Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf vesi » Fös 03. Mar 2017 19:39

Sælir snillingar,

Mútta er með 2stk að bílskúrnum sínum,annar þeirra bilaði. þetta er ca 15-20 ára gamalt og ég hef ekki hugmynd hvert ég á að fara með þetta, eða hvað er hægt að gera.
Smá gúgl leiddi mig að vv.is og altak.is. En ef að einhver hefur einhverja reynslu með svona dót væri vel þegið að fá tips.

Mig langar ekkert sérstaklega að skipta um opnaran sjálfan(þann sem dregur hurðina upp).
Vitiði hvort það sé yfir höfuð hægt að fara með fjarstýringu og láta kóða nýja við?

Mynd
Mynd
Mynd

Beztu kv.
Vesi


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Dúlli » Fös 03. Mar 2017 19:52

Það er rosalega misjafnt, með nýja hurðaopnara er ekkert mál að forrita nýtt, mæli með að kíkkja á áltak, flott fyrirtæki og góð þjónusta hjá þeim.

En of þegar búnaður er orðin svona gamall er erfitt að bæta við / breyta eða / uppfæra eithvað af þessu.




Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Opes » Fös 03. Mar 2017 19:59

Búinn að reyna að laga þennan bilaða? Getur þú sent inn myndir af honum þegar þú ert búinn að opna?




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Hizzman » Fös 03. Mar 2017 20:13

líklega er hnappur í skúrnum til að opna handvirkt - það gæti verið valkostur að kaupa set, móttakara og stýringu og tengja móttakarann við hnappinn



Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf vesi » Fös 03. Mar 2017 20:52

Dúlli skrifaði:Það er rosalega misjafnt, með nýja hurðaopnara er ekkert mál að forrita nýtt, mæli með að kíkkja á áltak, flott fyrirtæki og góð þjónusta hjá þeim.

En of þegar búnaður er orðin svona gamall er erfitt að bæta við / breyta eða / uppfæra eithvað af þessu.


Grunaði það að þetta væri of gamalt til að kóða nýja fjarstýrirngu við. Sjáum hvað Áltak segir.

Opes skrifaði:Búinn að reyna að laga þennan bilaða? Getur þú sent inn myndir af honum þegar þú ert búinn að opna?


Nokkrum sinnum skipt um rafhlöðu, er eithvað ákveðið sem ég ætti að reyna mynda betur þegar ég opna hann?

Hizzman skrifaði:líklega er hnappur í skúrnum til að opna handvirkt - það gæti verið valkostur að kaupa set, móttakara og stýringu og tengja móttakarann við hnappinn


Hefuru séð svoleiðis lausn, ef svo gætiru hent á mig link.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Dúlli » Fös 03. Mar 2017 20:56

vesi skrifaði:
Hizzman skrifaði:líklega er hnappur í skúrnum til að opna handvirkt - það gæti verið valkostur að kaupa set, móttakara og stýringu og tengja móttakarann við hnappinn


Hefuru séð svoleiðis lausn, ef svo gætiru hent á mig link.


Þarft í raun að skoða á hvaða spennu stýringinn gengur, Þekki ekki svona gamlan búnað, gæti verið möguleiki að mixa eithvað við. Það sem ég hef rekist á í dag er að þessar stýringar ganga á 12 - 24v.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Hizzman » Fös 03. Mar 2017 21:07

móttakarinn þarf auðvitað að innihalda segulliða, þá er spenna aukaatriði

gúglaðu bara 'remote relay' - það er hellingur td á ebay. íhlutir og mbr koma líka til greina

edit: móttakarinn þarf líklega 12vdc, ef þú finnur lítinn spennubreyti frá ónýtu tæki er óþarfi að flækja málið.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf jonsig » Fös 03. Mar 2017 22:27

Það voru dip rofar í þessu, til að stilla tíðni eða factory kóða. Það væri gott start að finna það út.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf brain » Lau 04. Mar 2017 11:24

talaðu við: Bílskúrshurðaþjónusta Halldórs Sími 8927285

hann flutti inn og seldi svona fyrir um 20-30 árum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf dori » Lau 04. Mar 2017 11:50

Ef þetta er svona gamall bískúrshurðaopnari með DIP switch til að stilla kóðann þá ætti ekki að vera stórmál að finna fjarstýringu sem virkar. Þetta er náttúrulega rosalega einföld (og ekkert rosalega örugg) tækni.

Þegar við keyptum fengum við ekki fjarstýringu með bílskúrnum en fengum bara eitthvað sem ættingi fann í einhverjum kassa hjá sér og það virkaði þegar DIP switchinn var stilltur eins og bílskúrshurðaopnarinn.

Tékkaðu endilega á þessu fyrirtæki sem brain bendir á eða einhverju svipuðu (hugsanlega gætu einhverjar svona lásaþjónustur verið með einhver svör líka). Fara bara með opnarann sem virkar ekki (og hinn líka, sakar allavega ekki) og þeir hljóta að geta reddað þér.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf axyne » Lau 04. Mar 2017 16:12

Prufaðu að opna hann og sjá hvort eitthvað sé laust, líklegasta bílunum er að það sé farin lóðning eftir að hafa dottið of oft í gólfið.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf vesi » Sun 05. Mar 2017 21:13

Jæja náði loks að nappa honum frá múttu.. .

Tók nokkrar myndir af innvolsi

Mynd
Mynd
Mynd

Sýnist þetta ekker vera voða flókið, Bara vona að aldurinn sé ekki orðin of mikill

kv. Vesi


MCTS Nov´12
Asus eeePc


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf axyne » Sun 05. Mar 2017 22:02

Lookar heillegt, ef þú átt Fjölsviðsmæli þá væri góð byrjun að mæla hvort þú fáir 9V niður á brettið og mæla hvort að rofinn sé í lagi.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Tengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Sultukrukka » Sun 05. Mar 2017 22:31

Mynd

Gæti verið eitthvað þarna, tjékk it.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Tbot » Mán 06. Mar 2017 08:42

Eftir því sem ég sé á myndinni af prentinu þá eru brotnar lóðningar, sem tengjast löppunum frá míkrorofanum.
=> inni á miðri plötu.

Þarf að endurlóða þær og trúlega ætti hún að virka aftur.



Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf vesi » Mán 06. Mar 2017 12:15

Eftir smá spjall við sölumann Áltak kom í ljós að þetta væri löngu orðið úreltt, svo að lausnir sem hann kom með voru:
1.móttakari sem plöggast við opnarann og 2Xfjarstýringar(veitir gömlu öryggis-tilfynningu) á ca 30k + vinna við uppsetningu,Rafvirki ca 15k eða hobby gaur 3tímar.
2. Nýr opnari+auka fjarstýring á ca 50k + uppsetning (þarf að skipta um "togbraut" líka.

Svo ég er enn í að reyna láta gamla dótið virka og mínir valkostir lýta svona út:
A.Ég fynn einhvern sem vill láta á þetta reyna með lóðboltanum sýnum.
B.Ég fynn hinn opnarann sem seldist ekki, tek 1Xfjarstýringu úr honum og kóða við það sem er uppsett í dag. (Bróðir flutti inn nokkra og seldi ekki alla. þessi sem ég er að tala um er til einhverstaðar uppí hillu..)
C.Segi gömlu að sætta sig við að hafa bara eina fjarstýringu og þessu verði reddað þegar hin bilar. (Þetta er "auka" opnarinn sem er bilaður)
D.Eithvað Ebay dæmi sem ég hef engar trú á vegna aldurs.

Tbot skrifaði:Eftir því sem ég sé á myndinni af prentinu þá eru brotnar lóðningar, sem tengjast löppunum frá míkrorofanum.
=> inni á miðri plötu.

Þarf að endurlóða þær og trúlega ætti hún að virka aftur.


Veistu um einhvern sem er til í að prufa þetta (er ekki góður með bolta).
Edit: eða frekar, Veit einhver um eithvað verkstæði sem tekur svona að sér og rukkar ekki handlegg og eista?


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf CendenZ » Mán 06. Mar 2017 13:56

Ég lenti í svipuðu.
Ódýrast var að kaupa nýtt sett í Bykó og 2 nýja múrbolta. Það kostaði 35 þús kall.

Allt annað var bara fáránlega dýrt, vinna á verkstæði átti að kosta 50 þúsund kall og eitthvað blabla

Það er engin kreppa strákar, bara kaupa nýtt þegar eitthvað bilar :8)




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Hizzman » Mán 06. Mar 2017 15:29

ættiru ekki bara að fjárfesta í lóðbolta á 5 til 10þ - og æfa þig smá? (youtube) - þá ertu kominn með verðmæta færni !




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 06. Mar 2017 15:34

Var ekkert laust inní boxinu? virðist sem að það hafi brotnað viðnám þar sem rauðu hringirnir eru.



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Snorrlax » Mán 06. Mar 2017 17:52

Finnst alveg líklegast ef það hefur ekkert óeðlilegt gerst við fjarstýringuna (vatn, högg og svoleiðis) að takkinn hafi einfaldlega skemst. Það er svo lítið álag á alla hina íhlutina þar sem það er bara kveikt á þeim í hálfa sekondu í senn en er alltaf verið að ýta aftur og aftur á takkann. Sýnist svarti hluturinn í miðjuni vera einhverskona membrane takki. Ætti svo sem ekki að vera mikið mál að láta skipta um hann. Væri mjög auðvelt að gá að því með mæli til að vera viss.


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf axyne » Mán 06. Mar 2017 20:01

Það er mjög ólíklegt að parturinn sem er búið að setja hring utuan um hafi brotnað. Líklegasta skýringin er sú að viðnámið hafi verið klippt í burtu eftir á. líklega eru 3 viðnám sett saman, (þau eru í hliðtengingu) síðan eftir því á hvaða markað varan á að seljast eða við hvað hún á að "tala" þá er eitt þeirra klippt í burtu til að stilla útgangstíðnina.

Ég skýt á að rofinn sé farinn.


Electronic and Computer Engineer


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Tbot » Mán 06. Mar 2017 20:51

Fyrir ykkur sem halda að að skýring Icedev sé bilunin þá getur viðnám/díóða ekki bara dottið af.

Þeir sem eru rafeindavirkjar og þekkja til bilanaleitar/lóðun á íhlutun sjá flestir brotnar lóðningar á minnsta kosti tveim af fjórum fótum á microrofanum.
=> þetta veldur því að rofinn hættir að virka en ekki að hann er ónýtur.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Cascade » Þri 07. Mar 2017 08:06

Ég lenti í þessu um daginn

Var einmitt með fjarstýringu með 8stk DIP switches

Fann fjarstýringu á amazon á 10 dollara.

Keypti þannig og hún svínvirkaði




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf Hizzman » Þri 07. Mar 2017 10:42

mér sýnist eftir myndinni að lóðningin við rofan sé búin að gefa sig. það er auðvelt að laga, ef rétt er.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður gamall Bílskúrhurðaopnari (Fjarstýring)

Pósturaf roadwarrior » Þri 07. Mar 2017 11:52

Hizzman skrifaði:mér sýnist eftir myndinni að lóðningin við rofan sé búin að gefa sig. það er auðvelt að laga, ef rétt er.


Held að þú sért búinn að hitta naglan á höfðuip :happy
Viðhengi
fjarstýring.jpg
fjarstýring.jpg (489.93 KiB) Skoðað 4556 sinnum