Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Og er mjög sáttur með hana. Segðu mér hvaða tölva það var og helst af hverju þú ert sáttur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Ég keypti mér Lenovo Yoga 2 fyrir einhverjum árum, aldrei verið vesen á henni og seldi hana manni hér á Vaktinni og held að það sé sama sagan þar.
Átti þar á undan ASUS EeePC fartölvu og hún var mjög góð m.v. verð.
Núna á ég Acer V15 Nitro fartölvu og er ótrúlega sáttur með hana. Félagi minn átti Acer fartölvu og hún var með vesen, hinsvegar var borðtölvan hans líka alltaf með vesen (user error)
Þetta fer svo oft eftir notandanum en ég er samt ekki að segja að allar fartölvur séu fullkomnar, hef bara ekki séð neitt ákveðið mynstur með framleiðendur.
Átti þar á undan ASUS EeePC fartölvu og hún var mjög góð m.v. verð.
Núna á ég Acer V15 Nitro fartölvu og er ótrúlega sáttur með hana. Félagi minn átti Acer fartölvu og hún var með vesen, hinsvegar var borðtölvan hans líka alltaf með vesen (user error)
Þetta fer svo oft eftir notandanum en ég er samt ekki að segja að allar fartölvur séu fullkomnar, hef bara ekki séð neitt ákveðið mynstur með framleiðendur.
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6800
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 941
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Hef verið sáttur með Asus og Apple
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Mér finnst einmitt svo mikið happ og glapp að kaupa fartölvu. Hef séð glænýjar performa verr heldur en mörgum árum eldri með verri specca
Þessvegna þykir mér gott að vita nákvæmlega hvaða týpur fólk hefur átt og verið sátt með svo ég geti fengið mér alveg eins.
Ein getur verið góð frá t.d. Lenovo/Asus en svo önnur týpa frá sama ári slæm.
Ég átti Lenovo Twist sem er með einstakari tölvum í sögunni.
Hún var algjört æði. Henni var stolið í innbroti svo.
Hún var smá laggy fyrst reyndar, og með HDD --- en missti hana svo í malbikið í gangi og þá bootaði hún sér ekki --- var með hana tryggða frá tryggingu sem Tölvutek bauð mér að kaupa þegar ég keypti vélina, þannig að þeir vippuðu bara SSD í hana fyrir mig og tóku smá af tryggingunni. Hún var nánast perfect eftir að SSD var kominn í hana.
Svo þegar henni var rænt þá fékk ég hana bætta í tryggingum, 150.000 lagt inn á reikninginn minn, af tölvu sem ég hafði keypt á 200-250 þúsund nýja ári áður og dottið í malbikið en gert við. Það var ég sáttur við. Reyndar farinn smá út fyrir efnið, en gott að vita við fartölvukaup.
Þessvegna þykir mér gott að vita nákvæmlega hvaða týpur fólk hefur átt og verið sátt með svo ég geti fengið mér alveg eins.
Ein getur verið góð frá t.d. Lenovo/Asus en svo önnur týpa frá sama ári slæm.
Ég átti Lenovo Twist sem er með einstakari tölvum í sögunni.
Hún var algjört æði. Henni var stolið í innbroti svo.
Hún var smá laggy fyrst reyndar, og með HDD --- en missti hana svo í malbikið í gangi og þá bootaði hún sér ekki --- var með hana tryggða frá tryggingu sem Tölvutek bauð mér að kaupa þegar ég keypti vélina, þannig að þeir vippuðu bara SSD í hana fyrir mig og tóku smá af tryggingunni. Hún var nánast perfect eftir að SSD var kominn í hana.
Svo þegar henni var rænt þá fékk ég hana bætta í tryggingum, 150.000 lagt inn á reikninginn minn, af tölvu sem ég hafði keypt á 200-250 þúsund nýja ári áður og dottið í malbikið en gert við. Það var ég sáttur við. Reyndar farinn smá út fyrir efnið, en gott að vita við fartölvukaup.
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Keypti mér Lenovo Y50-70 fyrir nokkrum mán notaða. Fínt verð og virkar vel, þokkaleg í tölvuleikjunum líka. Virðist vera gott design á henni, líður allavegana eins og hún þoli nokkrar ferðir í gólfið. Skjárinn er samt frekar ómerkilegur og leiðinlega glossy. 860M 4GB GDDR5 er að performa nánast eins og 960M.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Sýnist hún vera með backlight keyboard. Það er snilld. Hvað kostar hún ný og hvað fékkstu hana á? Það er reyndar mega mínus að skjárinn sé of glossy. Er ekki hægt að setja filmu á hann?
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
netkaffi skrifaði:Sýnist hún vera með backlight keyboard. Það er snilld. Hvað kostar hún ný og hvað fékkstu hana á? Það er reyndar mega mínus að skjárinn sé of glossy. Er ekki hægt að setja filmu á hann?
Jú hún er með backlight keyboard. Ég veit svosem ekki hvað hún kostar ný þar sem hún er orðin svolítið gömul. En myndi klárlega fara í nýjustu týpuna t.d Y720. GTX 1060, IPS skjár, i7 7700HQ. Er á um 1000$ ný.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1075
- Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
- Reputation: 12
- Staðsetning: 108 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Ég hef keypt og selt frekar margar fartölvur síðustu árin. Hafið í huga að ég er ekki gamer.
Tölvur sem ég hef verið mest sáttur með:
- 13" Macbook Pro 2010
- 15" Macbook Pro Retina 2014
- 13" Dell XPS 2016
- 15" Macbook Pro Retina með TouchBar 2016
Tölvur sem ég hef keypt eða fengið áður sem eiga því miður ekki séns í þessar fjórar fyrir ofan:
- Dell Inspiron 15 2013
- Dell XPS 15 2010
- Dell XPS 15 2012
- Dell XPS 13 2013
- Lenovo Yoga Pro 2
- Lenovo T430
- Lenovo Y700
- MSI Ghost Pro 2015
- ASUS Zenbook 2012
Segið hvað sem þið viljið um Apple en þeir kunna svo sannarlega að búa til fartölvur og Dell eru mjög nálægt akkúrat núna með nýju XPS línuna. Ég á ennþá 2010 13" Macbook Pro vélina og hún virkar ennþá mjööög vel og batterýið endist ennþá í 3-4 tímar - Alveg ótrúlegt.
Hef reyndar prufað ThinkPad P50 og T460 og þær voru mjög flottar og ég gæti alveg ímyndað mér að eiga svoleiðis. Hef einnig heyrt bara góða hlutir um þessar nýju Thinkpad vélar.
Conclusion: Myndi skoða Apple vél en ef þú vilt ekki Apple, þá er nýju XPS og Thinkpad klárlega málið.
Tölvur sem ég hef verið mest sáttur með:
- 13" Macbook Pro 2010
- 15" Macbook Pro Retina 2014
- 13" Dell XPS 2016
- 15" Macbook Pro Retina með TouchBar 2016
Tölvur sem ég hef keypt eða fengið áður sem eiga því miður ekki séns í þessar fjórar fyrir ofan:
- Dell Inspiron 15 2013
- Dell XPS 15 2010
- Dell XPS 15 2012
- Dell XPS 13 2013
- Lenovo Yoga Pro 2
- Lenovo T430
- Lenovo Y700
- MSI Ghost Pro 2015
- ASUS Zenbook 2012
Segið hvað sem þið viljið um Apple en þeir kunna svo sannarlega að búa til fartölvur og Dell eru mjög nálægt akkúrat núna með nýju XPS línuna. Ég á ennþá 2010 13" Macbook Pro vélina og hún virkar ennþá mjööög vel og batterýið endist ennþá í 3-4 tímar - Alveg ótrúlegt.
Hef reyndar prufað ThinkPad P50 og T460 og þær voru mjög flottar og ég gæti alveg ímyndað mér að eiga svoleiðis. Hef einnig heyrt bara góða hlutir um þessar nýju Thinkpad vélar.
Conclusion: Myndi skoða Apple vél en ef þú vilt ekki Apple, þá er nýju XPS og Thinkpad klárlega málið.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Dell XPS, ég keypti einmitt þannig í gegnum einhvern gaur á bland.is sem var að selja hana nýja ótrúlega ódýrt að mér fannst, hann var að því í gegnum einhvern tengilið erlendis. Hún var á 150.000 og hann leyfði mér að borga það í þremur greiðslum tryggingarlaust! Ég meira segja gleymdi einni greiðslunni og hann var bara pollrólegur.
Heyrðu, þetta var einhver besta tölva sem ég hef komist í. Hún var ótrúlega öflug, var að lana í StarCraft 2 í henni þegar hann var glænýr, og í Mount & Blade. Öflugri en vélar sem ég var að prófa 2-3 árum seinna, sem voru dýrari. Er að tala um performance, það var rosalegt. Gat haft tvo leiki í gangi í einu, bæði Chrome og Firefox með fullt af extensions og örugglega hátt í 100 tabs, og þetta var allt hnökralaust. Og það á einungis 4 GB RAM.
XPS 1340 minnir mig. Bara 13" græja. Með backlight keyboard og draumaskjá.
Heyrðu, þetta var einhver besta tölva sem ég hef komist í. Hún var ótrúlega öflug, var að lana í StarCraft 2 í henni þegar hann var glænýr, og í Mount & Blade. Öflugri en vélar sem ég var að prófa 2-3 árum seinna, sem voru dýrari. Er að tala um performance, það var rosalegt. Gat haft tvo leiki í gangi í einu, bæði Chrome og Firefox með fullt af extensions og örugglega hátt í 100 tabs, og þetta var allt hnökralaust. Og það á einungis 4 GB RAM.
XPS 1340 minnir mig. Bara 13" græja. Með backlight keyboard og draumaskjá.
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Dell XPS - Fyrir PC vél - https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/
Macbook Pro - Ekki touchbar fyrir MacOS
Macbook Pro - Ekki touchbar fyrir MacOS
-
- Geek
- Póstar: 858
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
- Reputation: 12
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Þær fartölvur sem ég hef átt síðastliðin 4-5 ár:
Lenovo Ideapad y510p - ekkert spes build quality, léleg rafhlöðu ending (2-4 klst), frekar títt vesen en mjög gott performance í hvað sem er.
MacBook Air 13" 2014 - gott build quality, mjög góð rafhlöðu ending (kringum 10 tímar), aldrei vesen, sæmilegt performance (var 4GB RAM útgáfan)
Lenovo Thinkpad T450s - gott build quality, frábær rafhlöðu ending (13+ tímar með extended rafhlöðu), aldrei vesen, gott performance svo lengi sem það er ekki grafískt álag.
Microsoft Surface Pro 2017 - gott build quality, ágætis rafhlöðu ending (6-8 klst), ekkert vesen hingað til, mjög gott performance í allt (i7, 16GB RAM).
Góð reynsla af ThinkPad og Apple, Surface vélin lofar góðu og er betri en allt annað í skólann (þökk sé Surface pennanum).
Lenovo Ideapad y510p - ekkert spes build quality, léleg rafhlöðu ending (2-4 klst), frekar títt vesen en mjög gott performance í hvað sem er.
MacBook Air 13" 2014 - gott build quality, mjög góð rafhlöðu ending (kringum 10 tímar), aldrei vesen, sæmilegt performance (var 4GB RAM útgáfan)
Lenovo Thinkpad T450s - gott build quality, frábær rafhlöðu ending (13+ tímar með extended rafhlöðu), aldrei vesen, gott performance svo lengi sem það er ekki grafískt álag.
Microsoft Surface Pro 2017 - gott build quality, ágætis rafhlöðu ending (6-8 klst), ekkert vesen hingað til, mjög gott performance í allt (i7, 16GB RAM).
Góð reynsla af ThinkPad og Apple, Surface vélin lofar góðu og er betri en allt annað í skólann (þökk sé Surface pennanum).
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q
-
- FanBoy
- Póstar: 718
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Thinkpad T línan eru græjur sem er alltaf hægt að stóla á. (Tx50 serían var þó með ónýtan trackpad en það er búið að laga það).
Macbook Pro 15" 2014 -2017 er hægt að stóla vel á. Touchbar er ekki fyrir alla en hann venst furðu vel, (mín vél er þó til sölu hérna á spjallinu því mig langar í Thinkpad aftur, shameless plögg í gangi)
Dell XPS línan nýja og Precision línan er mjög fín.
Versta tölvan sem ég hef fengið hin síðari ár er Surface Pro 3, ég grét ekki þegar strákarnir mínir brutu hana.
Macbook Pro 15" 2014 -2017 er hægt að stóla vel á. Touchbar er ekki fyrir alla en hann venst furðu vel, (mín vél er þó til sölu hérna á spjallinu því mig langar í Thinkpad aftur, shameless plögg í gangi)
Dell XPS línan nýja og Precision línan er mjög fín.
Versta tölvan sem ég hef fengið hin síðari ár er Surface Pro 3, ég grét ekki þegar strákarnir mínir brutu hana.
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Endurtek bara það sem margir aðrir segja hér fyrir ofan, en hér er mín reynsla.
Ég er með late-2015 MBP 15" retina fully loaded 16/512 i7 AMD skjákort, mæli ekki með að taka AMD skjákortið þar sem það veldur mér miklum hausverk og hita í Bootcamp og er farinn að nota MacOS meira og meira því ég get skipt á milli Intel og AMD skjákortanna þar án vandamála en í Windows er AMD kortið alltaf valið og ekki hægt að skipta.
Bæti við að ég átti late-2008 unibody MBP 15" 4GB/C2D/9600GT þangað til að ég keypti þessa í byrjun þessa árs. Sú vél gengur enn, og nýttist mér bæði í vinnu og á ferðalögum. Skipti bara um viftur, harðan disk og hún flaug í gólfið eða malbikið oftar en einu sinni og lifði alltaf af.
Kærastan er með 2016 13" Dell XP með 16/512GB i7 útfærslu og 1080p skjánum ekki snerti 4k dæminu, keypt snemma á þessu ári og hún hættir ekki að tala um hvað hún elskar þessa tölvu mikið. Virðast vera engin takmörk á því hvað batteríið getur enst lengi, alveg fáránlegt. Ekkert sérstakt skjákort en hún notar hana í doktorsnámið í Office pakkanum, einhverjum efnaforritum og Adobe PS/AI. Báðar vélarnar keypti ég í Englandi og kostuðu alls ekki mikið. Held að dellinn hafi verið 1200 pund og makkann keypti ég notaðann nokkra mánaða gamlann á 1500.
Ég er með late-2015 MBP 15" retina fully loaded 16/512 i7 AMD skjákort, mæli ekki með að taka AMD skjákortið þar sem það veldur mér miklum hausverk og hita í Bootcamp og er farinn að nota MacOS meira og meira því ég get skipt á milli Intel og AMD skjákortanna þar án vandamála en í Windows er AMD kortið alltaf valið og ekki hægt að skipta.
Bæti við að ég átti late-2008 unibody MBP 15" 4GB/C2D/9600GT þangað til að ég keypti þessa í byrjun þessa árs. Sú vél gengur enn, og nýttist mér bæði í vinnu og á ferðalögum. Skipti bara um viftur, harðan disk og hún flaug í gólfið eða malbikið oftar en einu sinni og lifði alltaf af.
Kærastan er með 2016 13" Dell XP með 16/512GB i7 útfærslu og 1080p skjánum ekki snerti 4k dæminu, keypt snemma á þessu ári og hún hættir ekki að tala um hvað hún elskar þessa tölvu mikið. Virðast vera engin takmörk á því hvað batteríið getur enst lengi, alveg fáránlegt. Ekkert sérstakt skjákort en hún notar hana í doktorsnámið í Office pakkanum, einhverjum efnaforritum og Adobe PS/AI. Báðar vélarnar keypti ég í Englandi og kostuðu alls ekki mikið. Held að dellinn hafi verið 1200 pund og makkann keypti ég notaðann nokkra mánaða gamlann á 1500.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
olihar skrifaði:Dell XPS - Fyrir PC vél - https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/
Macbook Pro - Ekki touchbar fyrir MacOS
Ég var að fá svona vél í vinnunni hjá mér nema mín er 32Gb. Geggjuð tölva.
Það eina sem er stundum pirrandi er að skjárinn í fartölvunni er 4k og þú þarft að segja windows að vera í 150% eða 200% til að sjá eitthvað sem er bara fínt nema að ég er með 27" skjá sem er 2560x1440 sem ég vil hafa á 100% og sum forritin eru ekki í stuði fyrir mismunandi súmmskala á tveim mismunandi skjáum. ...Lausinin á því er auðvitað að fá aukaskjá með meiri upplausn...
Jú og Advania límir á lylaborðið fyrir íslensku stafina sem kemur ekki nógu flott út með backlit lyklaborð. Held að þú fáir Macbook hér heima með ísl. lyklaborði og ekkert límmiða bull.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1581
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Reputation: 95
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Hef keypt alveg nokkrar síðustu ár og hefur Macbook Air staðið sig langbest í því sem ég hef þurft að nota þær í, skólann.
Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 378
- Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Ég mundi líklega kaupa Asus aftur.
Ég er búinn að vera með þessa síðan 2012 https://www.webhallen.com/se-sv/datorer ... d-win_7_hp ekki slegið feilpúst og heyrist ekki í henni og rafhlaðan bara nokkuð góð.
Ég er búinn að vera með þessa síðan 2012 https://www.webhallen.com/se-sv/datorer ... d-win_7_hp ekki slegið feilpúst og heyrist ekki í henni og rafhlaðan bara nokkuð góð.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Keypti mér Dell XPS 13 í fyrra, i7, 500gb SSD, 16gb ram með QHD snertiskjá og er mökk sáttur með hana !
Skjárinn fyllir nánast alveg upp í stærð tölvunnar og því er hún eins lítil og hún mögulega getur með 13" skjá, létt og sterkbyggð.
Hef þó aldrei notað snertiskjáinn á henni, keypti hana með þessum skjá fyrir upplausnina í myndvinnslu ofl.
Batterýið er gott en á að vera enn betra án snertiskjásins.
Skjárinn fyllir nánast alveg upp í stærð tölvunnar og því er hún eins lítil og hún mögulega getur með 13" skjá, létt og sterkbyggð.
Hef þó aldrei notað snertiskjáinn á henni, keypti hana með þessum skjá fyrir upplausnina í myndvinnslu ofl.
Batterýið er gott en á að vera enn betra án snertiskjásins.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- Nýliði
- Póstar: 19
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2014 23:34
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Er með lenovo Yoga 2 og hún er fín en hún höndlar enga leiki að ráði. En hún er 3gja ára og hefur ekki stigið feilspor, er snögg í öllu sem hún þarf að gera en build quality mætti vera betra.
Smá Side-topic;
Ef maður er með Macbook Pro þarf maður ekki að geta bootað upp windows á henni ef maður er að forrita? læra tölvunarfræði?
Annað, þeir sem eru að panta tölvur að utan, hvaðan eru þið að panta þær ? Hverjir senda til íslands?
Smá Side-topic;
Ef maður er með Macbook Pro þarf maður ekki að geta bootað upp windows á henni ef maður er að forrita? læra tölvunarfræði?
Annað, þeir sem eru að panta tölvur að utan, hvaðan eru þið að panta þær ? Hverjir senda til íslands?
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Einu fartölvurnar sem ég hef reynslu af og hafa verið að standa sig undanfarin ár = 2. og 3. kynslóð Elitebook 840 og 820
Einu tölvurnar sem eru sambærilegar eru held ég TP460/TP470.
Einu tölvurnar sem eru sambærilegar eru held ég TP460/TP470.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Allar fartölvur sem ég hef átt hafa staðist mjög vel hjá mér. Ég veit ekki hvað ég geri rétt, en meira að segja Medion fartölvan mín síðan 2004 virkar ennþá!
Annars keypti ég seinast Asus leikjafartölvu, man ekki alveg nafnið, en það var alveg frábær tölva. Þurfti að selja hana og veit því ekki hvernig hún stendur sig núna.
Annars keypti ég seinast Asus leikjafartölvu, man ekki alveg nafnið, en það var alveg frábær tölva. Þurfti að selja hana og veit því ekki hvernig hún stendur sig núna.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Hauxon skrifaði:olihar skrifaði:Dell XPS - Fyrir PC vél - https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/
Macbook Pro - Ekki touchbar fyrir MacOS
Ég var að fá svona vél í vinnunni hjá mér nema mín er 32Gb. Geggjuð tölva.
Það eina sem er stundum pirrandi er að skjárinn í fartölvunni er 4k og þú þarft að segja windows að vera í 150% eða 200% til að sjá eitthvað sem er bara fínt nema að ég er með 27" skjá sem er 2560x1440 sem ég vil hafa á 100% og sum forritin eru ekki í stuði fyrir mismunandi súmmskala á tveim mismunandi skjáum. ...Lausinin á því er auðvitað að fá aukaskjá með meiri upplausn...
Jú og Advania límir á lylaborðið fyrir íslensku stafina sem kemur ekki nógu flott út með backlit lyklaborð. Held að þú fáir Macbook hér heima með ísl. lyklaborði og ekkert límmiða bull.
Wow for real, fylgja límmiðar með fyrir íslensku stafina? Þetta var vél upp á 600-700þ fyrir ekki svö löngu hjá þeim.
En já, fyrir svona tölvu og auka skjá er eiginlega must að vera með skjá sem hægt er að vera með í sömy skölun og þessi skjár á vélinni, en það verður að segjast að hann er mjög góður, einn besti fartölvuskjár ég hef notað og svo er hann snertiskjár ofan á allt það og þrælvirkar sem slíkur.
Það hefði samt alveg getað verið plús ef hægt hefði verið að begja skjáinn alveg yfir og nota tölvuna sem snertitölvu. S.s. 180 gráðu lamir.
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Morgankane skrifaði:Er með lenovo Yoga 2 og hún er fín en hún höndlar enga leiki að ráði. En hún er 3gja ára og hefur ekki stigið feilspor, er snögg í öllu sem hún þarf að gera en build quality mætti vera betra.
Smá Side-topic;
Ef maður er með Macbook Pro þarf maður ekki að geta bootað upp windows á henni ef maður er að forrita? læra tölvunarfræði?
Annað, þeir sem eru að panta tölvur að utan, hvaðan eru þið að panta þær ? Hverjir senda til íslands?
Alls ekki nema þú sért að læra að forrita .net, þú ert líklegri til að þurfa að forrita á Linux heldur en windows. Ef þú lærir java ættir þú að geta notað hvaða stýrikerfi sem er.
Annars triple-boota ég yfirleitt mína MBP en eins og er þá er hún bara dual, hef ekki þörf fyrir linux eins og stendur.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- Nýliði
- Póstar: 19
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2014 23:34
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Takk fyrir svarið,
En í sambandi við að kaupa tölvu að utan? Er þetta eithvað sem borgar sig? Hvaða verslanir er fólk að nota þegar það pantar að utan?
Ég er þá að hugsa um dýrari tölvur eins og t.d. að panta dell xps eða lenovo p50....
En í sambandi við að kaupa tölvu að utan? Er þetta eithvað sem borgar sig? Hvaða verslanir er fólk að nota þegar það pantar að utan?
Ég er þá að hugsa um dýrari tölvur eins og t.d. að panta dell xps eða lenovo p50....
Re: Einhver sem var að kaupa sér fartölvu undanfarin ár
Seeeeejitt hvað ég er sáttur með 13" MacBook Air! Á 15" MacBook Pro og hef satt best að segja ekki opnað hana síðan ég keypti þessa. Er búinn að kaupa þrjár úti í USA núna í sumar og koma með heim. Minni týpan kostar 106.000 kall þar úti.