Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Allt utan efnis

Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf Hizzman » Lau 21. Okt 2017 11:35

Einstaklingur er með sveinspróf í rafvirkjun en er að vinna í öðru. Hvað má hann gera sem rafvirki? Má hann td setja upp ljós í heimahúsi og rukka fyrir það, auðvitað uppgefið (ekki verið að tala um skattsvik hér).

Þarf etv bakkupp frá meistara eða vera með rekstur sem skráður sem rafverktaki?




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf Risadvergur » Lau 21. Okt 2017 12:06

Meginreglan er sú skv. 8. gr. laganna að iðngreinar skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara í skilningi 10. gr. laganna en sveinar sbr. 3. mgr. 12. gr. mega þó starfa sjálfstætt sem einyrkjar, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 1964/59. Er alveg skýrt að sveinar mega ekki hafa aðra sveina eða ófaglærða í vinnu hjá sér við iðnina, sbr. dóm Héraðsdóms Austurlands frá 24. júlí árið 2000. Reglan er því skýr um að meistarar í iðngreinum einir mega reka starfsemi sem inniheldur fleiri en einn starfsmann sem starfa við iðnina. Sveinar mega þó vera einyrkjar.


http://www.rafis.is/orlofshus/57-loegfr ... enaearloeg



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf GuðjónR » Lau 21. Okt 2017 16:06

Risadvergur skrifaði:
Meginreglan er sú skv. 8. gr. laganna að iðngreinar skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara í skilningi 10. gr. laganna en sveinar sbr. 3. mgr. 12. gr. mega þó starfa sjálfstætt sem einyrkjar, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 1964/59. Er alveg skýrt að sveinar mega ekki hafa aðra sveina eða ófaglærða í vinnu hjá sér við iðnina, sbr. dóm Héraðsdóms Austurlands frá 24. júlí árið 2000. Reglan er því skýr um að meistarar í iðngreinum einir mega reka starfsemi sem inniheldur fleiri en einn starfsmann sem starfa við iðnina. Sveinar mega þó vera einyrkjar.


http://www.rafis.is/orlofshus/57-loegfr ... enaearloeg


Að því sögðu þá getur hver sem er stofnað *.ehf og verið í vinnu hjá því ásamt fleiri aðilum, meistararéttini eða ekki.
Þá er sveinninn tæknilega séð ekki með aðra í vinnu heldur launamaður hjá eigin félagi ásamt öðrum.




Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf Hizzman » Lau 21. Okt 2017 17:51

hmm. þá geta 2 sveinar væntalega ekki verið saman með ehf sem selur rafvirkjaþjónustu?

Eru einhver takmörk á umfangi þess sem sveinn/einyrki má taka að sér?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf GuðjónR » Lau 21. Okt 2017 18:12

Hizzman skrifaði:hmm. þá geta 2 sveinar væntalega ekki verið saman með ehf sem selur rafvirkjaþjónustu?

Eru einhver takmörk á umfangi þess sem sveinn/einyrki má taka að sér?

Þeir geta það, hver ætti annars að stoppa þá? Sýslumaðurinn? neinei hann er upptekinn í þöggunarmálum.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf Dúlli » Lau 21. Okt 2017 21:59

Risadvergur skrifaði:
Meginreglan er sú skv. 8. gr. laganna að iðngreinar skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara í skilningi 10. gr. laganna en sveinar sbr. 3. mgr. 12. gr. mega þó starfa sjálfstætt sem einyrkjar, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 1964/59. Er alveg skýrt að sveinar mega ekki hafa aðra sveina eða ófaglærða í vinnu hjá sér við iðnina, sbr. dóm Héraðsdóms Austurlands frá 24. júlí árið 2000. Reglan er því skýr um að meistarar í iðngreinum einir mega reka starfsemi sem inniheldur fleiri en einn starfsmann sem starfa við iðnina. Sveinar mega þó vera einyrkjar.


http://www.rafis.is/orlofshus/57-loegfr ... enaearloeg


Og ef þú skoðar þetta en betur.

Iðnaðarlög skrifaði: 8. gr. [Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og
löggiltar hafa verið í reglugerð1) [ráðherra],2) skulu ávallt
reknar undir forstöðu meistara
. Um löggildingu skal hafa
samráð við [þann ráðherra er fer með fræðslumál]2) og landssamtök
meistara og sveina.]3)
Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af
hendi leyst.

 Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar,
sveinar og nemendur í iðngreininni. Heimilt er sérfélögum,
sveina- og meistarafélagi í sömu iðn að gera sín á milli
samning um það, að ráða megi ólært verkafólk til iðnaðarstarfa
undir stjórn lærðs iðnaðarmanns um ákveðinn stuttan
tíma í senn, þegar sérstaklega stendur á og brýn þörf er á
auknum vinnukrafti í iðninni. Einnig getur hver og einn unnið
iðnaðarstörf fyrir sjálfan sig og heimili sitt, enn fremur
fyrir opinbera stofnun eða fyrirtæki, sem hann vinnur hjá, ef
um minni háttar viðhald á eignum þessara aðila er að ræða.
 Í sveitum, kauptúnum og þorpum með færri en 100 íbúa
mega óiðnlærðir menn vinna að iðnaðarstörfum.



Er sjálfur búin að standa í þessu og er í meistaranámi og er akkurat að læra um þessa hluti.

Mátt alveg vera sjálfstæður atvinnurekandi og með fyrirtæki en mátt aldrei rukka sem "Rafvirki" án þess að vera löggiltur eða með meistara sem sendir reikning fyrir þig og þú á hann.

Þannig í stuttum orðum er þetta bannað og það eru til fleiri staðir þar sem hægt að vitna í en þetta eru grunlög iðnaðar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf jonsig » Lau 21. Okt 2017 23:14

Held að dúlli sé með þetta. Ég var sjálfur fljótur aftur í skóla eftir að fatta þetta :)




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Sveinspróf í rafvirkjun, hvað má?

Pósturaf Tbot » Sun 22. Okt 2017 00:03

Dúlli skrifaði:
Risadvergur skrifaði:
Meginreglan er sú skv. 8. gr. laganna að iðngreinar skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara í skilningi 10. gr. laganna en sveinar sbr. 3. mgr. 12. gr. mega þó starfa sjálfstætt sem einyrkjar, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 1964/59. Er alveg skýrt að sveinar mega ekki hafa aðra sveina eða ófaglærða í vinnu hjá sér við iðnina, sbr. dóm Héraðsdóms Austurlands frá 24. júlí árið 2000. Reglan er því skýr um að meistarar í iðngreinum einir mega reka starfsemi sem inniheldur fleiri en einn starfsmann sem starfa við iðnina. Sveinar mega þó vera einyrkjar.


http://www.rafis.is/orlofshus/57-loegfr ... enaearloeg


Og ef þú skoðar þetta en betur.

Iðnaðarlög skrifaði: 8. gr. [Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og
löggiltar hafa verið í reglugerð1) [ráðherra],2) skulu ávallt
reknar undir forstöðu meistara
. Um löggildingu skal hafa
samráð við [þann ráðherra er fer með fræðslumál]2) og landssamtök
meistara og sveina.]3)
Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af
hendi leyst.

 Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar,
sveinar og nemendur í iðngreininni. Heimilt er sérfélögum,
sveina- og meistarafélagi í sömu iðn að gera sín á milli
samning um það, að ráða megi ólært verkafólk til iðnaðarstarfa
undir stjórn lærðs iðnaðarmanns um ákveðinn stuttan
tíma í senn, þegar sérstaklega stendur á og brýn þörf er á
auknum vinnukrafti í iðninni. Einnig getur hver og einn unnið
iðnaðarstörf fyrir sjálfan sig og heimili sitt, enn fremur
fyrir opinbera stofnun eða fyrirtæki, sem hann vinnur hjá, ef
um minni háttar viðhald á eignum þessara aðila er að ræða.
 Í sveitum, kauptúnum og þorpum með færri en 100 íbúa
mega óiðnlærðir menn vinna að iðnaðarstörfum.



Er sjálfur búin að standa í þessu og er í meistaranámi og er akkurat að læra um þessa hluti.

Mátt alveg vera sjálfstæður atvinnurekandi og með fyrirtæki en mátt aldrei rukka sem "Rafvirki" án þess að vera löggiltur eða með meistara sem sendir reikning fyrir þig og þú á hann.

Þannig í stuttum orðum er þetta bannað og það eru til fleiri staðir þar sem hægt að vitna í en þetta eru grunlög iðnaðar.


Þarna er ákveðinn greinarmunur.
Miðað við dóm hæstaréttar þá má viðkomandi vinna sem sveinn (einyrki) og gefa út reikninga fyrir sína vinnu sem slíkur.
Þó eru ákveðnar takmarkanir sem sveinn má gera í rafmagni og einnig líka á meistara.
Því þarna er hæsta stigið löggildingin og skiptist hún í nokkra flokka.
Einnig getur einungis einn aðili verið með löggildingu hjá viðkomandi aðila/fyrirtæki.