Daginn ,
Er búinn að vera íhuga að selja tölvuna mína og byrja frá grunni, fara yfir í Ryzen eða jafnvel X299.
En er ekki viss hvað væri ásættanlegt verð fyrir hana.
Hún inniheldur Intel I5 6600K(keypt Sept 2016) , Asus Z170 Maximus Ranger (keypt Sept 2016) , 16GB DDR4 2400 Mhz Ram (keypt Sept 2016) , Hyper 212 Evo (Keypt 2013, búinn að setja nýja viftu á heatsink , Corsair ML120 ) , KFA2 GTX 980Ti HoF skjákort ( keypt janúar 2016 )
Corsair AX760 Aflgjafi(Mars 2017) og hvíta kapla frá Corsair , NZXT H440 , myndi annaðhvort svo selja hana án HDD / SSD eða kaupan einn SSD til að selja með , og svo eru 4 corsair SP viftur líka sem myndu fylgja.
Á svo líka Corsair H100 keypt júlí 2016 en finnst pumpan vera svo hávær miðað við venjulega viftu kælingu.
Ákvað að henda þessu hingað frekar en Til Sölu þar sem ég er ekki að auglýsa þetta strax.
Endilega hendið inn hvað ykkur myndi finnast sanngjarn verð fyrir pakkann
Borðtölva
Re: Borðtölva
Pisc3s skrifaði:Ertu að spá í að selja H100?
Held ég myndi bara bjóða hana með tölvuni. Ef ég fer útí sölu væri það allur pakkinn. En ef kaupandi myndi ekki vilja H100 myndi ég selja hana sér líklegast.