Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 345
- Skráði sig: Mán 16. Maí 2005 01:10
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag (Ljósnet)? Það eru ekki spilaðir neinir netleikir. Bara sjónvarpssgláp á Kodi og fleira. Verðið skiptir ekki máli.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
Vodafone eða Síminn eru einu fyrirtækin með traust uptime og ef þau detta einhverntímann niður er það um miðja nótt.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
Blákalt, miðað við að þú ert á Ljósnetinu og miðað við það sem ég hef lesið aðra tala um að vegna þess að þú ert á Ljósnetinu ertu líklegast best settur með Símann.
Öll hin fyrirtækin eru fín líka, en Síminn virðist líka vera eina fyrirtækið sem fókusar eingöngu á þetta channel ( Mílu/Ljósnet ) og það virðist endurspeglast í því að "hinir" virðast vera aðeins minna stabílli en Síminn þarna.
Hafandi sagt það, þá er fyrirtæki foreldra mína með eina Ljósnet tengingu frá Hringdu(lítið gagnamagn, en uppitími skiptir máli) og hún er rokkstabíl og hefur verið núna í rétt yfir ár án nokkurs útfalls ( hef séð DNSinn falla út á þeim tíma, en ég nota hann ekki svo það skiptir ekki máli ). Eru líka með 2x ljósleiðara tengingar frá Hringdu sem hafa verið mjög fínar.
Öll hin fyrirtækin eru fín líka, en Síminn virðist líka vera eina fyrirtækið sem fókusar eingöngu á þetta channel ( Mílu/Ljósnet ) og það virðist endurspeglast í því að "hinir" virðast vera aðeins minna stabílli en Síminn þarna.
Hafandi sagt það, þá er fyrirtæki foreldra mína með eina Ljósnet tengingu frá Hringdu(lítið gagnamagn, en uppitími skiptir máli) og hún er rokkstabíl og hefur verið núna í rétt yfir ár án nokkurs útfalls ( hef séð DNSinn falla út á þeim tíma, en ég nota hann ekki svo það skiptir ekki máli ). Eru líka með 2x ljósleiðara tengingar frá Hringdu sem hafa verið mjög fínar.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
DNS þjónarnir hafa alltaf verið þeirra veiki hlekkur. Hvaða DNS ertu að nota í staðinn?depill skrifaði:Hafandi sagt það, þá er fyrirtæki foreldra mína með eina Ljósnet tengingu frá Hringdu(lítið gagnamagn, en uppitími skiptir máli) og hún er rokkstabíl og hefur verið núna í rétt yfir ár án nokkurs útfalls ( hef séð DNSinn falla út á þeim tíma, en ég nota hann ekki svo það skiptir ekki máli.
DNS1: 212.30.200.199
DNS2: 212.30.200.200 ??
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1524
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Reputation: 132
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
GuðjónR skrifaði:DNS þjónarnir hafa alltaf verið þeirra veiki hlekkur. Hvaða DNS ertu að nota í staðinn?depill skrifaði:Hafandi sagt það, þá er fyrirtæki foreldra mína með eina Ljósnet tengingu frá Hringdu(lítið gagnamagn, en uppitími skiptir máli) og hún er rokkstabíl og hefur verið núna í rétt yfir ár án nokkurs útfalls ( hef séð DNSinn falla út á þeim tíma, en ég nota hann ekki svo það skiptir ekki máli.
DNS1: 212.30.200.199
DNS2: 212.30.200.200 ??
Er með vdsl hjá hringdu, (var hjá símanum) og fann mikinn mun þegar ég skipti (fyrir einhverjum Árum), þetta hefur verið svolítið rokkandi hjá þeim, og eru menn ekki að tala um að ekki vera hjá hringdu ef þú ert að spila leiki vegna ping.
Ég nota dns frá google, út af sýslumanni.
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
Hef verið hjá símanum síðan 1995
Man eftir að einu sinn datt út net vegna uppfærslu á símstöð og var það tilkynnt með tölvupósti og sagt milli 09:00 til 18:00
Get ekki annað en mælt með .
Man eftir að einu sinn datt út net vegna uppfærslu á símstöð og var það tilkynnt með tölvupósti og sagt milli 09:00 til 18:00
Get ekki annað en mælt með .
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
GuðjónR skrifaði:DNS þjónarnir hafa alltaf verið þeirra veiki hlekkur. Hvaða DNS ertu að nota í staðinn?depill skrifaði:Hafandi sagt það, þá er fyrirtæki foreldra mína með eina Ljósnet tengingu frá Hringdu(lítið gagnamagn, en uppitími skiptir máli) og hún er rokkstabíl og hefur verið núna í rétt yfir ár án nokkurs útfalls ( hef séð DNSinn falla út á þeim tíma, en ég nota hann ekki svo það skiptir ekki máli.
DNS1: 212.30.200.199
DNS2: 212.30.200.200 ??
Ég er með minn eigin DNS(svipað og er hægt í betri routerum) þar sem ég nota 212.30.200.199 og 200 ( síma DNS ) forwarding, þannig fæ ég allt CDN nice heitin sem mig vantar.
Svo nota ég playmo.tv DNSana fyrir það sem mig langar að senda í gegnum það með specific forwarding records fyrir það.
Re: Hvar fæ ég stöðugasta netið í dag
Held að Vodafone og Síminn séu báðir mjög sterkir þegar kemur að stöðuleika á kerfunum þeirra. Yfirleitt er bilun fyrir utan kerfin þeirra, eins í línum eða innandyra. Myndi mæla með að vera með góðan endabúnað og leggja vinnu í að innanhúslagnir séu ekki í flækju. Svo er ljósleiðari besta sem þú getur fengið þegar kemur að stöðuleika. VDSL eða ljósnet, er ekki ljósleiðari nema inní götu, eftir það er kopar sem er gjarn á að lenda í truflunum. 90% bilana er last mile. Útlandasambönd geta líka verið tricky. Einn daginn eru truflanir á útlandasambandi hjá Símanum og annan daginn eru truflanir hjá Vodafone. Það er ekkert 100%. Enn mikið um DDoS árásir út í heimi sem eru tæknilega ekki séð truflanir á útlandasambandi þess aðila.