RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Allt utan efnis

Höfundur
hreinnbeck
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf hreinnbeck » Fös 25. Nóv 2016 15:04

Fjölmiðlafyrirtækið 365 hefur kært menn fyrir að dreifa ólöglega höfundarréttarvörðu efni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 365 hafi fengið sérhæfð fyrirtæki til þess að fylgjast grannt með IP tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur.
Tekið er fram að þeir sem hlaða niður sjónvarpsefni slíkum deilisíðum eru sjálfkrafa að deila því.

Sem dæmi um ólöglegt niðurhal á efni 365 segir í tilkynningunni að sex þáttum af Borgarstjóranum, með Jón Gnarr í aðalhlutverki, hafi verið hlaðið niður næstum 22 þúsund sinnum.


http://www.ruv.is/frett/365-fylgist-med-ologlegu-nidurhali
Síðast breytt af hreinnbeck á Lau 17. Jún 2017 01:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf lukkuláki » Fös 25. Nóv 2016 15:14

Ætli það sé heinlega löglegt mtt. persónuverndar að skoða hvað viðskiptavinir eru að ná í á netið?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf frappsi » Fös 25. Nóv 2016 15:50

Tekið er fram að þeir sem hlaða niður sjónvarpsefni slíkum deilisíðum eru sjálfkrafa að deila því.

En hvað með þá sem klippa á uploadið, þ.e. limita upload við 0kbps?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf GuðjónR » Fös 25. Nóv 2016 15:59

Hið nýja íslenska Stasi.
Mjög sérstakt að fyrirtæki sem býðu upp á netþjónustu lýsi yfir opinberlega að það stundi netnjósnir á viðskiptavinum sínum (og öðrum).
Það væri fróðlegt að vita hvort þeir mættu nota "ílla fengin gögn" sem "sönnunargögn" í sakamáli? Hvar er persónuvernd?
Og hvað ef margir deila IP tölu, t.d. á stóru heimili eða fyrirtæki? Þetta er ekkert annað en lélegur hræðsluáróður.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf k0fuz » Fös 25. Nóv 2016 16:07

Ég var að fara posta þessu hérna inn.. Eru 365 að reyna að missa viðskiptavini spyr ég nú bara? :D


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf rbe » Fös 25. Nóv 2016 16:08

persónulega finnst mér lög vera vitlausog röng ef haugur af fólki fer ekki eftir þeim.
hvað ætlað þeir að gera loka inni eða sekta 25.000 manns.
hvað myndu þeir gera ef 25.000 neituðu að borga skatta ? þeir eru i lögum.




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Risadvergur » Fös 25. Nóv 2016 17:05

GuðjónR skrifaði:Hið nýja íslenska Stasi.
Mjög sérstakt að fyrirtæki sem býðu upp á netþjónustu lýsi yfir opinberlega að það stundi netnjósnir á viðskiptavinum sínum (og öðrum).
Það væri fróðlegt að vita hvort þeir mættu nota "ílla fengin gögn" sem "sönnunargögn" í sakamáli? Hvar er persónuvernd?
Og hvað ef margir deila IP tölu, t.d. á stóru heimili eða fyrirtæki? Þetta er ekkert annað en lélegur hræðsluáróður.


Það er skv. minni bestu vitund er ekkert sem bannar notkun á illa fengnum sönnunargögnum í sakamálum. T.d. ef að löggan ryðst inn í íbúðina þína án heimildar og aflar sönnunargagna.

Þið munið kannski eftir síðasta torrent máli (2010). Minnir að þá hafi verið farið á eftir "Ripparanum". Löggan (á Akureyri, minnir mig) fékk heimild til húsleitar heima hjá mömmu einhvers (margir grunaðir) en í staðinn fóru þeir heim til pabbans og löbbuðu þar inn (eða öfugt). Ekkert sem kemur í veg fyrir að þau sönnunargögn sem þá var aflað verði notuð. Rétt að taka að þetta er skrifað eftir minni og smáatriði hafa gránað örlítið.

Sjá umræðu um málið á sínum tíma: viewtopic.php?f=9&t=34205
http://www.pressan.is/m/Article.aspx?ca ... rtId=28132




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf hallihg » Fös 25. Nóv 2016 17:40

Það er allt annar angi málsins, úrræði samkvæmt sakamálalögum og notkun sönnunargagna.

Það sem þetta snýst aðallega um er hvort fjarskiptafyrirtæki sem selur aðgang að þjónustum sínum og kerfi, megi nota stöðu sína sem slíkt fyrirtæki samkvæmt fjarskiptalögum og öðrum reglum, og nota þær persónuupplýsingar sem fjarskiptafyrirtækið fær vegna stöðu sinnar, til þess að gæta algerlega ótengdra hagsmuna sinna og eigna á sviði höfundaréttar! Það er engan veginn rökrétt og líklegast ekki leyfilegt.


count von count


hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf hallihg » Fös 25. Nóv 2016 17:46

Orðspor fyrirtækja geta notið verndar laga, t.d. ef einhver fullyrðir í skrifum opinberlega að fyrirtæki brjóti viljandi í bága við lög til að hagnast, svona svipað og ærumeiðingar.

Þessi hegðun hjá 365, er svona eins og ef Síminn, sem selur farsímaþjónustu, færi að hlusta á símtöl viðskiptavina sinna til þess að passa uppá það að enginn sé að fullyrða ranglega að Síminn sé ennþá að brjóta samkeppnislög, því það gæti skaðað viðskiptalegt orðspor fyrirtækisins. Alger misnotkun á aðstöðu hjá 365, þótt þeir hafi fengið eitthvað "sérhæft fyrirtæki" til að vinna vinnuna. Svosem ekki öll smáatriði komin fram um þetta mál, en þetta virðist í fljótu bragði gróft.


count von count


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf rbe » Fös 25. Nóv 2016 20:37

enginn munur á þessu og að hlusta á símtöl viðskiptavina sinna. 365 eru bara svona fúlir að fólk vill ekki borga 10þús á mánuði til þess að horfa bara á borgarstjóran, sem nota bene fékki ekki góða dóma.
frétti hjá frænku minni að þegar var skoðað var fjármálin hjá fólki sem þiggur matargjafir að það er með áskrift að stöð 2.
er einhver hérna með áskrift að stöð 2 , kaupir einhver áskrift að stöð 2 yfir höfuð ?




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf hkr » Fös 25. Nóv 2016 22:32

Hvar fá menn það að 365 sé að fylgjast beint með netnotkun sinna viðskiptavina? Það þarf engan veginn til þess að finna út hverjir eru að sækja/deila torrent..

Er þetta fyrirtæki, sem sér um að fylgjast með þessu, ekki bara að skrá niður IP tölur sem koma inn á deildu torrent track'erinn? Það er 100% public domain og hver sem er getur aflað sér þær upplýsingar

Svo er frekar auðvelt að finna út hvaða IP tala er að deila þessu efni, þ.e.a.s. hvaða aðili er að setja þetta fyrst á netið. Sækir torrent skránna um leið og hún dettur inn á síðuna og sérð hvaða IP tala er að deila með 100%.

Skil þetta ekki betur en að þeir séu aðeins að fara á eftir þeim sem eru first seeds (þeir sem setja þetta fyrst á netið).

En svo er persónuvernd kominn með málið til sín: http://www.ruv.is/frett/personuvernd-ka ... -eftirlits
Verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því..



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Xovius » Lau 26. Nóv 2016 00:03

Þeir segjast allavegana geta fylgst með fólki sem downloar specific þætti (borgarstjórinn).
Þú hlýtur að þurfa að fylgjast nokkuð vel með til að ekki bara sjá að fólk er að torrenta heldur til að sjá nákvæmlega hverju þeir eru að torrenta.
Ég hef sjálfur engann áhuga á því að horfa á þessa þætti en líkar mjög illa við þá hugmynd að fjarskiptafyrirtæki geti verið að fylgjast með minni netnotkun...



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Urri » Lau 26. Nóv 2016 01:00

Ég man nú eftir því þegar ég var hjá hringiðunni, fékk mér 100/100 og voða happy svo eftir nokkra mánuði fékk ég símtal frá þeim að ég þurfi nú aðeins að fara að passa mig hvað ég væri að gera á netinu því ég væri kominn í 1.4 TB í upload á stuttum tíma... ég varð nú bara hissa þar sem ég hafði nú ekkert verið að uploada neinu kíkti svo í tölvu vinar míns sem ég leigði með... nei nei hann fattaði ekki að slökkva á torrentunum í LAPPANUM sínum. ](*,)

Gaurinn sem hringdi í mig sagði að ef þetta færi upp fyrir eithvað þá þyrftu þeir að tilkynna það ... eru einhver rök fyrir svoleiðis ? (þetta var fyrir ca 5-6 árum.

En megin kjarni málsins er að fyrirtækin eru að einhverju leiti að "njósna" á notendum sínum.


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Stuffz » Lau 26. Nóv 2016 01:32



Ég er ekki hjá þessu fyrirtæki, líka borgarstjóra-efnið sem tekið er fram óáhugavert, fíla sjálfur Yes Minister enda klassískt
og svo þetta hefur lyktað af Tálbeitu-nálgunarfræði frá fyrsta degi IMO
Komið til okkar sauðirnir ykkar.. Endalaust Internet!!!
Hvað stendur í smáa letrinu?


Hmm.. Atriði sem koma til hugar :-k
Mass-Entrapment, Aðkeyptar Njósnir á notkunarhegðun viðskiptavina sinna, Hagsmunaárekstrar milli ólíkra rekstrareininga sem ættu e.t.v. að vera aðskildar vegna nú augljósra dæma um misnotkun, sjálfskipuð netlögga, jafnræðisregla.. hver velur hverjir af þúsundum eru teknir fyrir og hverjir ekki.. kirsuberjatíndir aðilar?




Já og svo vitið þið hverjir eiga Netfrelsi lénið í dag.

Um netfrelsi.is
Nafn léns: netfrelsi.is
Nafn rétthafa: 365 miðlar hf. Rétthafi: MH51-IS (isnic@365.is)
Heimilisfang: Skaftahlíð 24 Tengiliður rétthafa: ME704-IS (isnic@365.is)
Borg/Bæjarfélag: Reykjavík Greiðandi: ME704-IS (isnic@365.is)
Póstnúmer: 105 Tæknilegur tengiliður: AF15-IS (arnif@365.is)
Land: IS Vistun: TL65-IS (tech@tiggee.com)

Heimildir: Af opnu svæði ISNIC (https://www.isnic.is/is/)



Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf rbe » Lau 26. Nóv 2016 11:53

haha væla yfir miklu álagi með 1.7TB . Spyr nú hver er afkastageta 100/100 tengingar á sólarhring ? Þið vitið það. Núnna eru komnar gigabit tengingar hverju afkasta þær á sólarhring ? ég bíð eftir símtali frá vodafone það hrundi hjá mér diskur og ég sótti það sem ég missti í skýið er með 1TB þar. spike einn mánuðinn, næstu á undan voru svona 30gb að utan. Hver er afkastageta kerfisins um Rix 100TB/s ? sennilega mikið meira. Símafyrirtækinn eru nú að auglýsa ótakmarkað, að væla yfir álagi er fáránlegt sérstaklega innanlands traffík sem þeir borga ekkert fyrir nema rafmagnið og vélbúnaðinn sem heldur uppi kerfinu. Spyr ykkur þar sem ég kann ekki að reikna það hver er afkastageta gigabit tengingar ?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf AntiTrust » Lau 26. Nóv 2016 12:01

Ég hef hef verið með 5-30TB í UL á mánuði hjá Vodafone, aldrei fengið símtal eða tilkynningu. Ef þú selur mér hraða ótakmarkaða tengingu þá er það akkúrat það sem ég býst við að fá - ótakmarkað.

Gbit tenging getur tekið niður theorískt 125MB á sek, svo þarf maður að reikna með e-rjum prósentum í overhead.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Stuffz » Sun 27. Nóv 2016 01:44

Þetta "sérhæfða fyrirtæki" sem þeir vitna í þarna í greininni er víst bara SMÁÍS v2.0 öðru nafni FRÍSK

Mér segir svo hugur að eitthver gaur hjá FRÍSK er einfaldlega að fylgjast með 24/7 á deildu o.s.f. hvort ákveðið efni poppi þar upp og byrjar að tengjast viðkomandi sem fyrst svo er hann annaðhvort með exclusive aðgang að notendaupplýsinga kerfi Fjarskiptasviðs 365-Fyrirtækisins og getur notað útilokunarfræðina til að þrengja rammann utanum IP tölur þeirra netkaupendur sem eru í viðskiptum hjá 365 og passa við tengingarupplýsingarnar sem gaurinn safnar í gegnum reikning sinn á deildu.

Málið er líka að FRÍSK er ekki eins Íslenskt eins og það vill gefa sig út fyrir að vera, þetta er m.a. hagsmunagæsluaðili fyrir MPA sem ætti að gera þetta að þeim hluta til erlend starfsemi, ég er ekki viss um að FRÍSK hafi heimildir til að stunda svona rannsóknar* starfsemi, nema þá í allra langsóttasta lagi með leyfi frá Persónuvernd sem ég efa að þeir myndu fá sem er sennilega ástæðan fyrir að þeir voru ekki upphaflega nefndir á nafn í frétta s.b.r "sérhæft fyrirtæki" enda þekktir fyrir vafasöm vinnubrögð frá dögum SMÁÍS v1.0

*Erlend aðila með Viðskiptaþjónustu (Business services) Rannsóknir og öryggi (Investigation and security) hafa ekki leyfi til þess.

Svona óhindruð aðferðafræði uppá allskyns vesen, menn gætu farið að taka lögin í sínar eigin hendur á netinu í stórum stíl, hver á að segja um hvað má rannsaka og hvað ekki, allir eiga eitthverja hagsmuni að verja, ekki bara þeir fjármagnssterkari.

Já og svo bara hætta þessarri vitleysu að setja inn myndefni af Stríplandi Borgarstjórum á netið, þeir væru þá fyrst álitlegt efni ef tjaraðir og fiðraðir einsog í gamla daga :lol:


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 27. Nóv 2016 10:39

Baráttan við vindmyllur heldur áfram :lol: napster >> Dc++ >> torrent >> Video Streymi ?
Held að 365 ætti að passa sig á að rugga ekki bátnum of mikið ef þeir vilja ekki að öll dagskráin þeirra endi á að vera streymt á netinu (þar sem þeir eru að reyna að slátra torrent menningunni sem hefur grasserað hérna).


Just do IT
  √

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf jonsig » Sun 27. Nóv 2016 12:06

Ég hefði viljað sjá 365 missa fjarskiptaleyfið á stundinni. Þeir hafa farið vel yfir strikið.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf urban » Sun 27. Nóv 2016 12:40

jonsig skrifaði:Ég hefði viljað sjá 365 missa fjarskiptaleyfið á stundinni. Þeir hafa farið vel yfir strikið.



Er það.
Hvað ef að 365 væri ekki ISP líka ?

Ég sé ekki betur en að fjölmiðlafyrirtækið 365 sé að vernda sína framleiðslu.
Sesmagt, að stöð2 sé að nota (segjum bara FRÍSK) til þess að finna iptölur til þess að geta kært deilingu á efni.

Það að þeir séu ISP líka á ekki að eyðileggja þeirra möguleika á því.

Aftur á móti, EF að kæran kemur fram á IP tölur hjá t.d. notendum símans, en nafn og kennitölu hjá notendum 365 þá á að sjálfsögðu að taka af þeim fjarskiptaleyfið, þar sem að þá eru þeir að fara yfir strikið.

En miðað við þessar fréttir get ég einfaldlega ekki séð að svo sé.

Síðan er allt annað hversu góðar okkur finnast þær leiðir vera eða hversu vel þær virka.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 27. Nóv 2016 12:51

urban skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég hefði viljað sjá 365 missa fjarskiptaleyfið á stundinni. Þeir hafa farið vel yfir strikið.



Er það.
Hvað ef að 365 væri ekki ISP líka ?

Ég sé ekki betur en að fjölmiðlafyrirtækið 365 sé að vernda sína framleiðslu.
Sesmagt, að stöð2 sé að nota (segjum bara FRÍSK) til þess að finna iptölur til þess að geta kært deilingu á efni.

Það að þeir séu ISP líka á ekki að eyðileggja þeirra möguleika á því.

Aftur á móti, EF að kæran kemur fram á IP tölur hjá t.d. notendum símans, en nafn og kennitölu hjá notendum 365 þá á að sjálfsögðu að taka af þeim fjarskiptaleyfið, þar sem að þá eru þeir að fara yfir strikið.

En miðað við þessar fréttir get ég einfaldlega ekki séð að svo sé.

Síðan er allt annað hversu góðar okkur finnast þær leiðir vera eða hversu vel þær virka.



Mér finnst allavegana skipta mestu máli í þessu öllu saman að það eru ekki allir default grunaðir um lögbrot ef ákveðnir aðilar eru að stunda höfundarréttarbrot á íslensku efni. Það þarf að vera rökstuddur grunur og að sjálfsögðu þarf að koma heimild frá lögreglu til að rannsaka nánar (Hvað sem rökstuddur grunur skv lagabókstafnum þýðir í dag). Og btw að fyrirtæki sem er að selja fjarskiptaþjónustu og selja línulega sjónvarpsdagskrá og fá þriðja aðila til að rannsaka höfundarréttarbrot segir manni að það eru augljósir hagsmunarárekstrar til þess að geta verið hlutlaus (þ.e að freistast ekki til þess að rannsaka notendur sína sjálfir, án þess að gefa mér að það hafi verið gert í þesus tilfelli).


Just do IT
  √

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Lunesta » Sun 27. Nóv 2016 14:41

Þetta minnir mig á trolltrace úr nýjustu South Park seríunni.

Þetta er samt alveg fáránlegt. Persónulega er ég hjá 365 núna og er að hugsa um að
segja upp áskriftinni hvernig sem þetta fer. Ég er ekki alveg til í að vera að borga
fólki fyrir að vera njósna um mig beint eða óbeint. Finnst að sem flestir ættu að segja
upp enda er þetta fyrirtæki sem leggur áherslu á fjármál frekar en nokkuð annað (saman
ber áskriftarkostnað stöð 2). Það að missa fólk úr áskrift skiptir þá áreiðanlega meira
máli heldur en að opinbera hvaða grey ákváðu að gefa borgarstjóranum séns.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pólitískt Vopn

Pósturaf Stuffz » Sun 27. Nóv 2016 15:40

Versta Birtingarmyndin: Pólitískt Vopn!

Eflaust eitthverjir Píratar og annarra flokka fólk sem þekkja persónulega aðila sem gæti verið á SMÁÍS/FRÍSK listanum.

Hefur SMÁÍS/FRÍSK annars ekki reynt að kúga fólk áður, á maður að trúa að eitthvað annað og minna verði uppá teninginum núna?

Málið er að þessir aðilar eru ekki með neina heildarlausnir, þeir eru að básúna eitthvað sem hljómar jafn gáfulega og "Reykjavík Fíkniefnalaus árið 2000" þetta eru m.a. Hallgrímur sem fékk kósý stöðu hjá MPA - Europe eftir DC++ málið 2004 sem brenndi flesta sem komu að því nema hann og svona kallar koma að tali við eitthverja innlenda aðila sem hafa svipaðar hagsmuni að gæta og MPA og reyna að fá þá til að bregðast við eitthverjum upplýsingum sem þeir hafa safnað, og það mögulega ólöglega.

Halli kallinn ætti bara að fá sér alvöru vinnu og hættu að reyna að vera eitthver JB, þetta er Ísland ekki Disney land :lol:
J. Edgar Hoover - Dictator of FBI-land (In power for 48 years)

EDIT:

Hallgrímur Kristinsson
„Við höfum aldrei verið á eftir endanotendum, við erum ekki að eltast við fólkið sem er að sækja efnið. Við erum á eftir því fólki sem gerir öðrum kleft að sækja sér efni. Þeir sem eru að reka þessar síður. Þeir sem eru að taka íslenska efnið og setja það inn. Við höfum aldrei verið á eftir notendum, aldrei nokkurn tíma". http://www.ruv.is/frett/tapa-milljardi- ... -nidurhals

Skrítin yfirlýsing þar sem í DC++ málinu 2004 var meirihluti þeirra 12 sem húsleit var gerð hjá KLÁRLEGA Notendur, þekki það mál persónulega.
Fyrst allir kallaðir "Höfuðpaurar" svo "Stór-Notendur" og á endanum "Notendur", enda hvað er 1 tb í dag lol
Halli er að þykjast ekki muna eftir þessu og hvernig SMÁÍS starfaði tja nema þetta sé viðurkenning á að þarna hafi verið gerð mistök? annars FRÍSK er einfaldlega SMÁÍS 2.0 og "Við höfum aldrei verið á eftir endanotendum.." stendur ekki skoðun, þeirra vinnubrögð voru að höggva nokkra hausa af og stjaksetja öðrum notendum til viðvörunar, sama og t.d. RIAA var að gera á sama tíma í Disney landi, og þeir voru líka á leið í annan höbb janúar 2005 gegn 11 manns þar sem hét "zaturn" en svo púff! hætti þetta allt í einu, og í Maí 2005 voru samþykkt óvinsæl eftirlits lög sem Netfrelsi (lén þeirra nú í eigu 365) mótmælti sterklega, en voru samþykkt af XB og XD.. more where this comes from..

Minnst á FRÍSK í þessu samhengi í gærfréttum RÚV Sjónvarp allra landsmanna (þ.e.a.s við eigum öll þetta efni)
Síðast breytt af Stuffz á Sun 27. Nóv 2016 17:36, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 27. Nóv 2016 15:57

Lunesta skrifaði:Þetta minnir mig á trolltrace úr nýjustu South Park seríunni.

Þetta er samt alveg fáránlegt. Persónulega er ég hjá 365 núna og er að hugsa um að
segja upp áskriftinni hvernig sem þetta fer. Ég er ekki alveg til í að vera að borga
fólki fyrir að vera njósna um mig beint eða óbeint. Finnst að sem flestir ættu að segja
upp enda er þetta fyrirtæki sem leggur áherslu á fjármál frekar en nokkuð annað (saman
ber áskriftarkostnað stöð 2). Það að missa fólk úr áskrift skiptir þá áreiðanlega meira
máli heldur en að opinbera hvaða grey ákváðu að gefa borgarstjóranum séns.


Eflaust öruggara að vera hjá Hringdu , þeir allavegana þora opinberlega að segja hvaða hagsmuni þeir hafa í huga þegar kemur að persónuvernd viðskiptavina sinna: https://www.facebook.com/hringdu/posts/1509446199070994


Just do IT
  √

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: RÚV: "365 fylgist með ólöglegu niðurhali"

Pósturaf Minuz1 » Fim 18. Maí 2017 23:32

Veit einhver hvernig þetta mál endaði?
Ég benti P&F á þetta mál en þeir bentu mér á að persónuvernd væri með þetta á sinni könnu.

Ég gerði það í lok Nóvember, en ég hef ekkert meira heyrt um þetta í fréttum?
Erum stofnunum heimilt að afsala sér starfsskyldum yfir höfuð?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það