reven4444 skrifaði:Allar tillögur og comment vel þeginn. Hvað ykkur finnst og hvað þið mynduð vilja breyta og/eða bæta við ef ykkur finnst þurfa.
Þetta virðist ætla verða fínasta vél, nema mig langar að nefna að ef þú heldur að þú sért að fá hljóðláta vél með Corsair H100 vatnskælingunni þá langar mig að leiðrétta þig og mæla með Noctua NH-D15 frekar - kostar næstum 10þ. minna, kælir betur og er töluvert hljóðlátari eða um ~9dB skv. mælingum. Ég á tvær eins vélar, önnur með Corsair og hin með Noctua og munurinn er sláandi. Eina góða við þessar Corsair vatnskælingar er ef maður vill geta horft vel inn í innyflin á kassanum og dást að móðurborðinu, en móðurborðið mun hverfa fyrir þínar sjónir um leið og Noctua hlussan er mætt í hús. 8-)