Hvenær telst tilboði vera svarað?

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf rapport » Fim 07. Sep 2017 16:16

Ástæða þráðar: viewtopic.php?f=11&t=26603&start=425#p656641

Til hliðsjónar má hafa: https://www.althingi.is/lagas/137/1936007.html

Og almenna skynsemi...

Ágreiningur er um hvort að það teljist samþykki á tilboði að hafa lesið skilaboðin sem innihéldu það.


s.s. aðili A auglýsir vöru til sölu á verði X, aðili B sendir aðila A skilaboð og segir "ég vil kaupa vöruna", aðili A les skilaboðin.

Og nú er aðili B að segja að aðili A hafi svikið sig á einhvern hátt...


Þess ber að geta:

Aðili A svaraði aldrei aðila B, aðili B sá bara að aðili A hafði opnað skilaboðin (þannig virkar kerfið hérna)


Eru þetta einhverskonar svik að ykkar mati?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Dúlli » Fim 07. Sep 2017 16:17

Fyrstur kemur fyrstur fær. Shiss svona væl.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf pepsico » Fim 07. Sep 2017 16:22

Hvað áttu við með þessum titil? Meinarðu "Hvenær telst boð vera samþykkt"?
Því það er einfalt svar við því: Þegar það er samþykkt. Sem gerist þegar bjóðandi fær svar þess efnis að það sé samþykkt.

Þú talar um almenna skynsemi; ef ég stend fyrir framan þig og segi "ég býð þér þessa kókdós á fimm hundruð kall" og þú segir "ég tek því" viltu virkilega meina að þar sé ekki um samning að ræða?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Njall_L » Fim 07. Sep 2017 16:25

Persónulega finnst mér tilboði ekki hafa verið svarað fyrr en seljandi er búinn að samþykkja eða hafna því óháð því hvort að skilaboð hafi verið lesin eða ekki.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf dori » Fim 07. Sep 2017 16:28

Hrikalega steiktur skilningur að auglýsing með verðhugmynd sé bindandi tilboð. Algjörlega út í hött.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 07. Sep 2017 16:30

pepsico skrifaði:Hvað áttu við með þessum titil? Meinarðu "Hvenær telst boð vera samþykkt"?
Því það er einfalt svar við því: Þegar það er samþykkt. Sem gerist þegar bjóðandi fær svar þess efnis að það sé samþykkt.

Þú talar um almenna skynsemi; ef ég stend fyrir framan þig og segi "ég býð þér þessa kókdós á fimm hundruð kall" og þú segir "ég tek því" viltu virkilega meina að þar sé ekki um samning að ræða?


En ef að þú ert að selja kókdós á tombólu (uppboði) með verðmiðanum 500 kr, það labbar maður að þér og segir ég skal kaupa kókdósina á 500 kr en áður en þú svarar honum þá kemur annar maður og segir ég er tilbúinn að borga 700 kr fyrir kókdósina og þú tekur þvi boði frekar. Ertu þá að svíkja hinn sem að bauð 500 kr þótt að þú hafir aldrei samþykkt tilboði hans né sagt eitt einasta orð við hann ? Þetta er orðið ansi far-fetched hjá þér.




ellertj
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 27. Des 2004 09:59
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf ellertj » Fim 07. Sep 2017 16:44

Þegar aðili A er búinn að segja aðila B að hann samþykki tilboðið.

Hitt er bara út í hött.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf worghal » Fim 07. Sep 2017 16:47

ég held það þurfi aðeins að laga þessa spurningu.
Tilboði er svarað alveg sama hvað stendur í svarinu, hætt við sölu, kominn með hærra boð eða bara láta viðeigandi vita hvernig hund þeir eiga.

Tilboð er hinsvegar samþyggt og spurning hvort það falli undir skriflegann eða jafnvel munnlegann samning, en aftur á móti þegar tilboð er samþyggt en ekki staðið við þá er fjandinn laus.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

joekimboe
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf joekimboe » Fim 07. Sep 2017 16:49

pepsico skrifaði:Hvað áttu við með þessum titil? Meinarðu "Hvenær telst boð vera samþykkt"?
Því það er einfalt svar við því: Þegar það er samþykkt. Sem gerist þegar bjóðandi fær svar þess efnis að það sé samþykkt.

Þú talar um almenna skynsemi; ef ég stend fyrir framan þig og segi "ég býð þér þessa kókdós á fimm hundruð kall" og þú segir "ég tek því" viltu virkilega meina að þar sé ekki um samning að ræða?



Seljandinn svaraði þér semsagt með "ég tek því", þá eru þetta augljós "svik"..
Hvað ef kaupandinn segir ekki neitt? stingurðu þá kókdósinni í vasann hjá honum og tekur af honum veskið ?



Annars myndi ég segja að tilboði sé svarað þegar því er svarað(pm), eða þegar báðir aðilar hafa komist að samkomulagi.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf pepsico » Fim 07. Sep 2017 17:02

dori mér finnst vægast sagt frjálslegt hjá þér að kalla uppsett verð "verðhugmynd". Sérðu mikið af "verðhugmyndamiðum" þegar þú ferð út í búð?

ellertj í hvaða skilningi er það "tilboð" að bjóða uppsett verð? Það gengur þvert á merkingu orðsins.

JohnMatrix svarið er já, þú ert að svíkjast undan með því að fara á mis við einhvern sem hafði þegar samþykkt boðið þitt.

joekimboe það er misskilningur hjá þér að samningur feli í sér að hugarnir hittist og fari síðan út að borða.
Samningurinn myndast um leið og báðir aðilar eru sama hugar og vita báðir af því. Hann valdi verðið og ég samþykkti það. Hann vissi af því.


Þið getið allið hagað ykkar viðskiptum eins og ykkur sýnist en ég er maður minna orða og tel mig ábyrgan minna gjörða.
Ef ég býð eitthvað á ákveðnu verði og það er samþykkt þá er ég ekki nógu mikil rotta til að samþykkja síðan ennþá hærra boð eða svíkjast undan því því það hentar mér betur.

---
Sá rétt í þessu svar frá Nitruz í hinum þræðinum og hér er mitt svar við því:

Ef þú vilt meina að þú hafir sent honum einkaskilaboð með tilboði í íhlutina hans 31. ágúst þegar hann var ekki einu sinni farinn í partasölu og svarið hans var ekki játandi, og meira en það var að setja hlutina á sölu í stykkjatali, þá telst það móttilboð og þitt tilboð þar með ógilt. Það tengist þessu máli ekki á neinn máta.

Það sem gerðist hins vegar 2. sept. er að hann setti hlutina á sölu í stykkjatali með föstum verðum og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að ég hafi fyrstur manna sent honum einkaskilaboð varðandi þetta vinnsluminni og lét hann vita að það boð væri samþykkt og ég gæti sótt það hvenær sem honum hentaði og hann las það nánast undir eins.
Það er allt annað, að öllu leyti, en að senda einhverjum sem er að selja tölvuturn í heilu lagi tilboð í ákveðna hluti úr honum.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf beggi90 » Fim 07. Sep 2017 17:10

pepsico skrifaði:dori mér finnst vægast sagt frjálslegt hjá þér að kalla uppsett verð "verðhugmynd". Sérðu mikið af "verðhugmyndamiðum" þegar þú ferð út í búð?



Það er nú smá stigsmunur á því að versla notað af netinu og fara útí búð.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf pepsico » Fim 07. Sep 2017 17:10

Er munur á verði og verðhugmynd?




Hakuna
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 24. Júl 2017 21:53
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Hakuna » Fim 07. Sep 2017 17:18

Ég held að þetta sé bara komið gott.
Þetta er þín skoðun um viðskipti og aðrir hafa sínar skoðanir um viðskipti.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 07. Sep 2017 17:18

pepsico skrifaði:JohnMatrix svarið er já, þú ert að svíkjast undan með því að fara á mis við einhvern sem hafði þegar samþykkt boðið þitt.



Þetta er uppboð, það hefur enginn samningur farið á milli kaupanda og seljanda hvorki munlegur né skriflegur, voðalega áttu erfitt með að skilja þetta. Að versla notað drasl á netinu eða á tombólu er ekki eins og að fara út í búð. Þú hlýtur að sjá það að þú ert í ruglinu þegar enginn er sammála þér. ](*,)




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Tbot » Fim 07. Sep 2017 17:20

Tilboði verður að svara með samþykki til að það sé gilt, allt annað er höfnun.




END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf END » Fim 07. Sep 2017 17:34

rapport skrifaði:Ágreiningur er um hvort að það teljist samþykki á tilboði að hafa lesið skilaboðin sem innihéldu það.


Þetta er ekki það sem ágreiningurinn snýst um heldur hvort vidirh hafi með því að tilgreina fast verð fyrir vinnsluminnið sett fram tilboð í söluþræðinum. Tilboð er viljayfirlýsing sem er með þeim hætti að samþykki gagnaðila er nægilegt til að samningur teljist kominn á. Ágreiningurinn snýst því um það hvort nægilegt hafi verið fyrir pepsico að samþykkja "tilboð" vidirh og að með því hafi samningur komist á.

Viljayfirlýsing sem ekki er beint að neinum einum sérstökum þarf að vera nokkuð ákveðin til að teljast tilboð og auglýsing vidirh er fremur hvatning til að gera tilboð.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 07. Sep 2017 18:35

Ef ég er að selja vöru hér á 100kr og þú sendir mér skilaboð um að þú viljir kaupa vöruna á 100kr og ég svara þér ekki er ég þá að svíkja lofuð viðskipti til þín?

Er ég að misskilja þig pepsico eða?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf nidur » Fim 07. Sep 2017 18:53

Djöfull eruð þið ruglaðir að eyða tímanum í þetta :)



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 07. Sep 2017 18:59

Ég vil bara skilja gaurinn. Dæmi ekki hluti sem ég skil ekki :)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Tiger » Fim 07. Sep 2017 20:13

Don't feed the TROLL



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Sep 2017 21:06

Haf'iði prófað að selja dót á bland.is :face




steiniofur
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf steiniofur » Fim 07. Sep 2017 21:47

Tiger skrifaði:Don't feed the TROLL

Satt - Það er óþarfi að gefa þessu trölli meira að borða. Viðkomandi vísar í wikipedia grein sér til rökstuðnings og segir svo að þessi grein sé bull þegar honum er bent á að innihaldið stangist á við málaflutning hans.




Ragealot1
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fös 08. Sep 2017 16:24
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Ragealot1 » Fim 14. Sep 2017 09:27

Þessi gæi er einhver ný tegund af steik, alltof gott hahahhahahaha




Gunnar J
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Lau 10. Des 2005 15:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Gunnar J » Fim 14. Sep 2017 11:09

Verð að benda á að hópur fólks sem veit ekki neitt vegur lítið á móti einum sem veit hvað hann er að tala um, þegar kemur að því að komast að því hvað er rétt.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Tengdur

Re: Hvenær telst tilboði vera svarað?

Pósturaf Minuz1 » Fim 14. Sep 2017 11:27

ZiRiuS skrifaði:Ef ég er að selja vöru hér á 100kr og þú sendir mér skilaboð um að þú viljir kaupa vöruna á 100kr og ég svara þér ekki er ég þá að svíkja lofuð viðskipti til þín?

Er ég að misskilja þig pepsico eða?


Er sölutilboðið ekki lofuð viðskipti?

Eru verðmiðar í bónus ekki bindandi sölutilboð?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það