sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1763
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf jardel » Fös 21. Apr 2017 22:18

Er eitthvað varið í þau?
Virkar google earth með þau?
Í hvað eruð þið aðalega að nota þetta?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf appel » Fös 21. Apr 2017 22:24

Ég er með HTC Vive. Google Earth VR kom fyrst út á þeim. Það er stórkostleg upplifun að skoða plánetuna Í VR. Maður stendur stundum agndofa yfir þessu.

En almennt séð er VR doldið enn gimmicky, ekki mikið um notkun sem er svona dagleg notkun, heldur miklu meira "hey kíkjum í VR, það er kúl" og það er kannski klukkustund sem fer í það og svo ekkert í nokkra daga.


*-*


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1763
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf jardel » Fös 21. Apr 2017 22:31

virkar það á s7edge?



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf Xovius » Fös 21. Apr 2017 22:51

jardel skrifaði:virkar það á s7edge?

Mæli almennt ekki með "farsíma"VR þar sem það er bara svo slöpp upplifun. VR græjurnar sem eitthvað er varið í eru samt enn helvíti dýrar.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf Viggi » Fös 21. Apr 2017 23:31

Var að kaupa mér htc vive sem kemur svo eftir helgi. Veit að maður á eftir að lyggja yfir þessu fyrst svo minkar þetta eithvað. Spurning líka með leikjaþróun og full length leikjum. Mest allt smáleikir á þessu eins og er


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf upg8 » Lau 22. Apr 2017 00:25

HP, Dell, Acer og fleiri framleiðendur eru að fara að koma með VR gleraugu sem kosta mun minna en Oculus og Vive, auk þess að vera með inside out tracking, myndavélar framaná og hægt að lyfta framhliðinni upp án þess að taka af sér gleraugun... Verð $299 og upp. Mixed Reality er orðið innbyggt í Windows og verður mikið push gert til að koma VR og AR í almenna notkun sem fyrst


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf appel » Lau 22. Apr 2017 00:38

Eftir 2 ár verður þetta orðið hræódýrt. Það sem kostar 80-100 þús í dag mun kosta 20-30 þús eftir 2 ár.
Aukin samkeppni en tækniþróun og smækkun mun leiða til þess að þetta verður ódýrt.
Ég tel best að bíða. Það er hægt að fá að prufa þetta í verslunum eða vinum, en ef þú ert ekki forfallinn áhugamaður þá er best að bíða bara, kauptu þér frekar nýtt 4K sjónvarp.


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: sýndarveruleika gleraugu þið sem eigið svoleiðis

Pósturaf Hrotti » Lau 22. Apr 2017 01:29

Ég er búinn að eiga HTC vive í slatta tíma núna og vildi ekki án þess vera. Ég nota þetta ekkert á hverjum degi en manni er alltaf að detta eitthvað sniðugt í hug fyrir þetta. Núna er ég t.d. að fara að byggja mér aftur og er búinn að vera að teikna 3D teikningar í archicad, svo get ég opnað fælana í VR og gengið um húsið og skoðað hvað er töff og hvað má betur fara.


Verðlöggur alltaf velkomnar.