ZiRiuS skrifaði:Er Primera Air eina flugfélagið sem flýgur þessar ferðir? Eru þeir að undirbjóða hin svona svakalega mikið eða eru hin flugfélögin kannski ekkert í þessum pakkaferðum?
Þetta eru almennt leiguflug, og já, ætli Primera Air séu ekki lang ódýrastir í þeim.
Hins vegar er VITA t.d. dótturfyrirtæki IcelandAir og mikið af ferðunum þeirra fara með flugi hjá IcelandAir
Að sama skapi eru Gamanferðir, sem vonandi koma fljótlega inn á Ferðaleit, m.a. í eigu WOW Air, og allar ferðirnar þeirra með flugi hjá WOW.
ZiRiuS skrifaði:Ef ég skrifa "hjólastólaaðgengi" eða "aðgengi" eða eitthvað þannig í herbergi flipann fæ ég ekkert upp. Eru engar þannig upplýsingar frá ferðaskrifstofunum?
Fékk svar frá tengilið hjá einni ferðaskrifstofunni varðandi þetta.
Hann segir að best sé að hafa samband við ferðaráðgjafa hjá ferðaskrifstofum til að finna ferðir/hótel sem hentar fólki sem er í hjólastól.
Ástæðan sé að það sé ekki hægt að treysta 100% því að þó svo hótel segist vera með hjólastólaaðgengi að það sé ásættanlegt, basicly að hótelið sé ekki endilega að segja algjörlega satt og rétt frá.
Þessi spurning vakti þá þó til tilhugsunar um að þetta væri líklega ekki nægilega vel gert hjá þeim sjálfum, og ætlaði hann að skoða hvort það væri ekki ráðlegt að kanna hótelin á hverjum áfangastað fyrir sig og merkja 2-3 hótel sem eru með besta hjólastólaaðgengið á hverjum stað sérstaklega
Þannig að því miður get ég eins og staðan er núna ekki boðið upp á neina sérstaka leit eftir þessu á Ferðaleit, einfaldlega því gögnin eru ekki til staðar