Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar) ((Tilbúin:) ))


Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar) ((Tilbúin:) ))

Pósturaf Hamarius » Fös 31. Mar 2017 20:11

Er að Spá hvort sérfræðingarnir hérna gætu lesið yfir þetta og komið með ráðleggingar?
Vantar nýja tölvu sem er hljóðlát fyrst og fremst en þarf að vera þokkalega öflug fyrir einhverja myndvinnslu, hljóðvinnslu og ekki væri verra að geta prufað einn og einn leik þess á milli, en er auka atriði.
Rendi í gegnum síðurnar og setti samann lista yfir þá hluti sem þarf. Er með 2 skjái fyrir.

Fyrsta vangaveltan mín passar þetta ekki örugglega allt saman?
En svo er spurning hvort eitthvað sé óþarflega "mikið" eða þá ekki "nóg"
Eitthvað vit í þessu?

Heildarverð 187.845 kr.-198.935 kr.

Kassi
Fractal Design Define XL R2 E-ATX hljóðeinangraður turnkassi, svartur 36.990 kr.
https://odyrid.is/vara/fractal-design-d ... si-svartur
Kassi
Corsair Carbide 330R Titanium, hljóðeinangrun og gott loftflæði 25.900 kr.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2571
Kassi
hermaltake Urban S31 ATX turnkassi, svartur 24.990 kr.
https://www.tolvutek.is/vara/thermaltak ... si-svartur

Aflgjafi
Corsair CX 750W ATX Modular aflgjafi 80+ Brons Builder- 5 ára ábyrgð 21.995 kr.
https://www.tl.is/product/corsair-cx-75 ... ns-builder

Móðurborð
MSI B350 PC MATE AM4 ATX 4xDDR4,2x PCIe2/3, 4x SATA USB3.1 19.995 kr.
https://www.tl.is/product/b350-pc-mate- ... sata-usb31

Örgjörfi
AMD AM3+ X6 FX-6300 3.5GHzBlack Retail Vishera 14.995 kr.
https://www.tl.is/product/amd-am3-x6-fx ... il-vishera

Minni
Corsair 32GB DDR4 2x16GB 2400MHz svört Vengeance CL14 48.995 kr.
https://www.tl.is/product/32gb-2x16gb-2 ... -vengeance

Kæling
Cooler Master CoolerMaster Hyper TX3 EVO 4.990 kr.
https://www.tl.is/product/coolermaster-hyper-tx3-evo

Kælikrem
Arctic Cooling MX-4 4gr. 1.990 kr.
https://www.tl.is/product/arctic-cooling-mx-4-4gr

Skjákort
MSI AMD R7 360 2GD5 OC 14.995 kr.
https://www.tl.is/product/amd-r7-360-2gd5-oc

Harðir diskar
Samsung 250GB 850 EVO 3 ára ábyrgð basic kit SSD 19.995 kr.
https://www.tl.is/product/250gb-850-evo ... ic-kit-ssd

Geymsla
Western Digital Blue 2TB 3.5" SATA3 64MB 5400RPM 13.995 kr.
https://www.tl.is/product/blue-2tb-35-s ... mb-5400rpm
Síðast breytt af Hamarius á Lau 08. Apr 2017 16:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Tengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Njall_L » Fös 31. Mar 2017 20:28

Ég myndi ráðleggja þér að skoða frekar Fractal Design R5 heldur en þessa kassa sem þú listar upp
https://odyrid.is/vara/fractal-design-d ... si-svartur

Svo myndi ég sleppa þessari Cooler Master kælingu og spes kælikremi og skoða frekar hljólátu Noctua kælingarnar og nota kælikremið sem fylgir
https://odyrid.is/leita/Noctua - NH-U12S væri flott í þetta build

Svo væri líka spurning hvort að þú vildir ekki fara í stærri SSD disk. Samsung Evo 850 500GB kostar ekki það mikið meira en 250GB
https://att.is/product/samsung-850-evo-500gb-ssd-drif

Einnig myndi ég skoða GTX1050 í staðinn fyrir R7 360, verðmunurinn er ekki hellingur en þú mundir sjá mun í leikjum
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-105 ... -2gb-gddr5

Svo þarftu að skoða nýjan örgjörva, þessi sem þú listar passar ekki í AM4 socketið á móðurborðinu. TIl þess þyrftir þú nýju Ryzen örrana.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Hamarius » Fös 31. Mar 2017 21:03

Njall_L skrifaði:Ég myndi ráðleggja þér að skoða frekar Fractal Design R5 heldur en þessa kassa sem þú listar upp
https://odyrid.is/vara/fractal-design-d ... si-svartur

Svo myndi ég sleppa þessari Cooler Master kælingu og spes kælikremi og skoða frekar hljólátu Noctua kælingarnar og nota kælikremið sem fylgir
https://odyrid.is/leita/Noctua - NH-U12S væri flott í þetta build

Svo væri líka spurning hvort að þú vildir ekki fara í stærri SSD disk. Samsung Evo 850 500GB kostar ekki það mikið meira en 250GB
https://att.is/product/samsung-850-evo-500gb-ssd-drif

Einnig myndi ég skoða GTX1050 í staðinn fyrir R7 360, verðmunurinn er ekki hellingur en þú mundir sjá mun í leikjum
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-105 ... -2gb-gddr5

Svo þarftu að skoða nýjan örgjörva, þessi sem þú listar passar ekki í AM4 socketið á móðurborðinu. TIl þess þyrftir þú nýju Ryzen örrana.


Takk fyrir svarið :)

Varðandi kassann þá var ég búinn að ákveða þennan R5 en sá síðan að hann er of breiður fyrir mig. hélt að hinn fractal R2 væri eins hannaður bara minni? En var svosem ekkert búinn að skoða það nákvæmlega, sá bara eins lýsingu á þeim :)

En lýst vel á þessar kælingar.
Þetta er líka hárrétt með diskinn, alltof lítill munur til að sleppa því.
Einnig er hljómar það betur með skjákortið ef það getur verið hljóðlaust við lítið álag.

Ég hef verið að misskilja þetta með örgjörvann, veit ekki alveg hvort ég tími að fara í þessa Ryzen. Er alveg himinn og haf á milli þeirra?
Spurning hvaða móðurborð fittar undir þennan?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Tengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Njall_L » Fös 31. Mar 2017 21:11

Hamarius skrifaði: Varðandi kassann þá var ég búinn að ákveða þennan R5 en sá síðan að hann er of breiður fyrir mig. hélt að hinn fractal R2 væri eins hannaður bara minni? En var svosem ekkert búinn að skoða það nákvæmlega, sá bara eins lýsingu á þeim :)

XL R2 er stóri bróðir R5. Ef ég man rétt þá er XL bara töluvert hærri en ekki breiðari.
Hamarius skrifaði:
Ég hef verið að misskilja þetta með örgjörvann, veit ekki alveg hvort ég tími að fara í þessa Ryzen. Er alveg himinn og haf á milli þeirra?
Spurning hvaða móðurborð fittar undir þennan?

FX-6300 sem þú setur inn var mid range örgjörvi þegar hann kom út 2012. Það meikar ekkert sens að setja þann örgjörva í þetta build eins og þú setur það upp. Ég myndi mæla með að skoða AMD 1700 sem er úr nýju Ryzen línunni, hann er ódýrastur hjá @tt.
https://www.att.is/product/amd-ryzen-7-1700-orgjorvi
Ef það er out of budget þá mæli ég með því að skoða i5 7600. Bara halda sig frá gömlu AM2/AM3 örgjörvunum miðað við það sem þú ætlar að nota tölvuna í.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Hamarius » Fös 31. Mar 2017 21:22

Njall_L skrifaði:
Hamarius skrifaði: Varðandi kassann þá var ég búinn að ákveða þennan R5 en sá síðan að hann er of breiður fyrir mig. hélt að hinn fractal R2 væri eins hannaður bara minni? En var svosem ekkert búinn að skoða það nákvæmlega, sá bara eins lýsingu á þeim :)

XL R2 er stóri bróðir R5. Ef ég man rétt þá er XL bara töluvert hærri en ekki breiðari.
Hamarius skrifaði:
Ég hef verið að misskilja þetta með örgjörvann, veit ekki alveg hvort ég tími að fara í þessa Ryzen. Er alveg himinn og haf á milli þeirra?
Spurning hvaða móðurborð fittar undir þennan?

FX-6300 sem þú setur inn var mid range örgjörvi þegar hann kom út 2012. Það meikar ekkert sens að setja þann örgjörva í þetta build eins og þú setur það upp. Ég myndi mæla með að skoða AMD 1700 sem er úr nýju Ryzen línunni, hann er ódýrastur hjá @tt.
https://www.att.is/product/amd-ryzen-7-1700-orgjorvi
Ef það er out of budget þá mæli ég með því að skoða i5 7600. Bara halda sig frá gömlu AM2/AM3 örgjörvunum miðað við það sem þú ætlar að nota tölvuna í.



Haha já ok, fatta þetta betur núna, Það hafa verið einhver mistök inn á síðunni hjá þeim.
En á síðu framleiðanda er þetta tekið fram:
Case dimensions (WxHxD): 232 x 451 x 521mm
Package dimensions (WxHxD): 327 x 615 x 540mm

Og síðan hérna heima tekur framm stærð annars kassans sem Package dimensions :)

En ok. spurning að punga 30.000 meira og fá almennilegan örgjörfa..



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Tengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Njall_L » Fös 31. Mar 2017 21:39

Hamarius skrifaði:Haha já ok, fatta þetta betur núna, Það hafa verið einhver mistök inn á síðunni hjá þeim.
En á síðu framleiðanda er þetta tekið fram:
Case dimensions (WxHxD): 232 x 451 x 521mm
Package dimensions (WxHxD): 327 x 615 x 540mm
Og síðan hérna heima tekur framm stærð annars kassans sem Package dimensions :)

Vel gert Ódýrið, þetta er algjör rugl :happy
Hamarius skrifaði:En ok. spurning að punga 30.000 meira og fá almennilegan örgjörfa..

Það að kaupa betri örgjörva sem hentar þínum þörfum strax í byrjun er klárlega málið, þig langar þá sennilega ekki að uppfæra daginn eftir að þú setur tölvuna saman.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Hamarius » Fös 31. Mar 2017 21:48

Njall_L skrifaði:
Hamarius skrifaði:Haha já ok, fatta þetta betur núna, Það hafa verið einhver mistök inn á síðunni hjá þeim.
En á síðu framleiðanda er þetta tekið fram:
Case dimensions (WxHxD): 232 x 451 x 521mm
Package dimensions (WxHxD): 327 x 615 x 540mm
Og síðan hérna heima tekur framm stærð annars kassans sem Package dimensions :)

Vel gert Ódýrið, þetta er algjör rugl :happy
Hamarius skrifaði:En ok. spurning að punga 30.000 meira og fá almennilegan örgjörfa..

Það að kaupa betri örgjörva sem hentar þínum þörfum strax í byrjun er klárlega málið, þig langar þá sennilega ekki að uppfæra daginn eftir að þú setur tölvuna saman.


Já það er alveg rétt hjá þér.

Þá lýtur þetta svona út. Síðan má eflaust leita að betri verðum en ætti ekki að muna það mikið.
Þá er það bara að byrgja sig upp af núðlusúpum fyrir apríl hehe :lol:

Heildarverð 237.760 kr.

Kassi
Fractal Design Define R5 ATX hljóðeinangraður turnkassi, svartur 29.900 kr.
https://odyrid.is/vara/fractal-design-d ... si-svartur

Aflgjafi
Corsair CX 750W ATX Modular aflgjafi 80+ Brons Builder- 5 ára ábyrgð 21.995 kr.
https://www.tl.is/product/corsair-cx-75 ... ns-builder

Móðurborð
MSI B350 PC MATE AM4 ATX 4xDDR4,2x PCIe2/3, 4x SATA USB3.1 19.995 kr.
https://www.tl.is/product/b350-pc-mate- ... sata-usb31

Örgjörfi
AMD Ryzen 7 1700 örgjörvi Octo Core 3.7GHz, 20MB cache 50.950 kr.
https://www.att.is/product/amd-ryzen-7-1700-orgjorvi

Minni
Corsair 32GB DDR4 2x16GB 2400MHz svört Vengeance CL14 48.995 kr.
https://www.tl.is/product/32gb-2x16gb-2 ... -vengeance

Kæling
Noctua NH-U12S SE-AM4 örgjörvakæling AMD AM4, 6 ára ábyrgð 4.990 kr.
https://odyrid.is/vara/noctua-nh-u12s-s ... ara-abyrgd

Skjákort
Gigabyte GTX 1050 D5 skjákort 2GB GDDR5 19.990 kr.
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-105 ... -2gb-gddr5

Harðir diskar
Samsung 850 EVO 500GB SSD drif 26.950 kr.
https://att.is/product/samsung-850-evo-500gb-ssd-drif

Geymsla
Western Digital Blue 2TB 3.5" SATA3 64MB 5400RPM 13.995 kr.
https://www.tl.is/product/blue-2tb-35-s ... mb-5400rpm



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Gunnar » Fös 31. Mar 2017 22:22

verðið á kælingunni er vitlaust hjá þér. ekki 4990 heldur 10.392 kr. og allir tl.is linkarnir eru broken
annars lýtur þetta helviti vel út.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 01:20

Ef þú kaupir Ryzen þá er góð hugmynd að kaupa minni sem ræður við mikinn hraða og nota hraðann á því. Ryzen er í rauninni 2 x quadcore með ofurhröðu tengi á milli quadcore-anna. Hraðinn á tenginu fer eftir minnisklukkunni. Hraðara minni == mælanlega meiri afköst. Kostnaðurinn eykst samt kannski, þannig að það þarf að vega og meta. En RAM klukkuhraði skiptir alla vega meira máli en CL latency, ef þú ert með Ryzen.

Vertu líka viss um að minnið sem þú kaupir sé á lista frá mobo framleiðanda. Það eru early days og mobo framleiðendur eru ennþá að pússa biosana sína þannig að allt virki rétt.

Slepptu kælingunni. Kælingin sem fylgir með Ryzen 1700 er besta stockkæling ever. Hljóðlát, kælir mjög vel og lúkkar.

Ég get ekki látið hjá líða að benda á að Corsair CX aflgjafar eru rusl. Þú þarft ekki 750 wött, taktu frekar RM650x, fyrir auka 1K, eða ef þú vilt endilega fara í 750, þá RM750x fyrir auka 3k. CX er rusl, RMx eru mjög vandaðir, þó þeir séu frá sama fyrirtæki. Í USA er RMx 30-50% dýrari en CX. Hérna er náttúrulega flutningskostnaður og klikk álagning, þannig að budget aflgjafi kostar nánast það sama og prýðisaflgjafi.

Þar sem þú ert að fara í content vinnu, þá myndi ég mæla með að vera með usb 3.1 gen 2. Gen2 er tvöfalt hraðara. Það eru bara Gen1 usb tengi á þessu MSI móðurborði. Asus Prime 350 er með Gen2 tengi (þeir kalla usb 3.1 Gen1 "usb 3.0" og usb 3.1 Gen2 kalla þeir "usb 3.1". Þetta eru gömlu nöfnin á þessum stöðlum. Frekar ruglandi! ).

Mér líst vel á þetta build að öðru leyti. Ryzen örgjörvarnir eru alveg klikk góðir fyrir peninginn í þunga CPU vinnslu og meira en nógu góðir til að halda í við 1050 kortið þitt í leikjum. Ég keypti einmitt Ryzen í forritun og hljóðvinnslu. Sé ekki eftir því.
Síðast breytt af linenoise á Lau 01. Apr 2017 02:36, breytt samtals 3 sinnum.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 01:46

Þetta minni er á sama verði og 2600 minnið sem þú varst að spá í
https://www.att.is/product/corsair-ven- ... 3200-minni

Það er vísu ekki á support listum hjá MSI eða Asus, þannig að það er pínu áhætta. Vengeance hafa samt almennt verið að virka vel með Ryzen og ég hef séð nokkur build með nákvæmlega þessu minni (CMK32GX4M2B3200C16)




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 02:16

Fractal Design R5 er náttúrulega frábær kassi, en ef þú vilt spara 10K, þá er líka hægt að kíkja á cooler master silencio. Ég er með einn 352 heima. Hann einangrar hljóð mjög vel. Hann tekur náttúrulega bara matx, þannig að þú þyrftir að kíkja á 550 eða 452.
https://www.tl.is/search/silencio

Hér er allt nema kassinn hjá att.
Mynd




Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Hamarius » Lau 01. Apr 2017 04:23

Ok takk fyrir ábendingarnar allir, mjög góðar og fræðandi.

Held ég taki ábendinguna um kælinguna og geymi að kaupa sér kælingu og sé til (áttaði mig ekki á því að það fylgdi kæling með örgjörfanum:) ).
Varðandi kassann þá er ég orðinn pínu fastsettur með hann eftir að ég horfði á nokkur review um hann.

Nú held ég að sú ákvörðun sem eftir er, er varðar móðurborð og minni.

Gerði mér ekki nægjanlega grein fyrir þessu með móðurborðin og minnin, alltaf að læra eitthvað nýtt :)

Móðurborð Asus Prime B350-Plus móðurborð ATX, 4xDDR4, 6xSATA, USB3.1 19.995 kr.
https://www.att.is/product/asus-prime-b ... -modurbord


er ekki viss með muninn á þessum móðurborðum en fór og leitaði að þessum lista fyrir þetta asus móðurborð og fann hann hérna
http://dlcdnet.asus.com/pub/ASUS/mb/Soc ... 1491018667

Fann þetta í tölvutækni: Corsair 32GB kit (2x16GB) DDR4 3000MHz, CL15, Vengeance LPX
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=3260
Er allavega á listanum en að vísu þar sem 1x16Gb skiptir það nokkuð máli?

Fann líka þetta sem 2x16Gb á listanum
G.Skill 32GB (2x16GB) Ripjaws V 3000MHz DDR4
https://kisildalur.is/?p=2&id=3071

Eru þetta ekki málið ef ég vel þetta móðurborð?

Hver er annars munurinn á þessum móðurborðum þannig séð?




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 12:12

Eina ástæðan fyrir því að ég benti á Asus borðið er að það er með USB 3.1 Gen2 tengi sem MSI borðið er ekki með. Flest annað er mjög líkt, spurning um að finna review. Verst að fólk er lítið búið að vera reviewa B350 borðin.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 12:26

Og með móðurborðin og minninn. Ég held það sé erfitt að finna minni sem virkar ekki out of the box. Hins vegar mæli ég með eins og ég segi að ofan að þú kveikir á OC fyrir minni, því örgjörvinn verður afkastameiri. Mjög auðvelt, held að öll mobo sem ég hef skoðað fyrir Ryzen séu með XMP, kveikir á því með einni stillingu.

Þá er betra að a) það sé með háan klukkuhraða og b) hafi verið prófað af mobo framleiðandanum. Ég hef séð fólk á reddit sem hefur ekki náð stable minnisoverclocki, og þá var það alltaf minni sem var ekki á minnislistanum.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 15:53

Jesús. Nýjustu fréttir. Ef þú vilt nota Ryzen í gaming, þá virðist breyta rosalegu að nota AMD GPU í leiki sem eru að performa illa. NVIDIA driverinn er bara ekki að virka jafnvel og hann ætti með Ryzen og bottleneckar CPU.

https://www.youtube.com/watch?v=QBf2lvfKkxA

Að því sögðu, þá geri ég ráð fyrir að NVidia muni gera sitt besta til að laga driverana, núna þegar þetta er komið í ljós og besta AMD kortið er frekar lélegt (þó það sé von á nýjum kortum frá þeim fljótlega)

Samt áhugavert, 1060 sem ætti að vera betra en 480 er miklu verra í þessu benchmarki, væntanlega af því AMD driverinn elskar þræði. Hardware canucks updateuðu líka 1060 vs 480 shootoutið sitt um daginn.

Ég hef ekki séð nein benchmarks með 460 vs 1050 á Ryzen, enda er þetta glæný vitneskja, en það er alveg möguleiki að það væri betra fyrir buildið þitt að kaupa 460. Nú eða eyða 10K í viðbót og kaupa 480 á niðursettu verði hjá ódýrinu.




Höfundur
Hamarius
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2010 18:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar)

Pósturaf Hamarius » Lau 08. Apr 2017 13:20

Jæja þá er þetta komið, gekk eins og í sögu, en þetta er fyrsta tölvan sem ég set saman, og gengur eins og klukka.
Bara mjög ánægður með hana, heyrist ekki múkk í henni, :D
Langaði og vill þakka aðstoðina og ráðleggingarnar hérna inni :)

Lokaniðurstaðan varð þessi:

Aflgjafi
Corsair RM650x, kraftmikill 650W modular aflgjafi, 80+ Gold
https://www.att.is/product/corsair-rm650x-aflgjafi

Móðurborð
Asus Prime B350-Plus móðurborð ATX, 4xDDR4, 6xSATA, USB3.1
https://www.att.is/product/asus-prime-b ... -modurbord

Örgjörfi
AMD Ryzen 7 1700 örgjörvi Octo Core 3.7GHz, 20MB cache
https://www.att.is/product/amd-ryzen-7-1700-orgjorvi

Minni
Corsair VEN 2x16GB 3200 minni
https://www.att.is/product/corsair-ven- ... 3200-minni

Harðir diskar
Samsung 850 EVO 500GB SSD drif
https://att.is/product/samsung-850-evo-500gb-ssd-drif

Geymsla
WD Blue 2TB diskur
https://att.is/product/wd-blue-2tb-diskur

Kassi
Fractal Design Define R5 ATX hljóðeinangraður turnkassi, svartur
https://odyrid.is/vara/fractal-design-d ... si-svartur

Skjákort
Gigabyte GTX 1050 D5 skjákort 2GB GDDR5
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-105 ... -2gb-gddr5

Læt nokkrar myndir fylgja af henni og aðstöðunni

Mynd
Mynd
Mynd




Kristjan1991
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 30. Okt 2016 19:03
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar með nýja tölvusamsetningu (ráðleggingar) ((Tilbúin:) ))

Pósturaf Kristjan1991 » Sun 09. Apr 2017 05:05

Þetta lýtur mjög vel út, svona miðað við að þetta er þitt fyrsta build.

Ég setti mína fyrstu saman fyrir að verða 2 árum, og verð að segja að þetta er mjög skemmtilegt. :)