Góðan daginn, ég er í tómu veseni með nýjan router og myndi þiggja hjálp með þökkum.
Ég keypti nýverið nýjan Netgear R6400 router á amazon.com. Ég hélt að þetta yrði bara plug n' play en annað kom á daginn.
Ég er með 75Mb tengingu frá Hringiðunni. Ljósleiðaraboxið var sett upp nýtt í febrúar í fyrra. Allt virkar smurt með gamla routernum.
Ég fór eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu Netgear routernum.
Að því loknu hringdi ég í Hringiðuna og gaf þeim upp MAC addressuna á routernum. Síðan reyndi ég að tengjast netinu og opnaði browserinn og þá fékk ég upp Netgear Genie, sbr. skref 6 í leiðbeiningunum. Þessi genie náði ekki að tengja mig við internetið. Þar næst loggaði ég mig inn á routerinn með því að fara inn á http://www.routerlogin.net (einnig hægt að setja 192.168.1.1 í browserinn) og reyndi að feta mig eitthvað áfram þar án árangurs (breytti engu). Eftir þetta allt saman þá gafst ég upp og ákvað að reyna aftur síðar.
Í dag reyndi ég aftur og mér tekst ekki einu sinni að logga mig inná routerinn, hvorki í gegnum http://www.routerlogin.com né 192.168.1.1.
Routerinn er beintengdur í rafmagnsinnstungu (ekki í gegnum fjöltengi). Ethernet snúran fer úr sloti 1 á ljósleiðaraboxinu (er búinn að prófa 2 líka) og beint í gula WAN innstunguna á routernum.
Gamli routerinn er Planet Ethernet Router 150Mbps sem ég keypti fyrir 3 árum til notkunar á Stúdentagörðum. Þegar ég flutti í nýja íbúð í fyrra þá notaði ég þennan router og það var bara plug n' play. Netið virkar vel án vandræða með þessum gamla router.
Ég þigg allar ráðleggingar.
Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Reynum fyrst að fá þig til að logga þig aftur inn á routerinn, svo er hægt að aðstoða þig við að koma tengingunni í gang.
Núna þegar þú getur ekki fengið upp vefsíðu á 192.168.1.1, ertu þá að tengjast með tölvunni við routerinn í gegnum ethernet snúru? Er tölvan tengd við einhvern annan router (gamla routerinn þ.e.a.s.) og er eitthvað annað subnet þar í gangi? Veit ekki hvort þú kannast við subnet hugtakið, þú bara lætur vita ef þú ert ekki að átta þig á hugtökum. Ef þú ert tengdur við routerinn með ethernet snúru, hver er þá IP talan á tölvunni fyrir það interface (þ.e.a.s. hver er IP talan á ethernet portinu á tölvunni)?
Núna þegar þú getur ekki fengið upp vefsíðu á 192.168.1.1, ertu þá að tengjast með tölvunni við routerinn í gegnum ethernet snúru? Er tölvan tengd við einhvern annan router (gamla routerinn þ.e.a.s.) og er eitthvað annað subnet þar í gangi? Veit ekki hvort þú kannast við subnet hugtakið, þú bara lætur vita ef þú ert ekki að átta þig á hugtökum. Ef þú ert tengdur við routerinn með ethernet snúru, hver er þá IP talan á tölvunni fyrir það interface (þ.e.a.s. hver er IP talan á ethernet portinu á tölvunni)?
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Ég hef bæðið prófa wifi og ethernet snúru. tölvan er ekki tengd við gamla routerinn né annað subnet.
Er ekki með 100% á hreinu hvernig ég finn IP töluna á ethernet portinu í tölvunni en ég fann eftirfarandi IP tölu á eftirfarandi hátt:
cmd > ipconfig/all > Ethernet Adapter Ethernet > Autoconfiguration IPv4 Address
169.254.126.230
Er ekki með 100% á hreinu hvernig ég finn IP töluna á ethernet portinu í tölvunni en ég fann eftirfarandi IP tölu á eftirfarandi hátt:
cmd > ipconfig/all > Ethernet Adapter Ethernet > Autoconfiguration IPv4 Address
169.254.126.230
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Glum skrifaði:Ég hef bæðið prófa wifi og ethernet snúru. tölvan er ekki tengd við gamla routerinn né annað subnet.
Er ekki með 100% á hreinu hvernig ég finn IP töluna á ethernet portinu í tölvunni en ég fann eftirfarandi IP tölu á eftirfarandi hátt:
cmd > ipconfig/all > Ethernet Adapter Ethernet > Autoconfiguration IPv4 Address
169.254.126.230
Þessi IP talan bendir til þess að tölvan sé ekki að ná sambandi við routerinn og er þ.a.l. ekki að fá úthlutaðri IP tölu frá honum. Er ekki DHCP örugglega virkt á honum by default? Prófaðu að fastsetja IP töluna á tölvunni þinni á 192.168.1.2 og setja subnet mask á 255.255.255.0
Reyndu svo að pinga routerinn (192.168.1.1)
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Takk fyrir þetta hagur, ég hef örugglega afhakað við DHCP af einhverjum ástæðum. Ég get loggað mig inn á routerinn núna. Nú þarf ég bara að fá routerinn til að tengjast internetinu.
upload images
upload images
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Þarftu ekki bara að skrá MAC addressuna á honum hjá Gagnaveitunni? Skv. "Internet port" þá er hann tengdur, með IP tölu og að nota DHCP. Þessi IP tala er reyndar einhver internal tala sýnist mér, sem er líklega bara af því að hann er ekki skráður hjá GR ennþá.
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Lenti í sama veseni var þá með fulla mac-addressu töflu á ljósleiðaraboxinu er held ég 4 max frekar en 3, getur prufað að tala við hringiðuna og láta þá hreinsa úr mac addressu töfluni á boxinu eiga að hafa aðgang að því, eru allavega með það hjá vodafone.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Held sama og Hagur, þetta er MAC vesen. Þarf að setja mac á tölvunni sem þú loggar þig inná gagnaveituna.
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Það er líka stundum ekki sama mac á miðanum á routernum og inní menuinu. Hann er kannski með eitt fyrir internet portið og svo annað fyrir wifi. Myndi bjalla aftur í Hringdu og double checka það, gefa þeim þá þessa sem er á myndinni hjá þér.
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Xovius skrifaði:Það er líka stundum ekki sama mac á miðanum á routernum og inní menuinu. Hann er kannski með eitt fyrir internet portið og svo annað fyrir wifi. Myndi bjalla aftur í Hringdu og double checka það, gefa þeim þá þessa sem er á myndinni hjá þér.
Við spottuðum þetta en sáum að viðkomandi er hjá Hringiðunni! Við getum því miður ekki lagað þetta nema hann skipti til okkar
Erum þó ekki með 75 mbit tengingu en erum með 50 á 3.990 og 100 á 5.990 (sitt hvoru megin við Vortex).
Gef þér frítt út apríl og maí ef ég næ að stela þér í gegnum vaktina (sorry Icarus!)
Kveðja,
Gunnar
Re: Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Þetta er leyst! Ég var búinn að hringja í Hringiðuna fyrir nokkrum dögum og láta þá skrá MAC addressuna á routernum. Þegar ég loggaði mig sjálfur inn á gagnveituna núna rétt í þessu í gegnum nýja routerinn þá fékk ég skilaboð sem hljómuðu eitthvað á þessa leið "your device has been connected, please reboot". Þannig að lausnin virðist hafa verið sú að ég hafi þurft að logga mig inn á gagnaveituna í gegnum nýja routerinn til að endaleg skráning myndi nást. Takk kærlega fyrir aðstoðina!