Hver eru laun kennara?

Allt utan efnis

Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Hizzman » Fim 24. Nóv 2016 13:25

tdog skrifaði:Ég er með 22 klst í stundatöflu. Restin fer í undirbúning, ég kenni 6 áfanga. Yfirferð og undirbúning verkefna, samstarfsfundi, kennarafundi, samskipti við birgja og öflun tilboða og bestu verða (ég kenni á iðnbraut og þarf að versla inn).

Ég er í skólanum c.a. 7 tíma á dag, restina vinn ég á kvöldin eða um helgar.


Hvað hefðiru í laun ef þú hefðir kennsluréttindi? Hvað er mikið mál að fá slík réttindi? Hvaða ókosti (utan laun) hefur að vera ekki með réttindi? Getur einhver með réttindi komið og tekið starfið þitt?

edit: hvað er langur tími yfir sumarið sem þú ert laus?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Klemmi » Fim 24. Nóv 2016 13:44

Hizzman skrifaði:Hvað hefðiru í laun ef þú hefðir kennsluréttindi? Hvað er mikið mál að fá slík réttindi?


Almennt er það 2 ára fullt háskólanám (120 einingar) ef þú ert með bachelor gráðu, hins vegar 1 ár (60 einingar) ef þú ert nú þegar með meistara- og/eða doktorsgráðu.

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.ph ... t&id=30781



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf tdog » Fim 24. Nóv 2016 14:00

Hizzman skrifaði:
tdog skrifaði:Ég er með 22 klst í stundatöflu. Restin fer í undirbúning, ég kenni 6 áfanga. Yfirferð og undirbúning verkefna, samstarfsfundi, kennarafundi, samskipti við birgja og öflun tilboða og bestu verða (ég kenni á iðnbraut og þarf að versla inn).

Ég er í skólanum c.a. 7 tíma á dag, restina vinn ég á kvöldin eða um helgar.


Hvað hefðiru í laun ef þú hefðir kennsluréttindi? Hvað er mikið mál að fá slík réttindi? Hvaða ókosti (utan laun) hefur að vera ekki með réttindi? Getur einhver með réttindi komið og tekið starfið þitt?

edit: hvað er langur tími yfir sumarið sem þú ert laus?


Ég er rafvirkjasveinn, til þess að komast í kennsluréttindanám þarf ég að verða iðnmeistari eða fara í iðnfræði í HR (3 ár) og taka svo kennsluréttindanám fyrir iðnmeistara (60 ECTS, 1 ár í fullu námi, 2 ár með fullu starfi)

Það mun því taka mig 5 ár að fá mér kennlsuréttindi. N.B. að án kennsluréttinda er ég bara ráðinn eitt ár í senn og það þarf að auglýsa stöðuna mína ár hvert, og sæki réttindamaður um, þá gengur hann fyrir í starfið. Það er því voðalega lítið starfsöryggi og lítill hvati að standa í því að fara í námið.

Þegar ég verð orðinn iðnmeistari eru grunnlaunin mín orðin 373.776 kr/mán. (lfl. 2-0)
Þegar ég fæ leyfisbréf til að kalla mig framhaldsskólakennara (kennsluréttindi), eru grunnlaunin mín orðin 392.465 kr/mán. (lfl. 3-0)
Eftir tvö ár í starfi með kennsluréttindi hækka ég svo um einn lfl, upp í 412.088. (lfl. 3-0)

Ég tók mér mánuð í eiginlegt sumarfrí, þ.e. þegar ég var ekki að undirbúa mig fyrir veturinn og læra það sem ég átti að kenna, eða á námskeiðum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf AntiTrust » Fim 24. Nóv 2016 16:48

Kærastan er ný útskrifuð með masterinn í kennaranum og fengi sem grunnskólakennari 397þús fyrir skatt ef ég man rétt. 418þúsund sem umsjónarkennari.

En afþví að ég kann að pikka á lyklaborð og gera ping og format c:\ þá fæ ég umtalvert hærri laun en hún, sem þarf að leggja grunninn að lífinu hjá ungum krökkum - fáránlegt.

Ég held að ansi margir geri sér ekki grein fyrir því hvað uppeldisparturinn er stór í þessu starfi og fer vaxandi með hverju árinu, og hvað þetta taxar oft alveg ótrúlega á andlegu hliðina - tala nú ekki um þegar annaðhvert barn nánast er komið með e-rskonar greiningu og sérþarfir sem verður að uppfylla.

Grunnlaun kennara með 5 ára háskólanám á bakinu ættu aldrei að vera undir 500kallinum. Mamma er búin að vera kennari í 25+ ár, með B.a. gráður og kennsluréttindi og vinnandi sem framhaldsskólakennari og sérkennslukennari og alltmögulegt-kennari, og núna fyrst er hún rétt byrjuð að slefa í "alltílagi" laun.




Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf littli-Jake » Fim 24. Nóv 2016 17:54

AntiTrust skrifaði:tala nú ekki um þegar annaðhvert barn nánast er komið með e-rskonar greiningu og sérþarfir sem verður að uppfylla.



Vil als ekki skemma þessa ágætu umræðu sem er komin af stað en lagnar samt að koma með smá útúrdúr.

Sérþarfir. Nú man ég eftir því að þegar ég var í grunnskóla voru nokkrir krakkar þar sem voru með þroskahamlanir. Tveir þeirra með verulega miklar.

Ein einstaklingur var með það slæmar hamlanir að hann gat ekki átt samskipti. Hreifigeta var að einhverju leiti hömluð líka.
Veit að ég hljóma voðalega kaldrifjaður en ég hef oft velt því fyrir mér afhverju einstaklingar með þetta miklar hamlanir eru settir inn í mentakerfið. Því að þrátt fyrir að viðhorf um annað sé stert þá er grunnskóli mentastofnun. Ekki vistheimili fyrir börn.
Þegar einstaklingar þjást að svo miklum þroskahömlunum að þeir geta ekki átt samskipti finst mér eginlega ekki sangjarnt fyrir neinn að þeir fari inn í grunnskóla og hvað þá framhaldsskóla. Auðvitað er það orðið stór hættulegt dæmi að ætla að fara að meta hver má og hver má ekki fara í skóla. Mundi ekki bjóða mig fram í það. En þessir einstaklingar skapa verulegt álag á vinnustað sem þegar er undir álagi. Sennilegast er þetta gert því að það er ekki sett nægilega mikið fé í þær stofnanir sem eiga að veita þessum einstaklingum aðstoð. Það er náttúrulega málaflokkur sem væri virkilega æskilegt að fengi umræðu.

Aftur. Sorry ef ég hljóma fordómafullur.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 18:16

littli-Jake skrifaði:
AntiTrust skrifaði:tala nú ekki um þegar annaðhvert barn nánast er komið með e-rskonar greiningu og sérþarfir sem verður að uppfylla.



Vil als ekki skemma þessa ágætu umræðu sem er komin af stað en lagnar samt að koma með smá útúrdúr.

Sérþarfir. Nú man ég eftir því að þegar ég var í grunnskóla voru nokkrir krakkar þar sem voru með þroskahamlanir. Tveir þeirra með verulega miklar.

Ein einstaklingur var með það slæmar hamlanir að hann gat ekki átt samskipti. Hreifigeta var að einhverju leiti hömluð líka.
Veit að ég hljóma voðalega kaldrifjaður en ég hef oft velt því fyrir mér afhverju einstaklingar með þetta miklar hamlanir eru settir inn í mentakerfið. Því að þrátt fyrir að viðhorf um annað sé stert þá er grunnskóli mentastofnun. Ekki vistheimili fyrir börn.
Þegar einstaklingar þjást að svo miklum þroskahömlunum að þeir geta ekki átt samskipti finst mér eginlega ekki sangjarnt fyrir neinn að þeir fari inn í grunnskóla og hvað þá framhaldsskóla. Auðvitað er það orðið stór hættulegt dæmi að ætla að fara að meta hver má og hver má ekki fara í skóla. Mundi ekki bjóða mig fram í það. En þessir einstaklingar skapa verulegt álag á vinnustað sem þegar er undir álagi. Sennilegast er þetta gert því að það er ekki sett nægilega mikið fé í þær stofnanir sem eiga að veita þessum einstaklingum aðstoð. Það er náttúrulega málaflokkur sem væri virkilega æskilegt að fengi umræðu.

Aftur. Sorry ef ég hljóma fordómafullur.


auðvitað er alltof mikið af fólki í almennum grunnskólum sem að á ekkert heima þar.
Ég er ekki að segja að þessir krakkar eigi ekki að fá menntun, auðvitað eiga allir rétt á menntun, en það er nefnilega málið, það eiga allir rétt á henni, og það er einfaldlega ekki rétt að koma með einstaklinga inní almenna skólastofu sem að þarf það mikla umönnun að hann valdi því að aðrir fái ekki fulla kennslu.

En aftur á móti geta þetta verið fordómar hjá mér, ég hef ekki reynsluna af þessu, eingöngu mín skoðun.

Þú aftur á móti áttir ekkert að biðjast afsökunar áfordómum, þú ert að segja þína skoðun útaf því að þú hefur reynslu af þessu, það eru ekki fordómar.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf AntiTrust » Fim 24. Nóv 2016 18:22

Tek það fram að ég var alls ekki að vísa í fólk með verulegar þroskaskerðingar eða aðrar alvarlegar fatlanir, andlegar eða líkamlegar. Það sem ég á við er að í dag er svo afskaplega mikið af krökkum að fá greiningar um lesblindu, ofvirkni, athyglisbrest, ofsareiði, barnaþunglyndi, kvíðaröskun.. Auðvitað eru þetta allt mögulegar greiningar og raunveruleg einkenni/sjúkdómar, en það er andskoti furðulegt hvað það er mikil aukning á krökkum með lesblindu og athyglisbrest, og ekki lengur pólítískt rétt að tala um vitlausa og/eða lata krakka.

Ég held að það sé verið að ofgreina ansi marga krakka í dag alveg niður á leikskólalevel - heyri kennara í kringum mig í öllum starfsséttum tala um hvað þetta er að aukast á milli ára.




rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf rbe » Fim 24. Nóv 2016 18:32

af hverju er ekki tekin upp kennsluaðferðir og námsskrá frá þeim löndum sem standa sig besti í pisa könnunum
ekki er það krökkunum að kenna að þeir standa sig svona illa þeir eru ekkert öðruvísi en krakkar annarstaðar í heiminum.
málið er að kerfið er staðnað. xd hefur stjórnað menntamálaráðuneitinu svo lengi sem ég man eftir þeir eru nú ekki þekktir fyrir breytingar.
svo er það nú spurning hvort kennarar vilja breyta einhverju yfir höfuð ?

ps er ekki best að kenna bara dönsku áfram.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf AntiTrust » Fim 24. Nóv 2016 18:56

Kennarar sem hafa metnað fyrir starfinu sínu berjast fyrir breytingum ef þeir halda að það skili góðu af sér. Vandamálið er að það er ekki svo auðvelt að víkja frá aðalnámsskrá, sem er oft alveg út í hött.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf tdog » Fim 24. Nóv 2016 21:35

Nýja námskráin er skrifuð á svo mikilli útópísku að það er minnsta mál að víkja frá henni og beita fjölbreyttum kennsluháttum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 21:39

Af hverju er ekki hægt að borga kennurum sömu laun og prestum?




Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf littli-Jake » Fim 24. Nóv 2016 21:44

urban skrifaði:
Þú aftur á móti áttir ekkert að biðjast afsökunar áfordómum, þú ert að segja þína skoðun útaf því að þú hefur reynslu af þessu, það eru ekki fordómar.



Þetta er bísna viðkæmt málefni þannig að það er betra að stíga varlega til jarðar og koma ekki af stað hatrömu rifrildi fyrir misskilning


AntiTrust skrifaði: en það er andskoti furðulegt hvað það er mikil aukning á krökkum með lesblindu og athyglisbrest, og ekki lengur pólítískt rétt að tala um vitlausa og/eða lata krakka.

Ég held að það sé verið að ofgreina ansi marga krakka í dag alveg niður á leikskólalevel - heyri kennara í kringum mig í öllum starfsséttum tala um hvað þetta er að aukast á milli ára.


Núna get ég talað af reynslu.

Ég fór í einhverja greiningu í 4. bekk sem var tekin á allan bekkin. Hún kom ekkert þannig séð vel út.
Eftir heldur brösulegan námsferil frá sirka 8. bekk og upp í 2 ár í framhaldsskóla fór ég aftur í greiningu. Þar kom klárlega í ljós að ég sé lesblindur.
Man að umsjónarkennarinn minn frá 5. til 8. bekk talaði um að það þirfti að taka þessa greiningu aftur því að þetta meikaði ekki sens.

Málið er að það er ekkert aðvelt að gera sér grein fyrir hver er lesblindur og hver ekki. Svipað og með fólk sem sér illa. Þú gerir þér ekkert grein fyrir að þú eigir við vandamál að stríða. Þetta er bara svona.

Frændi minn er með mjög svipaða sögu nema hann fór ekki í neina greiningu í grunnskóla. Hann fær greiningu þegar hann er kominn í kokkanám þegar hann er 20 ára.

Ég er fæddur 88 og hann '84

Það er öruglega einhver "ofgreining" í gangi. Á tímabili var það nánst í tísku að vera á rítalíni. En aftur á móti hvað námserviðleika varðar sem ekki er dílað við með lifjagjöf er sennilega skárra að úrskurða aðeins og marga hamlaða og veita þeim þar með til dæmis rímri tíma á prófum heldur en að hunsa þá sem þirftu á því að halda.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf tdog » Fim 24. Nóv 2016 22:24

Þetta greiningardæmi á samt alveg rétt á sér, í einum hóp hjá mér eru 14 nemendur, 6 af þeim eiga greinilega við vandamál að stríða, lesblindu, ofvirkni, athyglisbrest þótt þeir séu ekki með greiningu.

Ég þarf að nota 3x meiri tíma í þessa 6 en þessa 8 sem eftir standa.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Daz » Fim 24. Nóv 2016 22:43

Klemmi skrifaði:
Viggi skrifaði:Heyrði að byrjunarlaun kennara væri um 500k fyrir skatt.


Tjah, ekki samkvæmt launareiknivélinni:
http://www.ki.is/adildarfelog/felag-gru ... calculator

Þá er nýútskrifaður kennari með um 400þús fyrir skatt, 420-430þús ef hann er nýútskrifaður með MSc prófið sem nú er orðin skylda.

Samanborið við nýútskrifaða tölvunarfræðinga, sem er 3 ára háskólanám vs. 5 ára hjá kennurum, sem geta búist við 500-600þús í byrjunarlaun.


Nýútskrifaði tölvunarfræðingurinn hefur þó nokkuð góða von um verulega launahækkun, t.d. miðað við tölur VR um að meðallaun tölvunarfræðinga (sem borga í VR) séu rétt um 800 þúsund.

Meðallaun grunnskólakennara (heildarlaun) eru held ég um 500 þúsund. Þrautreyndir kennarar, fá s.s. ekki mikla umbun fyrir sína reynslu. Þeir sömdu sína stærstu aldurstengdu umbun af sér í síðustu samningum, gegn því að fá meiri grunntaxtahækkun. Einnig hafa þeir í fæstum tilvikum mikil tækifæri til að hækka launin með yfirvinnu.

Svo varðandi hið langa frí kennara, þeir hafa um það bil 8 vikna "frí" yfir sumarið. Til samanburðar þá hafa BHM félagsmenn 30 daga orlof (6 vikur) við 38 ára aldur. Fleiri hafa 30 daga rétt, mismunandi eftir stéttarfélögum. (Ég ætlaði að skrifa eitthvað um endurmenntunarskyldu kennara, en það er held ég óþarfa flækja).




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Hizzman » Fös 25. Nóv 2016 03:14

tdog skrifaði:Ég tók mér mánuð í eiginlegt sumarfrí, þ.e. þegar ég var ekki að undirbúa mig fyrir veturinn og læra það sem ég átti að kenna, eða á námskeiðum.


ok, ég tók því þanig að 48 tíma vinna á viku í 37 vikur gæfi svigrúm um sumarið
takk fyrir góð svör




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 25. Nóv 2016 16:16

Hér kemur óvinsæl skoðun en stundum þarf einhver að koma fram með þær skoðanir.

Finnst samt hæpið að bera saman laun í einkageira hjá fólki sem semur sjálft um laun sín og þarf/getur unnið sig upp stigann og hjá þeim sem eru undir risakjarasamning og vinna hjá ríki og sveitafélögum, það skal líka tekið fram að þessir launagreiðendur verða að ná í fjármunina úr vösum annara (skattgreiðanda) þar sem t.d. sveitafélögin borga laun kennara og hérlendis standa þau flest mjög illa að velli. :face

Aftur á móti eru mörg ríkisstörf og störf hjá sveitafélögum m.a. lögfræðingum hagfræðingum, geislafræðingum, jarðfræðingum, líffræðingum og verkfræðingum geta verið hrikalega illa borguð t.d. 5-10ár í starfi getur verið undir 500, sem er 200þ undir meðallaunum sumra þessara stétta.

Það þekkist í mörgum stéttum í einkageiranum að ekki er greidd yfirvinna (heldur ekki frí) og það er bara talið algjörlega eðlileg staða sama hvað verklýðsfélög segja. Í staðinn hækkar fólk í grunnlaunum og hafa margir því hækkað langt umfram kjarasamninga með ýmsum leiðinlegum og ósanngjörnum leiðum. (oft með ógreidda yfirvinnu, sleppa að taka sumarfrí, vinna nokkur störf innan fyrirtækisins, taka að sér fleiri verk osfr osfr.) :pjuke

Þar að auki er mjög auðvellt fyrir einkageirann að sýna fram á vægi starfsmenn enda oft beintengt fjármunum eða hagnaði viðkomandi fyrirtækisins annað en sumar stéttir sem mjög erfitt er að sýna fram á hagnað t.d. við að kenna/passa börn eða lækna eldri borgara af sjúkdómum. (bæði bara kostnaður í sinni einföldustu mynd, þótt engin megi segja það) :money

Finnst samt þessi umræða alltaf svo sérstök þar sem fólk velur sér menntun, það er engin þvingaður að verða hjúkrunarfræðingur, grunnskólakennari, læknir eða lögfræðingur. Það er alveg vitað fyrirfram hvernig þessar stéttir vinna og launakjör þeirra eru t.d.vita hjúkrunarfræðinga að vinnan felst að mestu leyti í vöktum. Sama á við lögfræðinga sem vinna ekki hjá ríkinu að þeir skulu gjöra svo vel að vinna flest kvöld og helgar launalaust því þannig er bara sú stétt. Þetta vita nemendurnir þegar þeir útskriftast og oftast þegar þeir hefja nám.

Það er engin að segja sig að þeir eigi að sæta sig við þau laun eða aðstæður en það á ekki að vera total sjokk þegar nemendur útskrifast eða að það teljist raunhæft/eðlilegt að sumar stéttir hækki um hundruði þúsunda en aðrir ekki
](*,)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf linenoise » Fös 25. Nóv 2016 17:11

Dr3dinn skrifaði:Finnst samt þessi umræða alltaf svo sérstök þar sem fólk velur sér menntun, það er engin þvingaður að verða hjúkrunarfræðingur, grunnskólakennari, læknir eða lögfræðingur. Það er alveg vitað fyrirfram hvernig þessar stéttir vinna og launakjör þeirra eru t.d.vita hjúkrunarfræðinga að vinnan felst að mestu leyti í vöktum.


Fólk velur sér oft nám eftir áhuga þegar það býr ennþá jafnvel heima hjá pabba og mömmu, eða leigir með félögum sínum. Svo nokkrum árum seinna kemst það að því að það hefur faktískt ekki efni á að vera í eðlilegri kjarnafjölskyldu á Íslandi. Ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina, það er bara þannig.

Nú glímum við sem þjóðfélag hins vegar við eftirfarandi vanda:
Kennarar eru að segja upp vegna launa og það er engin nýliðun í stéttinni.
Hjúkrunarfræðingar flytja til útlanda.
Læknar vilja ekki flytja til Íslands eftir nám vegna vinnuaðstæðna og að einhverju leyti launa.

Þá skiptir það voðalega litlu máli fyrir okkur hin að þau sem fóru í þetta nám hefðu alveg getað sagt sér þetta og ættu að hætta þessu væli. Það verður bara enginn eftir til að manna skólana okkar eða spítalana.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Lexxinn » Fös 25. Nóv 2016 18:12

linenoise skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Finnst samt þessi umræða alltaf svo sérstök þar sem fólk velur sér menntun, það er engin þvingaður að verða hjúkrunarfræðingur, grunnskólakennari, læknir eða lögfræðingur. Það er alveg vitað fyrirfram hvernig þessar stéttir vinna og launakjör þeirra eru t.d.vita hjúkrunarfræðinga að vinnan felst að mestu leyti í vöktum.


Fólk velur sér oft nám eftir áhuga þegar það býr ennþá jafnvel heima hjá pabba og mömmu, eða leigir með félögum sínum. Svo nokkrum árum seinna kemst það að því að það hefur faktískt ekki efni á að vera í eðlilegri kjarnafjölskyldu á Íslandi. Ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina, það er bara þannig.

Nú glímum við sem þjóðfélag hins vegar við eftirfarandi vanda:
Kennarar eru að segja upp vegna launa og það er engin nýliðun í stéttinni.
Hjúkrunarfræðingar flytja til útlanda.
Læknar vilja ekki flytja til Íslands eftir nám vegna vinnuaðstæðna og að einhverju leyti launa.

Þá skiptir það voðalega litlu máli fyrir okkur hin að þau sem fóru í þetta nám hefðu alveg getað sagt sér þetta og ættu að hætta þessu væli. Það verður bara enginn eftir til að manna skólana okkar eða spítalana.


Vóóóó hvaða bezzerwizzer er mættur, "ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina"?

Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir ekki nógu mikla reynslu nú til dags af umgengni við fólk á aldrinum 16-24 ára. Sjálfur er ég 21 árs í námi. Allir vinir mínir og nákomnir sem hafa valið sér láglaunastörf á við kennarann, sjúkraþjálfara eða slíkt gera sér fullkomlega grein fyrir laununum. Þetta fólk hefur það sameiginlegt að hafa ákveðna skoðun á því hvað það vill gera í framtíðinni og stefnir þar af leiðandi að því.

Ég byrjaði í viðskiptafræði síðastliðið haust og hefði getað klárað Bs á 3 árum, komið mér út á vinnumarkað með ásættanleg laun. Ég áttaði mig snemma á því að þetta félli engan vegin í áhugasvið mitt og hætti þar af leiðandi að sækja skólann eftir 5/6 vikur. Þrátt fyrir það kláraði ég alla áfanga nema einn í viðskiptafræðinni til að fá einingarnar og klára það sem ég byrjaði á, einnig lauk ég auka efnafræðiáfanga sem ég hafði bætt við mig útaf eintómum áhuga á efnafræði. Í dag er ég á allt öðrum stað í lífinu að læra svo fjarstæðan hlut frá viðskiptafræði og er að fýla mig í botn. Eftir 6 ára háskólanám mun ég svo koma á vinnumarkaðinn með eitthvað í kringum 424þ í mánaðarlaun.

linenoise; mundir þú ráðleggja mér frekar að fara í hugbúnaðarverk-/tölvunarfræði og vera þar af leiðandi með 50% hærri laun við að gera eitthvað sem ég hefði engan áhuga á að starfa við? Ungt fólk hugsar um framtíðina og hvað því langar að gera. Ef ungt fólk hugsaði aðeins út í laun færu allir á þing nú til dags...

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað það kostar að reka heimili og hverjir framtíðarkostir mínir eru eins og flest allir nákomnir mér sem ég hef rætt við um námið þeirra.

vá hvað þetta er illa skrifuð langloka í smá pirring en fuck it



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf urban » Fös 25. Nóv 2016 18:42

Lexxinn skrifaði:Vóóóó hvaða bezzerwizzer er mættur, "ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina"?

Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir ekki nógu mikla reynslu nú til dags af umgengni við fólk á aldrinum 16-24 ára.


Veistu hvað hann er gamall ?
Vegna þess að ég hef ekki hugmynd um það :)


Lexxinn skrifaði:Ef ungt fólk hugsaði aðeins út í laun færu allir á þing nú til dags...


Ef að ungt fólk heldur að þingmennska sé vel launað starf, þá hefur það alveg án gríns ekki hugmynd um það hvað vellaunað starf er.

Það má vel vera að upphæðin fyrir þingmennsku sé þokkaleg (samt finnst mér það ekki) en ég myndi aldrei vinna þessa vinnu fyrir þessi laun.

Alveg sama hvað þú segir og gerir, þá er alveg lágmark 70% af þjóðinni á móti þér og telur þig vera fávita og öll hin orðin sem að ég ætla að sleppa því að nefna, þú ert opinber persóna sem að þykir ekkert vandamál að ráðast á og hrauna yfir, þar að auki mætiru ekki í vinnuna og stimplar þig út þegar að þú ert búin og skilur vinnuna eftir á vinnustaðnum, þú ert þingmaður 24 tíma á sólarhring.

Ef að ég ætti að vinna á þingi þá þyrfti að bjóða mér alveg lágmark 2 millur, bara fyrir það hvernig er komið fram við þingmenn.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Hizzman » Fös 25. Nóv 2016 18:56

urban skrifaði:Ef að ég ætti að vinna á þingi þá þyrfti að bjóða mér alveg lágmark 2 millur, bara fyrir það hvernig er komið fram við þingmenn.


það er aðallega sláandi hvernig þeir koma fram hver við annan !!



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf urban » Fös 25. Nóv 2016 18:58

Hizzman skrifaði:
urban skrifaði:Ef að ég ætti að vinna á þingi þá þyrfti að bjóða mér alveg lágmark 2 millur, bara fyrir það hvernig er komið fram við þingmenn.


það er aðallega sláandi hvernig þeir koma fram hver við annan !!


Vissulega, enda er það ástæðan fyrir því að ég myndi ekki vinna þessa vinnu, en það er ekki einsog almenningur sé eitthvað stórkostlegur við þingmenn, nóg að fylgjast með á facebook síðustu dag.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf vesley » Fös 25. Nóv 2016 22:48

urban skrifaði:
Hizzman skrifaði:
urban skrifaði:Ef að ég ætti að vinna á þingi þá þyrfti að bjóða mér alveg lágmark 2 millur, bara fyrir það hvernig er komið fram við þingmenn.


það er aðallega sláandi hvernig þeir koma fram hver við annan !!


Vissulega, enda er það ástæðan fyrir því að ég myndi ekki vinna þessa vinnu, en það er ekki einsog almenningur sé eitthvað stórkostlegur við þingmenn, nóg að fylgjast með á facebook síðustu dag.



Síðastliðin ár meinaru :)



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf Lexxinn » Lau 26. Nóv 2016 00:31

urban skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Vóóóó hvaða bezzerwizzer er mættur, "ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina"?

Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir ekki nógu mikla reynslu nú til dags af umgengni við fólk á aldrinum 16-24 ára.


Veistu hvað hann er gamall ?
Vegna þess að ég hef ekki hugmynd um það :)


Lexxinn skrifaði:Ef ungt fólk hugsaði aðeins út í laun færu allir á þing nú til dags...


Ef að ungt fólk heldur að þingmennska sé vel launað starf, þá hefur það alveg án gríns ekki hugmynd um það hvað vellaunað starf er.



Ég ætla kannski að leiðrétta mig en þá átti þetta að vera skot á lunahækkanir alþingismanna og hversu heillandi þær hefðu átt að lýta út VS t.d. laun kennara og hjúkrunafræðinga... :happy :fly



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf rapport » Lau 26. Nóv 2016 01:33

Mér finnst að kennarar eigi að vera með þrusu laun, ekki vegna þess að þeir voru fimm ár í skóla (sem er fáránlega langt), heldur vegna þess að þeirra þjónusta leggur grunn að samfélaginu, léleg kennsla = lélegt samfélag.

Ef fólk hefur ekki tækin og tólin í hausnum til að skilja samfélagið og umhverfið sem það býr í, þá er voðinn vís.

Þetta er raunveruleikinn okkar í dag og ein af helstu ástæðunum er að kennarar og skólar hafa verið fjársveltir um áratuga skeið og búið að berja alla virðingu fyrir stéttinni burt úr huga fólks.

Kennarar í dag þurfa að díla við börnin, foreldrana og fjölskylduna alla jafnvel, en fjölskyldan nennir ekki að læra heima með barninu eða kenna því nokkurn skapaðan hlut nema að rífa kjaft og hver réttindi þess eru.

En draumurinn væri að sjá menntakerfi sem væri í gangi alla mánuði ársins og væri meira einstaklingsmiðað. Þeir krakakr sem eru klárir útskrifast snemma en þeir sem þurfa meiri kennslu fá hana og útskrifast þá seinna.

Menntaskólar og jafnvel háskólar mættu svo taka upp svipað fyrirkomulag, að hafa sumarönn.

Þetta nýtir t.d. gríðarlega fjárfestingu í skólahúsnæði, miklu betur, þetta nýtir starfskrafta kennara miklu betur.

Það væri hægt að semja um að ein af hverjum þrem eða fjórum önnum þáværi kennarinn ekki í virkri kennslu, heldur að pimpa upp sitt námsefni og sækja sér endurmenntun (í stað þess að hafa frí öll sumur).

ofl. ofl.

Kerfið hérna sökkar og er í raun ekki að gera neinum gagn, nema þeim sem vilja einakvæða þetta, með því að bjóða upp á einakskóla sem væru þa´einu lamennilegu skólarnir, en bara fyrir þá sem eiga $$$.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver eru laun kennara?

Pósturaf urban » Lau 26. Nóv 2016 12:56

vesley skrifaði:
urban skrifaði:Vissulega, enda er það ástæðan fyrir því að ég myndi ekki vinna þessa vinnu, en það er ekki einsog almenningur sé eitthvað stórkostlegur við þingmenn, nóg að fylgjast með á facebook síðustu dag.


Síðastliðin ár meinaru :)


Já og nei, þar sem að það var alveg nóg að fara nokkra daga aftur :)
nokkur ár ýtir bara enþá frekar undir það að ég myndi ekki vinna við þetta.

rapport skrifaði:Allt það sem að rapport sagði


Þetta video finnst mér sýna galla skólakerfisins vel.
https://www.facebook.com/viralthread/vi ... 533248648/


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !