gagnabjörgun
gagnabjörgun
Ég er með seagate 2000gb disk sem kom skammhlaup í þegar hann var í viðgerð hjá Tl. Hverjir eru bestir í gagnabjörgun og hver getur hjálpað mér.
Re: gagnabjörgun
Christel skrifaði:Ég er með seagate 2000gb disk sem kom skammhlaup í þegar hann var í viðgerð hjá Tl. Hverjir eru bestir í gagnabjörgun og hver getur hjálpað mér.
Hvernig fóru þeir að því ? Þeir hljóta að vera ábyrgðir og ég hefði haldið að þeir gætu lagað diska.
En það er datatech, http://www.datatech.is/ ef það er en til.
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Bíddu er TL ekki þeir sem skemdu diskinn?
Afhverju ættir þú að vera að vesenast í þessu, þeir eiga auðvitað að sjá um viðgerðina.
Annars ef að bara móðurborðið á diskinum er ónýtt á að vera nóg fyrir þig að fynna nákvæmlega sömu típu af móðurborði og
skipta bara um það sjálfur, ættu bara að vera 4 skrúfur.
Afhverju ættir þú að vera að vesenast í þessu, þeir eiga auðvitað að sjá um viðgerðina.
Annars ef að bara móðurborðið á diskinum er ónýtt á að vera nóg fyrir þig að fynna nákvæmlega sömu típu af móðurborði og
skipta bara um það sjálfur, ættu bara að vera 4 skrúfur.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: gagnabjörgun
playman skrifaði:Bíddu er TL ekki þeir sem skemdu diskinn?
Afhverju ættir þú að vera að vesenast í þessu, þeir eiga auðvitað að sjá um viðgerðina.
Ég þekki þetta nú ekki beint en þegar hlutur er á verkstæði, alveg sama hvaða tölvuverkstæði, er ekki venjan að verkstæðið beri ábyrgð á gögnum. Án þess að vita það þá gæti verið að TL hafi boðist til að bæta vélbúnaðartjón sem viðskiptavinurinn varð fyrir en hann þarf að komast í gögn og er það ekki eitthvað sem TL tekur þátt í. Eftirfarandi klausa er úr viðskiptaskilmálum Tölvulistans.
TL skrifaði:Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma.
Annars eru Datatech gríðarlega öflugir í gagnabjörgunum og ég mæli hiklaust með þeim.
Löglegt WinRAR leyfi
Re: gagnabjörgun
Dúlli skrifaði: Hvernig fóru þeir að því ? Þeir hljóta að vera ábyrgðir og ég hefði haldið að þeir gætu lagað diska.
Alltaf leiðinlegt þegar gögn glatast, en það er voðalega erfitt að bera ábyrgð á gögnum annara.
Ef það er vítavert gáleysi sem veldur því að diskur bilar eða gögn glatast, þá er auðvitað eðlilegt að verkstæðið reyni hvað það getur til að reyna að komast í gögnin, en því eru þó takmörk sett. Mér finnst ekki að verkstæði eigi að vera skaðabótaskylt gagnvart viðskiptavin ef harður diskur bilar og gagnabjörgun hjá þriðja aðila hleypur á hundruðum þúsunda.
Gögn eru svo sérstök að því leyti að oft er einfaldlega ekki hægt að bæta tjónið. Ljósmyndir og annað efni sem einstaklingur hefur sjálfur skapað (tónlist, ritlist, skólaverkefni, dagbækur o.s.frv.) er eitthvað sem er ekki hægt að bæta ef þeim er varanlega eytt eða gagnið sem þau voru geymd á skemmist.
Því er nauðsynlegt að fólk muni að taka öryggisafrit af þessum gögnum. Við erum það heppin á þessari upplýsingaöld að slíkt er tiltölulega einfalt. Með Með Dropbox, Google Drive, Skydrive, Crashplan ofl. er hægt að láta synca í rauntíma í skýið eða tölvu hjá öðrum.
Ég er ekki að segja að það sé eiganda gagna að kenna að gögnin glötuðust, heldur bara benda á að það er ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir að viðgerðaraðili sé skaðabótaskyldur. Hins vegar ætti viðgerðaraðili að temja sér að spyrja alltaf hvort að það séu einhver mikilvæg gögn inn á tölvum/diskum sem hann fær í viðgerð.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Ég hefði haldið að þeir væru skyldugir til að borga fyrir björgunina á gögnunum. Ef þeir segjast geta lagað diskinn en stúta honum svo alveg þá er það auðvitað þeirra meginn að mínu mati. Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Re: gagnabjörgun
I-JohnMatrix-I skrifaði:Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Nei, munurinn liggur í því að þú ert að biðja verslunina um að bæta þér margfalt það sem búnaðurinn sem þau skemmdu kostuðu. Og líkt og ég nefni, í sumum tilfellum er einfaldlega ekki hægt að bjarga neinu.
Bíl er hægt að laga og getur bifvélavirkinn yfirleitt gert það sjálfur, en gagnabjörgun getur hlaupið á hundruðum þúsunda, og í sumum tilfellum milljónum, sem oft þarf að greiða til þriðja aðila.
Það er kannski aðalmálið... hvar á að stoppa. Það er voðalega erfitt að viðurkenna ábyrgð upp á X krónur. Mikið einfaldara að firra sig allri ábyrgð, sem flest verkstæði gera í skilmálum sínum.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Klemmi skrifaði:I-JohnMatrix-I skrifaði:Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Nei, munurinn liggur í því að þú ert að biðja verslunina um að bæta þér margfalt það sem búnaðurinn sem þau skemmdu kostuðu. Og líkt og ég nefni, í sumum tilfellum er einfaldlega ekki hægt að bjarga neinu.
Bíl er hægt að laga og getur bifvélavirkinn yfirleitt gert það sjálfur, en gagnabjörgun getur hlaupið á hundruðum þúsunda, og í sumum tilfellum milljónum, sem oft þarf að greiða til þriðja aðila.
Það er kannski aðalmálið... hvar á að stoppa. Það er voðalega erfitt að viðurkenna ábyrgð upp á X krónur. Mikið einfaldara að firra sig allri ábyrgð, sem flest verkstæði gera í skilmálum sínum.
Sumir skynjarar í dýrari bíltegundum geta auðveldlega hlaupið á hundruðum þúsunda, bifvélaverkstæðin eru tryggð fyrir svona slysatjónum og bera ábyrgðina. Afhverju ætti það að vera öðruvísi með önnur verkstæði ? Ég viðurkenni þó að ég viti ekki hver á að bera ábyrgðina lagalega séð í tilfelli OP en mér þætti það ósanngjarnt af verkstæðinu hjá tölvulistanum að borga ekki fyrir gagnabjörgun ef þeir tóku að sér viðgerð á harða disknum án þess að upplýsa OP um að gögning gætu glatast.
Re: gagnabjörgun
I-JohnMatrix-I skrifaði:Sumir skynjarar í dýrari bíltegundum geta auðveldlega hlaupið á hundruðum þúsunda, bifvélaverkstæðin eru tryggð fyrir svona slysatjónum og bera ábyrgðina. Afhverju ætti það að vera öðruvísi með önnur verkstæði ?
Þetta er ekki veraldlegur hlutur sem við erum að tala um hér.
Þó ég sé með innbústryggingu, þá tryggir það ekki myndirnar í myndaalbúminu mínu í eldsvoða. Eða að láta sérsauma bangsa líkan þeim sem tapaðist í eldinum og fæst ekki lengur, en mér þótti vænt um.
Gögn eru á sama tíma einskis virði og ómetanleg. Þegar kemur að gögnum einstaklinga, þá er það almennt huglægt mat hvers virði þau eru og fæstir eru tilbúnir til að borga sjálfir fyrir gagnabjörgun þó svo að þeir myndu stökkva á það ef einhver annar ætti að borga brúsann.
Ég vann á tölvuverkstæði og mörgum fannst að við ættum að greiða gagnabjörgun á hörðum disk í tölvum sem biluðu, undir þeim formerkjum að tölvan væri í ábyrgð. Við gátum ekkert gert til að koma í veg fyrir að diskurinn bilaði, samt fannst fólki það sjálfsagt.
EN við erum komnir langt út fyrir efni þráðarins.
Þeir sem hafa reynslu af gagnabjörgunarþjónustum, endilega látið ljós ykkar skína
-
- FanBoy
- Póstar: 778
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Oft hægt að finna eins stýrispjald og skipta því út, en virkar auðvitað bara ef bilun er í stýrispjaldinu
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hefði haldið að þeir væru skyldugir til að borga fyrir björgunina á gögnunum. Ef þeir segjast geta lagað diskinn en stúta honum svo alveg þá er það auðvitað þeirra meginn að mínu mati. Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Ef þú ert með ljósmyndaalbúið þitt í hanskahólfinu og bifvélavirkinn kveikir óvart í bílnum, er hann skaðabótaskyldur gagnvart ljósmyndunum í albúminu? Hvernig þá?
TL hefur alveg örugglega boðist til að bæta honum diskinn, en gögnin eru allt annað mál, og ekki á ábyrgð TL. Það var allavega standard þegar ég vann á tölvuverkstæði að viðskiptavinir kvittuðu upp á það að gögnin væru ekki á ábyrgð verkstæðisins.
-
- Kóngur
- Póstar: 6398
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
þegar þú segir viðgerð, meinaru þá ekki skoðun til að athuga með bilun eða galla?
það eru of margir póstar sem keyra á því premise að TL ætluðu sér að "laga" diskinn, sem ég stórlega efast um að þeir geri.
það eru of margir póstar sem keyra á því premise að TL ætluðu sér að "laga" diskinn, sem ég stórlega efast um að þeir geri.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
KermitTheFrog skrifaði:I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hefði haldið að þeir væru skyldugir til að borga fyrir björgunina á gögnunum. Ef þeir segjast geta lagað diskinn en stúta honum svo alveg þá er það auðvitað þeirra meginn að mínu mati. Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Ef þú ert með ljósmyndaalbúið þitt í hanskahólfinu og bifvélavirkinn kveikir óvart í bílnum, er hann skaðabótaskyldur gagnvart ljósmyndunum í albúminu? Hvernig þá?
TL hefur alveg örugglega boðist til að bæta honum diskinn, en gögnin eru allt annað mál, og ekki á ábyrgð TL. Það var allavega standard þegar ég vann á tölvuverkstæði að viðskiptavinir kvittuðu upp á það að gögnin væru ekki á ábyrgð verkstæðisins.
Ekki beint samanburðarhæft þar sem ljósmyndir sem verða að ösku er ekki hægt að endurheimta, hinsvegar er oft hægt að endurheimta gögn af ónýtum HDD. Það getur líka verið tímafrekt og kostnaðarsamt að skipta um skemmdan skynjara eða íhlut í bíl. En eins og Klemmi nefndi hér fyrir ofan þá erum við komnir út fyrir efni þráðarins.
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Elli rafeindarvirki í ljósgjafanum hérna á Akureyri hefur verið að gera við diska, gætir prófað að heyra í honum.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Reputation: 32
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: gagnabjörgun
Minnir að ég hafi lesið einhvernstaðar að þegar maður setur hluti í viðgerð er ekki tekin ábyrgð á gögnum. Gæti verið að ég muni rangt.EN það er alltaf góð regla að backupa það sem fer á annan stað úr þinni vörslu þó svo að það sé stuttur tími ef það er eithvað sem þú villt alls ekki missa...
En hljómar eins og móðuborðs skipti væri gott að prófa.
En hljómar eins og móðuborðs skipti væri gott að prófa.
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX