Ábyrgð á sjónvörpum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf dori » Mán 24. Apr 2017 15:19

Ég keypti mér sjónvarp hjá Sjónvarpsmiðstöðinni fyrir núna rúmum 3 árum síðan (um áramótin 2013/14). Panasonic TX-P55ST60Y sem kostaði eitthvað um 300 þúsund.

Núna í gær hættir það að virka og blikkar bara power ljósinu 7 sinnum sem er líklegast ónýtt "SC borð". Ég hringdi í Rafland (nýja nafnið þeirra) og þar er mér sagt að það sé bara 2ja ára ábyrgð á þessu nema ég hafi keypt viðbótartryggingu. En er það rétt?

Hefur einhver reynslu af þessu? Er eðlilegt að dýrt sjónvarp endist ekki lengur en rúm 3 ár og sé bara ónýtt?

Ég spyr útaf t.d. http://www.ruv.is/frett/thagad-um-5-ara-abyrgd og http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2546 sem mér finnst gefa til kynna að það ætti að geta verið lengri ábyrgð á þessu en maður er ekki viss og ég veit ekki hvernig ég ætti að snúa mér í því að finna útúr því. Öll hjálp, komment og ráðgjöf væri vel þegin!



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 15:23

Ég var einmitt í svipuðum pælingum vegna Asus Zenbook fartölvu.
Tölvutek ætluðu að skoða hana fyrir mig en ég þurfti að skilja tölvuna eftir á verkstæðinu í einhvern tíma, og gleymdi því alltaf og fór ekki nánar út í það.

Myndi tala við Neytendastofu og Neytendasamtökin, þau hafa þessi svör á hreinu.

Sjónvarp á klárlega að falla þarna undir, ef það er einhver skynsemi í þessu.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf vesley » Mán 24. Apr 2017 15:28

http://tda.panasonic-europe-service.com ... er_1_2.pdf

The guarantee period applicable to all appliances, bought from a Panasonic dealer,
shall be 12 months from date of first purchase, except as shown in Clause 10
below.

Sjónvörp virðast vera eingöngu með 1. árs ábyrgð hjá Panasonic. Ef þeir eru harðir á því og sá heildsali sem SM kaupa frá er líka með árs ábyrgð þá þarf SM jafnvel að taka á sig kostnaðinn við viðgerð á sjónvarpinu á seinna ári ábyrgðar.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf dori » Mán 24. Apr 2017 15:40

Þetta er ekkert sérstaklega dýr viðgerð (ef þetta er það sem ég held) og það er nokkuð vel þekkt vandamál með nýrri útgáfur af þessum sjónvörpum að þetta borð klikki. Eitthvað með lélegar festingar þannig að borðið er ekki jarðað og vissir componentar deyja útaf veseni því tengdu.

En annars er mér í rauninni sama um hvernig Panasonic hegðar sér. Ég veit að ábyrgðin þeirra sökkar miðað við hvað ég hef lesið um þetta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta ætti að falla undir íslenska ábyrgð og hvernig ég myndi snúa mér í því ef ég vildi fá skorið úr því.

Myndi ég t.d. bara segja við þá að ég telji að þetta eigi að falla undir 5 ára reglu og að ef þeir séu ósammála því þá muni ég setja þetta fyrir kærunefnd um lausafjár- og þjónustukaup til að fá svar?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6401
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 472
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf worghal » Mán 24. Apr 2017 17:12

Var ekki talað um þetta fyrir stuttu að 5 ára ábyrgð dekkar bara ákveðna hluti sem eru hannaðir til að endast mjög langann tíma, t.d. ískápar, frystikistur, þvottavélar og þurkarar.
En þótt að sjónvörp geta enst lengi þá eru þau bara munaðar vara og fólk nánast leikur sé að því að kaupa nýtt á hverju ári.

minnir nefninlega að þessi ábyrgð virki þannig, ekki bara ef varan er dýr.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf dori » Mán 24. Apr 2017 17:15

worghal skrifaði:Var ekki talað um þetta fyrir stuttu að 5 ára ábyrgð dekkar bara ákveðna hluti sem eru hannaðir til að endast mjög langann tíma, t.d. ískápar, frystikistur, þvottavélar og þurkarar.
En þótt að sjónvörp geta enst lengi þá eru þau bara munaðar vara og fólk nánast leikur sé að því að kaupa nýtt á hverju ári.

minnir nefninlega að þessi ábyrgð virki þannig, ekki bara ef varan er dýr.

Varstu búinn að skoða það sem ég linka í? Þó svo að það séu nokkurra ára gamlar heimildir þá er linkurinn í álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa bókstaflega um bilun í Panasonic plasma sjónvarpi.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf mind » Mán 24. Apr 2017 17:24

Svo lengi sem bílar falla ekki undir hluti sem ættu að hafa lengri endingartíma má eflaust bera rök fyrir því að fáir hlutir ættu að gera það.
Bara stutt glögg yfir það sem vísaðir í myndi ég samt telja þetta á gráu svæði, ef það gott.




lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf lexusinn » Mán 24. Apr 2017 17:29

Sony Sjónvörp hjá Nýherja eru með 5 ára ábyrgð




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf frappsi » Mán 24. Apr 2017 17:59

Ábyrgð á sjónvarpi sem keypt eru úr búð á Íslandi er 2 ár og það skiptir ekki máli hver verksmiðjuábyrgð framleiðanda er. "Sé hins vegar söluhlut eða hlutum hans ætlaður lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er fresturinn 5 ár." Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur margoft úrskurðað um svona mál og þ.á.m. vegna sjónvarpa. Hér er eitt relevant álit vegna einstaklings sem kvartar vegna sjónvarps sem bilaði eftir 3,5 ár:
http://www.neytendastofa.is/library/Files/Kaerunefnd-lausafjar--og-thjonustu/%C3%81lit%20026-2013.pdf

Ég get ekki betur en að það fari svolítið eftir hvers konar sjónvarp er um að ræða, en ef þetta er ekki eitthvað algjört crap sjónvarp þá getir þú búist við að endingartíminn sé 5 ár sbr.
Eðlilegur endingartími sjónvarpa getur vissulega verið mismunandi eftir tegundum. Þótt ekki sé hægt að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll hver sé eðlilegur endingartími sjónvarpa er það álit kærunefndarinnar að kaupandi megi búast við því að sjónvarp þeirrar gerðar sem hér um ræðir endist lengur án bilana en í þrjú og hálft ár og sé kvörtunarfrestur því 5 ár í því tilviki sem hér um ræðir.

Ennfremur segir
„hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum söluhlut að því er varðar endingu og annað.“ Sé svo ekki telst söluhlutur vera gallaður.
og
Kærunefndin álítur að þegar tekið er tillit til þess að sjónvarpið var ekki nema þriggja og hálfs árs þegar bilun kom fram í því verði að telja það gallað í skilningi framangreindra lagaákvæða enda ekkert komið fram um að álitsbeiðandi eigi sök á biluninni.
Álit nefndarinnar var síðan að seljandinn þurfti að afhenda kaupanda nýtt sjónvarp sömu gerðar og hann keypti, eða annað tæki sé samskonar ófáanlegt. Held að það sé standardinn ef verkstæði álítur að það svari ekki kostnaði að gera við tækið.

Það er spurning hvers vegna Rafland þrætir fyrir þetta. Þeir eru í þessum bisness og kannski sjá þeir eitthvað við þetta tilfelli sem fær þá til að segja að ábyrgðin er bara 2 ár. En kannski er málið að þessir úrskurðir eru birtir án allra nafna og ef um er að ræða einn stakan neytanda sem veit ekki betur þá er hann ekkert líklegur til að tala illa um þessa reynslu sína við aðra og jafnvel ekki líklegur til að gera neitt meira með málið, þannig að það er "leikjafræðilega snjallt" að reyna að koma sér undan þessu. Þau gætu grætt en í versta falli þurfa þeir bara að standa við ábyrgðina.

Ég myndi reyna að forðast að leggja fram kæru útaf veseninu sem því fylgir. Hafa samband við Neytendasamtökin og/eða Neytendastofu og spyrja hvort þú getir ekki leyst þetta á einfaldan hátt. Hafa samband við Rafland og benda þeim á að dýr sjónvörp á borð við það sem þú keyptir eigi að endast í meira en 3 ár og að þú munir leggja fram kvörtun til kærunefndar ef þeir eru ósammála. Ef þeir þráast við enda þá á að senda inn kvörtun. Athugaðu að láta ekki plata þig með tilboði um afslátt af einhverju ef þú gætir átt rétt á að fá tækið fyllilega viðgert eða nýtt sambærilegt tæki afhent.

http://www.ns.is
http://www.neytendastofa.is/um-okkur/
http://www.neytendastofa.is/um-okkur/kaerunefnd-lausafjar--og-thjonus/




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf bigggan » Mán 24. Apr 2017 21:31

Bara legga inn kvörtunn til kærunefnd ef þau gera ekkert i þessu. og ef þetta fær ekki lengra en 2 ár þá það þarf kanski einhverjir að fara með svona mál upp i hæstaretti svo þetta verður lagalega bindandi fyrir einu og öllu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 21:34

mind skrifaði:Svo lengi sem bílar falla ekki undir hluti sem ættu að hafa lengri endingartíma má eflaust bera rök fyrir því að fáir hlutir ættu að gera það.
Bara stutt glögg yfir það sem vísaðir í myndi ég samt telja þetta á gráu svæði, ef það gott.

Sjónvörp eru yfirleitt á sama stað óhreyfð í áratugi. Mjög eðlilegt að slík tæki endist í 5 ár eins og ísskápar og eldavélar.

Bílar eru á fleygiferð allt sitt líf með ýmiskonar olíuverki og kæliveseni, stimplar og dekk allt á hreyfingu, alltaf þegar þeir eru í notkun.

Dálítið mikill munur þar á.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf svanur08 » Mán 24. Apr 2017 22:08

Eru sjónvörp ekki þekkt fyrir að endast í 20+ ár?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf mind » Þri 25. Apr 2017 00:54

Sallarólegur skrifaði:
mind skrifaði:Svo lengi sem bílar falla ekki undir hluti sem ættu að hafa lengri endingartíma má eflaust bera rök fyrir því að fáir hlutir ættu að gera það.
Bara stutt glögg yfir það sem vísaðir í myndi ég samt telja þetta á gráu svæði, ef það gott.

Sjónvörp eru yfirleitt á sama stað óhreyfð í áratugi. Mjög eðlilegt að slík tæki endist í 5 ár eins og ísskápar og eldavélar.

Bílar eru á fleygiferð allt sitt líf með ýmiskonar olíuverki og kæliveseni, stimplar og dekk allt á hreyfingu, alltaf þegar þeir eru í notkun.

Dálítið mikill munur þar á.

Sjónvörp innihalda töluvert flóknari samsetningu af tölvubúnaði heldur en vélbúnaður sem er í bílum. Þó reyndar innihalda flestir bílar nú til dags tölvubúnað að einhverju leiti. Og það eru til rafmagnsbílar.

Það eru oft börn á heimilinu, rafmagn getur auðveldlega eyðilagt sjónvarp, mistök í hugbúnaðaruppfærslu o.s.f.

Punkturinn var samt bara sá að bílar eru töluvert dýrari fjárfesting en sjónvörp. Og ef það er ekki einusinni á hreinu með bíla er erfitt að ákveða það eigi samt við aðra hluti, nema sé til afgerandi dómur fyrir tiltekinn hlut.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf Viktor » Þri 25. Apr 2017 08:05

mind skrifaði:Sjónvörp innihalda töluvert flóknari samsetningu af tölvubúnaði heldur en vélbúnaður sem er í bílum. Þó reyndar innihalda flestir bílar nú til dags tölvubúnað að einhverju leiti. Og það eru til rafmagnsbílar.

Það eru oft börn á heimilinu, rafmagn getur auðveldlega eyðilagt sjónvarp, mistök í hugbúnaðaruppfærslu o.s.f.

Punkturinn var samt bara sá að bílar eru töluvert dýrari fjárfesting en sjónvörp. Og ef það er ekki einusinni á hreinu með bíla er erfitt að ákveða það eigi samt við aðra hluti, nema sé til afgerandi dómur fyrir tiltekinn hlut.


Bara sjálfskipting og tölvubúnaðurinn í kringum hana er einn flóknasti búnaður sem er framleiddur í dag.

Mynd

Sjónvörp er oft eitt móðurborð + spennugjafi og svo tenging við panel og baklýsingu.

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7598
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf rapport » Þri 25. Apr 2017 09:06

Sendu erindi/kvörtun til kærunefndar lausafjár og þjónustukaupa, það þarf einhver að ríða á vaðið og fá svona mál á hreint.

Íslendingar eru lélegir neytendur, við ættum að vera miklu duglegri að kvarta og kveina til að tryggja að allir viti hver réttur þeirra er í svona málum.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf dori » Þri 25. Apr 2017 09:42

frappsi skrifaði:Það er spurning hvers vegna Rafland þrætir fyrir þetta. Þeir eru í þessum bisness og kannski sjá þeir eitthvað við þetta tilfelli sem fær þá til að segja að ábyrgðin er bara 2 ár. En kannski er málið að þessir úrskurðir eru birtir án allra nafna og ef um er að ræða einn stakan neytanda sem veit ekki betur þá er hann ekkert líklegur til að tala illa um þessa reynslu sína við aðra og jafnvel ekki líklegur til að gera neitt meira með málið, þannig að það er "leikjafræðilega snjallt" að reyna að koma sér undan þessu. Þau gætu grætt en í versta falli þurfa þeir bara að standa við ábyrgðina.

Ég myndi reyna að forðast að leggja fram kæru útaf veseninu sem því fylgir. Hafa samband við Neytendasamtökin og/eða Neytendastofu og spyrja hvort þú getir ekki leyst þetta á einfaldan hátt. Hafa samband við Rafland og benda þeim á að dýr sjónvörp á borð við það sem þú keyptir eigi að endast í meira en 3 ár og að þú munir leggja fram kvörtun til kærunefndar ef þeir eru ósammála. Ef þeir þráast við enda þá á að senda inn kvörtun. Athugaðu að láta ekki plata þig með tilboði um afslátt af einhverju ef þú gætir átt rétt á að fá tækið fyllilega viðgert eða nýtt sambærilegt tæki afhent.


Takk fyrir gott svar. Bara til að það sé á hreinu þá var ekki þrætt fyrir að það væri 5 ára ábyrgð heldur spurði ég "hvað er löng ábyrgð" og fékk bara svar um að það væru 2 ár. Ég held að það sé einmitt "leikjafræðilega snjallt" að fyrirtæki segja neytendum aldrei frá þessu (sbr. tilvitnun í framkvæmdastjóra Elkó í fréttinni af Rúv í upphaflega innlegginu). Einhverjir eru ósáttir og kvarta en aðrir segja bara fokk it og nýta tækifærið til að uppfæra.

Ég ætla að heyra í Neytendastofu og sjá hvort þeir geti leiðbeint mér eitthvað. Ef ekki mun ég líklegast bara bera það upp við Rafland að ég telji að þetta eigi að falla undir 5 ára reglu og ef þeir séu ósammála muni ég leggja fram kvörtun. Ég er í þeirri undarlegu aðstöðu núna að mér er eiginlega sama þó það sé bilað næstu vikurnar þannig að ég hef alveg tíma til að fara í smá svona vesen.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf mind » Þri 25. Apr 2017 11:14

Sallarólegur skrifaði:Bara sjálfskipting og tölvubúnaðurinn í kringum hana er einn flóknasti búnaður sem er framleiddur í dag.

Sjónvörp er oft eitt móðurborð + spennugjafi og svo tenging við panel og baklýsingu.

Svo tölvubúnaðurinn í sjálfskiptingu er einn flóknaðisti tölvubúnaður sem er til.
Á hinn bóginn er tölvubúnaðurinn í sjónvarpi bara eitt móðurborð.

Held ég sleppi bara vera eitthvað sóa tíma í frekari rök, kemur takmarkað þráðinum við hvort eð er.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf Viktor » Þri 25. Apr 2017 11:38

mind skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Bara sjálfskipting og tölvubúnaðurinn í kringum hana er einn flóknasti búnaður sem er framleiddur í dag.

Sjónvörp er oft eitt móðurborð + spennugjafi og svo tenging við panel og baklýsingu.

Svo tölvubúnaðurinn í sjálfskiptingu er einn flóknaðisti tölvubúnaður sem er til.
Á hinn bóginn er tölvubúnaðurinn í sjónvarpi bara eitt móðurborð.

Held ég sleppi bara vera eitthvað sóa tíma í frekari rök, kemur takmarkað þráðinum við hvort eð er.


Já, dæmi nú hver fyrir sig. Var reyndar ekki að tala um að þetta væri flóknasti tölvubúnaður sem til er, heldur einn flóknasti búnaður sem fólk notar dags daglega og er fjöldaframleiddur.

Hvernig sjónvörp eru framleidd... þarna sérðu panelinn, spennugjafa(gult) og móðurborð(grænt) og viftu(svart), flóknara er það ekki:


Hvernig eitt atriði af milljón í bíl er framleitt:
Síðast breytt af Viktor á Þri 25. Apr 2017 12:06, breytt samtals 2 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf jonsig » Þri 25. Apr 2017 12:05

Sallarólegur skrifaði:
mind skrifaði:Sjónvörp innihalda töluvert flóknari samsetningu af tölvubúnaði heldur en vélbúnaður sem er í bílum. Þó reyndar innihalda flestir bílar nú til dags tölvubúnað að einhverju leiti. Og það eru til rafmagnsbílar.

Það eru oft börn á heimilinu, rafmagn getur auðveldlega eyðilagt sjónvarp, mistök í hugbúnaðaruppfærslu o.s.f.

Punkturinn var samt bara sá að bílar eru töluvert dýrari fjárfesting en sjónvörp. Og ef það er ekki einusinni á hreinu með bíla er erfitt að ákveða það eigi samt við aðra hluti, nema sé til afgerandi dómur fyrir tiltekinn hlut.


Bara sjálfskipting og tölvubúnaðurinn í kringum hana er einn flóknasti búnaður sem er framleiddur í dag.



Þróunin í rafeindabransanum frá 80´s er sú að við erum ekki lengur með haf rafeindaíhluta heldur eru þeir komnir í IC pakka. Einnig hafa spennarnir í tækjunum minnkað gríðarlega. Þar sem kallað er á minna ummál/þyngd til að spara flutningskostnað. Þetta kemur niður á endingunni. Og til að hafa Rohs stimpil þurfa framleiðendur að lóða allar prentplötur með umhverfisvænna tini sem og Bismuth sem hefur ákveðin vandamál og ekki komin 130ára reynsla á það eins og drif einingar í bílum.
Auk þess er þróunnarkostnaður á rafkerfi í bíl bara peanuts miðað við hvað maður sér oft annarstaðar. Og líklega eru þetta íhaldsamar hannanir til að lágmarka óvæntar bilanir og recalls.

Í heildina er mun meiri hreyfing á þróun sjónvarpa og meiri "experimental" tækni á ferðinni þar heldur en einhverju sensor array í bíl eða gamla góða CAN kerfinu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf Viktor » Þri 25. Apr 2017 12:09

jonsig skrifaði:
Þróunin í rafeindabransanum frá 80´s er sú að við erum ekki lengur með haf rafeindaíhluta heldur eru þeir komnir í IC pakka. Einnig hafa spennarnir í tækjunum minnkað gríðarlega. Þar sem kallað er á minna ummál/þyngd til að spara flutningskostnað. Þetta kemur niður á endingunni. Og til að hafa Rohs stimpil þurfa framleiðendur að lóða allar prentplötur með umhverfisvænna tini sem og Bismuth sem hefur ákveðin vandamál og ekki komin 130ára reynsla á það eins og drif einingar í bílum.
Auk þess er þróunnarkostnaður á rafkerfi í bíl bara peanuts miðað við hvað maður sér oft annarstaðar. Og líklega eru þetta íhaldsamar hannanir til að lágmarka óvæntar bilanir og recalls.

Í heildina er mun meiri hreyfing á þróun sjónvarpa og meiri "experimental" tækni á ferðinni þar heldur en einhverju sensor array í bíl eða gamla góða CAN kerfinu.


Það þarf gríðarlega öflugt ímyndunarafl til að halda því fram að sjónvörp séu flóknari en bílar.
Sérstaklega þar sem flestir bílar sem eru framleiddir í dag eru með skjá fyrir útvarpið, sem er í raun bara lítið sjónvarp.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf END » Þri 25. Apr 2017 12:13

Það er matsatriði hverju sinni hvort skilyrði 2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup að söluhlut, eða hlutum hans, sé ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti.

Almennt séð myndi sjónvarp falla undir þessa reglu, a.m.k. ef fram kemur svo alvarlegur galli að sjónvarpið verður ónothæft.

Í ljósi umfjöllunar í þessum þræði er rétt að taka fram að í neytendakaupum geta ákveðnir hlutar bifreiða fallið undir framangreindan 5 ára kvörtunarfrest þó að aðrir hlutir geri það e.t.v. ekki. Sjá t.d. um þetta atriði umfjöllun kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í áliti M-42/2012:

Kærunefndin fellst á það með seljanda að spíssar séu ekki hlutir bifreiðar sem ætlaður er verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti [...]. Hins vegar álítur kærunefndin að sá hluti vélar bifreiðarinnar, sem umlykur spíssana, eigi að vera í því ástandi að unnt sé að skipta um spíssana með þeim hætti sem almennt er ráð gert fyrir í díselvélum og að þeim hluta vélarinnar sé ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti. Samkvæmt þessu er það álit kærunefndarinnar að álitsbeiðandi hafi getað borið fyrir sig galla, á því að örðugt reyndist að skipta um spíssa, í fimm ár frá því hann keypti bifreiðina, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 48/2003.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf jonsig » Þri 25. Apr 2017 12:23

Sallarólegur skrifaði:Það þarf gríðarlega öflugt ímyndunarafl til að halda því fram að sjónvörp séu flóknari en bílar.
Sérstaklega þar sem flestir bílar sem eru framleiddir í dag eru með skjá fyrir útvarpið, sem er í raun bara lítið sjónvarp.



Ég held að þú sért í smá skilgreiningar kreppu, bíll er farartæki og sjónvarp er neytenda raftæki. Mér dettur ekki hug að bera útvarp við flugvél útaf það er líklega einhver radio búnaður um borð.

Þar sem ég vinn við að interfacea tölvur við vélar á component level þá veit ég amk að vélaframleiðendur halda sig við svokallaða "proven and true" hönnun á rafkerfum.Og miðað við að sjá sjónvörp orðin jafn þunn og pappír þá erum við að tala um experimental tækni. Fyrst þú dróst gírkassa inní sjónvarpsumræðu.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 25. Apr 2017 12:37

Ábyrgðin á Sjónvarpinu frá Sjónvarpsmiðstöðinni eru 2 ár.

Þú getur alveg sleppt því að eyða tíma í þetta því þeim ber engin skylda að gera neitt eftir 2 ár.
Þú værir ekkert fyrsti maðurinn tli að fara í gegnum þetta vesenisferli með neytendastofu, og það endar nú alltaf eins.
( Ég var að vinna í mörg ár í SM, og þekki þetta vel )

Hinsvegar myndu þeir eflaust vera tilbúnir að gefa þér góðan díl á þessari viðgerð.
Talaðu bara beint við Jón verslunarstjóra, toppmaður


gangi þér vel
kv
Ómar


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf einarhr » Þri 25. Apr 2017 13:16

svanur08 skrifaði:Eru sjónvörp ekki þekkt fyrir að endast í 20+ ár?


Jú túbur og jafnvel lengur en 20 ár. Hinsvegar er ekki komin svo löng reynsla á Flatskjái ;)


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð á sjónvörpum

Pósturaf svanur08 » Þri 25. Apr 2017 15:02

einarhr skrifaði:
svanur08 skrifaði:Eru sjónvörp ekki þekkt fyrir að endast í 20+ ár?


Jú túbur og jafnvel lengur en 20 ár. Hinsvegar er ekki komin svo löng reynsla á Flatskjái ;)


Allavegna sagt að líf tíminn á LCD/LED sé í kringum 60.000-100.000 klukkutímar í gangi.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR