hann óskoðaðan svo að upphæðin þar lækkar er það ekki?).

Svo kostar einn umgangur af dekkjum sem þú þarft líklegast að kaupa einhverntíma á þessum þrem árum sirka 50 þúsund kall, ekki satt? Svo er þetta 10 ára gamall bíll og eðlisfræði gildir fyrir Hondur alveg eins og Benz eða Lödur þannig að það kemur að því (mjög oft í kringum 10 árin) að alls konar slithlutir þurfi útskipti og það er bara voða fljótt að telja.

Þess vegna myndi ég segja að það sé slæmt að áætla 300 þúsund kall fyrir 3ja ára rekstur á 10 ára bíl. Ég myndi frekar gera ráð fyrir 450-500 þúsund og telja mig heppinn ef ég héldi mér fyrir neðan það. Nema þú ætlir að plata sjálfan þig og sleppa því að telja allt með (sem er samt innifalið í samanburðinum) eða getur gert mikið af þessu sjálfur (en ef þú getur/hefur áhuga á því, af hverju værirðu þá að spá í að fá þér bíl á langtímaleigu yfir höfuð?).



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf hagur » Fös 17. Nóv 2017 14:49

Hvort að svona langtímaleiga borgi sig eða ekki hlýtur að snúast fyrst og fremst um hversu mikils maður metur þægindin við þetta fyrirkomulag. Í beinhörðum peningum borgar þetta sig líklega ekki. Aðilinn sem á bílinn og er að leigja þér hann er klárlega ekki að þessu í einhverri góðgerðarstarfsemi, hann þarf sína framlegð. Á móti kemur að hann fær kannski betri díl á bílnum og e.t.v. lægri fjármögnunarkostnað en jón úti í bæ.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf Klemmi » Fös 17. Nóv 2017 15:11

hagur skrifaði:Hvort að svona langtímaleiga borgi sig eða ekki hlýtur að snúast fyrst og fremst um hversu mikils maður metur þægindin við þetta fyrirkomulag. Í beinhörðum peningum borgar þetta sig líklega ekki. Aðilinn sem á bílinn og er að leigja þér hann er klárlega ekki að þessu í einhverri góðgerðarstarfsemi, hann þarf sína framlegð. Á móti kemur að hann fær kannski betri díl á bílnum og e.t.v. lægri fjármögnunarkostnað en jón úti í bæ.


Hingað til hafa bílaleigur fengið afslátt af aðflutningsgjöldum á nýjum bílum, gefið að þeir seldu þá ekki innan einhverra x mánaða ef ég man rétt.

Þetta er þó að breytast um áramótin:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... ilaleigum/

En svo er það auðvitað ekki einungis innkaupakostnaðurinn sem er þeim hagstæðari, heldur allur rekstur. Margar bílaleigjur smyrja sína bíla sjálfar, þær fá auðvita einhvern pakkadíl frá tryggingunum, sama gildir um dekk o.s.frv. :)

Það stendur þó alveg punkturinn eftir, að það er örugglega í lang flestum tilfellum ódýrara að reka bílinn sjálfur, en eins og þú segir, þetta snýst um hvernig maður verðmetur þægindin sem maður fær á móti við að sleppa öllu þessu umstangi í kringum bílinn.
Gleymist kannski að taka fram, það er ekkert sjálfgefið að þú verðir snöggur að selja notaðan bíl eftir 2-3 ár. Eldri bílar hanga mjög lengi á sölum núna, nema þeir séu seldir mjög ódýrt.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf kiddi » Fös 17. Nóv 2017 15:14

Ég myndi taka skuldlausa druslu fram yfir allt, það hafa ansi margir verið bitnir af smáa letrinu af bílaleigum og kaupleigusamningum, því þegar þú skilar bílnum þá er ekki sjálfgefið að þú sleppir heill frá því.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langtímaleiga á bíl - borgar það sig?

Pósturaf audiophile » Fös 17. Nóv 2017 19:32

Ég hef alltaf átt skuldlausar druslur og hef sloppið vel út úr því þó svo að stundum langi manni í þægindi nýrra/nýlegra bifreiða. Það hjálpar þá að hugsa til þess að ég hef ekki hjarta í að eiga fallegan nýjan bíl sem ég veit að verður hurðaður á bílaplani matvöruverslunar.

Ég hef íhugað svona lántímaleigu en mér finnst þetta bara of mikill peningur. Ég held mig bara við gamla Subaru og Hondur :)


Have spacesuit. Will travel.