Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 01. Des 2016 22:59

Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Dúlli » Fim 01. Des 2016 23:01

Teip eða kítti, auðveldasta sem hægt er að gera.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Sam » Fim 01. Des 2016 23:02

Einfaldast miðað við aðstæður að líma hana í kverkina með 2¨ breiðu glæru límbandi



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Haukursv » Fim 01. Des 2016 23:05

Ég hef notast við svona dót, fæst í húsasmiðjunni/byko/bauhaus. Þarft reyndar að negla lítinn nagla en það er svo smátt að það sést ekki á flestum flötum eftir að þú tekur það í burtu. Ef þetta er samt bara í 1 mánuð eða svo er kannski sniðugra að nota bara eitthvað teip

Mynd


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf jonsig » Fim 01. Des 2016 23:10

KermitTheFrog skrifaði:Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view


hef keypt bad-ass límlista í s guðjónsson sem ég lagði svona "tímabundið" fyrir mörgum árum í eldhúsinu sem það er verið að traðka á þessu reglulega,, þetta er búið að endast í 3 ár+.

Að kítta þetta eru bara rafeindavirkja vinnubrögð :)




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf arons4 » Fös 02. Des 2016 00:07

jonsig skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view


hef keypt bad-ass límlista í s guðjónsson sem ég lagði svona "tímabundið" fyrir mörgum árum í eldhúsinu sem það er verið að traðka á þessu reglulega,, þetta er búið að endast í 3 ár+.

Að kítta þetta eru bara rafeindavirkja vinnubrögð :)

Hef heyrt securitas kallana kallaða límbyssuliðið.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf russi » Fös 02. Des 2016 00:57

Að kítta í þetta er overkill

Límbyssur í allt, ef það virkar ekki, þá er það bara hamarinn. :D



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Black » Fös 02. Des 2016 08:51

Límbyssa! mæli líka með að nota hana til að festa seríuna í gluggan


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Hizzman » Fös 02. Des 2016 08:58

málingarteip - amk 3 cm breidd



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Urri » Fös 02. Des 2016 09:05

eða setja bara svona
Mynd

bara minni tegund


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf dori » Fös 02. Des 2016 09:49

Ef þetta er raunverulega tímabundið verkefni þá myndi ég nota gaffer tape. Það er reyndar asnalega dýrt en þú getur fengið pro gaff t.d. í HljóðX á Grensásvegi og alveg örugglega í Exton líka.



Skjámynd

Goodmann
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 02:45
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf Goodmann » Fös 02. Des 2016 09:56

Venjulegt Duct-tape er snild í svona, heldur eins og Mofo og svo er bara að pússa það upp með Ajax þegar fjarlægt er.


CPU: AMD FX-8320 8 Core 3.5 GHz | MB: Gigabyte 970A-DS3P | GPU: AMD Radeon R9 380
Case: Fractal Define R5 | PSU: Gigabyte G750H | RAM: ADATA XPG V1.0 DDR3 1600 Mhz
HDD: SSD Plextor PX-250, SSD Samsung 850 EVO 250GB, 4TB Toshiba X300, 1 TB SAMSUNG HD & 500GB WD Caviar.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf dori » Fös 02. Des 2016 10:39

Goodmann skrifaði:Venjulegt Duct-tape er snild í svona, heldur eins og Mofo og svo er bara að pússa það upp með Ajax þegar fjarlægt er.

Duct tape getur rifið upp málningu og vesen þegar það er tekið af (fyrir utan hvernig það gerir snúrurnar ógeð þó svo það sé hægt að ná af með Ajax eða öðru). Gaff tape er hannað í nákvæmlega þetta og það sem er notað t.d. á tónleikum í að halda niðri snúrum þar sem fólk er að ganga. Ég myndi alltaf fara í það.

Bætt við: Það er reyndar einn galli að gaff tape er sirka 3x dýrara en duct tape. Kostaði ~3000 kall rúllan síðast þegar ég keypti þannig.



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 02. Des 2016 19:40

Ég var búinn að láta mér detta í hug að teipa þetta niður en fannst það eitthvað svo sjoppulegt. Ætli ég endi ekki á einhverju svoleiðis samt.

Takk allir!