dori skrifaði:Ég er ekki að efast um að þú getir borgað upp lánið með nýju láni. Lykilatriðið í spurningunni minni er hvort það sé virkilega mögulegt fyrir þig að fá betra lán (þá með lægri vöxtum/greiðslubyrgði) ef þú lendir í þeirri stöðu að óverðtryggða lánið þitt er allt í einu komið með of háa vexti til að þú ráðir við afborganir.
Ég set s.s. spurningamerki við það að ef þú ert með lán sem þú lendir í að ráða ekki við greiðslur af að bankinn verði næs og gefi þér eitthvað sem er ekki ennþá dýrara fyrir þig (að minnsta kosti til lengri tíma litið).
Síðasta klausan hjá þér einmitt málið, með hvort það sé hagstæðara yfir lengri tíma litið. Ég efast um að bankinn fari að neita þér um verðtryggt lán, en það má búast við að vextirnir á því verði 3-5%. Það er svo spurning hvort að þú gerir ráð fyrir að verðbólguskotinu sé lokið eða ekki, hvort að þú gerir ráð fyrir að verðbólga verði meiri heldur en vaxtamunur milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá muntu að mínu mati aldrei verða verr staddur eftir hrun með óverðtryggt heldur en verðtryggt lán. Hins vegar getur verið að þú tapir á því alveg fram að hruni, líkt og ég hef verið að horfa á með mitt lán, þetta er í raun og veru bara eins og tryggingar. Þú ert að tryggja þig fyrir hruninu. Það er svo hvers og eins að meta hvort hann taki sénsinn eða ekki.