Að kaupa mér tölvu.
Að kaupa mér tölvu.
Sæl öll,
Ég er að fara að byggja mér nýja tölvu uppsetningu og ég var að spá hvort það sé ódýrara að kaupa alla partana hér á íslandi eða að fá þá senda t.d. frá Englandi?
er að skoða eitthvað svipað þessu
Örgjörvi: Ryzen 1800x
RAM: 32gb 2400 mhz DDR4
Móðurborð: B370
Skjákort: Geforce 1080 Ti
Storage: 2tb SSHD og 500gb m.2 ssd
þetta setup kostar hér 350000 (ish með kassa og öllu) en ef ég kaupi hana frá uk þá er hún 260,000, vitið þið hvort það séu einhverjar góðar þjónustur sem senda svona vörur, eða hvort það sé einhver söluaðili á íslandi sem selur á minna?
Ég er að fara að byggja mér nýja tölvu uppsetningu og ég var að spá hvort það sé ódýrara að kaupa alla partana hér á íslandi eða að fá þá senda t.d. frá Englandi?
er að skoða eitthvað svipað þessu
Örgjörvi: Ryzen 1800x
RAM: 32gb 2400 mhz DDR4
Móðurborð: B370
Skjákort: Geforce 1080 Ti
Storage: 2tb SSHD og 500gb m.2 ssd
þetta setup kostar hér 350000 (ish með kassa og öllu) en ef ég kaupi hana frá uk þá er hún 260,000, vitið þið hvort það séu einhverjar góðar þjónustur sem senda svona vörur, eða hvort það sé einhver söluaðili á íslandi sem selur á minna?
Re: Að kaupa mér tölvu.
Ef þú ætlar að tak frá UK þá myndi ég mæla með overclockers.co.uk
Löglegt WinRAR leyfi
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Njall_L skrifaði:Ef þú ætlar að tak frá UK þá myndi ég mæla með overclockers.co.uk
Tek undir með Njál, pantaði örgjörvakælingu frá overclockers.co.uk og hún var komin í mínar hendur 22 tímum eftir að ég ýtti á confirm order. Annars sendir scan.co.uk líka til Íslands, hef ekki pantað þaðan sjálfur en félagi minn pantaði sér ultrawide skjá og gékk það bara vel.
Re: Að kaupa mér tölvu.
Pantaði móðurborð frá overclockers og það kom næsta dag upp að dyrum og var 3000 kalli ódýrara en út úr búð hér. Það er samt glatað ef þú þarft að skila móðurborðinu.
Re: Að kaupa mér tölvu.
Njall_L skrifaði:Ef þú ætlar að tak frá UK þá myndi ég mæla með overclockers.co.uk
Kíkti á þessa síðu og guð minn góður hvað það er mikið okur í gangi hér heima. Ryzon 1800X sem kosta 89.900 í Tölvulistanum og Tölvutek kostar 49 þúsund úti eða tæplega 61 þúsund með ísl vsk. => 48% verðmunur. Minnsti verðmunur 23% (computer.is og tölvutækni) Svona munur er fljótur að safnast upp ef maður raðar saman í vél. Og þá verður sendingarkostnaðurinn pr. item lítill.
Re: Að kaupa mér tölvu.
Borgar maður toll þegar DHL kemur með þetta til manns eða? Tek eftir því líka að verðin lækka á síðunni þegar maður velur Ísland. Hjá Overclockers þ.e.a.s.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Frekja skrifaði:Borgar maður toll þegar DHL kemur með þetta til manns eða? Tek eftir því líka að verðin lækka á síðunni þegar maður velur Ísland. Hjá Overclockers þ.e.a.s.
Enginn tollur en borgar alltaf vsk og úrvinnslugjald, minnir að úrvinnslugjaldið hjá DHL sé 1200 kr og vsk fer eftir heildar upphæð vörunnar með sendingu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Það er ekki ódýrara ef eitthvað kemur upp á eða bilar... spurning hvort þú viljir taka sénsinn fyrir því, sparar kannski 20-30þ.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Sallarólegur skrifaði:Það er ekki ódýrara ef eitthvað kemur upp á eða bilar... spurning hvort þú viljir taka sénsinn fyrir því, sparar kannski 20-30þ.
Hvernig færðu það út? Þetta er er mun meiri sparnaður heldur en 20-30þ ef hann er að versla sér heila tölvu að utan með top of the line íhlutum. Sérð að það er 14 þúsund króna sparnaður bara á örgjörvanum. Þar að auki berð þú engan kostnað ef eitthvað bilar fyrir utan bíltúr útá pósthús. Sama á við um ef þetta er keypt hérna heima þá þarf að skutlast í búðina með dótið.
Re: Að kaupa mér tölvu.
I-JohnMatrix-I skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Það er ekki ódýrara ef eitthvað kemur upp á eða bilar... spurning hvort þú viljir taka sénsinn fyrir því, sparar kannski 20-30þ.
Hvernig færðu það út? Þetta er er mun meiri sparnaður heldur en 20-30þ ef hann er að versla sér heila tölvu að utan með top of the line íhlutum. Sérð að það er 14 þúsund króna sparnaður bara á örgjörvanum. Þar að auki berð þú engan kostnað ef eitthvað bilar fyrir utan bíltúr útá pósthús. Sama á við um ef þetta er keypt hérna heima þá þarf að skutlast í búðina með dótið.
Já ok kostar ekkert að senda heila bilaða tölvu til englands? þvílík snilld
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Storm skrifaði:I-JohnMatrix-I skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Það er ekki ódýrara ef eitthvað kemur upp á eða bilar... spurning hvort þú viljir taka sénsinn fyrir því, sparar kannski 20-30þ.
Hvernig færðu það út? Þetta er er mun meiri sparnaður heldur en 20-30þ ef hann er að versla sér heila tölvu að utan með top of the line íhlutum. Sérð að það er 14 þúsund króna sparnaður bara á örgjörvanum. Þar að auki berð þú engan kostnað ef eitthvað bilar fyrir utan bíltúr útá pósthús. Sama á við um ef þetta er keypt hérna heima þá þarf að skutlast í búðina með dótið.
Já ok kostar ekkert að senda heila bilaða tölvu til englands? þvílík snilld
Væntanlega ber söluaðilinn kostnaðinn ef tölvan bilar innan ábyrgðartímans.
EDIT bætt við:
"My computer, bought just over a year ago, won't boot up any more. The trader agrees that it is defective, but won't repair it for free, because the manufacturer's guarantee is only valid for one year. What can I do?
The guarantee your trader is referring to is the manufacturer's commercial guarantee for your computer. This has nothing to do with your legal guarantee, which is binding on the trader and lasts for two years.
If the trader agrees that your computer is faulty, they must repair or replace it free of charge. It is up to them to settle the matter with the manufacturer."
"who has to pay for shipping back and forth?
Under EU law, within the legal guarantee period of two years, defective products must be repaired or replaced without any cost to the consumer. This includes shipping costs. So, in principle, the seller should cover all shipping costs (your sending the faulty camera to the seller; the trader's returning the repaired camera to you)."
Heimild: http://europa.eu/youreurope/citizens/co ... dex_en.htm
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Það er ekki jafn há álagning á tölvuvörum hér og margir halda. Það kostar oft miklu meira að senda og tollafgreiða vöru heldur en að kaupa hana úti í búð.
Við erum ekki í Evrópusambandinu, svo EU LAW segir ekkert til um hvað búð í Englandi er til í að gera fyrir þig, hvað þá að greiða sendingarkostnað fyrir tölvukassa.
Við erum ekki í Evrópusambandinu, svo EU LAW segir ekkert til um hvað búð í Englandi er til í að gera fyrir þig, hvað þá að greiða sendingarkostnað fyrir tölvukassa.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Að kaupa mér tölvu.
takk fyrir alla hjálpina, en ég er að spá.. ef ég keypti þetta setup hér á íslandi, hvar er ódýrast að versla tölvubúnað?
Re: Að kaupa mér tölvu.
oskdan skrifaði:takk fyrir alla hjálpina, en ég er að spá.. ef ég keypti þetta setup hér á íslandi, hvar er ódýrast að versla tölvubúnað?
Sjálfur hef ég alltaf verslað við Att eða Tölvutækni. Alltaf fengið frábæra þjónustu og með mjög góð verð á búnaði.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 347
- Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
- Reputation: 73
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
munurinn á þvi sem oskdan er að tala um og johnmatrix er að oskdan er að tala um að kaupa parta ekki heila tölvu
þeir eru væntanlega í ábyrgð og hægt að senda þá út og fá nýja íhluti.
þú þarf þá að vita hvaða íhlutur er bilaður í vélinni og senda hann út.(bilanagreina vélina sjálfur)
ef þú kaupir fullbúinn samsettann turn af einhverjum framleiðanda úti getur þú sent hann út ? til viðgerðar og bilanagreiningar ?
er að vekja athygli á þessu af þvi oskdan er nýliði hér.4 innlegg.
veit svo sem ekkert hvað viðkomandi er klár að bilanageina tölvuna ef hún bilar.
veit það bara að meiriparturinn af þjóðinni notar tölvur en kann ekkert að laga þær hvað þá setja þær saman ? fólk kann yfirleitt ekkert á tölvur punktur.
fólk kann ekki einu sinni að stilla vafrann eða bara einfölustu hluti í tölvum gæti haldi hér áfram í allan dag um það.
mamma kann að kveikja á tölvunni varla meira en það ? er buinn að vera reyna kenna henni á facebook mánuð gengur erfiðlega.
pabbi er verri hann kann á word og excel, ýtir á alla linka allstaðar ,opnar öll viðhengi í tölvupósti var með 10 vírusa um daginn úr viðhengjum í quaratine. sem hann hafði fengið sent frá aðilum sem kunnu álika mikið og voru með sýktar vélar. var með 25viðbætur í gangi í facebook.
en sjálfsagt að kaupa vél að utan ef maður veit hvað maður er að gera .
en hvernig væri það ef allir versluðu tölvur og íhluti gegnum netverslanir ? væri fólk til að hafa hvað eina búð starfandi ?
ef allir versluðu að utan væri enginn rekstargrundvöllur fyrir búðirnar ? ég væri ekki til í þá vitleysu, ég þyrfti þá að panta hitt og þetta smotterý að utan
t.d bara usb lykil ?
persónulega kaupi ég aldrei neitt að utan ég vill fá þjónustu þegar ég kaupi hluti.
þeir eru væntanlega í ábyrgð og hægt að senda þá út og fá nýja íhluti.
þú þarf þá að vita hvaða íhlutur er bilaður í vélinni og senda hann út.(bilanagreina vélina sjálfur)
ef þú kaupir fullbúinn samsettann turn af einhverjum framleiðanda úti getur þú sent hann út ? til viðgerðar og bilanagreiningar ?
er að vekja athygli á þessu af þvi oskdan er nýliði hér.4 innlegg.
veit svo sem ekkert hvað viðkomandi er klár að bilanageina tölvuna ef hún bilar.
veit það bara að meiriparturinn af þjóðinni notar tölvur en kann ekkert að laga þær hvað þá setja þær saman ? fólk kann yfirleitt ekkert á tölvur punktur.
fólk kann ekki einu sinni að stilla vafrann eða bara einfölustu hluti í tölvum gæti haldi hér áfram í allan dag um það.
mamma kann að kveikja á tölvunni varla meira en það ? er buinn að vera reyna kenna henni á facebook mánuð gengur erfiðlega.
pabbi er verri hann kann á word og excel, ýtir á alla linka allstaðar ,opnar öll viðhengi í tölvupósti var með 10 vírusa um daginn úr viðhengjum í quaratine. sem hann hafði fengið sent frá aðilum sem kunnu álika mikið og voru með sýktar vélar. var með 25viðbætur í gangi í facebook.
en sjálfsagt að kaupa vél að utan ef maður veit hvað maður er að gera .
en hvernig væri það ef allir versluðu tölvur og íhluti gegnum netverslanir ? væri fólk til að hafa hvað eina búð starfandi ?
ef allir versluðu að utan væri enginn rekstargrundvöllur fyrir búðirnar ? ég væri ekki til í þá vitleysu, ég þyrfti þá að panta hitt og þetta smotterý að utan
t.d bara usb lykil ?
persónulega kaupi ég aldrei neitt að utan ég vill fá þjónustu þegar ég kaupi hluti.
Síðast breytt af rbe á Fim 11. Maí 2017 22:38, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Frekja skrifaði:oskdan skrifaði:takk fyrir alla hjálpina, en ég er að spá.. ef ég keypti þetta setup hér á íslandi, hvar er ódýrast að versla tölvubúnað?
Sjálfur hef ég alltaf verslað við Att eða Tölvutækni. Alltaf fengið frábæra þjónustu og með mjög góð verð á búnaði.
x2
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Sallarólegur skrifaði:Það er ekki jafn há álagning á tölvuvörum hér og margir halda. Það kostar oft miklu meira að senda og tollafgreiða vöru heldur en að kaupa hana úti í búð.
Við erum ekki í Evrópusambandinu, svo EU LAW segir ekkert til um hvað búð í Englandi er til í að gera fyrir þig, hvað þá að greiða sendingarkostnað fyrir tölvukassa.
Álagningin er hærri en þig grunar, setti nýlega saman vél fyrir félaga og það sparaðist um 50-60 þúsund með sendingu og VSK að taka hana að utan frekar en hér heima þetta var s.s. allur pakkinn fyrir utan kassa. Verslanir innan EU verða enþá að lúta reglum EU LAW hvort sem þú býrð í landi innan EU eða ekki. England eru enþá í transition period og þurfa því enn að fara eftir EU reglum. En það er auðvitað ákvörðun hvers og eins hvort þeir vilja versla hér heima eða panta að utan.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Þú ert rosalega bjartsýnn á það að verslun í Englandi hafi einhverjar skyldur varðandi tölvuvörur sem eru staðsettar á Íslandi. En það er gott að vera bjartsýnn.
Svo ef búðin neitar að borga sendingarkostnaðinn, þá ferðu væntanlega bara í lögsókn?
Við skulum líka hafa það í huga að ástæða fyrir því að verslanir verða að hafa hærri álagningu er til þess að geta boðið upp á 2 ára ábyrgð. Það er ekki frítt.
Svo ef búðin neitar að borga sendingarkostnaðinn, þá ferðu væntanlega bara í lögsókn?
Við skulum líka hafa það í huga að ástæða fyrir því að verslanir verða að hafa hærri álagningu er til þess að geta boðið upp á 2 ára ábyrgð. Það er ekki frítt.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Sallarólegur skrifaði:Þú ert rosalega bjartsýnn á það að verslun í Englandi hafi einhverjar skyldur varðandi tölvuvörur sem eru staðsettar á Íslandi. En það er gott að vera bjartsýnn.
Svo ef búðin neitar að borga sendingarkostnaðinn, þá ferðu væntanlega bara í lögsókn?
Við skulum líka hafa það í huga að ástæða fyrir því að verslanir verða að hafa hærri álagningu er til þess að geta boðið upp á 2 ára ábyrgð. Það er ekki frítt.
Hefurðu einhverja ástæðu til þess að halda að overclockers.co.uk fari ekki eftir reglum og lögum sem settar eru í þeirra landi eða ertu bara að vera á móti til þess að vera á móti? Hefur þú einhverra hagsmuna að gæta þegar kemur að þessu máli? Þú virðist vera rosalega á móti því að versla við erlenda aðila án þess þó að koma með nein haldbær rök fyrir því. Mín upplifun af ábyrgðarmálum er mun betri með vörur sem ég hef verslað í gegnum erlenda netverslun heldur en á verslunum á Íslandi.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
I-JohnMatrix-I skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Þú ert rosalega bjartsýnn á það að verslun í Englandi hafi einhverjar skyldur varðandi tölvuvörur sem eru staðsettar á Íslandi. En það er gott að vera bjartsýnn.
Svo ef búðin neitar að borga sendingarkostnaðinn, þá ferðu væntanlega bara í lögsókn?
Við skulum líka hafa það í huga að ástæða fyrir því að verslanir verða að hafa hærri álagningu er til þess að geta boðið upp á 2 ára ábyrgð. Það er ekki frítt.
Hefurðu einhverja ástæðu til þess að halda að overclockers.co.uk fari ekki eftir reglum og lögum sem settar eru í þeirra landi eða ertu bara að vera á móti til þess að vera á móti? Hefur þú einhverra hagsmuna að gæta þegar kemur að þessu máli? Þú virðist vera rosalega á móti því að versla við erlenda aðila án þess þó að koma með nein haldbær rök fyrir því. Mín upplifun af ábyrgðarmálum er mun betri með vörur sem ég hef verslað í gegnum erlenda netverslun heldur en á verslunum á Íslandi.
Ég bara mæli ekki með því að kaupa vörur fyrir 300 þúsund í öðru landi til þess að spara 10% og geta lent í veseni með sendingar fram og til baka og ábyrgð í staðin. Það er svo bara undir hverjum og einum hvort mönnum finnist það þess virði eða ekki en fólk verður að hafa það í huga.
Mæli svo með því að skoða reiknivélina á Tollur.is áður en fólk tekur ákvörðun, það bætist VSK við sendingarkostnað líka.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Sallarólegur skrifaði:I-JohnMatrix-I skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Þú ert rosalega bjartsýnn á það að verslun í Englandi hafi einhverjar skyldur varðandi tölvuvörur sem eru staðsettar á Íslandi. En það er gott að vera bjartsýnn.
Svo ef búðin neitar að borga sendingarkostnaðinn, þá ferðu væntanlega bara í lögsókn?
Við skulum líka hafa það í huga að ástæða fyrir því að verslanir verða að hafa hærri álagningu er til þess að geta boðið upp á 2 ára ábyrgð. Það er ekki frítt.
Hefurðu einhverja ástæðu til þess að halda að overclockers.co.uk fari ekki eftir reglum og lögum sem settar eru í þeirra landi eða ertu bara að vera á móti til þess að vera á móti? Hefur þú einhverra hagsmuna að gæta þegar kemur að þessu máli? Þú virðist vera rosalega á móti því að versla við erlenda aðila án þess þó að koma með nein haldbær rök fyrir því. Mín upplifun af ábyrgðarmálum er mun betri með vörur sem ég hef verslað í gegnum erlenda netverslun heldur en á verslunum á Íslandi.
Ég bara mæli ekki með því að kaupa vörur fyrir 300 þúsund í öðru landi til þess að spara 10% og geta lent í veseni með sendingar fram og til baka og ábyrgð í staðin. Það er svo bara undir hverjum og einum hvort mönnum finnist það þess virði eða ekki en fólk verður að hafa það í huga.
Mæli svo með því að skoða reiknivélina á Tollur.is áður en fólk tekur ákvörðun, það bætist VSK við sendingarkostnað líka.
útreikningur.PNG
Þú virðist vera alveg staðráðin í að snúa útúr , ég er sammála því að ef sparnaðurinn er ekki nema 10% að það borgi sig varla að versla hér heima en eins og áður hefur komið fram í þræðinum þá getur sparnaðurinn verið mun hærri þegar það kemur að því að versla sér marga íhluti í einu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa mér tölvu.
Það kom hvergi fram hvort þessi "260.000 kr." tala innihéldi sendingarkostnað og VSK.
Ef sendingarkostnaður er 15.000 kr. þá er þetta komið upp í 340k+ sem er ekki mikill afsláttur. Ef 260k er heildarverð með sendingu og VSK þá er þetta fínn díll, en fyrst það er spurt um sendingaraðila þá efast ég um að sending og VSK sé í þessu verði.
Búðir á Íslandi versla af birgjum sem flytja tölvuvörur inn í massavís í gámum sem sparar gríðarlegan sendingarkostnað og fá líka betri verð - svo þau geta boðið upp á ábyrgð með sanngjarnri álagningu.
Er bara að benda á að það þarf að taka sendingarkostnað og VSK með áður en fólk fer að bera saman verð.
Ef sendingarkostnaður er 15.000 kr. þá er þetta komið upp í 340k+ sem er ekki mikill afsláttur. Ef 260k er heildarverð með sendingu og VSK þá er þetta fínn díll, en fyrst það er spurt um sendingaraðila þá efast ég um að sending og VSK sé í þessu verði.
Búðir á Íslandi versla af birgjum sem flytja tölvuvörur inn í massavís í gámum sem sparar gríðarlegan sendingarkostnað og fá líka betri verð - svo þau geta boðið upp á ábyrgð með sanngjarnri álagningu.
Er bara að benda á að það þarf að taka sendingarkostnað og VSK með áður en fólk fer að bera saman verð.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB