Í gær ætlaði ég að fara á nýju 'It' myndina í bíó með nokkrum vinum og við afgreiðsluborðið vorum við beðin um skilríki.
Hingað til hef ég alltaf haldið það að aldurtakmörkin í bíóum á Íslandi væru frekar 'guidance' ef eitthvað og hef aldrei lent í þessu áður.
Hafiði einhverntímann þurft að nota skilríki til að fara á myndir eða er það bara eitthvað nýtt hjá Kringlunni?
Skilríki í Kringlubíó
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 129
- Skráði sig: Fös 01. Júl 2016 23:55
- Reputation: 15
- Staðsetning: 107 Rvk
- Staða: Ótengdur
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Skilríki í Kringlubíó
Hef aldrei lent í þessu sjálfur, eða með vini mínum.
Gæti vert eitthvað nýtt bara?
Gæti vert eitthvað nýtt bara?
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 936
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Tengdur
Re: Skilríki í Kringlubíó
Ekkert nýtt, bara misvel fylgt eftir þessum reglum.
Mátt ekki fara á bannaðar myndir nema í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.
Mátt ekki fara á bannaðar myndir nema í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skilríki í Kringlubíó
http://www.sambio.is/Reglur
Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum
2006 nr. 62 13. júní
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006062.html
Starfsmenn kvikmyndahúsa hafa rétt á eftirfarandi:
Að óska eftir skilríkjum þess sem kaupir bíómiðann ef myndin er bönnuð börnum innan ákveðins aldurs eða til þess að staðfesta aldur ef um afslátt er að ræða.
Að neita að selja miða ef viðkomandi er undir þeim aldursmörkum sem myndin leyfir, sbr. það sem lög segja til um.
Að selja þeim ekki miða sem eru augljóslega ölvaðir, í vímu eða líklegir til að valda ónæði.
Að selja þeim ekki miða sem eru ekki nægilega vel klæddir eða ákaflega óþrifalegir og geta með því skemmt upplifun annarra gesta.
Að vísa þeim á dyr sem hafa truflað sýningar eða brotið reglur kvikmyndahússins án þess að endurgreiða þeim miðann. Við alvarlegustu aðstæður verður málum vísað til lögreglu.
Ef einhver reynir að svindla á starfsmönnum kvikmyndahússins má ógilda miðann og vísa viðkomandi úr húsinu.
Að neita að selja þeim miða sem hafa áður brotið reglur kvikmyndahússins eða reynt að svindla á starfsfólki þess á einhvern hátt.
Að leyfa hreyfihömluðu fólki í hjólastól að fylgjast með sýningum án þess að borga ef viðkomandi situr í hjólastólnum á ákveðnum stað í salnum. Sá sem fylgir viðkomandi verður að kaupa miða.
Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum
2006 nr. 62 13. júní
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006062.html
2. gr. Aldursmörk og matsskylda.
Bannað er að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og -tölvuleiki, sem og kvikmyndir eða tölvuleiki sem ógna velferð þeirra. Bönnuð er sýning, sala og önnur dreifing á slíku efni til barna sem hafa ekki náð lögræðisaldri.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Skilríki í Kringlubíó
Eina skiptið sem ég hef nokkurn tímann séð starfsmann kvikmyndahúss biðja um skilríki var í Kringlubíó. Fyrir svona 15 árum þegar við ætluðum að taka litla bróður vinar míns með á hryllingsmynd
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skilríki í Kringlubíó
Man þegar South Park myndin var frumsýnd í bíó og það varð nánast riot fyrir utan bíóið í Keflavík þegar þeir hleyptu ekki inn öllum krökkunum :p
Eða "man"... var meira svona rámar í... og þarf ekkert að vera að það var South Park bara minnir það haha
Eða "man"... var meira svona rámar í... og þarf ekkert að vera að það var South Park bara minnir það haha
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x