Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fim 19. Okt 2017 00:38

Bíllinn minn, Toyota Yaris (árgerð 2000), var úrskurður "látinn" eða sem sagt mér var sagt að það kostaði meira en virði bílsins að komast að því hvað nákvæmlega væri að honum en besta ágiskun væri vélin. Hún sem sagt hikstar við innspýtingu og nötrar öll. Smá vonbrigði þar sem hann er aðeins keyrður 216 þúsund en tek það fram að það er leiðinleg keyrsla, þ.e. yfirleitt bara stuttar vegalengdir til og frá vinnu.

Þannig að nú vantar mig bíl en þar sem ég er orðin vanur að vera með bíl skuldlausan þá vil ég helst lítið breyta því nema þá í örfáa mánuði. :) Þannig að ég er að skoða markaðinn og finnst reyndar verð á notuðum bílum eiginlega of hátt. En er kannski hægt að detta niður á góða díla í 7-10 ára bílum.
Tek það samt fram að ég veit mjög lítið um bíla þannig að mig vantar góð ráð. :)

Ég mun auðvitað láta ástandsskoða/söluskoða viðkomandi bíl (hver er bestur í því?) ef einhver heillar mig upp úr skónum áður en ég skrifa undir nokkuð. :)

Öll ráð eru vel þegin.

Ps. er hundamaður þannig að bíll með gott skottpláss er stór plús. :) Helst sjálfskiptur og 4x4 myndi ekki skaða. :)




birkirsnaer
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Mán 27. Jan 2014 15:04
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf birkirsnaer » Fim 19. Okt 2017 16:22

Ég tek það fram að ég er eins og þú, enginn svaka bílakall. Ég hef meiri áhuga að þeir virki og séu áreiðanlegir frekar en að hafa hitt og þetta. Ég vill líka eiga mína bíla skuldlaust. Ég keypti Toyota Rav4 2006 módel um daginn eftir að hafa átt Toyota Avensis 1998 módel í 10 ár. Avensis-inn keypti ég árið 2007, 9 ára gamlan og Ravinn 11 ára gamlan.

Mín sýn er sú að kaupa tiltölulega algengan bíl til að hafa meiri möguleika á að finna varahluti á partasölum og þurfa ekki að versla endilega við umboð. Eftir 9-11 ár er bíllinn búinn að missa stærstan part af upphaflega verðinu en á samt að eiga mörg ár eftir á veginum. Ég hafði svo góða reynslu af Avensis-inum að ég keypti aðra Toyota og vonandi endist hann jafn vel.

Ég hef heyrt að Arctic Trucks séu mjög öflugir í þessum söluskoðunum en sel það ekki dýrara en ég kaupi það.

Bottom line: Ég held að það geti verið mikið vit í að kaupa gott eintak af 9-11 ára gömlum bíl. Þeir bílakallar sem ég þekki tala um að japanskt sé málið þegar kemur að eldri bílum og því myndi ég skoða þá fyrst og fremst.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf KristinnK » Fim 19. Okt 2017 16:31

Ég tek undir það sem er sagt hér að ofan. Það er ekkert vitlaust að kaupa ódýran ~10 ára bíl, en það verður að vera algengur bíll og bíll sem hefur gefið góða reynslu í endingu. Toyota Corolla er líklega besta dæmið. Þú getur keypt þannig bíl fyrir ~600-700 þúsund, og átt hann og notað án mikils viðgerðarkostnaðar í 5 til 10 ár, og svo endurtekið leikinn. En það mikilvægasta er að bíllinn sé ekki of mikið keyrður. Ég myndi ekki mæla með að kaupa bíl keyrðan meir en ~140 þúsund kílómetra.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf kiddi » Fim 19. Okt 2017 16:35

Það vantaði aukabíl á heimilið mitt og þar sem mig hefur alltaf langað að eiga jeppa þá splæsti ég í 18 ára gamlan MMC Pajero 33" breyttan, dísel sjálfskiptan, á 450þ. fyrir tæpum 2 árum síðan, ekinn 247þ. þegar ég keypti hann og er kominn í 257þ. núna. Ég sagði við sjálfan mig að ef bíllinn entist í heilt ár þá yrði ég sáttur og allt umfram það yrði bara bónus, nú er ég að detta í 2 árin og ég sé ekki fyrir mér að hann sé að fara að drepast á næstunni, svínvirkar alveg. Þegar bíllinn drepst mun ég kaupa aðra druslu á ~500þ og endurtaka leikinn.

Mér finnst nógu slæmt að þurfa að borga síhækkandi húsnæðislán. Vil helst ekki skulda í bíl því þá er maður líka tilneyddur til að borga ráááándýra kaskótryggingu.

Skuldlausar druslur FTW!
Síðast breytt af kiddi á Fim 19. Okt 2017 16:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Sydney » Fim 19. Okt 2017 16:37

Tek undir með honum Birki, keypti mér sjálfur 2006 Honda Accord á árinu sem var keyrður 150k og er í mjög góðu ástandi. Staðgreiddi kvikindið einnig. Það virðist einfaldlega vera best bang for the buck að skoða í kringum 10 ára aldur. Um leið og árgerðin fór að nálgast 2010 fóru verðin mjög ört hækkandi.

Get alveg mælt með 10 ára gamalt japanskt sem hefur verið haldið við vel.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf nonesenze » Fim 19. Okt 2017 17:22

ég myndi nú aðeins skoða hvað er að bílnum betur en að láta einhvern segja að hann sé látinn, getur verið eitthvað einfalt eins og háspennukefli og það þarf ekki mikið bíla vit til að athuga ýmislegt


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Televisionary » Fim 19. Okt 2017 19:20

Þegar ég var að leita að bíl vorið 2014 þá vildi ég alls ekki skulda neitt í honum. Leitaði lengi að því sem að gæti virkað fyrir 5 manna fjölskyldu þegar þarf að komast í sumarbústaðinn að vetrarlagi.

Úr varð að ég keypti Toyota Land Cruiser 90 á 35" dekkjum. Það kostaði innan við 100 þúsund í viðgerðakostnað að eiga hann í 3 ár. Hann kostaði 650 þúsund staðgreitt og var keyrður 360 þúsund þegar við fengum hann, þegar við seldum hann í vor fyrir 250 þúsund þá vorum við búin að keyra hann rétt um 400 þúsund. Þetta var bíll sem hafði verið í uppítökubíll hjá Toyota. Það fór í honum alternator, ég lét skipta um tímareim í honum annað var það ekki nema að smyrja gripinn reglulega.

Þessi kaup voru með því betra sem við höfum gert held ég. Mitt plan var að hann ætti að duga í heilt ár hann dugði í þrjú ár án vandræða.

Í fyrrahaust var keyptur Yaris 2004 sem aukabíll á heimilið og hann kostaði einhver 350 þúsund og það hefur ekkert þurft að gera nema að fara með hann í olíuskipti og á bensínstöðina að fylla, hann flaug í gegn í skoðun í sumar.

kiddi skrifaði:Það vantaði aukabíl á heimilið mitt og þar sem mig hefur alltaf langað að eiga jeppa þá splæsti ég í 18 ára gamlan MMC Pajero 33" breyttan, dísel sjálfskiptan, á 450þ. fyrir tæpum 2 árum síðan, ekinn 247þ. þegar ég keypti hann og er kominn í 257þ. núna. Ég sagði við sjálfan mig að ef bíllinn entist í heilt ár þá yrði ég sáttur og allt umfram það yrði bara bónus, nú er ég að detta í 2 árin og ég sé ekki fyrir mér að hann sé að fara að drepast á næstunni, svínvirkar alveg. Þegar bíllinn drepst mun ég kaupa aðra druslu á ~500þ og endurtaka leikinn.

Mér finnst nógu slæmt að þurfa að borga síhækkandi húsnæðislán. Vil helst ekki skulda í bíl því þá er maður líka tilneyddur til að borga ráááándýra kaskótryggingu.

Skuldlausar druslur FTW!


Skuldlausir bílar eru alveg málið.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fim 19. Okt 2017 19:39

nonesenze skrifaði:ég myndi nú aðeins skoða hvað er að bílnum betur en að láta einhvern segja að hann sé látinn, getur verið eitthvað einfalt eins og háspennukefli og það þarf ekki mikið bíla vit til að athuga ýmislegt
Hann var tékkaður af Toyota umboðinu. Það var skipt um kerti, prófuð önnur háspennukefli, rafkerfi yfirfarið, gert við jarðsamband, vél þjöppumæld (þjappa í lagi), loftflæðimælir hreinsaður og prufaður - líka prófað með öðrum loftflæðimæli. Þeir segja að bilun bendi á vélartölvu en þeir áttu ekki aðra notaða til að prófa hvort það væri raunin.
Mér var sagt að það væri orðið of dýrt (miðað við verðmæti bílsins) að kanna málið meira.

Eins og ég segi ég kann voða lítið á bíla annað en að keyra þeim. :)




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fim 19. Okt 2017 19:41

Sydney skrifaði:Tek undir með honum Birki, keypti mér sjálfur 2006 Honda Accord á árinu sem var keyrður 150k og er í mjög góðu ástandi. Staðgreiddi kvikindið einnig. Það virðist einfaldlega vera best bang for the buck að skoða í kringum 10 ára aldur. Um leið og árgerðin fór að nálgast 2010 fóru verðin mjög ört hækkandi.

Get alveg mælt með 10 ára gamalt japanskt sem hefur verið haldið við vel.


Já mér finnst einmitt verðlagið á yngri bílum en svona 7-8 ára of hátt, farið að meika meira sens sýnist mér með 9-10+ ára.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fim 19. Okt 2017 19:44

Televisionary skrifaði:
Skuldlausir bílar eru alveg málið.


Ég er eiginlega sammála því. :) Get samt ekki neitað að manni langar í glænýtt en svo kippist maður á jörðina þegar maður sér mánaðarlegu afborgunina á þeim bílum sem manni langar helst og myndu nýtast mér best með minn hund og hunda í framtíðinni.

Ég er búin að eiga minn Yaris í 14 ár af þeim 17 árum sem hann hefur verið í gangi, þannig að ég keyri mína bíla alveg niður í torfu haha.. :D




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Vaktari » Fim 19. Okt 2017 21:11

falcon1 skrifaði:
Televisionary skrifaði:
Skuldlausir bílar eru alveg málið.


Ég er eiginlega sammála því. :) Get samt ekki neitað að manni langar í glænýtt en svo kippist maður á jörðina þegar maður sér mánaðarlegu afborgunina á þeim bílum sem manni langar helst og myndu nýtast mér best með minn hund og hunda í framtíðinni.

Ég er búin að eiga minn Yaris í 14 ár af þeim 17 árum sem hann hefur verið í gangi, þannig að ég keyri mína bíla alveg niður í torfu haha.. :D




Ég neyddist núna nýlega að kaupa mér 2016 árgerð af kia ceed dísel ekinn 16 þús km á lánum og planið er að borga það bara eins hratt niður og hægt er.
Var með gamlan bíl í (láni) og var að skoða bíla station í staðinn sem voru X mikið keyrðir en bara alltof dýrir að ég tímdi ekki að borga fyrir þá.
Hef átt i gegnum tíðina bara gamla bíla og oftar en ekki þeir með þvílíkt vesen. En ég get vel skilið að maður getur klárlega fundið sér gamlan bíl sem er vel með farinn en notaðir gamlir bílar eru bara orðnir helvíti dýrir nú til dags.

En auðvitað bara spurning hvað maður hefur efni á og er tilbúinn til að borga.
Þetta eru miklar pælingar


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf nidur » Fim 19. Okt 2017 21:22

Þegar það byrjar að kólna og frosna úti, langar mig alltaf að kaupa mér hybrid, sem getur verið tilbúinn heitur að morgni, keyrt á rafmagni og stjórnað úr síma. Golf GTE líklegastur í svoleiðis.

En það kostar 500 þús aukalega á ári að vera á svoleiðis frekar en 11 ára gömlum Huyndai.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf IL2 » Fim 19. Okt 2017 22:54

Athugaðu með tölvu hja Jamil í Mosfellssveit. Bílapartar.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf DaRKSTaR » Fös 20. Okt 2017 00:55

subaru legacy.. bila ekki mikið og hafa pláss fyrir hundinn og eru 4 hjóladrifnir og já allir sjálfskiptir


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf audiophile » Fös 20. Okt 2017 07:56

Ég hef alltaf verið á skuldlausum eldri bílum og finnst það bara fínt. Ég get sinnt minniháttar viðhaldi sjálfur og ef eitthvað stórt klikkar eru viðgerðir oft ekki dýrar enda auðvelt að nálgast parta í Vöku eða partasölum. Hef þá helst haldið mig við Subaru enda ótrúlega sterkir bílar fyrir ískenskar aðstæður.

Þegar klukkutími á viðurkenndu verkstæði kostar hátt í 20.000kr í dag og er oft eini staðurinn sem getur gert við nýrri bíla, þá er alveg samviskulaust hægt að henda smá pening í að halda gömlum druslum gangandi og nota peninginn í eitthvað skemmtilegra.


Have spacesuit. Will travel.


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Hizzman » Fös 20. Okt 2017 13:22

falcon1 skrifaði:
nonesenze skrifaði:ég myndi nú aðeins skoða hvað er að bílnum betur en að láta einhvern segja að hann sé látinn, getur verið eitthvað einfalt eins og háspennukefli og það þarf ekki mikið bíla vit til að athuga ýmislegt
Hann var tékkaður af Toyota umboðinu. Það var skipt um kerti, prófuð önnur háspennukefli, rafkerfi yfirfarið, gert við jarðsamband, vél þjöppumæld (þjappa í lagi), loftflæðimælir hreinsaður og prufaður - líka prófað með öðrum loftflæðimæli. Þeir segja að bilun bendi á vélartölvu en þeir áttu ekki aðra notaða til að prófa hvort það væri raunin.
Mér var sagt að það væri orðið of dýrt (miðað við verðmæti bílsins) að kanna málið meira.

Eins og ég segi ég kann voða lítið á bíla annað en að keyra þeim. :)


en loftsía?
pínu ólíklegt að tölvan bili á þennan máta.

myndi ekki kaupa skoðunnarlaust að bíllinn sé ónýtur, gáðu hvort CarMed vill kíkja á hann, þeir eru soldið flínkir í eldri bílum..




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf agnarkb » Fös 20. Okt 2017 13:33

Er á 14 ára gömlum Subaru Legacy. Keypti í fyrra var á eldra módeli áður. Dýrasta viðgerð var um daginn, 65000 fyrir kút og púst. Kannski dýrt en samt ekki. Einu viðgerðir sem ég hef þurft að fara út í með hann eru í raun bara útaf sliti í vegum, pústið bara hristist í sundur í öllum þessum holum.
Hann er með beyglur og rispur en virkar fínt, klikkar ekki í snjó


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf urban » Fös 20. Okt 2017 14:32

Hizzman skrifaði:en loftsía?
pínu ólíklegt að tölvan bili á þennan máta.

myndi ekki kaupa skoðunnarlaust að bíllinn sé ónýtur, gáðu hvort CarMed vill kíkja á hann, þeir eru soldið flínkir í eldri bílum..


Toyota umboðið er líka alveg þokkalega flinkir í eldri toyotum....


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fös 20. Okt 2017 15:44

Hizzman skrifaði:en loftsía?
pínu ólíklegt að tölvan bili á þennan máta.

myndi ekki kaupa skoðunnarlaust að bíllinn sé ónýtur, gáðu hvort CarMed vill kíkja á hann, þeir eru soldið flínkir í eldri bílum..


Er að spá í að keyra hann smá og láta taka upp myndband hvernig hann hegðar sér og pósta á bílaspjallborð. Veit ekkert hvort að það skili sér en ég svo sem tapa engu á því. :)

Finnst samt ólíklegt að Toyota viti ekki hvað þeir að segja. ;) :D




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Klemmi » Fös 20. Okt 2017 16:29

urban skrifaði:Toyota umboðið er líka alveg þokkalega flinkir í eldri toyotum....


Það þýðir samt ekki að menn geti ekki gert mistök eða geti verið fljótfærir :)

Hef að mestu leyti góða hluti að segja um Toyota umboðið, en ég lenti í því með 2003 árgerð af Corollu að annað framljósið var alltaf að detta út.
Það var ýmislegt gert. Skipt um perustæði, það lóðað upp á nýtt, vandamálið hélt áfram, "rafkerfi bílsins mælt", og eitt skiptið var mér sagt að peran sem ég væri með virkaði ekki með bílnum, þeir hefðu skipt henni út og allt væri í fína.

Vandamálið hélt áfram stuttu seinna.

Að lokum kom í ljós að það hafði bara ekki verið vandað nægilega til verka þegar skipt var um perustæði, né þegar það var endurlóðað, og þegar þeir skiptu um peru þá hafði náðst tímabundið samband sem svo datt út. Loksins var þetta gert almennilega, en það var samt búið að kosta mig nokkrar ferðir á verkstæðið til þeirra, mikinn tíma og vesen.
Allt gott og blessað, en það að þeir segðu að peran sem ég væri með virkaði ekki með bílnum, bara vegna þess að þegar þeir skiptu henni út að þá logaði ljósið (hafði áður logað með hinni perunni), lét mig missa ákveðið álit á fagmennskunni.

Þannig það getur vel verið að aksturstölvan sé farinn í bílnum, en það að verkstæði umboðsins segi það myndi ég ekki endilega taka sem heilögum sannleik :)




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Fös 20. Okt 2017 17:28

Ok, ég ætla að sjá hvort ég geti fengið annað álit mjög ódýrt. :)




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Hizzman » Fös 20. Okt 2017 18:39

Toyotaumboðið er alveg fínt. Þetta er alltaf samt soldið hit or miss, fer eftir á hverjum þú lendir og öðru. Taktu endilega video og póstaðu. Einhverjir eru svo örugglega til í að gúgla þegar vandamálið er orðið skýrt. Láttu inn vélarteg og árgerð.

http://www.yarisworld.com/forums/showthread.php?t=44761

hér er eitt sem kom þegar ég gúglaði 'yaris stalling and shaking' - eitthvað er verið að tala um loftinntak



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf pattzi » Lau 21. Okt 2017 04:40

Já ég á 11 ára gamlann skoda og búinn að keyra hann um 30.000 km síðan í mars og ekki eytt krónu í hann nema bensín

svo á ég 25 ára gamla corollu sem er að detta í 400.000 km og hún klikkar ekki aldrei vesen




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf falcon1 » Lau 21. Okt 2017 16:05

Jæja, ég gefst upp á gamla. :D Ætlaði að keyra lítin hring til að taka upp myndband en þá var gamli bara rafmagnslaus haha... :D

Prufukeyrslur byrja ekki vel, prófaði einn Toyota Rav4 2006 módel... fyrsta sem heyrðist var svaka hljóð í bremsum, kannast við það frá mínum gamla þegar hann fékk að standa aðeins, svo var hann stífur í stýri og eitthvað aukahljóð þegar maður beygði alveg í aðra áttina. :D Leit samt svakavel út bæði utanfrá og innan.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í því að kaupa 10+ ára bíl?

Pósturaf Danni V8 » Sun 22. Okt 2017 01:29

Ég á 16 ára gamlan bíl ekinn meira en 300þúsund og er búinn að eyða svona 40 klukkutímum í eigin vinnu og kaupa heilan partabíl til að halda þessu dóti gangandi.

BMW FTW


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x