G-sync skjáir Mars 2017

Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Skrekkur » Fös 17. Mar 2017 20:35

Sæl veriði.
Eftir allskonar pælingar hef ég ákveðið að mig langar í G-sync skjá, fór aðeins á stúfana að sjá hvað er til, var fyrst að spá í 1080p en úrvalið af þeim er soldið takmarkað.
Eins og svona hlutir vilja fara, er ég eiginlega líka kominn á það að vilja IPS panel og væri ekkert verra að hafa hann 1440p, einnig virðist vera þokkalegt úrval af þeim líka.
Nota vélina líka til forritunar og leikjasmíða, er reyndar með 1080p sjónvarp tengt í hana líka fyrir bíómyndir og sófagaming.
En at any rate skjáirnir sem ég er svona nærst því að kaupa eru eftirfarandi

ViewSonic XG2703-GS 27" https://www.amazon.com/ViewSonic-XG2703-GS-G-Sync-Monitor-DisplayPort/dp/B01LWJMM1S/
ASUS ROG SWIFT PG279Q 27"https://www.amazon.com/dp/B017EVR2VM/ref=psdc_1292115011_t1_B01LWJMM1S
AOC Agon AG271QG 27" https://www.amazon.com/AOC-AG271QG-Gaming-Monitor-G-Sync/dp/B01G5JYMNA/ref=cm_cr_arp_d_product_top?ie=UTF8

Hallast helst að Viewsonic skjánum, þar sem virðast ekki vera jafnmörg gölluð eintök af honum og Asus ROG skjánum.

Hafið þið reynslu af þessum skjám eða eruð með aðrar hugmyndir í pottinn sem mér hefur yfirsést.

Öll comment um að freesync sé opin standard og það séu góð amd kort á leiðinni eru afþökkuð. (er núna með 1 GTX 1080 kort)



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Frost » Fös 17. Mar 2017 21:19

Ég er með PG278Q og gjörsamlega elska hann. Ég var að skoða reviews af honum fyrst og það var sama sagan með hann og PG279Q, að mikið af gölluðum eintökum voru að koma frá ASUS fyrst. Seinna meir var quality control mikið betra og ekki mikið kvartað yfir þessum skjám síðan. Vonandi laga þeir þessi vandamál með PG279Q en ég klárlega mæli með honum samt!


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf braudrist » Fös 17. Mar 2017 22:57

Asus ROG og Acer Predator er hands-down bestu gaming skjáirnir fáanlegir í dag. Ef valið er á milli þessa þriggja, þá mundi ég taka Asus-inn.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf SolidFeather » Fös 17. Mar 2017 23:22

Ég er akkúrat í sömu pælingum. Las mér örsnöggt til um þetta í dag og leist held ég best á Acer XB271HU eftir að hafa heyrt um panel lottery hjá asus. Ég hef samt ekkert kíkt á hina skjáina sem þú nefnir.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf ZoRzEr » Fös 17. Mar 2017 23:32

Er með PG279Q. Fer aldrei í neitt annað en 144hz+. Munurinn er alveg svakalegur. G-sync er einstaklega notalegt.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Fletch » Fös 17. Mar 2017 23:51

Var með PG278Q og skipti í PG279Q, mæli með báðum, betri litir og betri contrast í PG279Q, sé engin benefits af 165hz vs 144hz

þetta panel lottery er soldið overrated finnst mér persónulega, ef þú ert að leita að göllum geturðu alltaf fundið einhver ips glow/bleed / tn bleed, ekki séð neinn ips/tn panel sem er 100% gallalaus (en getur náttla verið mjög óheppin og fengið vont eintak)


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


gusti123
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Fim 27. Ágú 2009 22:25
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf gusti123 » Lau 18. Mar 2017 00:57

Ég er einmitt búinn að vera undanfarna daga að kynna mér stíft þessa skjái, fékk þá hugmynd að kaupa mér 1080p ultrawide 29" af Amazon (eru mjög ódýrir núna) til þess að koma í stað tveggja gamalla benq 1080p skjáa sem ég er nú með.
Áður en ég vissi af var ég kominn djúpt í skjá pælingar og veit í rauninni ennþá ekki hvað ég vil gera. Er með 1070 GTX sem býður alveg upp á eitthvað betra (144Hz eða 1440p). Er núna farinn að spá í þessum hérna :
http://m.tolvutek.is/vara/acer-xb271hu- ... ar-svartur

Hvernig er það eru menn almennt að panta sér skjái af Amazon í staðinn fyrir að versla hérna heima? Þegar hlutur er farinn að kosta svona mikið finnst mér eiginlega betra upp á ábyrgð að kaupa hér heima , en gæti verið vitleysa í mér að hugsa þannig ennþá .



Skjámynd

steinarsaem
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 16:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf steinarsaem » Lau 18. Mar 2017 15:22

Ég er búinn að liggja yfir þessu núna í að verða hálft ár.
ROG PG279Q eða Predator XB271HU
Att og tölvulistinn eru með ROG-inn, Elko og Tölvutek með Predator.
Munurinn er 50 þúsund, gæti verið að ROG-inn lækki eitthvað þegar hann kemur, þar sem gengið hefur batnað frá því að þeir voru síðast teknir inn.



Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Skrekkur » Lau 18. Mar 2017 21:17

Takk fyrir þetta input, var alveg búinn að gleyma acer predatornum, ekki nema ég hafi afskrifað hann útaf einhverjum reviews. Ef þessir skjáir endast jafnvel og þessir sem ég er með núna (9 og 10 ára), þá held ég að borgi sig að fara í það besta.

Hvað varðar pantanir af amazon, þá já er mögulega auðveldara að díla við ábyrgð eða galla hér, en currently er munurinn á asus skjánum í tölvulistanum og att og amazon með VSK og sendingu er 35 þúsund. Ég hef þurft að eiga við amazon customer support sem var í raun algerlega frábært, þannig ekkert megastressaður yfir því, en svo er spurning með beint asus customer support.

Grunar svosem líka að backlight bleed sé frekar ýkt líka, og ég nota reyndar skjáina nánast aldrei í algeru myrkri. En væri samt leiðinlegt ef það er algerlega útúr kortinu og ég þyrfti að senda hann sjálfur, veit svosem ekki hversu vel búðir taka í það hér ef það er caseið.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf brain » Lau 18. Mar 2017 23:28

Sá eimitt í dag að Elko er með um 5 gerðir af Predator

Þessi lookar vel

https://elko.is/acer-skjar-34-predator-ac34predx34a




gusti123
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Fim 27. Ágú 2009 22:25
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf gusti123 » Sun 19. Mar 2017 00:18

@Skrekkur Ég var einmitt búinn að vera að skoða þennan sem ég linkaði hérna fyrir ofan á Amazon, gat ekki séð að munurinn væri nema nokkrir þúsund kallar á þeim þannig maður myndi líklega kaupa þá hérna heima
@Brain já þessi lookar mjög vel, en líka premium price tag :P



Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Skrekkur » Þri 21. Mar 2017 01:13

Var næstum búinn að kaupa asusinn, þegar ég mundi að G-sync HDR skjáir koma út á þessu ári, líklega í sumar. Get beðið aðeins lengur til að sjá hvernig þeir koma út :D
http://www.geforce.com/whats-new/articl ... t-ces-2017



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2576
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf svanur08 » Þri 21. Mar 2017 12:01

Skrekkur skrifaði:Var næstum búinn að kaupa asusinn, þegar ég mundi að G-sync HDR skjáir koma út á þessu ári, líklega í sumar. Get beðið aðeins lengur til að sjá hvernig þeir koma út :D
http://www.geforce.com/whats-new/articl ... t-ces-2017


Þurfa þá leikirnir ekki að vera í HDR?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Skrekkur » Þri 21. Mar 2017 15:52

svanur08 skrifaði:Þurfa þá leikirnir ekki að vera í HDR?


Júbb, nokkrir leikir komnir með support, Hitman, gears of war 4, tomb raider, deus ex mankind divided, og mass effect andromeda, þessi feature kom frekar nýlega inní unreal engine og Unity, þannig að eftir ekkert svo langan tíma munu flestir nýjir leikir styðja þetta.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2576
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf svanur08 » Þri 21. Mar 2017 19:06

Skrekkur skrifaði:
svanur08 skrifaði:Þurfa þá leikirnir ekki að vera í HDR?


Júbb, nokkrir leikir komnir með support, Hitman, gears of war 4, tomb raider, deus ex mankind divided, og mass effect andromeda, þessi feature kom frekar nýlega inní unreal engine og Unity, þannig að eftir ekkert svo langan tíma munu flestir nýjir leikir styðja þetta.


Ok cool. :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf BrynjarD » Mán 24. Júl 2017 13:45

Hvernig er staðan á þessu hjá þér? Búinn að versla þér nýjan skjá eða enn að bíða?

Er akkúrat í sömu pælingum núna og þú varst í mars.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf ÓmarSmith » Mán 24. Júl 2017 16:12

Sjálfur tók ég

Acer Predator X34 G sync 100hz .


Það er vissulega smá ips glow í hornum og einhverjar smá þunnar línur efst í honum stilli ég hann á yfir 80hz( sést stundum og stundum ekki, en annars er þetta stórkostlegur munur á standard 16:9 eða 16:10.

Og myndgæði, contrast og skerpa er alveg tipp topp fyrir myndvinnslu og leikjaspilun.


Það er sami panell í þessum skjá og Asus ROQ skjánum nema að þessi er soldið ódýrari.


Mun eflaust aldrei fara aftur úr Ultra Wide.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Skrekkur » Lau 14. Sep 2019 20:03

Súper seint update en ágætt að klára þetta þó seint sé. Fékk mér ASUS PG279Q frá tölvulistanum, fékk hann með afslætti þannig að hann endaði á að kosta svipað og amazon, hann var með smá light bleed í efra horni en það var nóg að ýta aðeins á hann til að það hyrfi eiginlega alveg.
Er enn að nota hann í dag og er bara frekar sáttur.
PC gamer setur hann á topp á 2019 listann hjá sér fyrir g-sync https://www.pcgamer.com/best-g-sync-monitors-2019/.
BTW G-Sync er lifechanger og 144hz er líka frekar awesome. Keyri hann nánast aldrei í 165hz.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf GuðjónR » Sun 15. Sep 2019 15:14

Þessi skjár er búinn að vera á toppnum í 4 ár, er ekkert planað að koma með uppfært model?




Zorion
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 20. Apr 2008 11:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Zorion » Sun 15. Sep 2019 15:18

GuðjónR skrifaði:Þessi skjár er búinn að vera á toppnum í 4 ár, er ekkert planað að koma með uppfært model?


tja þeir eru með 4k hdr útgáfuna PG27UQ sem kostar bara eitt nýra og eina hendi

Kannski verður eitthvað kynnt á næsta CES eða hvað það heitir í janúar



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf GuðjónR » Sun 15. Sep 2019 15:48

Zorion skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þessi skjár er búinn að vera á toppnum í 4 ár, er ekkert planað að koma með uppfært model?


tja þeir eru með 4k hdr útgáfuna PG27UQ sem kostar bara eitt nýra og eina hendi

Kannski verður eitthvað kynnt á næsta CES eða hvað það heitir í janúar

Það er slatta verðmunur á þeim, $700 vs $1550




Zorion
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 20. Apr 2008 11:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Zorion » Sun 15. Sep 2019 18:07

GuðjónR skrifaði:
Zorion skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þessi skjár er búinn að vera á toppnum í 4 ár, er ekkert planað að koma með uppfært model?


tja þeir eru með 4k hdr útgáfuna PG27UQ sem kostar bara eitt nýra og eina hendi

Kannski verður eitthvað kynnt á næsta CES eða hvað það heitir í janúar

Það er slatta verðmunur á þeim, $700 vs $1550


Rétt, annar er líka 4K HDR meðan hinn er 1440p.
Annars spái ég að Asus og fleiri gefa út 1440p 144hz HDR skjái á næstunni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf GuðjónR » Mán 16. Sep 2019 22:02

Zorion skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Zorion skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þessi skjár er búinn að vera á toppnum í 4 ár, er ekkert planað að koma með uppfært model?


tja þeir eru með 4k hdr útgáfuna PG27UQ sem kostar bara eitt nýra og eina hendi

Kannski verður eitthvað kynnt á næsta CES eða hvað það heitir í janúar

Það er slatta verðmunur á þeim, $700 vs $1550


Rétt, annar er líka 4K HDR meðan hinn er 1440p.
Annars spái ég að Asus og fleiri gefa út 1440p 144hz HDR skjái á næstunni.





Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Fletch » Mán 16. Sep 2019 22:33

Það er komið meira úrval af ultra-wide high refresh rate skjáum, persónulega tæki ég bara ultra-wide skjá í dag, geggjað að game'a á þeim, er með LG34GK950F, sem er 34" 3440x1440@144Hz freesync skjár.

Nvidia byrjaði líka í jan á þessu ári að supporta Freesync skjái þannig freesync hentar í dag fyrir bæði AMD og Nvidia
Official support listinn er hér
https://www.nvidia.com/en-us/geforce/pr ... ors/specs/

þó freesync skjár sé ekki á listanum þýðir ekki að hann virki ekki, t.d. er minn ekki á support listanum en virkar flawlessy með gsync/freesync

Beið lengi eftir PG35VQ en hann er way overpriced og er ekki seldur á þetta local dimming með halo/glowing issues


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: G-sync skjáir Mars 2017

Pósturaf Jón Ragnar » Þri 17. Sep 2019 08:20

Fletch skrifaði:Það er komið meira úrval af ultra-wide high refresh rate skjáum, persónulega tæki ég bara ultra-wide skjá í dag, geggjað að game'a á þeim, er með LG34GK950F, sem er 34" 3440x1440@144Hz freesync skjár.

Nvidia byrjaði líka í jan á þessu ári að supporta Freesync skjái þannig freesync hentar í dag fyrir bæði AMD og Nvidia
Official support listinn er hér
https://www.nvidia.com/en-us/geforce/pr ... ors/specs/

þó freesync skjár sé ekki á listanum þýðir ekki að hann virki ekki, t.d. er minn ekki á support listanum en virkar flawlessy með gsync/freesync

Beið lengi eftir PG35VQ en hann er way overpriced og er ekki seldur á þetta local dimming með halo/glowing issues



Verst að maður þarf að upgradea skjákortið líka til að búa til alla þessa pixla :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video