Wireless access point


Höfundur
KHx
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 14. Feb 2017 15:30
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Wireless access point

Pósturaf KHx » Lau 11. Mar 2017 12:59

Sælir.

Þá er komið að því að losna við netsnúruna frá skrifstofunni fram í router og banka massa stig hjá konunni :-)

Ég er með 2 tölvur inni í herbergi og vantar að tengja þær þráðlaust við routerinn sem er frammi,
mig langar helst ekki til þess að setja þráðlaus kort í þær þar sem þær eru nú þegar með ethernet.

Er til einhver wireless access point græja sem ég get tengt inn á þráðlausa netið og er með ethernet útgangi
sem ég get tengt í sviss?
Það kæmu svo nokkrar IP tölur yfir þennan access punkt sem myndi senda það áfram á routerinn.

Er þetta gerlegt?


MK
K




ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Wireless access point

Pósturaf ojs » Lau 11. Mar 2017 22:06

Vissulega er þetta hægt, þarft bara tæki sem styður Client Bridging, t.d. getur þessi þetta: https://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-750dap-dual-band-wifi600-n-access-point. N.B. bendi bara á þetta vegna þess að það er til hérna á landi, eru ábyggilega til fleiri, sýnist að vísu þessi bara styðja wifi IEEE 802.11n (max 150 Mbit/s), þú vilt kannski tæki sem styður IEEE 802.11ac (max 866,6 Mbit/s).

En það sem þig vantar er semsagt þessi fítus, Client Bridging.




Höfundur
KHx
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 14. Feb 2017 15:30
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Wireless access point

Pósturaf KHx » Lau 11. Mar 2017 23:34

ojs skrifaði:Vissulega er þetta hægt, þarft bara tæki sem styður Client Bridging, t.d. getur þessi þetta: https://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-750dap-dual-band-wifi600-n-access-point. N.B. bendi bara á þetta vegna þess að það er til hérna á landi, eru ábyggilega til fleiri, sýnist að vísu þessi bara styðja wifi IEEE 802.11n (max 150 Mbit/s), þú vilt kannski tæki sem styður IEEE 802.11ac (max 866,6 Mbit/s).

En það sem þig vantar er semsagt þessi fítus, Client Bridging.


Takk, þetta er hugtakið sem mig vantar.