Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Maí 2017 11:40

Þá er það á hreinu, að birta (taka skjáskot) af einaskilaboðum er brot á hegningarlögum.
Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­a skrifaði:Skjá­skot af einka­skila­boðum og dreif­ing þeirra á net­inu, án samþykk­is, er hegn­ing­ar­laga­brot.
Þetta seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar.

Meira um þetta á mbl.is



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3171
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 29. Maí 2017 11:50

Ok, núna fara eflaust vinnustaðir að panikka með Skype samskipti og þess háttar, verður stranglega bannað að setja Skype samskipti inní verkbeiðnir \:D/


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Maí 2017 12:12

hehehe, nahh ... held að fólk þurfi almennt ekki að örvænta. Ætli það sé ekki frekar verið að tala um náin skilaboð sem er verið að nota gegn fólki. SMS saga sem þú átt með kærustunni og hún ákveður að nota það gegn þér í hefndarskyni fyrir eitthvað. En þá þarft þú að sækja málið og sýna fram á skaða, lögreglan eða saksóknari hafa ekki frumkvæðið. Samt jákvætt að það séu til lög yfir svona lagað.

Hjaltiatla skrifaði:Ok, núna fara eflaust vinnustaðir að panikka með Skype samskipti og þess háttar, verður stranglega bannað að setja Skype samskipti inní verkbeiðnir \:D/



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Viktor » Mán 29. Maí 2017 16:30

Hjaltiatla skrifaði:Ok, núna fara eflaust vinnustaðir að panikka með Skype samskipti og þess háttar, verður stranglega bannað að setja Skype samskipti inní verkbeiðnir \:D/


Eru verkbeiðnir hjá þínum vinnustað opinberar? :fly


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3171
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 29. Maí 2017 16:34

Sallarólegur skrifaði:Eru verkbeiðnir hjá þínum vinnustað opinberar? :fly

Nope , eflaust hægt að túlka beiðnakerfi á þann máta (þar sem fleiri en einn komast í skilaboðin sem eru sett þar inn).
Að maður þurfi alltaf að spurja í hvert skipti , fæ ég leyfi til að setja þessar upplýsingar í beiðnakerfið eða þurfa alltaf að koma með óbeinar tilvitnanir og endurskrifa það sem er inní samskiptunum og blablabla.


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf rapport » Mán 29. Maí 2017 17:09

Fellur líklega undir sama og að taka upp símtal, sem er þá í raun brot á lögum um fjarskipti en ekki lögum um persónuvernd.

Þetta er í raun góð þróun, allt of oft er verið að hlera samskipti fólks við fyrirtæki með CRM kerfi án þess að það sé látið vita að margir innan fyrirtækisins geti í raun lesið samskipti sem það telur hugsanlega prívat milli sín og þjónustufulltrúa.

Fyrir vikið þá ætti að skilda þá sem nota CRM eða beiðnakerfi til að senda ætíð póst á viðkomandi um að "beiðni hafi verið stofnuð og samskiptin séu logguð".

Er það ekki?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3171
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 29. Maí 2017 17:21

rapport skrifaði:Fellur líklega undir sama og að taka upp símtal, sem er þá í raun brot á lögum um fjarskipti en ekki lögum um persónuvernd.

Þetta er í raun góð þróun, allt of oft er verið að hlera samskipti fólks við fyrirtæki með CRM kerfi án þess að það sé látið vita að margir innan fyrirtækisins geti í raun lesið samskipti sem það telur hugsanlega prívat milli sín og þjónustufulltrúa.

Fyrir vikið þá ætti að skilda þá sem nota CRM eða beiðnakerfi til að senda ætíð póst á viðkomandi um að "beiðni hafi verið stofnuð og samskiptin séu logguð".

Er það ekki?


Eflaust rétt en líka matsatriði, oftar en ekki er um innri samskipti í fyrirtækjum t.d tölvupóstur eða Skype skilaboð með upplýsingum sem eðlilega væri gott að skjala. Ekkert endilega dónaleg skilaboð eða án vitundar fólks sem skilaboð og þess háttar sem enda í beiðnakerfi. Bara spurning hvort að það þurfi í hvert skipti að taka það fram að maður hafi leyfi til að setja inn samskipti í beiðnakerfi.

Sumt er meira borðleggjandi en annað í persónuverndarlögum , t.d ekki vera með myndavél í kaffistofu starfsmanna etc...
Þ.e hvar er Safe space-ið :)


Just do IT
  √


Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Risadvergur » Mán 29. Maí 2017 19:28

Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.

:-k




rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf rbe » Mán 29. Maí 2017 19:58

Þessi stofnum persónuvernd er algjörlega "ómissandi" brandari.
hvað ætli þeir séu að gera á daginn ? naga blýanta ?

persónuvernd er í molum i heiminum hvar sem litið er ? , gæti komið með dæmi hér næstu vikurnar
og þeir vaða í fjölmiðla og tala um skjáskot ?
á hvaða lyfjum er þetta lið ?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Viktor » Mán 29. Maí 2017 20:05

rbe skrifaði:Þessi stofnum persónuvernd er algjörlega "ómissandi" brandari.
hvað ætli þeir séu að gera á daginn ? naga blýanta ?

persónuvernd er í molum i heiminum hvar sem litið er ? , gæti komið með dæmi hér næstu vikurnar
og þeir vaða í fjölmiðla og tala um skjáskot ?
á hvaða lyfjum er þetta lið ?


Finnst alltaf skrítið að fólk gagnrýni fjársveltar stofnanir fyrir að vera fjársveltar :-k

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf rbe » Mán 29. Maí 2017 21:07

já vissulega fjársvelt.

kannski er ekkert við þessu að gera eftir að tölvubyltingin varð að veruleika ?
svona svipað og að reyna segja öldunum að hætta að berja á ströndinni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Maí 2017 22:08

Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.

:-k

Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, einhver lagaákvæði, fordæmisgefandi dóma eða eitthvað annað.




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Risadvergur » Mán 29. Maí 2017 22:15

GuðjónR skrifaði:
Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.

:-k

Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, einhver lagaákvæði, fordæmisgefandi dóma eða eitthvað annað.


Það verður allavega ekki ráðið af fréttinni. Ég gef mér hinsvegar að þetta sé hennar túlkun á lögunum en nema fyrir liggi dómur í slíku máli er hæpið að slá því fram sem föstu að um refsiverðan verknað sé að ræða.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Maí 2017 22:17

Risadvergur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.

:-k

Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, einhver lagaákvæði, fordæmisgefandi dóma eða eitthvað annað.


Það verður allavega ekki ráðið af fréttinni. Ég gef mér hinsvegar að þetta sé hennar túlkun á lögunum en nema fyrir liggi dómur í slíku máli er hæpið að slá því fram sem föstu að um refsiverðan verknað sé að ræða.


Hún fullyrðir að þetta sé hegningarlagabrot, hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér. :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf rapport » Mán 29. Maí 2017 23:00

Persónuvernd vinnur mikið með vísindasiðanefndum alskonar stofnana og fyrirtækja varðandi meðferð gagna í rannsóknum og ýmsum verkefnum.

Það er skýr munur t.d. að fá aðgang að gögnum og vinna úr þeim ópersónugreinanlega samantekt um eitthvað viðfangsefni, svo er allt annað að fá aðgang að gögnum og vinna úr þeim nýjar upplýsingar og svo þriðja er að fá aðgang að gögnum á tveim stöðum og samtengja, krosskeyra og búa til nýjar upplýsingar.

Þá vil ég benda á að Persónuvernd hefur ekki umsjón með bankaleynd, það er á forsvari FME og ástæðan er sú að fjármálaupplýsingar teljast ekki viðkvæmar persónuupplýsingar.

Þetta er heilmikil vinna og það þarf að garfast ofaní hvert mál til aðtaka upplýsta afstöðu, sérstaklega þegar þúsundir háskólanema vilja fá aðgang að gögnum bara til að fikta og búa til sniðugt verkefni.

Þessar kröfur gera það að verkum að leiðbeinendur verða að hafa eftirlit í samráði við Persónuvernd um að meðferð og vinnsla gagna sé í samræmi við það sem sagtvar í upphafi.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2225
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf kizi86 » Mán 29. Maí 2017 23:50

hún slembir svona fram alhæfingu um að þetta sé hegningarlagabrot, án þess að koma með heimild fyrir því...

manneskja í forsvari fyrir svona opinbera stofnun ætti að sjá sómann sinn í því að vera ekki að koma með eitthvað bull...


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Vaski » Þri 30. Maí 2017 11:16

kizi86 skrifaði:manneskja í forsvari fyrir svona opinbera stofnun ætti að sjá sómann sinn í því að vera ekki að koma með eitthvað bull...

Er það endilega bull vegna þess að hún kom ekki með heimild? Getur ekki verið að hún hafi rétt fyrir sér?
Núna veit ég ekkert um það hvort að hún hafi rétt eða rangt fyrir sér, en að slengja því fram að hún sé að bulla er ekkert sérlega vandað, alla vegna án þess að vísa í heimildir (sástu hvað ég gerði þarna :) )




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Risadvergur » Þri 30. Maí 2017 13:12

Hérna er kannski verið að hengja bakara fyrir smið.

Þetta er hennar túlkun á lögunum og þá túlkun má hún hafa. Það er hinsvegar dómstóla að ákveða hvaða túlkun er rétt.

Vandamálið hér er framsetning blaðamannsins sem tekur mun dýpra í árina en efni standa til.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Tbot » Þri 30. Maí 2017 16:10

Persónuvernd er opinber stofnun en ekki hluti af dómstólum.

Allt sem kemur frá þeim er þeirra mat/túlkun á lögum.

Því miður hefur það sem mest hefur borið á hjá þeim snúist um að vernda lögbrjóta.

Eins og dæmið um þjófnaðinn á símanum, þar sem faðir lætur son sinn taka síma sem gleymdist. Var annað hvort í sjoppu eða bakarí.
Myndum sem sýndu þetta úr myndavélakerfi var smellt á netið til að finna þjófinn.

Síðan málin með Ikea að reyna að vernda sig gegn gegn þjófum þar sem þeim er meinuð innganga í verslunina.
Það er einfaldara að halda þeim úti heldur en að reyna hafa eftirlit með þeim í gegnum alla búðina.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf Tbot » Þri 30. Maí 2017 16:22

Síðan má velta aðeins upp annarri hlið á þessu og þá hversu vanhugsuð þessi ummæli hennar eru.

Það er ef einhver perri fer að senda t.d. dóttur þinni/syni (sem er barn) klámmyndir eða myndir af vininum.
Við kæru til lögreglu og síðan dómsmál þá gætu/eru þessi einkaskilaboð orðin opinber gögn í dómsmáli.

=> þar með er kæran til lögreglu/dómsmál orðið að refsiverðu athæfi.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf rapport » Þri 30. Maí 2017 17:09

Tbot skrifaði:Síðan má velta aðeins upp annarri hlið á þessu og þá hversu vanhugsuð þessi ummæli hennar eru.

Það er ef einhver perri fer að senda t.d. dóttur þinni/syni (sem er barn) klámmyndir eða myndir af vininum.
Við kæru til lögreglu og síðan dómsmál þá gætu/eru þessi einkaskilaboð orðin opinber gögn í dómsmáli.

=> þar með er kæran til lögreglu/dómsmál orðið að refsiverðu athæfi.


Nei, þá er verið að afrita skilaboðin til geymslu til að varðveita sönnunargögn en ekki senda þau áfram = að vista samskipti til seinni tímanotkunar er ekki það sama og leka þeim út á internetið.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2225
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Refsivert að birta opinberlega einkaskilaboð

Pósturaf kizi86 » Mið 31. Maí 2017 07:29

Vaski skrifaði:
kizi86 skrifaði:manneskja í forsvari fyrir svona opinbera stofnun ætti að sjá sómann sinn í því að vera ekki að koma með eitthvað bull...

Er það endilega bull vegna þess að hún kom ekki með heimild? Getur ekki verið að hún hafi rétt fyrir sér?
Núna veit ég ekkert um það hvort að hún hafi rétt eða rangt fyrir sér, en að slengja því fram að hún sé að bulla er ekkert sérlega vandað, alla vegna án þess að vísa í heimildir (sástu hvað ég gerði þarna :) )

Hún er ekki dómari, hún getur bara ekki ákveðið eitthvað og litið á það sem heilagan sannleik, og starfi sýnu vegna, þá þarf að backa allt svona tal með heimildum, annað er mjög óábyrgt.. Eitt er að segja að hlutur gæti fallið undir hegningarlög, annað að segja beint að hlutur sé brot á hegningarlögum..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV