Er með til sölu notaða Toshiba Satellite, keypt haustið 2013. Notaði hana í þriggja ára tölvunarfræðinámi og hún virkaði alveg stórvel í allt sem ég þurfti. Engin gríðarleg leikjatölva en ég hef þó spilað óhóflegt magn af Europa Universalis IV á henni, það krefst bara smá þolinmæði.
Harði diskurinn hrundi í henni svo það er splunkunýr 250GB SSD í tölvunni, ætlaði að lengja aðeins líftímann á henni en endaði svo á að kaupa mér nýja svo hún hefur eiginlega ekkert verið notuð síðan. Ég er nýlega búinn að þrífa ryk innan úr henni og setja nýtt kælikrem og svoleiðis, svo hún á alveg að eiga 1-2 ár eftir eða meira.
Rafhlaðan er að sjálfsögðu orðin léleg, enda styttri líftími á henni en tölvunni sjálfri en hún dugar þó alveg í 1-2 klst að mig minnir (get reynt að mæla aðeins nákvæmari tíma ef þess þarf).
Frábær skólatölva í góðu standi. Ásett verð er kr 80.000, en skoða öll tilboð.
Specs:
Skjár: 15.6"
CPU: Intel Core i5-3230M
RAM: 8 GB DDR3
[TS] Toshiba Satellite C855-22N
[TS] Toshiba Satellite C855-22N
- Viðhengi
-
- IMG_20170618_230709546.jpg (2.38 MiB) Skoðað 286 sinnum
-
- IMG_20170618_230753107.jpg (2.58 MiB) Skoðað 286 sinnum
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: [TS] Toshiba Satellite C855-22N
80 þúsund er enganveginn sangjart fyrir þessa vél, 30 til 40 þúsund er toppverð fyrir 4 ára vél sem er þokkalega spekkuð !
PS. ekki beint endilega til þín en þetta "Ásett verð" á Íslandi er alveg magnað fyrirbæri. Hvað stýrir ásettu verði? Td. bíll er auglýstur til sölu, ásett verð 1 miljón þó svo að viðmiðunarverð á bílnum sé 500 þúsund
Bætt við.
https://elko.is/hp-lt-i5-4g-128g-15-6-fhd-hp15ay107no Hér er ný i5 HP vél á 80 þúsund !
PS. ekki beint endilega til þín en þetta "Ásett verð" á Íslandi er alveg magnað fyrirbæri. Hvað stýrir ásettu verði? Td. bíll er auglýstur til sölu, ásett verð 1 miljón þó svo að viðmiðunarverð á bílnum sé 500 þúsund
Bætt við.
https://elko.is/hp-lt-i5-4g-128g-15-6-fhd-hp15ay107no Hér er ný i5 HP vél á 80 þúsund !
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: [TS] Toshiba Satellite C855-22N
Sæll, einarhr og takk fyrir ábendinguna.
Ég hef ekki mikla reynslu í að verðleggja svona hluti en ákvað þó að gefa upp einhverja verðhugmynd. Bara SSD diskurinn var svona 17 þús svo ég myndi væntanlega meta hana aðeins hærra en þú gerir. En að sjálfsögðu er þetta ekkert meitlað í stein, og ég skoða öll tilboð
Ég hef ekki mikla reynslu í að verðleggja svona hluti en ákvað þó að gefa upp einhverja verðhugmynd. Bara SSD diskurinn var svona 17 þús svo ég myndi væntanlega meta hana aðeins hærra en þú gerir. En að sjálfsögðu er þetta ekkert meitlað í stein, og ég skoða öll tilboð