Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 701
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Ótengdur
Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
Ég er að spá í að panta mér heyrnartól + DAC + headphone magnara af Ali Express. Hefur einhver tekið inn svona varning þaðan? Ástæða þess að ég spyr er sú að ég er ekki að sjá CE merkingar og gerið ráð fyrir því að það gæti orðið til trafala. Öll hjálp vel þegin.
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
það sést ekki alltaf á myndum, ég spyr þá alltaf hvort að ce merking sé til staðar, annars getur þetta verið stoppað í tollinum.
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
Re: Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
heyrði einhverntíma að þeim væri sama um svona smádót sem er ekki tengt við rafmagnsinnstungur eða sendir ekki radíóbykgjur(símar).
Einhver hér sem veit meira um málið?
Einhver hér sem veit meira um málið?
-
- Kóngur
- Póstar: 6377
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
einarbjorn skrifaði:það sést ekki alltaf á myndum, ég spyr þá alltaf hvort að ce merking sé til staðar, annars getur þetta verið stoppað í tollinum.
það fer nú allt eftir því á hverjum pakkinn lendir.
sumir taka vinnunni alvarlegra en aðrir.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Fiktari
- Póstar: 75
- Skráði sig: Sun 18. Jan 2015 13:48
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
Held að það fari mikið eftir því hver fer yfir pakkann þinn. Hef heyrt um fólk sem hefur fengið hluti sem eru ekki með CE merkingu án vandræða en ég lenti sjálfur í því að ég keypti Oneplus 3 á Ali og þegar hann kom var ekki CE merking á honum. Hann var sendur til baka en seljandinn endurgreiddi aldrei 50k sem ég keypti hann á. Ferð bara varlega og vertu reddý í vandræði eða bara peningatap.
CPU: i7 7700k 4.2GHz | MB: ASRock Z270 Gaming K6 | GPU: MSI GTX 1080ti | PSU: Corsair RM750x | RAM: Corsair Vengence 32GB | HDD1: 4TB Toshiba | M.2: 250gb Samsung 960 Evo | Case: FD Meshify C | Display: HP Omen 27i og 2x Asus VH222H
Síminn: Galaxy S22 Ultra
Síminn: Galaxy S22 Ultra
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 701
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Ótengdur
Re: Ali Express pantanir (CE merkingar) / DAC / Heyrnartólamagnari
Ég setti inn pöntun í dag fyrir 100 USD, þetta á að koma í tveimur sendingum og sá hlutur sem ég er í vafa um er DAC/AMP/DAP upp á 30 dollara. Vonum það besta.