Hvaða Lyklaborð ?


Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 05. Apr 2017 14:29

Jæja
Ætla að skipta út 6 ára gömlu Logitech G110 ( sem ég var sáttur með s.l ár )

Langar að prufa mekanískt borð, og langar að heyra frá ykkur hvaða, og hversvegna ?



Ég nota þetta fyrir allt saman. Leiki og almennt bras :)

Einhverra hluta vegna hallast ég alltaf að Corsair Strafe, veit þó ekkert afhverju.
auka forritanlegir takkar skipta mig engu þar sem ég hef aldrei notað slíkt, en mér finnst nice að hafa volume control á borðinu ( ekki nauðsyn þó )
Svo er líka spurning um að hafa það ekki of hávært, skilst að þessi borð séu mjög mis hávær.


Annað: Ég er langt frá því að ætla að spandera 30-40k í þetta samt.
Líklegt er að ég panti þetta að utan.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1264
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Njall_L » Mið 05. Apr 2017 15:06

Ducky. Á nokkur þannig og gæti ekki verið sáttari. Engir forritanlegir takkar að þvælast fyrir en þú ert með Volume control. Mikið til af útfærslum en ég mæli með að fara í Tölvutek að skoða, getur líka borið saman svissana þar.

https://tolvutek.is/leita/Ducky


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf HalistaX » Mið 05. Apr 2017 15:47

Dewd, veit að það hljómar hallærislega en þetta: http://m.tolvutek.is/vara/logitech-mk71 ... ord-og-mus

Þetta, þetta og þetta allann daginn. Getur hent músinni bara ef þú átt mús og notað þetta.

Hef notað svona lyklaborð síðan 2012 og það er alveg hreint yndislegt! 3 ára batterí ending ffs! Volume og fast forward/backward takkar. Allt sem maður þyrfti á að halda. Ef það væri innbyggð gervi múffa á því, þá myndi ég giftast því!

Þetta er náttúrulega ekki mekanískt, sorrý með það... ...en ef þig vantar solid þráðlaust lyklaborð, þá þetta!

Ég þarf meira að segja að fá mér nýtt lyklaborð og ætla klárlega í þetta aftur!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Siggihp » Mið 05. Apr 2017 15:55

HalistaX skrifaði:Dewd, veit að það hljómar hallærislega en þetta: http://m.tolvutek.is/vara/logitech-mk71 ... ord-og-mus

Þetta, þetta og þetta allann daginn. Getur hent músinni bara ef þú átt mús og notað þetta.

Hef notað svona lyklaborð síðan 2012 og það er alveg hreint yndislegt! 3 ára batterí ending ffs! Volume og fast forward/backward takkar. Allt sem maður þyrfti á að halda. Ef það væri innbyggð gervi múffa á því, þá myndi ég giftast því!

Þetta er náttúrulega ekki mekanískt, sorrý með það... ...en ef þig vantar solid þráðlaust lyklaborð, þá þetta!

Ég þarf meira að segja að fá mér nýtt lyklaborð og ætla klárlega í þetta aftur!


Ég átti svona og fannst það svo "plast"-legt, svo fór músin að tvíklikka sjálf í tíma og ótíma. Ég uppfærði lyklaborðið í Ducky hjá Tölvutek og er fáránlega ánægður með það.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf HalistaX » Mið 05. Apr 2017 16:02

Siggihp skrifaði:
HalistaX skrifaði:Dewd, veit að það hljómar hallærislega en þetta: http://m.tolvutek.is/vara/logitech-mk71 ... ord-og-mus

Þetta, þetta og þetta allann daginn. Getur hent músinni bara ef þú átt mús og notað þetta.

Hef notað svona lyklaborð síðan 2012 og það er alveg hreint yndislegt! 3 ára batterí ending ffs! Volume og fast forward/backward takkar. Allt sem maður þyrfti á að halda. Ef það væri innbyggð gervi múffa á því, þá myndi ég giftast því!

Þetta er náttúrulega ekki mekanískt, sorrý með það... ...en ef þig vantar solid þráðlaust lyklaborð, þá þetta!

Ég þarf meira að segja að fá mér nýtt lyklaborð og ætla klárlega í þetta aftur!


Ég átti svona og fannst það svo "plast"-legt, svo fór músin að tvíklikka sjálf í tíma og ótíma. Ég uppfærði lyklaborðið í Ducky hjá Tölvutek og er fáránlega ánægður með það.

Hahaha jaaaa build quality er subpar en þetta nægir mér allavegna. Músin er óttalegt drasl líka. En lyklaborðið virkar enn hjá mér, þrátt fyrir að hafa "misst" það í gólfið um daginn... :-#

Mæli með því fyrir ó-kröfuharða eins og mig haha ;)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Baldurmar » Mið 05. Apr 2017 16:07

Úff 20K fyrir non-mechanical lyklaborð sem er ekki einu sinni ergonomic eða neitt


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 05. Apr 2017 16:21

Halli minn.,.,

Þetta er ekki mekanískt, og músin er drasl ? wtf

afhverju ertu að benda á þetta :D

kostar líka fáránlega mikið .hehe


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1264
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Njall_L » Mið 05. Apr 2017 16:23

ÓmarSmith skrifaði:já akkúrat.
Ég er BARA að falast eftir Mekanísku borði, og afhvejru þið notið það borð sem þið notið.
Hef heyrt að þessi borð séu eins misjöfn og hávær og þau eru mörg og þá kannski aðallega að ég þekki ekkert munin á þessu " Red-brown-blue" og já, þið skiljið :)

Rauðir og svartir munu að öllum líkindum verða hvað hljóðlátastir þar sem þeir clicka ekki neitt heldur eru alveg linear. Bláir clicka mjög mikið og veita mjög gott feedback. Brúnir eru mitt á milli, klikka ekkert alltof mikið en gefa samt feedback. Ég persónulega er hrifnastur af brúnum sem all-around svissa.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 05. Apr 2017 16:25

er sniðugast að panta sér svo þetta á amazon eða eru einhverjar verslanir erlendis sem væru sniðugri.. newegg t.d ?


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1264
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Njall_L » Mið 05. Apr 2017 16:29

ÓmarSmith skrifaði:er sniðugast að panta sér svo þetta á amazon eða eru einhverjar verslanir erlendis sem væru sniðugri.. newegg t.d ?

Getur pantað þetta hvaðan sem er. Passaðu þig bara að ef þú pantar frá US þá færðu US layout. Ég hef pantað lyklaborð frá UK þar sem þau koma í QWERTY sem okkar ISO layout byggir á. Þá færðu rétt layout en ekki séríslenska stafi. Allt sem ég hef pantað kemur frá overclockers.co.uk og hefur ekki klikkað hingað til


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Baldurmar » Mið 05. Apr 2017 16:31

Ég hef verið með svarta, brúna og bláa switcha, elska clickið í bláu, en var að fíla svarta meira í tölvuleiki. Brúnir eru mjög næs all around, ekki mikil læti en samt alveg feedback.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 05. Apr 2017 16:46

annað , eruð þessi borð " betri " á einhvern hátt ?

Er betra að pikka, er maður fljótari , er svörun betri ?

Getur einhver nefnt mun á þessum borðum og svo þessum hefðbundnu, t.d við leikjaspilun ?


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf HalistaX » Mið 05. Apr 2017 17:26

ÓmarSmith skrifaði:Halli minn.,.,

Þetta er ekki mekanískt, og músin er drasl ? wtf

afhverju ertu að benda á þetta :D

kostar líka fáránlega mikið .hehe

Það stendur ekkert í upphafs innleggi að þú sért bara tilbúinn til þess að skoða mekanísk. Það stóð að þig "langaði" til þess að prufa mekanísk.

En ég bið þjóðina bara opinberlega afsökunar á því að hafa bent á 20k lyklaborð/mús sem er drasl og alveg nógu gott fyrir mig í staðinn fyrir 40k borð sem gerir nákvæmlega sama hlutinn og er í þokkabót ekki þráðlaust.

Sorrý með mig og minn ömurlega smekk á lyklaborðum. Ég er bara ekki lyklaborða elítisti eins og þið hinir.

Ég sit á svo mikið af leiðindum eftir 4 mánuði, langar að opna dósina núna en held ég sleppi því.

Sorrý memmig.

En svona skætings/kaldhæðnis laust; Er hægt að fá þráðlaus mekanísk eða? Ég meika ekki snúrur, gemmér þráðlaust klósett og ég skal kaupa það og elska eins og enginn sé morgundagurinn.

En já, ég var bara að benda á fínt lyklaborð in the off chance að þú værir opinn fyrir því. Það er greinilega ekki það sem þú ert að leita að og ég biðst afsökunar.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf einarbjorn » Mið 05. Apr 2017 17:32

svo var computer.is að selja einhver mekanísk borð sem voru töluvert ódýrrari en hvernig gæðin eru veit ég ekki, hef ekki prófað þau


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar

Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Baraoli » Mið 05. Apr 2017 18:53

Færð þetta flotta mekaníska lyklaborð á 20þús :)
viewtopic.php?f=11&t=72538


MacTastic!


gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1620
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf gutti » Mið 05. Apr 2017 21:31

ég er með svona https://tolvutek.is/vara/logitech-g910- ... alyklabord á 27 þús frá amazon.com :happy virkar fínt



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Baldurmar » Mið 05. Apr 2017 21:50

gutti skrifaði:ég er með svona https://tolvutek.is/vara/logitech-g910- ... alyklabord á 27 þús frá amazon.com :happy virkar fínt

Haha shit, eiginlega fáránlegra lyklaborð en það sem Halli benti á :fly


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf HalistaX » Mið 05. Apr 2017 22:09

Baldurmar skrifaði:
gutti skrifaði:ég er með svona https://tolvutek.is/vara/logitech-g910- ... alyklabord á 27 þús frá amazon.com :happy virkar fínt

Haha shit, eiginlega fáránlegra lyklaborð en það sem Halli benti á :fly

Lol, gott að sjá að ég sé ekki sá eini sem er útá túni í þessum lyklaborða málum hahaha... :snobbylaugh


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Klemmi » Mið 05. Apr 2017 22:19

Skal skipta við þig á gömlu Razer Blackwidow borði og bara hvaða lyklaborði sem er (samt með tvöföldum enter takka)... er með það tengt við serverinn og nota það nánast aldrei, deili skrifstofunni með kærustunni og það er víst ekki vinsæll hávaðinn í borðinu :)

Bara svona ef þig langar að prófa mechanical án þess að fara í mikinn kostnað... þetta var high-end borð á sínum tíma :P

Lítur mjög svipað út og þetta:
Mynd



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 05. Apr 2017 22:21

Er sjálfur með Ducky One TKL með brúnum Cherry MX switchum. Mæli hiklaust með því. Keypti RGB útgáfuna en kaldhæðnislega er ég alltaf bara með stillt á sama litinn. En það er næs að hafa option.

Mig langaði aðallega í lyklaborð sem ég gæti tekið með mér í bakpoka, en var ekki alveg til í að fórna örvunum og function röðinni, eins og t.d. pok3r borðin sem eru mjög vinsæl. En svo er þetta líka mun ergónómískara m.t.t. músarhandarinnar.




Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 05. Apr 2017 23:23

Klemmi skrifaði:Skal skipta við þig á gömlu Razer Blackwidow borði og bara hvaða lyklaborði sem er (samt með tvöföldum enter takka)... er með það tengt við serverinn og nota það nánast aldrei, deili skrifstofunni með kærustunni og það er víst ekki vinsæll hávaðinn í borðinu :)

Bara svona ef þig langar að prófa mechanical án þess að fara í mikinn kostnað... þetta var high-end borð á sínum tíma :P

Lítur mjög svipað út og þetta:
Mynd



Ohh.. Klemmi yndislegi.

Díll :)



PS, Halli , ekki drama ;)

, þetta var ekkert illa meint


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf HalistaX » Fim 06. Apr 2017 00:33

ÓmarSmith skrifaði:
Klemmi skrifaði:Skal skipta við þig á gömlu Razer Blackwidow borði og bara hvaða lyklaborði sem er (samt með tvöföldum enter takka)... er með það tengt við serverinn og nota það nánast aldrei, deili skrifstofunni með kærustunni og það er víst ekki vinsæll hávaðinn í borðinu :)

Bara svona ef þig langar að prófa mechanical án þess að fara í mikinn kostnað... þetta var high-end borð á sínum tíma :P

Lítur mjög svipað út og þetta:
Mynd



Ohh.. Klemmi yndislegi.

Díll :)



PS, Halli , ekki drama ;)

, þetta var ekkert illa meint

Hahaha flott mál, kallinn minn :)

Endilega skeltu þér á Klemma dílinn. Man ekki eftir því að hafa heyrt slæma hluti um Blackwidow.

Líklega eina ástæðan fyrir því að ég benti á þetta rusl mitt er að ég á það lol. Og jú að það er þráðlaust. Eins og ég sagði; þráðlaus klósett? You've got yourself a deal, my man!

Ég hef bara alltaf átt þetta og hef aldrei prufað neitt annað. Ég ætti kannski að skoða mekanísk í næsta mánuði, það er pæling :P


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf ÓmarSmith » Lau 08. Apr 2017 00:44

Vá,

Ég get varla orða bundist yfir góðmennsku Klemma. Klemmi, 10-0 fyrir þér !

Þetta lyklaborð er algjer draumur.


Ótrúlegt að ég sé að fatta mekanísk lyklaborð árið 2017.... ;)

Mér finnst það áberandi betra í leikjaspilun,og það er miklu skemmtilegra að skrifa á þetta.

Takk fyrir mig, og góða helgi á rest :happy


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Leetxor
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mán 06. Sep 2010 16:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf Leetxor » Lau 08. Apr 2017 01:08

Ef að þú ætlar að panta utan mæli ég með Filco borðunum frá http://www.keyboardco.com/

Er búinn að vera með Majestouch Ninja með blues í nokkur ár og er mjög sáttur.



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða Lyklaborð ?

Pósturaf bjornvil » Lau 08. Apr 2017 09:11

Af þeim sem fást hérlendis mundi ég mæla með Coolermaster eða Ducky. Standard bottom row er alger must afþví að þig gæti mögulega langað til að skipta út keycaps á borðinu og ef þú ert með non-standard bottow row (Razer, Corsair og fleiri) þá er það bölvað vesen því flest takkasett innihalda ekki caps sem passa á non-standard bottow row.

Annars mundi ég mæla með að skoða þetta vel og panta svo að utan.

Mæli með http://www.reddit.com/r/mechanicalkeyboards ef þú vilt fræðast meira. Beware of the rabbit hole...