Símaperrar og ykkar langanir?

Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf Lexxinn » Þri 14. Feb 2017 23:09

Langaði að athuga hvaða símum menn eru helst spenntir fyrir eða hvaða síma ykkur langar í.

Sjálfur er ég búinn að vera með Samsung G-S6 í að verða tvö ár í vor og mig er farið að klæja í að skipta. Eina sem heillar mig þessa dagana af þessum klassíska markaði mun vera SGS7-Active, vatns-, höggheldur og 4000mah batterý hljóma nokkuð vel.

Hinsvegar hef ég mikið verið að skoða utan þessi stóru merki undanfarið og rakst á Gionee M2017 og það vaknaði svaka pervert í mér, þetta RISAbatterý, stærðin á geymslu, tveggja linsu myndavél og margt fleira finnst mér alveg svakalega spennandi. Verst er að ég finn hann hvergi nema hérna og mér sýnist flestir símar vera á nokkuð háu verði þarna.

Ég vonast til að geta skipt á næstu 5ish mánuðunum og er að skoða Gionee Marathon M5 og Allview P8 Energy svona til að prófa eitthvað utan þessa mainstream. Eitthverjir í svipuðum pælingum eða hvað sem er endilega skjótið ykkar skoðunum eða pælingum inn :fly



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og það sem ykkur hlakkar til?

Pósturaf mercury » Þri 14. Feb 2017 23:18

Ætlaði alltaf í note 7. búinn að vera með note 4 núna í rúm 2 ár og ekkert nema sáttur. Nú er nokkurnveginn vitað hvernig gs8 verður og hugsa ég að ég skelli mér á 6.2" svoleiðis fljótlega eftir að hann kemur út.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf DJOli » Mið 15. Feb 2017 04:21

Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).

Er með Samsung Galaxy S6 síðan í Maí 2015. Held að ég fari í s7 eða s8 næst, fer eftir því hvernig þeir koma út, og þá fer ég pottþétt í amk 128gb geymslu ef það er í boði.

Annars já, Batteríið í S6 er ekki upp á allt of marga fiska. Ég hef fundið mig knúinn til að slökkva á gagnaflutningi til að láta símann endast allann daginn.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf einarbjorn » Mið 15. Feb 2017 09:32

þar sem ég er með galaxy S5 þá dauðlangar mig í annaðhvort S7 eða S8 sem á víst að vera væntanlegur í apríl eða mai.


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar


Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf Viggi » Mið 15. Feb 2017 11:55

myndi bíða eftir s8 fyrst það er svona stutt í hann. Er með s7 edge og þetta er hreint út sagt frábær sími. fæ mér s9 á næsta ári :P


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf urban » Mið 15. Feb 2017 12:30

DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).


Bara svona forvitni, í hvað ertu að nota plássið í ?
Þar sem að ég tiltölulega nýbúinn að fá mér Sony XZ sem að er með 32 GB pláss, ég er ekki nálægt því að finna þetta, allar myndir og allt sem að ég vil geyma fer bara beint á eitthvað skýið.
Já og síðan taka náttúrulega lang lang flestir SD kort aukalega.

En ég skoðaði í svolítinn tíma, var pínu bundinn af símum sem að fást hér á landi þar sem að vinnan borgar hann fyrir mig.
Endaði semsagt á Sony XZ hefur allt sem að ég vil, nema dual sim útgáfan fékkst ekki hér á landi einsog svo oft áður.

veit einhver hérna ástæðuna fyrir því að dual sim útgáfurnar af símunum fást svona sjaldan hérna ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf Lexxinn » Mið 15. Feb 2017 12:33

DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).

Er með Samsung Galaxy S6 síðan í Maí 2015. Held að ég fari í s7 eða s8 næst, fer eftir því hvernig þeir koma út, og þá fer ég pottþétt í amk 128gb geymslu ef það er í boði.

Annars já, Batteríið í S6 er ekki upp á allt of marga fiska. Ég hef fundið mig knúinn til að slökkva á gagnaflutningi til að láta símann endast allann daginn.


Batterýið fer meira og meira í taugarnar á mér á honum undanfarið [-(

Annars langar mig svakalega í ipx7/ipx8 síma, þeir eru bara allir aðeins of dýrir að mínu mati enn sem stendur. Þar af leiðandi er ég að skoða mig út fyrir samsung/apple merkin. Mér finnst batterýin bara ekki vera að stækka og halda í við þróun á upplausn á skjá og fleiri hlutum sem krefjast meiri batterýsnotkunar :thumbsd

Plús að fara í minni merkin að þá eru nánast allir símar með sd-card slot




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf vesley » Mið 15. Feb 2017 12:49

urban skrifaði:
DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).


Bara svona forvitni, í hvað ertu að nota plássið í ?
Þar sem að ég tiltölulega nýbúinn að fá mér Sony XZ sem að er með 32 GB pláss, ég er ekki nálægt því að finna þetta, allar myndir og allt sem að ég vil geyma fer bara beint á eitthvað skýið.
Já og síðan taka náttúrulega lang lang flestir SD kort aukalega.

En ég skoðaði í svolítinn tíma, var pínu bundinn af símum sem að fást hér á landi þar sem að vinnan borgar hann fyrir mig.
Endaði semsagt á Sony XZ hefur allt sem að ég vil, nema dual sim útgáfan fékkst ekki hér á landi einsog svo oft áður.

veit einhver hérna ástæðuna fyrir því að dual sim útgáfurnar af símunum fást svona sjaldan hérna ?



Skellti mér nýlega á Google Pixel XL 128GB og er þetta ekki lengi að fara yfir 32GB. Sett inn nokkra playlist af spotify og fuku 10GB þar. örfá 4K video og ljósmyndir og skrár sem ég geymi fyrir Massabón og þetta er strax dottið yfir 32GB hjá mér og síminn ekki nema 3 vikna gamall 8-[



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Feb 2017 13:02

Kíkti í NOVA þegar iPhone 7 lenti, skoðaði hann og Galaxy 7 og þá sem voru í boði.
Fyrir mér er þetta bara sími, fann ekki fyrir neinni löngun að uppfæra iPhone4s.
Finnst miklu skemmtilegra að browsa í tölvunni en símanum.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf hfwf » Mið 15. Feb 2017 13:43

Er með s6e , fínn sími, ekki meira en það, Samsung ekki verið með góða highend síma síðan s4 það er bara staðreynd.
Er búnað fá mig fullsaddan á Samsung , fæ mér ekki s8, hef verið emð s2 og s4 á undan.
Spenntur fyrir one plus 4, hvenær sem hann kemur, LG getur gleymt, þvi, en mér finnst allra helst að custom rom fyrir viðkomandi síma sem ég fæ mér næst sé stórt community og símaframleiðandi búnir að gefa út sources fyrir síman svo hægt sé að gera eitthvað, Samsung með sitt exynos er algjört no no.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf kizi86 » Mið 15. Feb 2017 14:57

það sem er að kitla taugarnar hjá mér þessa dagana er Xiaomi Mi Mix http://www.mi.com/en/mix/


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf urban » Mið 15. Feb 2017 15:24

vesley skrifaði:
urban skrifaði:
DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).


Bara svona forvitni, í hvað ertu að nota plássið í ?
Þar sem að ég tiltölulega nýbúinn að fá mér Sony XZ sem að er með 32 GB pláss, ég er ekki nálægt því að finna þetta, allar myndir og allt sem að ég vil geyma fer bara beint á eitthvað skýið.
Já og síðan taka náttúrulega lang lang flestir SD kort aukalega.

En ég skoðaði í svolítinn tíma, var pínu bundinn af símum sem að fást hér á landi þar sem að vinnan borgar hann fyrir mig.
Endaði semsagt á Sony XZ hefur allt sem að ég vil, nema dual sim útgáfan fékkst ekki hér á landi einsog svo oft áður.

veit einhver hérna ástæðuna fyrir því að dual sim útgáfurnar af símunum fást svona sjaldan hérna ?



Skellti mér nýlega á Google Pixel XL 128GB og er þetta ekki lengi að fara yfir 32GB. Sett inn nokkra playlist af spotify og fuku 10GB þar. örfá 4K video og ljósmyndir og skrár sem ég geymi fyrir Massabón og þetta er strax dottið yfir 32GB hjá mér og síminn ekki nema 3 vikna gamall 8-[


Já allt nema playlistarnir væru einfaldlega online hjá mér :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


skrattinn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 30. Maí 2009 01:07
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf skrattinn » Mið 15. Feb 2017 22:55

Ég keypti mér Huawei Mate 9 Pro 128GB og hann virkar eins og draumur.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf DJOli » Mið 15. Feb 2017 22:58

urban skrifaði:
DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).


Bara svona forvitni, í hvað ertu að nota plássið í ?
Þar sem að ég tiltölulega nýbúinn að fá mér Sony XZ sem að er með 32 GB pláss, ég er ekki nálægt því að finna þetta, allar myndir og allt sem að ég vil geyma fer bara beint á eitthvað skýið.
Já og síðan taka náttúrulega lang lang flestir SD kort aukalega.

En ég skoðaði í svolítinn tíma, var pínu bundinn af símum sem að fást hér á landi þar sem að vinnan borgar hann fyrir mig.
Endaði semsagt á Sony XZ hefur allt sem að ég vil, nema dual sim útgáfan fékkst ekki hér á landi einsog svo oft áður.

veit einhver hérna ástæðuna fyrir því að dual sim útgáfurnar af símunum fást svona sjaldan hérna ?


Er að læra rafvirkjann, vinn sem verktaki og þarf að skrá niður alla verkkaupa, efni og tíma sjálfur. Nota símann til þess.
Nota einnig myndavélina oft til að taka myndir af reikningum til að senda bókhaldaranum okkar.
Tek almennt helling af ljósmyndum í vinnunni af t.d. biluðum hlutum, rafmagnstöflum, og öðru þess háttar.

Nota spotify einnig óspart, og þar sem ég bý úti á landi er ekki alltaf hægt að treysta á 3g/4g net til að hlusta á tónlist, svo ég vista 1-2 playlista í minnið á símanum.

Og svona til að bæta gráu ofan á svart, þá tekur stýrikerfið um þessar mundir 6.57gb.
Ef þú trúir mér ekki, flettu þá upp "Android System Memory", en það er víst plássfrekjan í stýrikerfi símans.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf Lexxinn » Fim 16. Feb 2017 12:28

DJOli skrifaði:
urban skrifaði:
DJOli skrifaði:Eina snjallsímalöngunin sem ég hef núna, per se, er farsími með stærri geymslu en 32gb, og að hann sé vatnsþéttur (eða s.s. safe to use í rigningu).


Bara svona forvitni, í hvað ertu að nota plássið í ?
Þar sem að ég tiltölulega nýbúinn að fá mér Sony XZ sem að er með 32 GB pláss, ég er ekki nálægt því að finna þetta, allar myndir og allt sem að ég vil geyma fer bara beint á eitthvað skýið.
Já og síðan taka náttúrulega lang lang flestir SD kort aukalega.

En ég skoðaði í svolítinn tíma, var pínu bundinn af símum sem að fást hér á landi þar sem að vinnan borgar hann fyrir mig.
Endaði semsagt á Sony XZ hefur allt sem að ég vil, nema dual sim útgáfan fékkst ekki hér á landi einsog svo oft áður.

veit einhver hérna ástæðuna fyrir því að dual sim útgáfurnar af símunum fást svona sjaldan hérna ?


Er að læra rafvirkjann, vinn sem verktaki og þarf að skrá niður alla verkkaupa, efni og tíma sjálfur. Nota símann til þess.
Nota einnig myndavélina oft til að taka myndir af reikningum til að senda bókhaldaranum okkar.
Tek almennt helling af ljósmyndum í vinnunni af t.d. biluðum hlutum, rafmagnstöflum, og öðru þess háttar.

Nota spotify einnig óspart, og þar sem ég bý úti á landi er ekki alltaf hægt að treysta á 3g/4g net til að hlusta á tónlist, svo ég vista 1-2 playlista í minnið á símanum.

Og svona til að bæta gráu ofan á svart, þá tekur stýrikerfið um þessar mundir 6.57gb.
Ef þú trúir mér ekki, flettu þá upp "Android System Memory", en það er víst plássfrekjan í stýrikerfi símans.


Engin smá plássfrekja í Android!

Ég er akkurat búinn að vera að skoða það sama, er búinn að reyna brasa við að setja up Tyrannus í S6 hjá mér, hefur ekki gengið og það er alveg að gera mig gráhærðan.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf hagur » Fim 16. Feb 2017 13:09

hfwf skrifaði:... Samsung ekki verið með góða highend síma síðan s4 það er bara staðreynd.


Jahérna, misjafn er smekkur manna. Hvað er t.d að S7/S7E að þínu mati?



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf hfwf » Fim 16. Feb 2017 13:33

hagur skrifaði:
hfwf skrifaði:... Samsung ekki verið með góða highend síma síðan s4 það er bara staðreynd.


Jahérna, misjafn er smekkur manna. Hvað er t.d að S7/S7E að þínu mati?


Ef smekkur manna væri ekki misjafn, værum við líklega að horfa á Apple TV með AppleTV með iFoneinum okkar í iHúsgögnunum keyrandumum á iCar og þessháttar :)

Ekkert að símanum þannig, málið með exynos chipsettið er að Samsung vil ekki release-a kernel sources og þal er öll vinna við custom rom á þeim símum lengri eða engin. Það er einfaldlega það sem gerir Samsung síma mjög óaðlaðandi fyrir mig í dag. með Qualcomm chipseti er þetta töluvert betra hinsvegar.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 16. Feb 2017 13:45

hfwf skrifaði:Er með s6e , fínn sími, ekki meira en það, Samsung ekki verið með góða highend síma síðan s4 það er bara staðreynd.
Er búnað fá mig fullsaddan á Samsung , fæ mér ekki s8, hef verið emð s2 og s4 á undan.
Spenntur fyrir one plus 4, hvenær sem hann kemur, LG getur gleymt, þvi, en mér finnst allra helst að custom rom fyrir viðkomandi síma sem ég fæ mér næst sé stórt community og símaframleiðandi búnir að gefa út sources fyrir síman svo hægt sé að gera eitthvað, Samsung með sitt exynos er algjört no no.


Ég er reyndar rosalega ósammála þér þarna. Ég var með galaxy s2 sem mér þótti frábær, hinsvegar fannst mér ekkert varið í s3,s4 og s5 en fannst samsung svo koma sterkir inn aftur með s6 edge/edge+ og s7 edge. En þetta er auðvitað algjörlega einstaklingsbundið og því ekki rétt að segja að þetta sé einhver staðreynd. :)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf hagur » Fim 16. Feb 2017 13:47

hfwf skrifaði:
hagur skrifaði:
hfwf skrifaði:... Samsung ekki verið með góða highend síma síðan s4 það er bara staðreynd.


Jahérna, misjafn er smekkur manna. Hvað er t.d að S7/S7E að þínu mati?


Ef smekkur manna væri ekki misjafn, værum við líklega að horfa á Apple TV með AppleTV með iFoneinum okkar í iHúsgögnunum keyrandumum á iCar og þessháttar :)

Ekkert að símanum þannig, málið með exynos chipsettið er að Samsung vil ekki release-a kernel sources og þal er öll vinna við custom rom á þeim símum lengri eða engin. Það er einfaldlega það sem gerir Samsung síma mjög óaðlaðandi fyrir mig í dag. með Qualcomm chipseti er þetta töluvert betra hinsvegar.


Fair enough (set samt spurningamerki við að þú segir að þetta sé staðreynd) :happy

Ég viðurkenni alveg að ég pældi ekki mikið í chipsettinu eða hvort hægt er að setja custom rom á hann eður ei. Sem símtæki finnst mér hann frábær. Geggjaður skjár, góð batterísending, mjög fallegur, solid aluminum/gler og ekkert plast drasl. Vatnsheldur og svo mætti lengi telja. S3/S4/S5 fannst mér allir vera svo mikið dót eitthvað, líklega var það vegna þess hversu flimsy þeir voru og með slæmt build quality (plast drasl).

Þegar ég sá S7E fannst mér a.m.k loksins tími til að yfirgefa Apple bátinn (Var með iPhone 5 áður).



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf GullMoli » Fim 16. Feb 2017 21:56

Er nokkuð sáttur eins og er með iPhone 7, hefði samt verið til í myndavélina af plus símanum.

Var fyrst í Android, prufaði svo Windows Phone og endaði í iPhone :D

Heillaröðin hjá mér er iPhone > WP > Android.

Það skiptir engu máli hve dýr eða high end hann er, Android kerfið verður alltaf sluggish og þú hættir að fá uppfærslur (þótt það séu asnalega stórir og þekktir öryggisgallar á kerfinu). Þannig er amk mín reynsla, það er ekki nema kannski ef þú kaupir legit Google síma að þetta sé öðruvísi.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Símaperrar og ykkar langanir?

Pósturaf vesley » Fim 16. Feb 2017 22:21

GullMoli skrifaði:Er nokkuð sáttur eins og er með iPhone 7, hefði samt verið til í myndavélina af plus símanum.

Var fyrst í Android, prufaði svo Windows Phone og endaði í iPhone :D

Heillaröðin hjá mér er iPhone > WP > Android.

Það skiptir engu máli hve dýr eða high end hann er, Android kerfið verður alltaf sluggish og þú hættir að fá uppfærslur (þótt það séu asnalega stórir og þekktir öryggisgallar á kerfinu). Þannig er amk mín reynsla, það er ekki nema kannski ef þú kaupir legit Google síma að þetta sé öðruvísi.



Þess vegna er Pixel málið ;)