Apple Pay á Íslandi?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 247
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
- Reputation: 5
- Staðsetning: Suður póllinn
- Staða: Ótengdur
Apple Pay á Íslandi?
Fer ekki að styttast í að Apple Pay verði aðgengilegt hér á landi eða hefur það farið alveg framhjá mér?
Langar svo að getað borgað bara með símanum, svo erfitt að greiða með snerti-kortinu /s
Langar svo að getað borgað bara með símanum, svo erfitt að greiða með snerti-kortinu /s
-
- Nörd
- Póstar: 129
- Skráði sig: Fös 01. Júl 2016 23:55
- Reputation: 15
- Staðsetning: 107 Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
er alveg sammála nema bara með Android Pay. mikið auðveldara en að þurfa að leita að veskinu áður en maður fer út úr húsi.
Re: Apple Pay á Íslandi?
Afgreiðslumaður í búð sagði við mig um daginn "Sástu þetta? Hann borgaði með úrinu!".
Ég tók ekki eftir því hvernig úr þetta var en gæti það hafa verið að nota eitthvað annað en Apple eða Android Pay?
Ég tók ekki eftir því hvernig úr þetta var en gæti það hafa verið að nota eitthvað annað en Apple eða Android Pay?
Re: Apple Pay á Íslandi?
ElGorilla skrifaði:Afgreiðslumaður í búð sagði við mig um daginn "Sástu þetta? Hann borgaði með úrinu!".
Ég tók ekki eftir því hvernig úr þetta var en gæti það hafa verið að nota eitthvað annað en Apple eða Android Pay?
Er ekki þróunin á þá vegu að maður getur bráðum bara borgað með hugaraflinu?
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Setjið snertilausa debet/kredit kortið ykkar inn í símacoverið, aftan á símann, og þá getið þið borgað með símanum. Works for me :-)
Re: Apple Pay á Íslandi?
hagur skrifaði:Setjið snertilausa debet/kredit kortið ykkar inn í símacoverið, aftan á símann, og þá getið þið borgað með símanum. Works for me :-)
Virkar erfiðlega þegar öll kort í dag eru kominn með snertilausa lausn.
Kannski smá rússsnesk rúlletta
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Fékk mér svona hulstur og þarf ekki einu sinni að taka kortið úr. Svo líka standur fyrir videoglápið
http://s.aliexpress.com/RbQzmURF
http://s.aliexpress.com/RbQzmURF
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Apple Pay á Íslandi?
hagur skrifaði:Setjið snertilausa debet/kredit kortið ykkar inn í símacoverið, aftan á símann, og þá getið þið borgað með símanum. Works for me :-)
Trickery !
Já, það er gaman af þessu. Kannski er hægt að klippa örgjörvann úr kortinu og fela í hring eða álíka...hmm.... þetta gæti verið áhugavert tilraunaverkefni.
*-*
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Ég myndi ekki geyma snertilaus greiðslukort nema í veski sem ver þau fyrir skanni þegar þau eiga ekki að vera í notkun.
Re: Apple Pay á Íslandi?
Apple Pay virkar á flestum posum á Íslandi sem styðja snertilausar greiðslur. Það er hinsvegar ekki hægt að virkja íslensk kort í Wallet appinu þar sem líklegast hefur Apple ekki enn samið við kortaútgefendur og/eða bankana hér á landi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2581
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Mig langar bara ekkert að borga með símanum
Ég mun aldrei treysta símanum mínum fyrir öllu. Aldrei.
Ég mun aldrei treysta símanum mínum fyrir öllu. Aldrei.
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
nidur skrifaði:Ég myndi ekki geyma snertilaus greiðslukort nema í veski sem ver þau fyrir skanni þegar þau eiga ekki að vera í notkun.
Skilst meira að segja að það þurfi að vera málm plata í því veski svo ekki sé hægt að skanna kortið án þíns leyfis.
Annars virkar mitt snertilausa kort bara ekki.... Þarf alltaf að renna örgjörvanum... Sem er ves þegar maður er að versla gosflösku á 330kall...
Svo það væri kannski bara fínt að fá Android Pay til þess að virka í mínum síma.
appel skrifaði:
Já, það er gaman af þessu. Kannski er hægt að klippa örgjörvann úr kortinu og fela í hring eða álíka...hmm.... þetta gæti verið áhugavert tilraunaverkefni.
Skilst samt að örgjörvinn sé ekki snertilausa dæmið. Hef heyrt að maður eigi að geta disable'að snertilausa með því að klippa á kortið einhvers staðar. Ekki nálægt örgjörvanum.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 247
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
- Reputation: 5
- Staðsetning: Suður póllinn
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Opes skrifaði:Apple Pay virkar á flestum posum á Íslandi sem styðja snertilausar greiðslur. Það er hinsvegar ekki hægt að virkja íslensk kort í Wallet appinu þar sem líklegast hefur Apple ekki enn samið við kortaútgefendur og/eða bankana hér á landi.
Hef einmitt heyrt um ferðamenn t.d. frá Bandaríkjunum sem geta notað Apple Pay hérna.
Apple>Microsoft
Re: Apple Pay á Íslandi?
psteinn skrifaði:Opes skrifaði:Apple Pay virkar á flestum posum á Íslandi sem styðja snertilausar greiðslur. Það er hinsvegar ekki hægt að virkja íslensk kort í Wallet appinu þar sem líklegast hefur Apple ekki enn samið við kortaútgefendur og/eða bankana hér á landi.
Hef einmitt heyrt um ferðamenn t.d. frá Bandaríkjunum sem geta notað Apple Pay hérna.
Já ferðamenn geta greitt með Apple Pay hérna. Svalt að sjá fólk setja Apple watch bara uppað posanum og borga þannig.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
appel skrifaði:hagur skrifaði:Setjið snertilausa debet/kredit kortið ykkar inn í símacoverið, aftan á símann, og þá getið þið borgað með símanum. Works for me :-)
Trickery !
Já, það er gaman af þessu. Kannski er hægt að klippa örgjörvann úr kortinu og fela í hring eða álíka...hmm.... þetta gæti verið áhugavert tilraunaverkefni.
Það eru rásir sem spanna nokkra hringi í kringum kortið og mynda loftnet fyrir snertilausu greiðslurnar. Svo það dugir ekki bara að taka örgjörvann.
Sjá t.d. hér í Hackaday grein um hvernig má "slökkva" á þessum fítus: http://hackaday.com/2014/08/23/disablin ... bit-cards/
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
KermitTheFrog skrifaði:
Það eru rásir sem spanna nokkra hringi í kringum kortið og mynda loftnet fyrir snertilausu greiðslurnar. Svo það dugir ekki bara að taka örgjörvann.
Sjá t.d. hér í Hackaday grein um hvernig má "slökkva" á þessum fítus: http://hackaday.com/2014/08/23/disablin ... bit-cards/
Gaman að þessu, minnir mig á það þegar maður var með Bensínlykla og tók úr þeim og setti í lokið á símanum sínum... það var sko "Apple Pay", virkaði bara hjá Atlantsolíu
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
russi skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:
Það eru rásir sem spanna nokkra hringi í kringum kortið og mynda loftnet fyrir snertilausu greiðslurnar. Svo það dugir ekki bara að taka örgjörvann.
Sjá t.d. hér í Hackaday grein um hvernig má "slökkva" á þessum fítus: http://hackaday.com/2014/08/23/disablin ... bit-cards/
Gaman að þessu, minnir mig á það þegar maður var með Bensínlykla og tók úr þeim og setti í lokið á símanum sínum... það var sko "Apple Pay", virkaði bara hjá Atlantsolíu
Er Atlandsolía still a thing eða? Eru einhverjar stöðvar í bænum? Eina stöðin sem ég man eftir í fljótubragði er á Selfossi haha
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: Apple Pay á Íslandi?
nidur skrifaði:Ég myndi ekki geyma snertilaus greiðslukort nema í veski sem ver þau fyrir skanni þegar þau eiga ekki að vera í notkun.
Afhverju ekki? Hef oft pælt í þessu, til að labba uppað einhverjum og stela af kortinu snertilaust þarftu eftirfarandi ekki satt?
1.Posa með snertilausum fídus
2. Að skrá posan einhverstaðar
3. Að gefa upp reikningsnúmmer og fleirri upplýsingar til að fá greiðsluna frá kortafyrirtækinu
Þannig að ég spyr, er þetta ekki bara eitthvað myth sem fór í gang eða er þetta ekki eins og að ræna banka og skilja eftir vegabréfið sitt með símanúmmeri.
-
- Gúrú
- Póstar: 562
- Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
- Reputation: 29
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Tiger skrifaði:nidur skrifaði:Ég myndi ekki geyma snertilaus greiðslukort nema í veski sem ver þau fyrir skanni þegar þau eiga ekki að vera í notkun.
Afhverju ekki? Hef oft pælt í þessu, til að labba uppað einhverjum og stela af kortinu snertilaust þarftu eftirfarandi ekki satt?
1.Posa með snertilausum fídus
2. Að skrá posan einhverstaðar
3. Að gefa upp reikningsnúmmer og fleirri upplýsingar til að fá greiðsluna frá kortafyrirtækinu
Þannig að ég spyr, er þetta ekki bara eitthvað myth sem fór í gang eða er þetta ekki eins og að ræna banka og skilja eftir vegabréfið sitt með símanúmmeri.
var ekki talað um að það sé hægt að stela kortaupplýsingum (kortanúmer, tímabil, tölur fyrir aftan) með svona posa? eða breyta kortalesara í posa í eitthvað svona? eða er þetta encripted einhvern veginn? :O
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
HalistaX skrifaði:russi skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:
Það eru rásir sem spanna nokkra hringi í kringum kortið og mynda loftnet fyrir snertilausu greiðslurnar. Svo það dugir ekki bara að taka örgjörvann.
Sjá t.d. hér í Hackaday grein um hvernig má "slökkva" á þessum fítus: http://hackaday.com/2014/08/23/disablin ... bit-cards/
Gaman að þessu, minnir mig á það þegar maður var með Bensínlykla og tók úr þeim og setti í lokið á símanum sínum... það var sko "Apple Pay", virkaði bara hjá Atlantsolíu
Er Atlandsolía still a thing eða? Eru einhverjar stöðvar í bænum? Eina stöðin sem ég man eftir í fljótubragði er á Selfossi haha
https://www.atlantsolia.is/stodvar/
Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar. Þær eru 12 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 7 stöðvar á landbyggðinni. Atlantsolía rekur birgðarstöð í Hafnarfirði og notar 4 olíubíla í dreifingu.
Re: Apple Pay á Íslandi?
rickyhien skrifaði:
var ekki talað um að það sé hægt að stela kortaupplýsingum (kortanúmer, tímabil, tölur fyrir aftan) með svona posa? eða breyta kortalesara í posa í eitthvað svona? eða er þetta encripted einhvern veginn? :O
Snertilausa færslan gefur dulkóðuð token, lesarinn sér ekki kortanúmer, gildistíma eða öryggisnúmer.
Í fyrsta lagi þá þyrfti einstaklingur að vera með posann skráðann og því auðvelt fyrir einstaklinga að gera endurkröfu á færslur sem þeir kannast ekki við og sá sem væri með posann skráðann myndi lenda í vandræðum. Ef einhver myndi fiffa lesara og fá upplýsingar um tokenið og geta notað það með einhverjum hætti þá myndi viðkomandi græða sáralítið á því (þak á hverja færslu, nýtt token fyrir hverja færslu og þak á heildar upphæð færslna innan sólahrings áður en þú ert beðinn um PIN inslátt). Í versta falli ef einhver gæti lesið upplýsingar af kortinu þínu og fengið kortanúmer og gildistíma þá myndi snertilaus færsla aldrei gefa upp öryggisnúmerið (CVC númerið) og það takmarkar verulega hvar þú getur notað kortið, sá aðilið þyrfti líka að vera með lesara um 5 cm frá þér og því líklegt að þú myndir taka eftir því ef einhver væri að reyna að lesa kortið. Ef þetta væri tilfellið þá myndi kortaeigandinn loka kortinu og gera endurkröfur á þær færslur sem hefðu verið teknar af kortinu, með nákvæmlega sama hætti og ef kortaupplýsingum er stolið með öðrum hætti.
TL;DR: Áhættan er mjög, mjög lítil.
common sense is not so common.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að snertilausar færslur séu á ábyrgð seljanda þar sem eigandi kortsins staðfestir hana ekki (hvorki undirskrift né PIN). Svo það er ekkert mál að gera endurkröfu á færslur sem þú kannast ekki við.
Re: Apple Pay á Íslandi?
Held að við getum gefið okkur að Ísland sé mjög neðarlega þegar kemur að Apple Pay, Android Pay, Samsung Pay eða hvað sem þetta heitir. Markaðurinn er svo lítill þó að við séum framarlega í hlutfalli snjallsímaeignar og að posaumhverfið okkar sé lengra komið en mörg lönd sem við berum okkur saman við.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
wicket skrifaði:Held að við getum gefið okkur að Ísland sé mjög neðarlega þegar kemur að Apple Pay, Android Pay, Samsung Pay eða hvað sem þetta heitir. Markaðurinn er svo lítill þó að við séum framarlega í hlutfalli snjallsímaeignar og að posaumhverfið okkar sé lengra komið en mörg lönd sem við berum okkur saman við.
Amen... við getum ekki einu sinni notað Android Auto þótt það sé komið í marga bíla hérlendis
Starfsmaður @ IOD
-
- Vaktari
- Póstar: 2581
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Apple Pay á Íslandi?
Gislinn skrifaði:rickyhien skrifaði:
var ekki talað um að það sé hægt að stela kortaupplýsingum (kortanúmer, tímabil, tölur fyrir aftan) með svona posa? eða breyta kortalesara í posa í eitthvað svona? eða er þetta encripted einhvern veginn? :O
Snertilausa færslan gefur dulkóðuð token, lesarinn sér ekki kortanúmer, gildistíma eða öryggisnúmer.
Í fyrsta lagi þá þyrfti einstaklingur að vera með posann skráðann og því auðvelt fyrir einstaklinga að gera endurkröfu á færslur sem þeir kannast ekki við og sá sem væri með posann skráðann myndi lenda í vandræðum. Ef einhver myndi fiffa lesara og fá upplýsingar um tokenið og geta notað það með einhverjum hætti þá myndi viðkomandi græða sáralítið á því (þak á hverja færslu, nýtt token fyrir hverja færslu og þak á heildar upphæð færslna innan sólahrings áður en þú ert beðinn um PIN inslátt). Í versta falli ef einhver gæti lesið upplýsingar af kortinu þínu og fengið kortanúmer og gildistíma þá myndi snertilaus færsla aldrei gefa upp öryggisnúmerið (CVC númerið) og það takmarkar verulega hvar þú getur notað kortið, sá aðilið þyrfti líka að vera með lesara um 5 cm frá þér og því líklegt að þú myndir taka eftir því ef einhver væri að reyna að lesa kortið. Ef þetta væri tilfellið þá myndi kortaeigandinn loka kortinu og gera endurkröfur á þær færslur sem hefðu verið teknar af kortinu, með nákvæmlega sama hætti og ef kortaupplýsingum er stolið með öðrum hætti.
TL;DR: Áhættan er mjög, mjög lítil.
En að ná bæði upplýsingum gegnum lesarann og afrit af segulröndinni(það er fullt af búnaði til)?
Er þá ekki auðvelt að prenta þær upplýsingar á nýtt kort og byrja að nota það?